Alþýðublaðið - 06.08.1940, Page 4

Alþýðublaðið - 06.08.1940, Page 4
ÞRIÐJUBAGUIt 6. ÁGOST 1S4« Kaupið bókina Hver var að hlæja? •g brosið með! LÞTÐUBLAÐIÐ Hver var að Klæ|a| er teók, sena þérf: þurfið að eignast. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Sönglög úr tónfilmum og óperettum. 20.30 Erindi: Frá Vestmannaeyj- um (Loftur Guðm. kenn.). 20.55 Hljómplötur: a) Kvartett eftir Elgar (e-moll, Op. 83). b) Symfónía eftir Vaugham Williams (f-moll). Frost var uppi á Mosfellsheiði í fyrri- nótt. Verðhækkun. Frá og með deginum í gær að telja hækkaði verð á brauði og kökum, frá 7% allt að 25%. — Brauðaverðið er því nú þetta: Rúgbrauð (heil) 90 aura, óseydd, og 95 aura, seydd. Franskbrauð (heil) eru á 58 aura, og normal- brauð í sama verði og rúgbrauð. Verðið á nýja kjötinu. Dilkaslátrun hefst á fimmtudag, og má e. t. v. búast við kjötinu í verzlanir á föstudag. Verðið hefir þegar verið ákveðið 3,45 kr. í lausasölu! Er það 90 aurum hærra en í fyrra. Um verð á slátrinu er ekki vitað enn. ABESSINMl Frh. af 1. síðu. hemaðarstöðvar Itala meðfram öllum morðurlandamœrum Abess- iníu og hefðu 26 ítalskar flug- vélar verið skotnar niður eða eyðilagðar á annan hátt í þeim árásum. MYRKVUNIN Frh. af 1. síðu. við rikisstjórnina um skólana. Þá tók hann jiað fram að gefwu til- efni að öll ráðning manna í vinnu hjá setuliðinu færi fram gegn um Vinnumiðlunarskrifstiofuna og væri þess óskað að menn sneru sér eingöngu til hennar um slík mál. VIÐBÚNAÐUR ÞJÓÐVERJA * Frh. af 1. síðu. svifflugvélalestir, dregnar af kraftmiklum flugvélum, til her- flutninga. Svifflugvélarnar hafa þann kost, að þær fljiíga hljóðlaust sjálfar eftir að þeim hefir verið sleppt af dráttar- flugvélun.um, en þann ókost, að þær eru lengi að lenda og þykir því vafasamt, að þær myndu reynast vel til skyndiárásar. Lundúnaútvarpið segir, að almenningur á Englandi taki öllum þessum fregnum með kaldri ró. Fifflm pýzkar flapvélar skotnar niðnr i gær. Þýzk sprengjuflugvél var skot- in niður yfir austurströind Bret- iands í morgun. I gær voru skotn ar niður fjórar þýzkar flugvélar við Bretland. 1 gærkveldi voru gerðar nokkr- ar loftárásir á England, aðallega á staði i suðausturhluta lands- ins. I tilkynnángu um ioftárásim- ar er hvorki getið um manntjón eða eágna. Fimm Japanir hand- teknir í Asínlöndum Breta. Reutersfréttastof- AN birtir fregn um það, að fimm Japanir hafi verið handteknir í Asíulöndum Breta, 3 í Rangoon, allir kaupsýslu- menn, 1 í Honkong, og 1 í Singa poore, og er hann starfsmaður Domei-fréttastofunnar jap- önsku. í Reurtersfregn er einnig sagt frá því, að hermála-, flotamála- og utanríkismálaráðherrann í Jap- an hafi komið saman á fuind í gær til þess að ræða þessar hand- tökur. Þrír brezkir menn, sem hand- teknir voru'í Japan, hafa mú ver- ið látnir lausir. Sjö eru enn í haldi. Einn þeirra, sem 'látinn var laus, hjálpræðishersmaður að nafni Rich, var — að því er hermt var j fyrri 'fregn, yfir- heyrður en ekki handtekinn. STREICHER Frh. af 1. síðu. flokksins í Franken, sé látinn. Ókunnugt er, með hverjum hætti dauða hans hefir borið að höndum. Streicher var útgefandi og ritstjóri blaðs þess, ,,Stiirmer,“ sem síðan nazistar brutust til valda, hefir staðið • fremst í flokki í öllum hermdarverkum gegn Gyðingum á Þýzkalandi. OAMLA BIO SleSl oo öiounmr. „Everybody syng.“ Amerísk söng- og skemti- mynd frá Metro-félaginu. Lögin eftir Kaper og Jur- mann. Aðalhlutverkin lefka leikstjörnurnar JUDY GARLAND og ALLAN JONES. NYJA BiO BaskemllebnnduriBn. Frægasta sagan um SHERLOCK HOLMES eftir Sir A. Conan Doyle, sem amerísk stórmynd frá Fox. Aðalhlutverkið: Scherlock Holmes leikur — BASIL RATHBONE. Aðrir leikar- ar eru: Richard Greene, Wendy Barrie o. fl. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Guðmundsdóttir, Bragagötu 32, andaðist 4. ágúst á Landakotsspítalanum. Guðlaugur Hansson, börn, tengdabörn og barnabörn. Atvinna. Sveinasamband byggingarmanna óskar eftir manni til a® annast skrifstofustörf fyrir sambandið 2 daga í viku. Tilboð í ^tarfið ásamt kaupkröfu óskast sent Gunnari Þor- j steinssyni, Miðstræti 12, fyrir 8. ágúst 1940. • Upplýsingar um starfið fást í skrifstofu sambandsins,. Kirkjuhvoli, milli kl. 6—7 síðdegis. ætfið Hinn Sakamálasaga eftir Seamark 40. ósigrandi yðasr. Ég skal lesa yður fyrir, ef þér eruð búinn að gleyma afrekum yðar. En þér skulið verða að gera játningu. Lazard fölnaði af bræði, snéri sér skyndilega að Dain og hreytti út úr sér. — Fyrr vil ég sjá yður hengdan. — Það eruð þér, sem verðið hengdur, sagði Dain rólega. — Takið pennann þarna og gerið eins og yður er sagt, eða leyndarskjal, númer 36 verður sent þegar í stað til Scotland Yards. Það eru líkur til þess, að ég geti nú þegar komið yður í tíu ára fangelsi, en mig vantar ennþá fullkomnar sannanir. Skrifið nú játningu yðar. Ég ætla að gefa yður tækifæri, sem ég hefi ekki gefið neinum öðrum glæpamanni í London. En látið yður samt ekki koma til hugar, að ég álíti yður hótinu skárri en aðra glæpamenn. Ég álít þvert á móti, að þér séuð sá langskæðasti. Nei — orsökin er pólitíksks eðlis. Ef þér væruð tekinn fastur núna sem sendiherra annars ríkis, er ég hræddur um, að út af því verði gerð rekistefna, sem bæði ríkin vildu gjarnan komast hjá. Jæja, nú skuluð þér gera svo vel og byrja. Lazard greifi lagði pennan aftur á borðið. — Nei, sagði hann. —- Það d^ttur mér ekki í hug að gera, sagði hann ákveðinn. Þér hafið engar sann- anir og ekki svo mikið sem iíkur fyrir því, að ég sé séktir um neitt ólögmætt athæfi. — Þér látið mig vita, hver núverandi dvalarstaður Tansy’s skartgripasaia er, sagði Dain. — Hvers vegna ætti ég að gera það? — Vegna þess, að eftir fáeina daga verður franski : sáttmálinn birtur. Á honum hafið þér í hyggju að g.æSa of fjár. En þér þurfið sjáifur að vera við- s adlur, til þess að kioma í veg fyrir, að svik yðar og baktjaldamakk verði gert opinbert. En til þess þuríið þér að losna úr þessu herbergi. Það tekst yður ekki án minnar aðstoðar. Og þér vitið, aö þér sleppið ekki héðan út, fyrr en þér hafið gefið mér skrá yfir glæpi yðar og skrifað nafn yðar undir. Og enn fremur verðið þér að láta mig vita um dvalarstað Tansy‘s. — En segjum nú svo, að ég geri þetta ekki? — Þá mun ég ekki hika, herra greifi. — Ætlið þér að fremja annað morð yður til gamans? — Þetta er dáiítið ókurteislegt lorðbragð. Nei, mér deítur ekki í hug að myrða yður, Lazard. Ég held, að þess þurfi ekki. Ég vil heldur láta yður fremja sjálfs- morð, nákvæmlega eins og Lyail gerði. Þið eruð báðir álíka miklir heimskingjar. Fáið ' klaufa nógu langt snæri og hann hengir sig í því. Það er orðtæki, sem á við ykkur. Lazard hallaði sér aftur á bak í stólnum og dæsti við. — Þér setjið mér úrslitakosti, sagði hann. Dain kinnkaði kolli. — Það er ekki vafi á því, sagði Dain. — Þér skrifiS undir þetta, eða þér deyið. — Þér eigið við það, að þér ætlið að myrða mig? Dain kinnkaöi kolli. — Þér megið skilja það svo, ef þér viljið, sagði hann og spennti hanann á iitlu siif- urbyssunni. Lazard greifi sortnaði í framan. — Jæja þá, sagði hann. — Myrðið mig bara, ef yður þóknast, hreytti hann út úr sér. — Mér þætti gaman að vita, hvernig þér ætlið að losna út úr því máli á eftir. Þér vitið vel, að þér lenddð í fangelsi, ef þér myrðið mig. Það skynsamlegasta, sem þér gætuð gert, væri að opna dyrnar og lofa mér að sleppa. — Jæja, þér emó taugasterkur maður, það skal ég játa, sagðí Dain. Hann hampaði litlum hlut úr silfri framan við ríefið á Lazard. — Kannist þér við þetta áhald? spurði ’hann. — Nei( svaraði Lazard, — og ég óttast það ekki heldur. — Þetta’er mín eigin uppfinning, sagði Dain rólega. — I’ sambandi við þennan litla hlut er rafmagnsleiðsla.. Þessum litla hlut er hægt að þrýsta upp ,að enni manns. Svo styður maður á ofurlítinn hnapp og þá fær maðurinn rafstraum, sem nægir til þess að svipta hann lífi á einu andartaki. Og það er ekki notalegt að- fá rafstraum beina leið inn í heilann. Þessa uppfinn- ingu ætla ég að gera heyrinkunna á næstu mánuðum. — Mjög skemmtilegt, sagði Lazard kuldalega. — Það virðist svo, sem þér hafið komið yður upp ann- arri hryliingardeild hér. Hin er í Hendon, á heimili yðar- ; ■■ 1 1 \ ! !’ U! [1(|! — Þetta er aðeins tilraunastofa, sagði Dain. — En ég get bætt því við, að hægt er að hafa straujninn svo sterkan eða veikan, sem maður vill. Þá getur maður látið fórnardýrið liggja í yfirliði svo og sví> lengi. Svo er hægt að gera menn máttláusa til ævi- loka, þannig að liti út eins og maður hafi fengið slag. Maður gleymir öllu, verður máttiaus og deyr svo að! skömmum tíma liðnum. Dain þagnaði stundarkorn,, til þess að lofa greifanum að átta sig. — Ef þér hafið ekki ennþá áttaö yður, hélt Dain áfram, — þá skal ég skýra málið betur fyrir yður. Þér verðið máttvana. Ég ber yður ofan stigann. En: þegar þér eruð kominn niður, þá hafið þér náð yður svo, að þér getið gengið. En þér eruð orðinn minnis1- laus. Síðan göngum viö saman og ieiðumst. Þér verð- ið ofurlítið ruglaður, þér vitið ekki, hver þér eruð,.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.