Alþýðublaðið - 02.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.08.1940, Blaðsíða 2
FÖSTUÐAGUR 2. ÁGtJST 1843. ALÞÝBUBLAÐIÐ Frídagur! Ferðalag! Um leið og ákveðið er hvert skal halda er rétt að hafa í huga að fyrirhafnarmiimst er að taka átbúnaðinn fatnaðinn og nestið, alt á einum stað Sendisveinn óskasí. ! Lipur og áreiðanlegur sendisveinn á aldrinum 14—15 ára óskast um tíma. Upplýsingar í af- greiðslu Alþýðublaðisns klukkan 5—7 í kvöld. Pað bezta verðnr ávalt Mýrast. Lax, Nautakjöt, Kindakjöt, Grænmeti, allskonar. Álegg, fleiri teg. Allt er þér þarfnist í ferða- lagið. Pantið í matinn í tíma. Pantið í hann í síma 9291 — 9219. Stebbabúð. Morgnnblaðið mætti vel líta sér nær. MJÖG væri þarflegt, ef æskulýðsfélögin í bæn- um bæru gæfu til þess að taka saman höndum um að gefa skemmtanalífi bæjarins meiri menningarbrag en algengt get- ur talizt. -Eiga þó víst flest eða öll ó- skilið mál um að hafa eigi haf- izt handa um að leita álits og aðgerða annarra félaga, þó lítils háftar hafi verið á þetta mál minnzt sn. a. hér í blaðinu. Hitt ber lítinn vott um sam- starfsanda á þessu sviði, en sýn- ir fullkomlega pólitíska ávinn- ingshugsun eða einstaka öfund, þegar ráðizt er að F. U. J. í Mgbl. s.l. sunnudag með ósönn- um ásökunum og áburði og ó- heiðarlegum málflutningi. Vegna þess að aðalblað XXXXXXXXXXXX Kaupið uestlð r 1 BREKKU ÁBvallagötu 1. Sími 1678 Tiarnarbúöin Simi 3570. »c<xxx>ooooo< „stærsta stjórnmálaflokksins“ birtir næturlýsingu þessa, þykir hlýða að mótmæla helztu ósann- indunum. í fyrsta lagi eru laugardags- dansleikirnir í Alþýðuhúsinu al- gerlega óviðkomandi F. U. J. og er Mgbl. hægur hjá að spyrja lögreglustjórann um það atriði. í öðru lagi fjallar lýsing þessi alls ekki um dansleikinn sjálf- an, heldur fulla menn á götum úti, en það vita allir, sem á skemmtanir hafa komið, að drukknir menn sækja mjög á að komast inn á dansleiki, í hvaða samkomuhúsi, sem þeir fara fram, og hafa þeir oft vald- ið ýmsum spjöllum, brotið rúð- ur, barið hús utan og gert fólki ýmis óþægindi. Hefir lögreglan ekki tekið nægilega hart á þessu ósiðlega athæfi, — hvort sem það er af heimildarskorti eða öðrum ástæðum, — því slíka ófriðarseggi á að fjarlægja af götum bæjarins. í þriðja lagi er harla ein- kennileg þessi árás á F. U. J., sem höf. tekur fram að hann beri ekki neinn kala til, — ef honum er hugleikið að bæta skemmtanalífið og skapa borg- armenningu. Því ef að svo væri, að það sé helzta áhugamál hans, hefði sannarlega verið minnzt á fleiri aðila í skemmtanalífi bæj- arins og ekki gripið til þess ráðs að eigna F. U. J. skömm af dansleikjum, sem eru því alger- lega óviðkomandi. Gefur þessi óheiðarlegi vopnaburður tilefni til þess, að á ýmislegt sé minnzt, sem sýnir ábyrgðarlaust framferði. Félag er nefnt „Heimdallur“ og kenn- ir sig við æskuna. Það hefir ver- ið altalað, að það félag hafi sótt um vínveitingaleyfi í sambandi við árshátíð sína, en ef til vill hefir eigi verið þar um að ræða ábyrgðarleysi gagnvart æsk- unni. Ekki hefir heldur borið mikið á því, að þetta félag réði meðlimum sínum frá því að sækja Hótel Borg. Þar er þó ekki hollur staður fyrir ung- linga. Fleira skal ekki tiltínt nú, þó að á margt megi minnast, en að lokum undirstrikað, að ef öll æskulýðsfélög bæjarins tækju höndum saman um að vinna gegn áfengisneyzlu á skemmt- unum og opinberum stöðum, mætti miklu góðu til leiðar koma, og mætti t. d. hugsa sér að þessi félög skipuðu áfengis- varnanefnd innan sinna vé- . banda til þess að inna slíkt starf af hendi. Og ef greinarhöf. í Mgbl. gæti komið til leiðar jafnmiklu og jafn fjölþættu menningarstarfi í Heimdalli og er í F. U. J., þá væri stórt spor stigið í áttina til heilbrigðara stjórnmálalífs. En það er þjóðarheill og nauð- syn. Alþýðusonur. Happdrætti fyrir snmardvðl barna. ENN er töluverður hluti happdrættismiðanna, sem seldir enu til styrktar sumardvöl barna, óseldur. Verður brátt gert síðasta áhlaup á bæjarbúa með sölu miðanna, og væntanlega verða þeir allir seldir upp, ef dæma má af fyrri framkomiu Reykvíkinga í öðrum velferðar- málum. i Það þarf að skapa heilbrigða æsku, en ekkert er betra fyrir til þess, en að lofa börnunwm að dveljast úti í náttúrunini. Ættu því bæjarbúar að bregðast vel við sein fyrr, og kaupa þessa miða, sem eftir era-, alveg upp. Miðarnir fást nú á eftir töld- Um stöðum: Pósthúsinu, Skrif- stofu tollstjóra, Eimskip, Sjóvá- try ggingaf él aginu, Reyk j avík ur Apóteki og Bókaverzlun ísafoldar. Vinningar eru tólf, og verður þeim stillt út í sýningargtugga í næstu viku, nema aðalvkmingn- ttm, sem er 1000 kr. gæðingur; liann er of fjöragur til að standa þar til sýnis. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og Jbezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi Í. j « „ .. ■ Sjðnarvottnr að loftárisoi m á Tonrs og Bordeanx. ♦ Viðtal við Þorvald Skúlason listmálara sem nú er nýkominn frá FrakklandL ÞORVALDUR SKÚLASON, LISTMÁLARI, kom hingað til bæjarins í fyrrakv. eftir tveggja ára dvöl í Frakklandi. Slapp hann þaðan úr landi daginn, sem vopnahléssamningarnir voru undirritaðir. Alþýðublaðið hitti Þorvald að máli í gær og spurði hann um dvöl hans í Frakklandi og ferð- ina heim. — Undanfarin tvö ár, sagði Þorvaldur, hef ég lengst af dvalið í París. En þegar Þjóð- verjar gerðu innrásina í Frakk- land var ég kominn til Tours. Þar voru gerðar loftárásir svo að segja á hverri nóttu í þrjár vikur. Ég var þar með konu og barn og var því ástandið allt annað en glæsilegt. Húsin féllu í rústir allt í kring og fólk lá sært og dautt á götunum. Oft sá ég særða menn og dauða borna undan hrundum og hrynjandi húsum. Það var mesta furða hvað fólkið var ró- legt, hvað sem á dundi. Þó greip mikill ótti mæður og börn — sem vonlegt var. Við sluppum frá Tours nokkr- um klukkutímum áður en bar- daginn hófst um borgina. Tróð- um við okkur inn í síðustu lest- ina, sem fór þaðan til Borde- aux. Með hraðlestinni er þessi vegalengd farin á 4 klst., en í þetta sinn vorum við fjóra sólarhringa á leiðinni. Svo var nefnilega mál með vexti, að þýzkar flugvélar eltu okkur og urðum við að halda kyrru fyrir á daginn, en ferðast á nóttunni — þó með mestu varkárni. Ekki tók betra við, þegar við komum til Bordeaux. Þar dvöldum við í fimm daga, og á þeim tíma var gerð einhver sú stórkostlegasta loftárás, sem ég hefi haft kynni af. Gerði hún geysimikinn usla. Heilar götur og götuhverfi umhverfis stað- inn, þar sem ég bjó, hrundu í rúst, og fólk lá dautt og helsært undir rústunum. Maður á ervitt með að slcýra frá öllum þeim hörmungum, sem maður sá, maður vill helzt gleyma þeim. í Bordeaux snérum við okk- ur til brezka konsúlsins og eftir það sáu Englendingar algerlega um okkur til Englands. Frá Bordeaux fóru þrjú stór herflutningaskip með flótta- Nauiakjöt Lax Frosið dilka~ læri Sviðin svið Kjötverzlanir Hjalta Lýðssonar menn til Plymouth á Englandi. Flóttamennirnir voru enskir, pólskir, franskir, norskir, belg- iskir og hollenzkir. Ferðin gekk slysalaust til Plymouth. Síðan dvöldum við í Englandi í þrjár vikur. Ibúarnir í London voru mjög rólegir og öruggir. Þeir virtust ekki kvíða framtíðinni, en voru fastákveðnir í því að leyfa engri erlendri þjóð fótfestu á enskri grund. Þar var allt í röð> og reglu. Þess skal að lokum getið, segir Þorvaldur, að með- ferð Breta á flóttamönnunum |i var framúrskarandi góð og vildu þeir greiða götu þeirra á allan hátt sem mögulegt var. Húsmæður Mýtt! Mathlífar, til að breiða yfir matarílát úr „mus- lin“ efni, méð stálgorm- um. Má auðveldlega þvo. Engar teygjur, sem bila. NÝKOMIÐ. Edínborg Ðúsmæðnr Bordbúnaður Borðhnífar, Deserthnífar, Matskeiðar, Teskeiðar, Gafflar. Skínandi fallegar og vand- aðar vörur. NÝKOMIÐ. Edinborg Húsmæðor Afþurrkunarklútar og uppþvottaklútar. NÝKOMIÐ. Edinborg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.