Tíminn - 18.05.1963, Síða 8

Tíminn - 18.05.1963, Síða 8
MINNING Jón J. Brunnan útgerðarmaður, Höfn í Hornafirði JÓN var fæddur að Brunnum í Suðulrsveif 7. júní 1884, þar bjuggu foroldrar hans Jón >or- steinsson og kona hans Steinunn Jónsdóttir, stóðu ættir þeirra beggja í Suðursveit, voru.hjónin systkinaböm Á Brunnum bjuggu þau Jón og Steinunn við lítið jarðnæð'i og . þröngan kost, sem ekki var ó- venjulegt á þeim tíma. Þrátt fyr- ir mikla ómegð voru þau vel bjarg álna, enda samhent að dugnaði og forsjá. Vorið 1901 hljóp grjótskriða á túnið á Bninnum og olli miklum jarðspjöllum, þá fluttu þau að Hlíð í Lóni ásamt skylduliði sinu. Þar vegnaði þeim vel og bjuggu þar góðu búi. Vorið 1907 tók eig- andi Hlíðar jörðina í sínar hend- ur, fluttust þá Jón og Steinunn með fólk sitt að Krossalandi, þar bjuggu þau til æviloka. Jón Brunnan fluttisf með for- eldrum sínum og 6 öðrum systkin um í Lón, hann var þá í blóma lífsins, dugnaðar piltur, vinnuhag ur, prúður og skemmtilegur í umgengni. Hann varð eftirsóttur sem smiður og afkastamikill starfs maður. Vegna þess að liðsemd var nóg í heimili foreldra hans gat Jón sinnt stórfum annars staðar og dváldi t. d. um stundarsakir á Stafafelli, þaðan stundaði hann sjó frá Papós og reyndist góður sjómaður. Sumarið 1913 réðist Jón sem flokksstjórt hjá mér við vegavinnu í Nesjum, tókust þá með okkur ágæt kynni, sem héld- ust síðan. At.vinnu var þá litla að fá hér um slóðir, útþráin bar hann því til frekari framkvæmda og kynningar til Reykjavíkur, þar komst han.n í nám hjá Eyvindi Amasyni, kunnum líkkistusmið, og til Vestmannaeyja fór hann í atvinnuleit á vetrarvertíð, þar kynntist hann Jóhanni Þ. Jósefs- syni, síðar alþingismanni, sem reyndist honum traustur og trygg ur drengskaparmaður. Árið 1917, hinn 15. des., kvænt ist Jón Jónfnu Guðbjörgu Jó- hannsdóttur Frímanns Jóhanns- sonar frá Holtastöðum í Langa- dal og konu hans Ingibjargar Jóns- dóttur, sem ættuð var úr Árnes- sýslu. Þau stofnuðu heimili í Hafnarfirði, en fluttu til Vest- mannaeyja næsta vor til aðstoðar systur Jónínu, sem misst hafði mann sinn f sjóinn frá ungum börnum þeirra. Um vorið kvaddi Jón konu sína og mágkonu, er hann réðist til sjósóknar á Aust- fjörðum, þangað fær hann þá sorgarfrétt. að kona hans hafi látizt í agúsmánuði, en eftir lifð'i nýfædd dóttir, sem hlaut nafn móður sinnar, Jónína. Þess- um óvæntu atburðum tók Jón með þeirri karlmennsku og festu, sem einkenndi skap hans í hví- vetna. Eftir lát konu sinnar flutti hann með dóttur sína og systur- son, Pál Vídalín, sem hann tók til fósturs barnungan, til Homafjarð ar, hann hafði þá gengið í félag um mótorbatakaup með Sigurði Ólafssyni, sem kvæntur var Berg- þóru systur hans. Tóku þeir sér bólfestu í Höfn í Homafirði og ráku þar útgerð samfleytt frá 1919 til 1946, með miklum dugnaði og stakii heppni. Lengst af höfðu þeir 1 vélbát Björgvin, en á tíma bili höfðu þeir 2 vélbáta. Sigurður varð alkunnur bátafor maður, sem auk fiskiveiða hafði með höndum flutningaferðir til Austfjarða og Öræfa, enn fremur vöruflutninga fyrir Kf. A.-Skaft- fellinga úr og í skip út við Horna fjarðarós og stundum út á rúm- sjó, er skip komu ekki inn á ós- inn. Þess þattar er getig í Veizlun arsögu A. Skaftfellinga eftir Þor- ieif frá Hóium. Á Höfn byggðu þeir stórt íbúðarhús úr stein- steypu, sem þeir néfndu Skálholt, heimilisfólk var margt, en þrátt íyrir það áttu aðkomumenn þar athvarf og aðhlynningu í ríkum mæli, því gestrisnin og fórnar- lundin var frábær, var öll fjöl- skyldan þar samtaka og samhent. Ég minnist sérstaklega þeirrar að- hlynningar, er ég naut þar, með þakklátum huga, því þar var gott að koma. Þegar þeir félagar, Jón og Sig- urður, hættu útgerðarstarfinu seldu þeir húsið Kaupfélagi A,- Skaftfellinga er það nú rekið sem gistihús fyiir ferðamenn. Þegar tími vannst til stundaði Jón smíðar bæði íbúðarhúsa og annað, sem við þurfti, var hann mörgum hjálplegur í þeim efnum. Eins og að líkum lætur kom Jón mikið við sögu Hafnarkaup- túns á þessum árum. Hann var góður félagsmaður og gegndi ýms um trúnaðarstörfum fyrir kaup- túnið og aðra aðila. Jónína dóitir hans giftist 1942 Ársæli Gi.ðjónssyni, útgerðar- manni frá Fáskrúðsfirði, þau komu sér upp stóru íbúðarhúsi á Höfn, lagði Jón sinn skerf til þess. Hjá þeim dvaldi hann, naut þar ástríkis og góðrar umönnunar til æviloka. Heilsa hans bilaði fyrir nokkrum árum og var hann lítt fötum fylgjandi eftir það. — Hann andaðist að heimili þeirra 28. janúar s. 1. Þar kvaddi góður Oig vandaður maður, honum fylgir hlýhugur og þakkir allra, sem kynntust honum. Stefán Jónsson, Hlíð. „Mínir vinir fara fjöld Feigðin þessa heimtar köld“. SVO KVAÐ Bólu-Hjálmar á sínum efii árum. Nú má það nær því daglega heyra í Ríkisútvarpinu, að það fólk, sem vai á fermingaraldri um síðustu aldamót, kveður þennan heim. Margt af þessu fólki er jafnöldr- unum hugstætt, bæði sökum kynn ingar og afspurnar. Ég held að þag hafi yfirleitt reynzt mjög vel — verið nýtii þjóðfélagsþegnar — svo minningarnar verða nú sem Jeiftur björt frá liðnum dögum“. Einn í þessum hópi var vinur minn Jón J. Brunnan, fyrrver- andi útgerðarmaður í Höfn. Fædd ur 7. júní 1884. Dáinn 28. janúar 1963. Hann var einn af þeim mörgu Jónum Jónssonum, sem ólust upp í Austui'-Skaftafellssýslu á 19. öld- inni. Flesit hjón létu þá að minnsta kosti einn son heita Jón, en mörg tvo syni og sum þrjá. Þeir voru svo oftast aðgreindir með við bætinum eldri og yngri. Þannig var það með þennan vin okkar, hann var yngri Jón Jónsson frá Brunnum, en eldri Jón bróðir hans var böndi í Flatey á Mýrum. Það mun nafa verið með sam- þykki föður míns, séra Jóns Jóns- sonar á Stafafelli, að hann tók sér nafnig Brunnan eftir fæðingar bænum. Það aðgreindi hann frá öðrum Jónum, en annars var faðir minn mótfallinn ættamöfnum. — Þetta nafn varð okkur kært eins og maðurinn, sem bar það. Hann Friðrik Ólafsson skrif ar um Botvinnik í vonlausri aðstöðu? 18. og 19. skákin, sem báðar unnust af Petrosjan, gera senni- lega útslagið í einvígi þessu og tryggja Petrosjan heimsmeistara- tignina. Fram að þessu var viður- eignin fremur jöfn og örðugt að fullyrða nokkuð um, hvor bera mundi sigur af hólmi, en eftir þessar miklu ófarir Botvinniks getur engum dulizt, að aðstaða hans er vonlaus. Staðan í einvíg- inu er nú 11—8 Petrosjan í hag og til að koma í veg fyrir sigur hans, þyrfti Botnvinnik að fá 4 vinninga úr þeim 5 skákum, sem eftir eru. Sá möguleiki getur ekki talizt meira en „teoretiskur", en þar sem tími kraftaverkanna er ekki með öllu liðinn, ætla ég að slá á frest öllum lofsöng um Petrosjan, þar til óyggjandi vissa er fengin fyrir sigri hans. Á með- an skulum við athuga 15. skákina, sem Petrosjan vann á mjög sann- færandi hátt: 15. skákin Hv.: Petrosjan. Sv.: Botvinnik grUnfelds-vörn 1. d4, Rf6 2. c4, g6 3. Rc3, d5 4. Db3 (Venjulegra á þessu stigi málsins er fyrst 4. Rf3 og síðan 5. Db3. Með þessari breyttu leikjaröð reyn ir Petrosjan að rugla andstæðing sinn í ríminu.) 4. —-, dxc4 (f anda þeirra hugmynda, sem nú mega sín mest, gefur svartur eftir miðborðig til að geta beint skeytum sínum að því síðar meir. Fyrir þá, sem kjósa heldur að halda velli á miðborðinu, væri 4. —, c6 ákjósanlegur leikur.) 5. Dxc4, Bg7 (Hvassari leið er hér 5. —, Be6 6. Db5f, Rc6 7. Rf3, Rd5 með flók- inni stöðu og sízt lakari möguleik um fyrir svart). 6. e4, o—o 7. Be2 (Eftir 7. Rf3, Bg4 væri komin fram velþekkt staða sbr. skákina Botvinnik—Fis°her, Varna 1962.) 7. —, Rc6 (Hér kemur einnig mjög.til álita afbrigðig 7. —, Ra6 ásamt 8. —, c5, sem mikið hefur verið teflt í seinni tíð.) 8. Rf3, Rd7 (Kemur riddaranum í gagnið á drottningarvængnum og eykur um leið áhrifamátt svarta biskupsins á g7. Þessi tilfærsla á svarta Uð- inu er kennd við Smyslov, sem kom fram með hana í Groningen 1946 (og reyndar áður.) 9. Be3, Rb6 10. Dc5, Bg4 11. d5 (Þessi leikur virðist hafa margt til síns ágætis, ekki síður en sá leikur, sem oftast verður fyrir valinu hér 11. Hdl). 11. —, Rd7 (Rekur hvítu drottninguna á brott til að hinn riddarinn eigi aðgang að d4-reitnum.) 12. Da3, Bxf3 13. Bxf3, Rd4 14. o—o—o, Rxf3 (14. —, c5 15. dxc5 frhl., Rxc6 virðist heldur glæfralegt vegna leppunar riddarans á d7.) 15. gxf3 (Hvítur stendur nú greinilega betur vegna hins sterka miðborðs síns.) 15. —, Rb6? (Riddarinn virðist eiga meira er- indi á e5, þar sem hann hótar hvoru tveggja í senn, Rc4 og Rxf3) 16. Db3, Dd7 17. h4, h5 (Svarti finnst að sjálfsögðu ekki álitlegt, að hvítur nái að opna h-línuna.) 18. f4, e6 (Til að verjast vaxandi áleitni hvíts ákveður svartur að fara út í endatafl, þar sem hann stendur heldur lakar, en ætti með ná- kvæmri taflmennsku að geta hald- ið. Með 18. —, c6. sem hvítur svarar bezt með 19. f5! gæti svart- var af traustum bændaættum hér eystra og reyndist traustur I hverri raun Foreldrar háns fluttust með nokkuð af börnum sínum frá Brunnum að Hlíð í Lóni vorið 1902 og urðu þá nábúar okkar á Stafafelli. Þetta fólk reyndist okk ur ágætis nagrannar. Þegar böm in náðu fullorðins árum unnu sum þeirra á okkar heimili lengri eða skemmri tíma. Þar á meðal var Jón J. Brunnan, sem var bæði smiður og sjómaður góður, kapps- fullur og kraftmikill í hverju verki. Síglaður og fús til starfa, þar sem útsjón og áræði þurfti að beita. Hann fluttist ekki strax með foreldrum sínum í Lónið, heldur varð þá eftir í Suðursveit hjá móðurbróður sínum, Þórði Jónssyni, bónda á Kálfafelli, sem þar var talinn með beztu bændum. Allir könnuðust við Þórð upp í Húsum — það er að segja á efri bænum — þar sá ég flest hangin sauðarkrof — sauðarföll — í eldhúsi, er ég var í fasteignamati haustið 1916. En leið Jóns J. Brunnan la samt frá frænda og hangikjötinu austur í Lón til for- eldranna að Hlíð og síðar í Krossa landi. Þar byggði hann tvílyft timburhús yfir fjölskylduna. — Hann vann mikið utan heimilis, einkum við smíðar, þvi öllum vildi hann greiða gera. Var hann þá um nokkur ár meira og minna hjá okkur á Stafafelli, því þar var í mörg hom að líta til sjós og lands. Minnist ég samstarfs okk- ar með serstakri ánægju sem „ljósra bletta í liðinni ævi“. Til dæmis var bann með mér að end- urbyggja gangnakofann undir Stórahnaus í Kollumúla haustið 1923. Sóttum við þá efniviðinn í Víðidal Þar hafði bærinn á Grund staöið á síðustu áratugum Framhald á 13. sfðu. ur hins vegar boðið trpp í vflltan dans.) 19. dxe6, Dxe6 20. Dxe6, dxe6 21. Hhgl, Kh7 (21. —, Bxc3 22. bxe3, Kh7 23. Hg5 virðist ekki bæta svörtu stöð- una.) 22. Rb5, Hf7 23. Rd4, He8 24. Rf3 (Riddarinn er nú loksins kominn til fyrirheitna landsins og svartur neyðist nú til að láta biskup sinn í skiptum fyrir hann.) 24. —, Bh6 25. Rg5t, Bxg5 26. Hxg5, Rc4 27. Hdgl, Hg8 28. Kc2, b6 29. b3, Rd6 (Botvinnik ákveður að halda eftir riddara sínum, en það er trúlega röng ákvörðun. Biskupinn reynist miklu sterkari maður, er fram í sækir.) 30. f3, Hd7 31. H5g2, H7d8 32. a4, Rf7 33. Bel, e5 34. Be3, exf4 35. Bxf4 (Nú er hvítur laus við tvípeð sttt og hefur auk þess myndað sér frelsingja á e-línunni. Það má kannski lasta svart fyrir að koma málunum í svo gott horf fyrir hvít, en þess ber að gæta, að svartur átti mjög óhægt um vik.) 35. —, Hd7 36. Hd2, Hxd2f 37. Kxd2. Hd8t 38. Ke2, c5 39. a5 Hd7 (Skárra virðist 39. —, Hd4, en hvítur heldur þó nokkrum yfirburð um með 40 axb6, axb6 41. Bd2!) 40. axb6, axb6 41. Hal (í þessari stöðu er svartur senni- lega glataður.) 41. —, Kg7 42. Ha6, Hb7 43. Ha8, Kf6 44. Hc8, Re5 45. Ke3 (Svartur er nú raunverulega leik- laus.) 45. —, Rd7 46. Hc6t, Kf7 47. e5, Rf8 48. Hf6t, Kg7 49. Ke4, b5, 50. Hc6, Kf7 51. Hxc5, Re6 52.Hd5, Ke7 53. Be3, Hb8 54. Hd6, b4 55. Ha6, Hb5 56. Ha7t, Ke8 57. f4, Kf8 58. f5, gxf5 59. Kxf5 gefið. 8 T í M I N N, Iaugardagurlnn 18. maí 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.