Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.08.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUit 3. ÁG«3ST I940. Kaupið bókina Hver var að hlæja? og brosið með! ALÞTÐUBLAÐIÐ Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. LAUGARDAGUR Engin messa í Laugarnesskóla á morgun, heldur næsta sunnudag. um skilvísu“, en átti auðvitað að vera ,,því fleiri“. Næturlæknir er í nótt Björgvin Fihnsson, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er 1 nótt í Lauga- vegs- og Ingólfsapótekum. ÚTVARPIÐ: 19,30 Hljómplötur: Kórlög. 20 Fréttir. 20,30 Upplestur: „Hin eina sanna ást“, smásaga (ungfrú Þór- unn Magnúsdóttir). 20,15 Útvarps- tríóið: Einleikur og tríó. 21,15 Hljómplötur: Slavneskir dansar eftir -Dvorák. 21,35 Danslög. 23 Bagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er á morgun Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2711. Næturlæknir er Ólafur Þor- steinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 11 Messa í dómkirkjunni (séra Garðar Svavarsson). 19,30 Hljóm- plötur: „Dansskólinn“, lagaflokkur eftir Boccherini. 20 Fréttir. 20,30 Danshljómsveit Bjarna Böðvars- sonar leikur og syngur. 21 Erindi: Svartir Bandaríkjamenn (Sigurður Benediktsson ritstjóri). 21,30 Danslög. 23 Dagskrárlok, MESSUR Á MORGUN: í dómkirkjunni kj. ll séra Garð- ar Svavarsson. Engin síðdegis- messa. SBBdnámskeið hefjast að nýju þriðjudag- inn 6. þessa mánaðar. ; Þátttakendur gefi isig fram í Sundhölliiuai. Sími 4059. Sundhöll Reykjavíkur. Frá Rauða krossi íslands. Þess er fastlega vænzt, að þeir aðstandendur, sem eiga börn sín í sumardvöl á vegum Rauða kross íslands og hafa undirskrifað skuld- bindingu um að greiða sjálfir fyrir dvöl bamsins að nokkru eða öllu leyti, greiði meðlögin til skrifstof- unnar, Hafnarstræti 5, hið allra fyrsta (afgreiðslutími kl. 1 %—4). Er þessa sérstaklega óskað til þess að komast hjá innheimtukostnaði. Drengjamót Ármanns. Hið árlega drengjamót Ármanns hefst næstkomandi þriðjudag kl. 8 e. h. Keppendur eru óvenjulega margir eða alls 47 frá , 5 íþrótta- félögum, þeim: Ármanni, í. R., K. R., Ungmennafélaginu Skallagrím- ur í Borgarnesi og íþróttafélagi Kjósarsýslu. Mun keppnin verða áfarhörð og eru mestar líkur til að annað utanbæjarfélagið vinni drengjamótið að þessu sinni. Jón Pálsson fyrrum bankaféhirðir er 75 ára í dag. Er hann kunnur m. a. fyrir störf sín í þágu bindindis og upp- eldismála hér í bæ. Slys á Patreksfirði. Það slys vildi til fyrir hádegi í gær í karfaverksmiðju Ó. Jóhann- essonar á Patreksfirði, er verið var að starfa að síldarvinnslu, að einn starfsmannanna, Jóhannes Gísla- son, til heimilis þar á staðnum, lenti með hægri hendi í einum þurrkaranna. Tók af honum alla fingurna um hnúa. Jóhannes var sanistundis fluttur í sjúkrahús, þar sem héraðslæknir bjó um sár hans. Líður honum nú eftir atvikum vel. Meistaramótinu frestað. Þeim hluta meistaramóts ÍSÍ, sem til stóð að láta fara fram í dag og á morgun, hefir verið frestað af ýmsum ástæðum. Fer það fram viku eftir aðalhluta mótsins. Leiðrétting. í greininní um innheimtu út- svaranna í blaðinu í gær stóð: „að því færri, sem óskilamennirnir eru, því þyngri verða álögurnar á hin- Leikhúsmál, 2. hefti tímaritsins er nýkomið út. Ritið flytur ýmsar greinar, er varða málefni leiklistarinnar. Lár- us Sigurbjörnsson skrifar um leik- ritaskáldið Matthías Jochumsson, Ólafur Guðmundssin skrifar grein um leikstarfsemi, er hann nefnir „Síðustu 10 ár“ og Þorsteinn Jós- efsson , skrifar um Fjalla-Eyvind. Þá eru í ritinu leikhúsfréttir og grein um kvikmyndir, eftir rit- stjórann, Harald Björnsson. Fjöldi ágætra mynda prýðir ritið. Gjafir til Slysavarnafélags íslands. Frá R. N. kr. 2. H. J. 2. Val- gerður Helgadóttir, Gautsdal, 2. O. O. kr. 300. B. B., Reykjavík, kr. 10. Ólöf Ingimundardóttir, Svanshóli, kr. 5. Steinvör Kristófersdóttir, Litlu-Borg, kr. 5. Kærar þakkir. J.E.B. Heimilið og KRON, júní—júlíheftið er nýkomið út. Efni:' Sigurður Kristinsson sextug- ur, Jákvæð eða neikvæð sam- vinna, Lýðræðið og samvinnu- stefnan, Kaupfélagsverzlun eða kaupmannaverzlun o. fl. Frjáls verzlun júlíheftið er nýkomið út. Meðal greinanna í þessu hefti er grein eftir Adolf Björnsson bankamann um Útvegsbanka íslands 10 ára. f.....................■ ■— ÖEIRÐIR I HELSINGFORS Frh. af 1. síðu. fyrradag. Þá skarst finnska lög- reglan í leikinn, en kommúnist- ar svöruðu með grjótkasti og meiddúst þrír lögregluþjónar. Óeirðir hafa einnig orðið af völdum kommúnista á einum stað öðrum á Finnlandi. Ann- ars staðar er allt sagt með kyrr- um kjörum. í rússneskum fréttum er þess- um atburðum lýst sem „ógnar- stjórn á móti verkalýðnum“ á Finnlandi. HGAMLA BIÚM Kátir gestgjafar (GOODBYE BROADWAY.) Skemmtileg og fyndin am- erísk gamanmynd frá UNI VERSAL félaginu. Aðal- hlutverkin leika: Alice Brady, Tom Brown, Charles Winninger. Aukamynd: LÍF EÐA DAUÐI. Hrikalegustu atburðir, sem kvikmyndaðir hafa verið. NYJA BIÖ ■ Æfintýri á ökuför (Fifty Roads to Tewn.) Amerísk skemtimynd frá FOX iðandi af fjöri og fyndni og spennandi við- burðum. — Aðalhlutverkið leikur kvennagullið DON AMECHE, ásamt hinni fögru ANN SOTHERN og skopleikaranum fræga SLIM SUMMERVILLE. FLUGSKÝLIÐ I SKERJAFIRÐI Frh. af 1. síöu. tókst ekki. Var þá slökkviliðið kallað á vettvang og dældi það sjó á bálið. Tókst þó ekki að slökkva fyrr en flugskýlið var brunnið til kaldra kola. Þegar flugskýlið var byggt, mun það hafa kostað 15—20 þúsundir króna. Öeirðir í Hollandi Það er nú kunnugt orðið, að til alvarlegra óeirða kom milli Hollendinga og Þjóðverja á af- mælisdegi Bernards prins, eig- inmanns Júlíönu krónprinsessu. Margir menn voru handteknir og margir særðust. Það er búist við frekari óeirð- um á afmælisdegi Irene prins- essu, dóttur Júlíönu prinsessu og Bernards prins, og á afmæl- isdegi Wilhelmínu Hollands- drottningar 21. ágúst. Þjóðverj- ar hafa þegar fyrirskipað var- úðarráðstafanir. Skráning atvinnu- lausra stendor ná jrfir ESSA dagana stendur yfirr skráning atvinnulausra manna hér í bæ. Fer hún fram í Góðtemplarahúsinu kl. 10—8. Síðasti dagur skráningarinnar er í dag. Ættu allir atvinnulausir menn að láta skrá sig, því nauð- synlegt er, að réttar skýrslur fáist um ástandið í þessum mál- um. SfHdÍSVÍDD óskast 14-15 ára. A.v.á. Hinn Sakamálasana eftir Seamark « ósigrandi fjarverusönnun-, sem jafnvel Sootland Yard getur ekki dregið í eía. Og lögregluna mun jafnvel aldrei gruna, að ég sé vi'ð þetta mál riðinn. Lazard gneifi er hafinn yfir -allan grun. — En bréfið? —- Það er hægt að hindra, að það kiomi nokkurn tima fram. Einn af möinnum okkar fer í fyrramálið dulbúinn sem lögreglumaður á pósthúsið og heimtar öll bréf, sem stíluð eru á nafn Landring Dent. Yður er því óhætt að svara spurningum mínum og búast svo við daúða yðar. — Það held ég ekki. Ég hefi þegar skýrt yður frá ýmsum ástæðum fyrir því, að þér getið ekki myrt mig. Yður hefir verið leyft að komast hingað inn. En yður hefir ekki ennþá verið leyft að komast héðan út. Og það er undir yður sjálfum komið, hv-ort þér fáið að klomast út eða ekki. Fáið mér hyssuna, Lazard, og gerið yður ekki að heimskingja. Lazard var -orðinn þurr í kverkunum. Rólyndi og öryggi Dains hafði gert það að verkum, að hann var að missa vald á sér. — Hvað eigið þér við? spurði hann. Hann miðaði stöðugt á enni Dains. — Lofið mér þá að segja yðu-r, hvernig er ástatt ium yður í raUn og veru. Um leið og þér þrýstuð á kveikjarann áðani, settuð þér af stað fjórar vélar, sem gamga fyrir rafmagni. Þær eru héma í horni heirberg- isins, eins og þér sjáið. Og um leið og þér eða ein- hver félaga yðar snertir einhverja af þessum vélum gýs upp blár logi í herberginu, og allir, sem inni eru, brenna til ösku. Þér getið því ekki eyðilagt þær. Og um bréfið er það að segja, að lögreglan mun óðara taka við því og geyma það, þangað til ég kem, eða opn-a það -að öðrum kosti. Þér verðið því of seinn ,á yður að ná í það. Og þó er máske aðalatriðið eftir. Þegar þér komuð hipgað inn í kvöld lokuðust ytri dyrnar, Munið þér eftir því? — Já, sagði Lazard. — Það voru ^vélarnar, sem -orsökuðu það, að hurðin lokaðist. Og nú getur enginn maður, nema sá, sem kann, opnað hurðina. Hurðinni er haldið æstri með vélaafli, og það þrýtur ekki fyrr en eftir hálfan mánuð. Nú sjáið þér, hvernig ástatt er um yður. Gerum ráð fyrir því, að þér skjótið mig, eins og þér hafið hótað. Þá verðiÖ þér að gera svo vel -og kúra hér í hálfan mánuð matarlaus og vatnslaus. Og símann getið þér ekki n-otað. Simaþráðurinní er slitinn. Þessir gluggar, sem þér sjáið, eru aðeins málað stál. Þér getið því engrar hjálpar vænzt. Og sjáið þér til, nú eru hinar dyrnar að lokast lika. Lazard snérist á hæli og rak upp und'runaTóp. Dain hafði loks unnið bug á öryggi hans. Dyrnar voru lokaðar. Lazard gapti og gat varla náð andanum. Stálharðar greipar höfðu gripið um háls honum. Og ha,nn vissi, að þessar krumlur átti enginn annar, en Valmon Dain. Um leið og Lazard sneri sér við stökk Dain á fætur eins og elding, og í hendi hans blikaði á morðvopn. Hann þrýsti morðvopninu að hnakkanum á Lazard. Kuldaleg rödd hvíslaði fast við eyra greifans: — Sleppið byssunni, en hreyfið yður ekki, aðeins opnið g-reipina og látið byssuna detta. Annars mun ég senda kúlu gegn um höfuðið á yður. Lazard stóð grafkyrr og hver taug í líkama hans var strengd til hins ýtrasta. Hann fann helkalt byssu- hlaup við hnakkann á sér. Svo heyrði hann lága® smell, eins -og þegar bógur er spenntur á byssu. Það- fór kuldahrollur Um greifann. Aftur heyrði hann helkalda, rólega, hvíslandi rödd Dains viö' eyra sér: — Eruð þér nú ánægður eða- vliljið þér leika yður lengur að eldinum? Þér megið yera viss um, að þér sleppið ekki. Þér vitið, að þér sleppið ekki héðan út án aðstoðar minnar. Enginn veit, að þér enuð hér. Hlýðið mér strax, opnið greipina. og látjð byssuna detta á gólfið. Lazard greifi v-ar að gefast upp. Það fór hnollur u)m hann. Hann opnaði hönd sína, og byssan datt á- gólfið. Dain greip byssu-na upp og ra-nnsakaði hana. — Þetta er laglegasta m-orðv-opn, sagði hann. Svo- beindi hanm byssunni upp í 1-oftið og hleypti af öllum þremur skotunum. Það heyrðust aðeins þrír daufir smellir. Sv-o stakk hann byssunni í vasa sinn. — Fáið yður sæti, sagði Dain skipandi. Laz-a-r-d sýndi sýndi nú engan mótþróa lengur, en settist máttlaus á stólinn. Dain ýtti til hans penna, pappír og bleki. — Skrjfið þarna, sagði Dain skipandi — nöfnin á öllum þeim glæpamönnum, sem þér hafið h-aft í þjóu- fuistu yðar frá því þér komuð hingað til Englands.. Skrifið nöfn þeirra allra. Ég hygg að þeir séu allmargir,, en þér skuluð ekki sleppa neinum. Lazard horfði á Dain náfölur af skelfingu. — Ég veit ekki um hvað þér eruð að tala, sagðf hann. — Jæja, byrjið nú á upphafinu. Þér teljið líka upp alla þá glæpi, sem framdir hafa verið fyrir yðar tii- stilli. Eiguim við til dæmis að byrja á tyr-olska láninu. Þar græd-duð þér að minnst-a kosti einn fjórða úr milljón. Ég held, að þáð hafi verið fyrsti stórglæp.ur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.