Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANSUR LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 194«. 177. TÖLUBLAÐ T» Hafa Þjóðverjar merkt sér flugvelli á íslandi? _—,—4-------------- Það, sem bændur hafa séð á öræf- um Norður-Múia og Þingeyjarsýslu. FLEIRI en ein þjóð hafa sent hingað svokallaða vísinda- leiðangra á undanförnum árum. Okkur íslendingum hefir verið það vel ljóst, að tilgangurinn hefir ekki alltaf verið sá, sem upp hefir verið gefinn, og okkur hefir grunað, að sumir leiðangrarnir, að minnsta kosti, hafa verið gerðir í hingað í hernaðarlegu augnamiði. Uppi á öræfum Norður-Múlasýslu og Þingeyjarsýslu i; hafa þýzkir „vísindamenn" merkt sér heppilega lendingar- i; staði fyrir flugvélar. Leitarmenn og gangnamenn, bændur úr þessum sýslum, tóku fyrst eftir því í fyrra, að ýms stór svæði voru einkennilega merkt. Höfðu vörður verið hlaðnar, ]! helzt umhverfis breiða og harða sanda, upp úr vörðunum stóðu staurar, mismunandi langir, en flestir um lVvs meter á hæ,ð og efst á toppi þeirra var hálfur hakakross, eða haka-. i| kross, sem vantaði á eina álmuna, Þetta mun hafa verið rannsakað betur í sumar og hafa !; meðal annars göngugarpar, sem farið hafa þessar leiðir, séð þessar nierkingar, en bændurnir héldu í fyrra, að hér væri um einhverjar landmælingar að ræða. Geitasandur, sem ef breiður og harður, milli tveggja lágra fjallgarða í Norður-Múlasýslu, hefir til dæmis verið merktur þannig, og er talið að þar geti lent mörg hundruð "•',¦ flugvélar. !; '"'; Hækkii sterlingspnndsiDs hindr- Franska fasistastjðrain læt nr dsma de fiaulle til dauða! ----------------*---------------- En hann dvelur mú f Londom. Það er mí hægf að fá ódýrarl kol9 en við verðum að borga næsfu mánnði. K ¦"•" -••'••', •; l.......-•' "-; ¦ ' • ""-'••• ' ¦" "'i'-" " ¦•¦' —' • ' ; ¦,'.• ¦.'¦•• ¦¦ ¦'¦• • • ¦ FlBflskf m ¥ið Skerja fjðrð knm.til kaldra kola í gær. 1^ YRIR hádegi í gær kom Signrgeir Siprðssoe Msknp fimmtngnr. SIGURGEIR SIGURÐSSON biskup er fimmtíu árá í dag. Hann vígðist til Isafjarðar- prestakalls haustið 1917 og þjón- aði því prestakalli í meira en 20 ár og var sí&ustu árin jafnframt prófasttir í Nprður-isafjarðar- sýslu. í því starfi aflaði hann sér mikillar virðingar og- vin- áttu. Um þessar mundir er hann á visitasiuferð um Austurland og heldur guðsþjánustu á Eskifiroi í dag. FRÉTTASTOFAN Asso- ciated Press birti til- kynningu um það í gær- kveldi frá Vichy, aðseturs- stað Pétain-stjórnarinnar, að hæstiréttur Frakklands hefði kveðið upp dauðadóm yfir de Gaulle herforingja, dæmt hann frá allri tign og gert eigur hans upptækar. Réttur sá, sem kvað upp þennan dóm, var stofnaður f yr- ir skömmu með sérstakri til- skipan, sem Pétain marskálkur gaf út. Yar þá tilkynnt, að hann myndi fá til meðferðar mál þeirra manna, sem styrjaldar- sakir væru bornar á, þ. e. menn þá, sem ættu sök á óförum Frakka í stríðinu, hefðu gerzt liðhlaupar eða flúið land. Var de Gaulle sakaður um landráð, liðhlaup og flótta úr landi. De Gaulle er, sem kunnugt er, leiðtogi þeirra Frakka, sem halda áfram styrjöldinni gegn Þýzkalandi og ítalíu, og hefir de Gaulle aðalbækistöð í Bret- landi enn sem komið er. De Gaulle gerði dóminn að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti í gærkveldi. Taldi hann hinn „sameiginlega óvin" hafa haft áhrif á dómstól þennan og gerðir hans, og ef til vill væri hann beinlínis undir yfirstjórn óvinanna. De Gaulle lét í ljós óbifandi trú á fullnaðarsigri Bandamanna, og þegar svo væri komið, að Frakkland væri aftur frjálst, myndi hann óhikað gefa sig fram við ríkisstjórnina, er þá hefði fengið völdin í hendur, og Ieggja afstöðu sína undir dóm frönsku þjóðarinnar. OLAVERÐIÐ hefir nú verið laekkað um 22 krónur smá-*T lestin,vúr 156 og niður í 13^. Það má segja, að betra er seint'en aldrei. Það er nú liðinn langur tími síðan flutnings- gjald á kolunum stórlækkaði og alllangur tími síðan hin ó- dýrari kol komu hingað, án þess þó að verðið hafi lækkað til neytenda. Hefði sterlingspundið ekki hækkað svo mjög í júní, þá hefði lækkunin orðið miklu meiri. Hér í Reykjavík eru nú til um* 19 þúsund tonn af kolum og mun það nægja nokkuð-fram á veturinn. Hins vegar hafa flutn- ingsgjöld nú enn lækkað og þar með verðið, en ekki lítur út fyr- ir, að almenningur verði aðnjót- andi þess, því að ætlazt er til, að þetta nýja verð verði látið gilda meðan þessar biígðir endast. Hins vegar er rétt að taka það fram, að það hcfir komið alveg að óvörum, að flutningsgjöld lækkuðu svo mjög sem raun er á orðin í miðri styrjöldinni, enda er það mjög óvenjulegt fyrirbrigði á styrjaldartímum. Flutningsgjöldin lækkuðu fyrst er Þjóðverjar hertóku Noreg, Bandamenn settu hann í herkví og mest allur skipafloti Norð- manna gekk á hönd Banda- manna, síðan lækkuðu fluthings gjöldin enn meira, þegar Hol- land og Belgía féllu 'og loks lækkaði verðið er Þjóðverjar sigruðu Frakka. Öll þau kol, sem nú eru hér, voru keypt áður en aðallækkunin varð. Hins vegar gerði ríkisstjórnin* tilraun til að fá 5 þúsund tonna farm keyptan eftir aðallækkun- ina, en hún fékk aldrei neitt svar við tilboði sínu. í þessum 19 þúsund tonnum eru rúmlega 3 þúsund tonn skipakol, þ. e. flutt hingað með togurum. JL upp eldur í flugskýlinu við Skerjafjörð og brann það til kaldra kola. Var þetta eina flugskýli Flugfélags íslands hér í Reykjavík. Þegar eldurinn kom upp var flugvélin „Haf- örninn" inni í skýlinu, en hon- um var náð út óskemmdum. Brezkir setuliðsmenn vom inni í skýlinu, þegar eldurinn kom upp. Brugðu þeir við, náðu flugvélinni út og renndu henni ofan dráttarbrautina. Eldsupptökin munu vera þau, að neisti úr vindlingi féll ofan í skál, sem olía var í. Blossaði eldurinn upp og reyndu setu- liðsmennirnir að kæfa hann, en Frh. á 4. sf&u. Kommúnistar stofna til éeiroa i Helsingfors. Kasta grjéti og ógna fólklnu með nýjumloftárásumRússaáborgina Verður aftur tekii upp tt- gáfa einnar krónu seðia? FREGNIR frá Helsing- fors herma, að finnskir kommúnistar og fylgismenn þeirra séu upp á síðkastið farnir að gera tilraunir til þess að stofna til óeirða í borginni til áróðurs fyrir Rússland. Þ. 30. júní síðastliðinn fóru þeir í kröfugöngu um göturn- ar í Helsingfors og hrópuðu. „Niður með stjórnina! Loftá- rásir verða aftur gerðar á Helsingfors og aðrar hótanir, ef ekki yrði farið að vilja Rússa í öllu. Svipaðir atburðir gerðust í Frh. á 4. síðu. SKORTUR á skiptimynt í landinu er nú orðinn mjög áberandi og skapar ým- iskonar erfiðleika í viðskipt- um manna á milli. Stafar þetta bæði af því að stór sending á skiptimynt, sem við áttum tilbúna í Kaupm.- höfn, er Þ^jóðverjar tóku Danmörku, stöðvaðist, og liggur enn í Gullf ossi þar, og að mönnum í landinu hefir nú fjölgað um nokkra tugi þúsunda á mjög skömmum tíma og myntin kemst þar með í miklu fleiri hendur. ÖU'mynt okkar hefir eins og kunnugt er verið slegin í Dan- mörku, en nú er sú leið lokuð. Ef hins vegar skipin með efnið til hitaveitunnar komast hing- að, en um það er allt enn í ó- vissu, ætti skiptimyntin að koma með þeim. Alþýðublaðið sneri sér í morg un til fjármálaráðherra og spurði hann um þetta mál. — Hann sagði, að það væri nú í athugun í ráðuneyti hans. Nú sem stendur er verið að athuga möguleika fyrir því að fá skiptimynt í Englandi, en ef hvorugt tækist, að fá myntina frá Danmörku né að fá skipti- mynt slegna í Englandi, þá yrði að taka upp gömlu aðferðina, að prenta krónuseðla. Hann kvað þó vafasamt, að það bætti úr brýnustu þörfinni, því að miklu meiri þörf væri fyrir smærri skiptimynt en krónur. Flestir munu óska eftir því, að ekki þurfi að koma til þess að krónuseðlar komi aftur í um- ferð, því að þeir voru alltaf á- kaflega hvimleiðir. Hins vegar er hægt að prenta þá hér. Húsbruni. í gærmorgun kom upp eldur í húsi Kaupfélags Austfjarða á Seyð- isfirði. Höfðu brezkir hermenn að- setur sitt á neðri hæðinni, en ull var geymd á efri hæðinni. Bjargað- ist ullin að mestu leyti, þótt húsið brynni nær alveg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.