Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 3
4- LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 194«. •--------- ALÞYÐQBLAÐIÐ -------------------* Ritstjéri: Stefán Péturssen. x Ritstjórn: AlþýSuhúsinu við Ilverfisgötu. Símar': 4902: Ritstjéri. 4901: Innlendar fréttir. 5821: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 59. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 eg 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝ0UPRENTSMIÐJAN H. F. ♦-------—---------------------------------—* Á hverjum stendur? ALÞYÐUBLAÐW Morgunblaðið svíð ur undan saltinu. MIKIL mega rökþrot Morg- unblaðsins vera orðin í deilunni um skattírelsi stríðs- gróðamannanna, þegar pað hefir ekki lengur öðru til að veifa, en þeim blekkingum, sem það bar á btorð fyrir lesendur sína í gær, í grein, sem átti að heita svar við því, sem Alþýðublaðið sagði í ritstjómargrein sinni um skatt- frelsi stríðsgróðamannanna í fyrradag. Pað er aðallega tvennt, sem MorgunblaðSð reynir að rugla dómgreind manna með í sam- bandi viðþetta mál. Annað er það, að ekki sé að- eins verið að krefjast þess, að skattfrelsi togarafélaganna verði afnumið, heldur yfirieitt „þær í- viinauir og umdanþágur frá skatta- þg útsvarslöglgjöfinni, sem nú eiga sér stað“, eins og blaðið kemst að orði til þess að Ieiða athyglina frá skattfrelsi togarafélaganna og rugla henni saman við aðrar undanþágur frá skattalöggjöfinhi. En þegar búið er að falsa kröfu almennings þanniig, þá er vitanlega hæguir vandinn, að leggja þá undan- þágui, sem veitt var frá skatta- löggjöfinni fyrir helminginn af stríðsáhættuþóknun sjómanna, að jöfnu við skattfrelsi togarafé- laganna, enda gerir Mongun- blaðið það. Morgunblaðið hefir heiðurinn af því að vera eina blaðið, sem Jeggur þannig að jöfnu milljóna- gróða togarafélaganna, sem stór- útgerðarmennirnir stinga í sinn vasa hér heima í Reykjavík, án þess að stíga nokkru sinni sjálfir á skipsfjöl, og stríðsáhættuþókn- unina, sem sjómenn fá fyrir það að hætta lífi sínu og limum til þess að boma aflanum á erlend- an markað! Alþýðublaðið hefir aldrei séð neitt líkt með þessu tvennu og því síður óskað þess eða nokkru sinni farið fram á það, að striðsáhættuþóknun sjó- mannanna verði skert með skatta- álögum, umfram það, sem gert er. Það hefir aðeins krafist þess, að skattfrelsi togarafélaganna, strí ðsgró ð af y rirtæk janna, væri afnumið. Og það er sitt hvað. Hin blekking Morgunblaðsins er sú, að ,ekki sé hægt að afnema skattfrelsi togaraféliaiganna, eða „þær ívilnanir og uindanþágur frá skatta- og útsvarslöggjöfinni, sem nú eiga sér stað,“ eins og það orðar það, nema með endurskoð- un allrar skattalöiggjafarinnar. bg í sambandi viÖ þá blekkinigu varpar Morgunblaðið frarn þeirri spurningu', hvað ráðherra Al- þýðuftokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, hafi gert til þess að hægt sé að afnemia þessar „íviln- anir og unda;nþá|gur“. Menn með óbrjálaðri dóm- greind munu nú yfirleitt ei-ga mtjög erfitt með að sjá, hvers vegna ekki er hasgt að leggja skatt á milljónagróða togarafé- laganna fyrr en búið er að endur- skoða alla skattalöggjöfina. En úr því að Morgunblaðið treystir sér ekki lengur til þess að verja skattfrelsi togarafélaganna imeð öðru en þeirri og því líkum blekkingum, þá vill Alþýðublaðið fyrir sitt leyti segja, að það er alveg óhrætt við, að mæta Morg- unblaðinu einmig á þeim vett- vangi. Það vill þá fyrst bera. þá spurningu upp fyrir Morgunblao- inu, hvaða ráðherra það sé, sem endurskoðun skattalöggjafarinnar heyrir undir, Er það ráðherra Alþýðuflokksins, félagsmálaráð- herrann? Nei, það er, þótt Morg- unblaðið virðist ekki vita það, annar ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins — fjármálaráðherrann. Og eftir að búið er að fræða Morg- unblaðið á því, ætti að mega vænta þess, að það svaraði eftir- farandi spurningu, ef því er svo hugleikið, sem það lætur, að flýta endurskoðun skattalöggjafarinn- ar: Hvað hefir Jakob Möller gert til þess að hraða endurskoðun hennar? Og þá ætti Morgunblaðinu ekki heldur að verða skotaskuld úr því, að svara annarri spurningu. Það hefir, eins og því er kunnugt, um lengri thna verið starfandi hiilliþinganefnd í skatta- og tolla- málurn til þess að endurskoða skatta- og tollalöggjöfina. í henni á Sjálfstæðisflokkurinn tvo full- trúa, þar á meðal Magnús Jóns- son, einni af nánustu vinum Morg- unblaðsins. Hvað hefir hann gert 'tíl þess að hraða endurskioðun skattalögigjafarinnar? Eru það miáske fulllrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í þeirri nefnd, sem á stendur? Á meðan Morgunblaðið hefir ekki gert hreint fyrir dyrum fjár- málaráðherrans, sem endurskioð- un skattalöggjafarinnar heyrir undir, og fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í milliþinganefndinni í skatta- og tollamálum, sem fyrir löngu gætu verið búnir að koma fram með ákveðnar tillögur, ef þeir kærðu sig nokkuð um það, þá ætti það að fara varlega í að saka aðra. Það getur verið g-ott að bregða fyrir sig drættinum, sem orðiö hefir á endurskoðun skattalöggjafárinnar, þegar öðru vopni er ekiki til að veifa í vöm- inni fyrir skattfrelsi stríðsgróða- inannanna. En það er svo bezt, að ekki komi upp úr kafinu, að Sjálfstæðisflokkurinn láti sér það í raun og veru vel Hka, að end- urskoðuninni sé endalaust frest- að, og hafi dráttinn á henni að- eins að yfirvarpi til þess að rétt- læta það hneyksli, að hann skuli berjast fyrir því að viðhalda skattf rel si stríðsgróðamannanna, þegar allur almenninjguf er að sligast undir vaxandi sköttum ög byrðum af völdum stríðsins. AÐ er ekki nema von, að forsprakka Sjálfstæðisflokks- ins svíði sárt undan því, þegar sýnt er fram á, hvernig þeir hafa afneitað flestum stefnumálum flokks síns, síðan þeir tóku sæti í stjórn landsims, og gengið inn á igömul og ný sjónarmið sam- starfsflokkanna, eins og lýst var í ritstjórnargrein Alþýðublaðsins í gær um „goðann“, sem nú hefir verið kennt „að geipla á saltinu“, atvinnumálaráðherra Sjálfstæðis- fipkksins, sem nú hefir fyfirskip- að einkasölu á síld og falið hana síldarútvegsnefnd, þrátt fyrir all- ar svívirðingarnar, sem Sjálfstæð- isflokksblöðin era búin að segja um einkasölur yfirleitt og síldar- útvegsnefnd sérstaklega. Enda ber Morgunblaðið sig illa. Það svíður undan saltinu. Það birtir ekki minna en tvær jsvargreinar í dag víð þessari einu ritstjórnargrein Alþýðublaðsins og eys þar úr sér fjúkyrðum um Alþýðuflokkinn og þátt hans í þeirri ríkisstjóm, sem nú situr, til þess að reyna að rétta við álit Sjálfstæðisflokksins í augum flokksmannanna. Hér fara á eftir niokkur orð, sem tekin eru upp orðrétt úr anriarri svargrein Morgunblaðsins í dag og sýna, hve gersamlega það hefir misst alla stjórn á sér við grein Al- þýðublaðsins í gær: „1 apríi 1938“, segir blaðið, „var umboðsmanni Alþýðuflokks- ins vikið úr stjórn landsins. Ári síðar voru dyrnar opnaðar að nýju. Að þessu simni var inn- gangseyrir nokkuð dýr. Ráöherra fiokksins gat fengið að setjast í stól sinn, ef hann vildi lögfesta þar, að svifta verkalýðinn hin- um „helga rétti verkfallsins.“ AlþýðUflokkurinn „keypti sig inn“, og allt kaupgjald verka- lýðsins á öllu landinu var lög- bundið — þ. e. a. s. Sjálfstæðis- 1 flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn á alþingi ákváðu 'kaup- gjaldið — og Alþýðuiflokkurinn fékk að vera með. f leiðinni var svo fornvinuinum, stórútgerðinni, veitt skattfrelsi til 5 ára. Einnig í því fékk Alþýðuflokkurinn að vera með.“ Þetta eru óbreytt orð Morgun- blaðsins — í dag. Það vantar ekki, að digurbarkialegEr er talað uim afrek Sjálfstæðisflokksins og áhrif í stjóminini, þegar á því þarf að halda, að rétta við álit hans bjá flokksmönnunum. En þegar talað er í eigin hóp, er vissan um það, öð Sjálfstæðis- flokkurinn „ákveði“, ekki alveg eins mikil. Það vill svo vel til, að einuim eða tveimur dögum áður en Morgunblaðið birti þessi borg- imniannlegu ummæli um alræði Sjálfstæðisfl-okksins og áhrifa- leysi Alþýðuflokksins í stjórn- inni, var einn af forsprökkum hans, Björn ólafssiom störkaup- maður, búinn að láta frá sér fara eftirfarandi andvarp um ssarf Sjðlfstæðisflokksins í stjórn- inni. Er hægt að lesa það í.nýj- asta heftínu af „Frjálsri verzlun" Undir fyiSrsögninni „Að ári iiðnu“, þ. e. a. s. eftir eins árs þátttöku Sjálfstæðisflokksins í stjórn: „Ef stjórnarsamvinnan hefði komið aðalbaráttumál- um flokksins í höfn, að und- anteknum verzlunarmálun- um, þá mætti segja ,að flokk- urinn þyrfti ekki að kvarta, ógi verzlunarstéttin mætti, eftir atvikum, sætta sig við sitt hlutskipti í svipinn. En þeir munu nú margir kjós- endur flokksins, sem spyrja sjálfa sig, hvað unnizt hafi í sambúðinni. Og um þessar mundir hlakka andstæðing- arnir yfir því í blöðum sín- um, að flokkurinn hafi engu komið fram. Hann hefir har- izt fyrir lækkun ríkisút- gjalda, afnámi óþarfa ríkis- stofnana og embætta. Hann hefir barizt fyrir lagfæring skattakerfisins, sem komið er út í hinar svörtustu öfgar. Hann hefir kvartað undan misrétti núverandi kjör- dæmaskipunar, og hann hef- ir efst á stefnuskrá sinni at- hafnafrelsi einstaklingsins og frjálsa verzlun. Engu af þessu hefir flokkurinn komið áleiðis með stjórnarsamvinn- unni, svo teljandi sé. Allt stendur þetta í stað, óleyst verkefni, nægilegt haráttu- efni næsta kjörtímabil. Þegar líður að næstu kosn- ingum verður flokkurinn að koma fram fyrir kjósendur og viðurkenna, að honum hafi tekizt fáu að breyta af því, sem hann gagnrýndi mest meðan hann var í stjórnarandstöðu. Það er ekki ólíklegt, að andstöðuflokk- arnir hafi einmitt ætlazt til, að hann kæmist í þessa að- stöðu fyrir að skapa frið inn- an lands um stundarsakir. Slíkur friður getur því stund- um verið dýrkeyptur. Sam- vinnan hefir breytt aðstöðu flokksins úr sókn í vörn, en frá vörn er skammt til und- anhalds. En undanhald er ekki leiðin til sigurs.“ Þessi orð Bjöms Ólafssonar stórkaupmanns sýna, hvemig sál- arástand Sjálfstæðisflokksins er nú hið innra, þrátt fyrir hin dig- urbarkalegu umimæli Mopgun- blaðsins í dag. Betri staðfestingu en þau gat ALþýðublaðið ekki fengið á grein sinni imi „goð- ann“, sem nú loksins hefir verið „kennt að geipla á saltinu". Og að endingu aðeins þetta: Morgunblaðið segir, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn hafi á alþimgi ákveðið kaupgjaldið. Ef það hefði sagt, að þessir flokkar hefðu í samein- ingu „ákveðið“ að neita verzlun- arfólkinu um dýrtíðaruppbót á laun sin, þá hefði það verið satt, þvf enginn stjórnarilokkanna ann- ar en A1 þýðuflokkurinn greiddi atkvæði heill og öskiptur méð henni. Era hitt er ekkert annað en ein af hinum mörgu Moigun- blaðslygum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurmn ætluðu sér að banna alla kaupuppbót fyrir verkamenn vegna gengis- lækkunariranar og dýrtíðarinnar, sem gengislækkunin hlaut að \hafa í för með sér. En Alþýðu- fiokkurinn knúði það fram, að ákvæði um kaupuppbót vora sett inn í gengislöjgin. Á sama hátt knúði Alþýðuflokkuriran þaðfram, að kaupuppbótin var stórhækkuð og veitt öllum félagsbuftdnum verkamönnum um nýjár í vetur, eftir að dýrtíðin af völdum stríðs- ins var farin að gera veralega) vart við sig. Og Sjálfstæðisflokk- urinn greiddi því aðeiras þess vegna atkvæði sitt, að hann) ótt- aðist verkfallssamtök verkalýðs- ins að öðram kosti. Það geta menn bezt séð á því, hve frakkur bann var að spilla því, að verzlunarfólkið feng! kaupuppbót, meðal annars með því, að láta einn af þingmönn- um sínum, sem úrslitin ultu á, vanta við atkvæðagreiðsluna um frumvarp verzlunarfólksins I efri deild. Hann vissi að verzlun- arfóikið átti engin verkfallssam- tök. Að Verzlunarfólkinu var neitað ttm dýrtíðarappbót — það hefir Sjálfstæðisflokkurinn alténd haft fram með stjómarsamvinnunni, þó að Birni Ólafssyni og mörgum fliokksmanninum þyki magur ár- angurinra að öðra leyti. Akranes-Sfígnaskarð - Borgarnes. Milferöir fjóra daga vikunnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssonnr. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. \ Magnús Gunniaugssen, Akranesi. Þingvallaferðir í ágústmánuði Til Þragvalla kl. IOV2 árd., 2¥2 og 7 síðd. Frá Þingvöllum kl. 1 e. h., 5:1/2 og 8V2 síðd. daglega. Aukaferðir laugard. og sunnudaga. Steindór, sími 1580.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.