Alþýðublaðið - 07.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.08.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGU* 7. ÁGÚST 194« / Kaupið bókina Hver var ai hlæja? ©g brosið meðl AIÞTÐUBLAÐIÐ Hver var ai hlajal er bók, sem þér þnríiS að eignast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er í nótt Eyþór Gunnarsso*, Laugaveg 93, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: ísl. söngvarar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: • Þættir úr íerðasögum (H. Hjv.). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Næturljóð, tónverk eftir Mozart. 21.20 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Næturakstar annast í nótt Aðalstöðin, sími 1383. Duglegt starfsfólk. Rauði Kross íslands óskar eftir unglingum (drengjum og stúlkum á aldrinum 10 til 16 ára) til að selja happdrættismiða, er gefnir hafa verið út til ágóða fyrir sum- ardvöl Reykjavíkurbarna. Há sölu- laun, miðarnir verða afgreiddir kl. 1.30 til 4 daglega til 15. ágúst, en þann dag verður dregið. Munir, sem dregið verður um, verða til sýnis næstu daga í sýningarskála Haraldar. Kominn heii Engilbert Guðmundsson tannlæknir. Séra Tryggvi Kvaran, sóknarprestur í Glaumbæjar- og Mælifellsprestakalli í Skagafirði, létzt í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í fyrradag. Frú Anna Daníetsson, ekkja Halldórs heitins Daníels- sonar, bæjarfógeta, andaðist að heimili sínu hér í bæ s.l. sunnudag. Frú Anna var fædd í Reykjavík 21. nóv. 1856 og var því tæpra 84 að aldri er hún andaðist. Árið 1884 giftist hún Halldóri Dart^lssyni, þá sýslumanni í Dalasýslu. I’Íúttust þau hjón til Reykjavíkur er Hall- dór varð bæjarfógeti árið 1886. Frú Anna tók mikinn þátt í ýmiss konar félagsskap kvenna og var m. a. um 40 ára skeið formaður for- stöðunefndar Kvennaskólans, og leysti hún þar mikið starf af hönd- um. Borgarstjérinn í Mon treal tekinn fastnr. Talinn hliðhollur nazistum. HOUD borgarstjóri í Mont- real, mannflestu borg í Kan- ada, hefir verio handtekinn, sam- kvæmt heimild í lögum um ör- yggi ríkisins á ófriðartímum. Houd hefir áður vakið á sér athygli fyrir ummæli vinsamleg í gaj;ð nazista í ræðu, sem hann flutti í fyrra. Nýlega réði hann mönnum frá því að láta skrá- setja sig samkvæmt landvarna- fögunum. t ’ Houd hefir sjö sinnum verið borgarstjóri í Montreal. HÚSABYGGINGAR BRETA. Frh. af 1. síðu. Vinnudagur hefir verið all- langur hjá verkamönnum, eða frá kl. 6—10 og bifreiðastjórar hafa oft verið allan daginn og alla daga vikunnar. Greiða og Bretar fullt kaup, samkvæmt taxta, enda hefir stjórn Dags- brúnar verið með í ráðum um ráðningu verkamannanna. Dagsbrúnarskrifstofan hefir annast greiðslu kaupsíns fyrir hönd Breta til verkamanna. Vörubílastöðin „Þróttur“ hefir annazt greiðslu kaupsins fyrir reiðanna. Nú sem stendur eru um 50 vörubifreiðar í þjónustu setuliðsins. Auk þess hafa marg- ir bifreiðastjórar unnið í heilan mánuð fyrir austan fjall. Hafa þeir unnið alla daga vikunnar, a. m. k. 10 stundir á dag. Vinnu- laun þeirra greiða Bretar sjálf- ir beint til bifreiðastjóranna. Eins og að framan getur lítur út fyrir, að þessi vinna aukizt mikið nú á næstunni og standi fram á haust. Er það og skoðun brezku setuliðsstjórnarinnar, að hún þurfi að hraða sem mest byggingu húsanna fyrir her- mennina. Auk alls þessa hafa allmargir ungir piltar starfað í sumar sem túlkar hjá setuliðinu, bæði hér í Reykjavík og annars staðar. M ATVÆL ABIRGÐIR BRETA. Frh. af 1. síðu. konum, sem hafa börn á brjósti, og handa börnum innan 5 ára aldurs.' IBGAMLA BtO Sleli og oliMBir. „Everybody syi*g.“ Amerísk söng- og skemti- mynd frá Metro-félaginu. Lögin eftir Kaper og Jur- mann. Aðalhlutverkin leika leikstjörnurnar JUDY GARLAND •g ALLAN JONES. nyja bio m BaskerriIlehaHdnriHi Frægasta sagan um SHERLOCK HOLMES eftir Sir A. Conan Doyle, sem amerísk stórmynd frá Fox. Aðalhlutverkið: Scherlock Holmes leikur — BASIL RATHBONE. Aðrir leikar- ar eru: Richard Greene, Wendy Barrie o. £1. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Guðmundsdóttir, Bragagötu 32, andaðist 4. ágúst á Landakotsspítalanum. Guðlaugur Hannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. Frá næstu mánaðamótum að telja telst það hegningarvert at- hæfi, að fara þannig með mat- væli, af ásettu ráði eða van- rækslu, að þau spillist eða ó- nýtist. íkveikjusprenglnm varp- af) jfir Skotlandjímoronn Þýzkar flugvélar vörpu'ðu í- kveikjusprengjum yfir nokkm staöi á Skiotlandi í mnorgun. Eíin- fremur voru gerðar nokkrar á- rásir við Bristolsund á Suður-Eng landi og varpað niður sprengikúl- uim og flugmiðum. Tjón var mjög lítið í árásum þessum. Auglýsið í Alþýðublaðm*. Aðeiis 3 soliðaaar eftii 16. fiol ppdrættlð eftir Seamark ósigrandi hvar þér eruð eða hvað hefir komið fyrir yður. Við göngum upp að Long Acre. í einni af hinum skemmti- legu hliðargötum þar mun ég skilja við yður. Þar verðið þér einsamall og ósjálfbjargia. Ef til vill finnur einhver yður, sem þekkir yður, máske iögreglan finni yður og þekki yður. Þér verðið sendur heim til yðar. Læknir er sóttur. Hann skoðar yður, hristir höíuðið og segir, að þetta sé taugaáfall. Svona verðið þér í þrjár vikur, getið ekkert annað en borðað og andað. Svo einn morguninn liggið þér dau'ður í rúmi yðar. Og þá segja læknamir: Hann hefir fengið annað taugaáfall og ekki þolað það. Finnst yður þetta ekki ofureinfalt mál? Dain talaði mjög rólega, eins og hann væri að út- skýra nýjustu uppfinninguna sína fyrir hópi af verk- fræðingum. Það virtist svo sem hann hefði ekki gefið Lazard minnsta grun. Hann hélt bara á litla silfur- hlutnum í hendi sér. En öðru máli var að gegna um Lazard. Hægt og hægt hafði hann dregið undir sig fæturna og búið sig undir það að stökkva á Dain, þegar tækifæri byðist. Dain snéri sér að legubekknum og um leið rak hann tána í eitthvað á gólfinu iog um leið heyrðist ofur- lítill hvellur. Það var eins og kaldur straumur færi ttm Lazard greifa. Hann stirnaði allur. — Ef til vill viljið þér nú skrifa undir, sagði Daim — Hann var mjög alvarlegur og ákveðinn á svipinn. Hann benti á blekið og pennan á borðinu. Lazard gat ekki talað. Hann gat hvorki hreyft legg né lið. Hann fann rafstrauminn þjóta um sig allan. En meö augunum bað hann Dain um að taka straum- inn af. — Ætlið þér að hlýða? Að öðrum kosti verð ég að auka strauminn ofurlítið. Dain færði fótinn aftur að hnappinum, Lazard gat ekkert sagt, en hann grátbændi Dain með augunuim um miskunn. Dain tók strauminn af og benti Lazard á blekið og pennann. Þegar greifinn var bú- inn að skrifa listann og skrifa nafnið sitt undir fór hann að fítla við vélamar og eftir ofurlitla stund voru dyrnar opnar. Dain benti á opnar dyrnar. — Farið þér út, sagði hann. — Og farið aftur til St. James og segið vinum yðar, að hneykslið í sambandi við franska sáttmálann muni aldrei verða framkvæmt. Seg- ið þeim, að þér hafið nú loksins fundið ofjarl yðar. Það er allt og sumt. Góða nótt, Lazard greifi. Við munum hittast aftur undir öðrum kringumstæðum. En hvar sögðuð þér nú aftur, að dvaiarstaður Tansys væri? Lazard horfði |a Dain eins og hann vildi tæta hann í sundur Jögn fyrir ögn. Dain stóð rólegur og hampaði litla silfurhlutnum. — Hann er núna í Oourt Row, í Aldgate, saigði Laz- ard. Hann var or'ðinn þur í hálsinum og gat naumast komið upp orðunum. Dain hneigði sig ofurlítið háðslega. — Ef til vill eigum við eftir áð hittast þar, tautaði hann. — Ef til vill eigum við eftir áð hittast þar annað kvöld um þetta leyti. Lazard gretti sig og blótaði. Hann var sigraður maður, gersigraður. — Afsakið, sagði Dain háðslega. — Ég heyrði ekki al- mennilega,, hvað þér sögðuð. Lazard kingdi munnvatni sínu. — Ég mun með á- ánægju hitta yður annað kvöld í Gourt Ro(w, — ef þér haldið, að þér þorið að koma. Dain brosti aftur og skuggi leið yfir svip hans. — Þér ættuð nú að fara nærri um það, hvað ég þori og hvað ég þori ekki. Og ef þér getið séð um það, að herra Tansy sé viðstaddur þá væri það á- gætt. Lazard íaut fram og horfði fast í augun á Dain, — Það verða ái'eiðanlega fleiri þar en Tansy, því megið þér trúa, sagði Lazard. — Gerið ísvo vel og bjóðið öllum vinum yðar, sagði Dain háðslega. — Og ef kunningjar mínir skyldu koma sem boðflennur seinna um kvöldið þá vona ég, að þeir séu velkomnir, bætti hann við. Hann þagnaði og veitti greifanum nákvæma athygli. — Ef yður væri nokkur huggun í að vita það, þá er Scotland Yard að reyna að ná í mig; í kvöld. Ég vona að það heppnist ekki. — Það vona ég Iíka, sagði Lazard greifi og glotti djlöfu'llega. Hann snérist á hæli og hraðaði sér út. XII. KAFLI Delbury lögregluumsjónarmaður brá sér á skrifstof- uina strax og hann vaknaði moiguninn eftir. Hann var önugur iog úfinn, í skapi. Allt, sem hann hafði tekið> sér fyrir hendur undanfarna daga hafði misheppnast.. Hann var búinn að hringja í allar lögreglustöðvar í borginni, en allsstaðar var honum svarað því, að> enginn vissi hót um Valmon Dain, eða gæti leyst úr hinni leyndardómsfullu gátu í sambandi við and- lát herra Lyalls og hvarf herra Dains. Þó voru hafðir verðir á öllum torgum og gatnamótum um allan bæ- inn. Hann haíði rannsakað ibúð Dains í Hendon, en tií þess hafði þurft sérfræðinga í svo að segja öllum flÍlin Sahamálasaga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.