Alþýðublaðið - 08.08.1940, Blaðsíða 1
AIÞÝÐU
RITSTJÓRI: STEFÁN PÍTURSSON
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XXI. AR«AN««ft
FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1940
18©- TÖLUBLAÐ
fwifwiBPipwm
Innrásarher ítala miðar ört
áf ram i Brezka Somalilandi.
'.¦¦' ¦¦¦;¦:¦¦;¦:¦:¦:¦:-.¦:¦:¦:¦:.: :¦:¦;¦:¦:•::;¦:¦:¦: ¦¦:¦: :;.¦;:¦•:¦.-:•;¦¦-:-¦¦¦-¦•¦¦¦ ¦:-¦¦:-:-:-;
XXXtXXXX::yXWX"m
:.¦¦ ¦ .:¦¦¦ ¦;¦ ¦¦-¦¦¦: ¦.¦¦¦. ¦ ¦ ¦¦¦¦.¦¦:¦ ..:. .¦ ;
Hefir þegar tekið hafnarborgina Zeila.
ítalskir skriðdrekar í Abcssiníu á eyðimörkinni við landamæri
Brezka Somalilands.
JarMjálftarair áttu npp-
tðk sin vestan vio Krispvik
-------------;—«----------------
Fjórir jarðskjálftar, sem hafa
átt upptöit sín par sfðan 1929.
JARÐSKJÁLFTAKIPP-
IRNIR, sem fundust hér
síðdegis í gær, áttu upptök
sín við Sveifluháls eða við
svonefnda Vigdísarvelli, en
þessir staðir eru skammt
vestan við Krísivík.
Kippirnir voru allmargir, en
aðeins einn þeirra fannsl; hér í
Reykjavík kl. tæplega 5,27.
Kippur þessi fannst og alla leið
austur á Rangárvöllum og um
2 mínútum fyrr þar en hér. Síð-
asti kippurinn kom kl. rúmlega
7. Alþýðublaðið talaði við Þor-
kel Þorkelsson veðurstofustjóra
í morgun. Sagði hann að síðan
1929 hefðu orðið hræringar 4
sinnum, eða það ár, 1933, 1935
og nú, sem allar hefðu átt upp-
tök sín skammt frá Krísuvík.
Landið er þar margsprungið,
eins og yfirleitt hér á Suður-
landi, og kippirnir koma vegna
þess að jarðlögin ganga á mis-
víxl.
Aðalkippnum nú fylgdu
miklu færri smákippir en hin
árin. Samkvæmt venju er ekki
líklegt að fleiri kippir verði.
íslandsmót i knattspyrnu
kefst neð lelk Vals op K.B.
---------------------------—4»-------------------------------
Annað kvöld keppa Fram og Víkirtgur.
¥ SLANDSMÓT knattspyrnu
¦*• manna hefst í kvöld með
kappleik milli K. R. og Vals,
hlnnia gömlu og skæðu keppi-
nauta.
Er venjan miklu fremur sú, að
þau leiki úrslitaleik mótsins en
ao þau byrji og er fyrirsjáanleg
hörð og hröð keppni í kvöld.
Leikurinm hefst kl. 8, en
leikurinn, sem fer fram annað
kvöld milli Fram og Víkings
hefst kl. 9 og má því vænta, að
hann endi í myrkri.
Þó að forystumenn félaganna
berji sér mjög, nú meðan úrslitin
eru í algerri óvissu, yfir því að
félögin hafi æft illa í sumar,' þá
munu þau stefna að fullum sigri
á mótinu.
Fram vann íslandsmótið ífyrra.
Margir telja að Valur og K. R.
hafi nú mesta möguleika til að
vinna, en Víkingar unnu Reykja-
víkurmótið og Fram hefir áður
sýnt að það getur komið mönn-
um að óvörum. Pað er óhætt að
fullyrða, að mörg þúsund Reyk-
víkinga borfi alltaf á kappleiki
íslandsmötsins og ekki mun að-
sóknin verða minni nú, þar sem
að svo miklu fleiri eru í bæn-
um en undanfarin sumur.
Liðin sem keppa í kvöld verða
þannig skipuð:
Lið K. R.: Markvörður: Sig-
ufður Jónsson. Bakverðir: Sig-
urjón Jónsson, Haraldur Guð-
mundsson. Framverðir: Skúli Por
Frh; á 4. síðu.
Ráðstefna hjá
Hitler oí árás
ina á Englaod?
EFTIR fregnum frá Þýzka-
landi að dæma, lítur út
fyrir, að menn búist við því, að
eitthvað muni fara að gerast, og
er það dregið af því, að Hitler
hefir rætt við helztu menn sína
— að kunnugt er, að mikill und-
irbúningur fer nú fram undir
sóknina á hendur Bretum, og að
veður fer batnandi.
„New York Times" minnist
á aðvörunarorð Churchills for-
sætisráðherrá á dögunum. Segir
blaðið, að brezka þjóðin biði ró-
leg á eylandi sínu án þess, að
láta ógnanir nazista á sig fá.
Dáist blaðið að rólyndi og þreki
brezku þjóðarinnar. Sama skoð-
un kemur einnig fram i ummæl-
um fransks blaðamanns, sem er
nýkominn til Frakklands eftir
dvöl í Bretlandi. Hann segist
engan Breta hafa 'hitt, sem ótt-
ist framtíðina. Þar séu 'nægar
birgðir, þótt helztu matvælateg-
undir hafí verið skammtaðar í
tryggingarskyni, iog í Landon,
segir hann, er allt með svipuð-
um brag og áður, nema að miklu
fieiri hermenn. sjáist á götunum
en áður.
BandaríkjMip efp
að flytja brezk feörn
vestur nm haf.
Hlntleysisigunum breytt
IGÆR var samþykkt í full-
trúadeild Bandaríkjaþjóð-
þingsins sú breyting á hlutleysis-
lögunum, að skipum Bandaríkj-
anna er leyft að fara inn á styrj-
aldarsvæði í Evrópu til þess að
sækja flóttabörn og flytja vestur
um haf. Er þetta gert til þess,
að amerísk-skip geti flutt brezk
börn vestur. Frumvarpið með á-
orðnum breytingum fer nú til
öldungadeildarinnar og er búizt
yið, að það verði samþykkt þar.
Mr. Purvis, formaður hergagna
kaupanefndar Breta í Bandaríkj-
unum skýrði frá því í gær, að
Bretar væru að auka að stór-
Frh. á 4. síðu.
*T~\ AB var tilkynnt í London í gærkveldi, að vélknúnar
*^ hersveitir ítala hefðu tekið hafnarborgina Zeila í
Brezka Somalilandi og bæinn Hargeisa nokkru sunnar og
austar strax á mánudag, og hefði Zeila, sem er óvíggirt
borg, verið gefin upp orustulaust. Hún er önnur stærsta
borg landsins, liggur 25 kílómetra vegar frá landamærum
Pranska Somalilands og aðeins litlu lengra frá landamær-
um Abessiníu.
Á þriðjudagsmorguninn tóku ítalir einnig bæinn Odvaina,
sem liggur uppi í landi nokkru austar, um 200 kílómetra frá
hafnarborginni og höfuðborginni Berbera. Veittu hersveitir Breta
og Somalimanna þar öflugt viðnám og urðu ítalir fyrir miklm
manntjóni.
ítalir eru sagðir hafa miklu
liði á að skipa og vel útbúnu að
vélknúnum hergögnum. En að-
staða Breta er hins vegar erfið.
Landið er á allar hliðar, nema
frá sjónum, umkringt af ítölsk-
um nýlendum, Abessiníu og ít-
alska Somalilandi, nema á ör-
stuttu svæði að norðan og vest-
an, þar sem það hefir sameigin-
leg landamæri við Franska So-
maliland, en þar hafa Frakkar
nú lagt niður vopn samkvæmt
vopnahléssamningi Pétainstjórn
arinnar við ítali, þannig að
Bretar hafa engan stuðning
þaðan.
Það er búizt við því, að her-
sveitir Breta og hinna innfæddu
Somalimanna láti undan síga
inn í landið, þangað sem f jöll
óttara er og betri skilyrði til
varnar, en þá muni þær taka
upp harðvítugan smáskæru-
hernað gegn innrásarhernum.
¦ Þegar til lengdar lætur, þykir
augljóst, að aðstaða ítala muni
fara versnandi vegna 'þess, að
þeir hafa ékkert samband við
Evrópu né nýlendu ítala í Li-
byu, annað en loftleiðina, og
ekki hema takmarkaðar birgðir
yopna og brennsluefnis eru til
í Abessiníu.
(talir haf a 250 000 mannaltð
Iandamæri Epiptalands.
Viðbúliaður ítala í Libyu, viS *
Iandamæri Egiptalands, vekur
engu minni athygli en árásin á
Brezka Somaliland.
Talið er, að ítalir hafi um
250 000 manna her í Libyu, til-
búinn að ráðast á Egiptaland.
Og þegar skýrt var frá árás-
inni á Brezka Somaliland í ít-
ölskum fréttum, var þess um
leið getið, að þess gæti einnig
orðið skammt að bíða, að sömu
örlög biðu Egiptalands.
Brezk blöð benda á, að ef Graz
iani ákveði sókn meðfram
strönd Egiptalands, geti Bretar
notað flota sinn í vörninni. —
Blöðin segja einnig, að Egipta-
land verði varið af beztu her-
sveitum Bretaveldis, Ástralíu-
S>g Nýja-Sjálandsmönnum.
ítalir hafa gert nýja loftárás
á Haifa í Palestinu. Er það
þriðja loftárásin, sem gerð er á
þá borg, en markmiðið með á-
rásunum virðist vera að eyði-
leggja olíuleiðsluna þangað.
I þessari seinustu loftárás
varð nokkurt manntjón og
eigna.
Söltunarlesrfunum
heflr verið útblotað.
30 sklp biðu i morg-
un eftir löndnn.
—o---
SÍLDARSÖLTUNARLEYF-
UM hefir nú verið út-
hlutað til fiskiskipanna.
Þau eru eins og hér segir:
Vélbátar, 2 um nót, mega
salta 350 tunnur matjessíldar,
mótorskip, undir 55 smálestir,
300 tn. matjessíldar og mótor-
skip og línuveiðarar 55—90
smálestir mega salta 150 tn.
matjessíldar. — Herpinótaskip
mega eingöngu salta matjessíld.
Reknetabátar, sem enga veiði
hafa stundað undanfarið hafa
fengið 700 tn. leyfi, en þeir
mega aðeins salta hausskorna og
slógdregna síld.
Söltun hefir nú staðið í 2
daga. í gærkveldi var búið aS
Frh. á 4. siðu.