Alþýðublaðið - 09.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.08.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9. ÁGOST 194# ALÞÝ'ÐUBLAÐI'P ALÞTÐUBLAÐIÐ Ritstjéri: Stefán Pétursson. Ritstjér*: AlþýSuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 49*2: Ritstjóri. 4901: Innlenöar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- s*» (heima) Brávallagötu 50. ^ Afgraiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. VerS kr. 2.59 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝBUP R E NTSMIÐJAN H. F. Styrjöldin í Afríku. VEGNA ÞESS, að lítið hef- ir verið um stórviðburði í styrjöldinni síðan Frakkar lögðu niður vopn, hefir árás It- ala á Brezka Somaliland í Aust- ur-AfríkU vakið nokkra eftir- tekt manna víðsvegar um heim það, sem af er þessari viku. Annars myndi ekki mikið hafa verið um hana talað, því að hún er enginn stórviðburður og get- ur enga verulega þýðingu haft fyrir úrslit styrjaldarinnar, ekki einu sinni í sjálfri Afríku. Það væri frekast, að Mussolini gæti með því að gera nógu mikið úr þýðingu hennar í blöðum og út- varpi heima á Ítalíu, þar sem hann og þjónar hans eru einir til sagna, hresst ofurlítið upp á bardagahuginn, sem aldrei er sagður hafa verið mikill meðal ítala, og áreiðanlega hefir ekki vaxið við hið augljósa' þýð- ingarleysi ítalska hersins í styrjöldinni hingað til og hinn löðurmannlega flótta ítalska flotans í hvert skipti, sem hann hefir mætt brezkum herskipum á Miðjarðarhafi. Brezka Somaliland er all- breið strandlengja sunnan við Adenflóa, sem tekur við milli Arabíu og Austur-Afríku suður af Rauðahafi. Landið er um- kringt að austan, sunnan og vestan af ítölskum nýlendum, ítalska Somalilandi og Abessin- íu. Það á aðeins á örstuttu svæði að norðan og vestan sameigin- leg landamæri við Franska Som- aliland, en síð^n Frakkar lögðu niður vopn þar, getur því ekki heldur borizt nein hjálp þá landleið. Það er því raunveru- lega einangrað landmegin og því mjög erfitt fyrir Breta að verja það, þótt þeir eigi aðgang að því á sjónum, Iiinsvegar bæt- ir það í engu aðstöðu ítala, þótt þeir næðu öllu landinu, þar með hafnarborgum þess, á sitt vald, því að brezki flotinn er einráð- ur úti fyrir ströndinni. Floti ít- ala í Austur-Afríku er lokaður inni í Massava við Rauðahaf. Styrjöldin í Afríku verður háð til úrslita á allt öðrum stöðum. ítalir eiga tvö stór og samfelld nýlendusvæði í Af- oríku: Libyu í Norð(ur-Afríku, milli frönsku nýlendunnar Tun- is og Egiptalands, og Erythreu, Abessiníu og ítalska Somali- land í Austur-Afríku. En milli þessara tveggja landflæma er ekkert samband nema loftleið- ina. Egiptaland og nýlendur Breta í Súdan og Kenya skilja þau algerlega að. Bretar geta því beðið þess með tiltölulegri ró, hvað sem gerizt í Brezka Som- alilandi, að vopnabirgðir og benzínbirgðir ítala í Abessiníu og Erythreu gangi til þurrðar — þeir flýta að vísu verulega fyrir því með loftárásum sín- um. Eftir það hjálpar það ít- ölum lítið í Austur-Afríku þótt þeir hefðu líka Brezka Soma- liland á valdi sínu. Þeim verður jafnt fyrir því nauðugur einn kostur að gefast upp fyrir her- sveitum Breta frá Súdan og Kenyu og uppreisn Abessiníu- manna að baki sér. Hitt ítalska nýlendusvæðið, Libya í Norður-Afríku, hefir heldur ekki neitt samband við Ítalíu nema loftleiðina. Brezki flotinn er einráður á Miðjarðar- hafi og bannar alla herflutninga þangað sjóleiðiha. En ítalir hafa þó miklu meira lið þar fyrir en í Austur-Afríku — það er sagt að þeir hafi þar um 250 000 manns, vel búna vopnum, við landamæri Egiptalands. Og þar sem aðstaða þeirra hlýtur líka að fara versnandi því leng- ur sem líður, er við því að bú- ast, að ítalir reyni fljótlega að ráðast þaðan á Egiptaland til þess að knýja fram úrslit í styrj- öldinni í Afríku, og því því fremur, sem þeir þurfa nú ekki að óttast nýlenduher Frakka í Tunis að baki sér. Þar er líka sú siglingamiðstöð, sem þeim leikur mestur hugur á að ná á sitt vald og Bretar geta einna sízt án verið fyrir flota sinn í Miðjarðarhafi, Súezskurðurinn. En á meðan Bretar eru ráðandi á Miðjarðarhafi getur hið nýja Rómaveldi Mussolinis aldrei orðið annað en óskadraumur. Við land.amæri Egiptalands er því líklegt, að inpan skamms dragi til stærri tíðinda. Þar verður sú viðureign háð, sem gerir út um styrjöldina í Af- ríku. Og þar hafa Bretar líka sinn aðalviðbúnað þar syðra. rTTTi nii3C|amEs N.s „Esja“ fer í hraðferð vestur um land til Raufarhafnar 14. þ. m. kl. 9 s.d. ViðkomustaSir í norðurleið: Patreksfjörður, ísafjörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Akureyri Raufar- höfn. í suðurleið: Kópasker, Húsavík, Akureyri, Siglufjörður, ísafjörður, Pat- reksfjörður. Vörumóttaka til hádegis á morgun og mánudag. Farseðlar óskast sóttir á mánu- dag. Næsta ferð er austur um land í hringferð 23. þ. m. Daglegt líf barnanna á sumar- dvalarstöðum Rauða krossins. -------- Samtal við Árna Þórðarson kennara, um- sjónarmann barnaheimilisins að Laugaskóla. Skólahúsið að Laugum í Reykjadal. NÚ er komið á annan mán- uð síðan Reykjavíkur- börnin fóru víðsvgar um land til sumardvalar á vegum Rauða Krossins og margra annarra félaga. Þær fréttir, sem borizt hafa af líðan þeirra, sýna, að þau lifa eins og blóm í eggi og una sér allsstaðar prýði- lega. Væri vonandi, að sú reynsla fengizt af þessari ágætu starf- semi að hún héldi áfram í fram tíðinni með líku sniði og nú hef- ir verið stofnað til. En til þess að það geti orðið, þarf almenningur hér í bænum að styðja þessa starfsemi enn betur en hann hefir gert. Rauði Krossinn efndi til ágæts happ- drættis til ágóða fyrir þessa starfsemi, og seldist allmikið af miðum þegar í vor. En í sumar hefir salan legið niðri. Nú hefst þessi happdrættismiðasala aft- ur, og er heitið á alla að kaupa einn miða; það væri stuðning- ur við eina þá beztu og nota- drýgstu stárfsemi, í sem nú 6r uppi hér í bænum. Börnin eru, eins og kunnugt er, dreifð víða um land, á sveitaheimilum og í skólum. — Fjölmennasti hópurinn er í Laugaskóla í Reykj«dal. Þar eru 100 börn. Alþýðublaðið hitti nýlega Arna Þórðarson kenn- ara, sem er einn af umsjónar- mönnunum með börnunum að Laugaskóla, og bað hann að skýra nokkuð frá daglegu lífi barnanna þar. Fara hér á eftir ummæli hans: Engin leiðindi. „Margir óttuðust, að börnun- um á barnaheimilunum myndi leiðast, fjarri foreldrum og gömlum leiksystkinum og í gagnólíku umhverfi því, sem þau eru alin upp í. Reynslan hefir orðið sú hér að Laugum, að börnunum hefir mjög lítið leiðzt. Fyrstu dagana bar lítils- háttar á leiðindum í fjórum eða fimm börnum meðal þeirra elztu. Þetta er fyrir löngu horf- ið og enginn minnist á leiðindi.“ Matarlystin ágæt. „Matarlyst hafa börnin afar góða. Enda er fæðið notalegt og hentugt fyrir þau. Mjólk fá þau ótakmarkaða. Mörg borða næstum furðulega mikið, eink- um var það fyrst. Til sanninda- merkis um það, að lystin sé betri en heima í Reykjavík, má geta þess, að hvert og eitt ein- asta barn borðar hafragraut með mikilli lyst og ánægju kl. 8 á morgnana, og á kvöldin borða þau öll skyrhræring. Þótti hann undir eins mjög góður. Nokkr- um sinnum hafa þau fengið grasamjólk. Það er þeirra upp- Iáhaldsréttur, og þó hafði svo að segja ekkert þeirra bragðað hana áður. Hvernig stendur á þessari óvenjulega góðu matar- lyst hjá öllum börnunum? Svo mun margur spyrja. Hún stafar auðvitað af mikilli og stöðugri hreyfingu úti við, auk sunds- ins.“ Daglegu störfin. „Viðfangsefni barnanna eru ekki þau nákvæmlega sömu dag eftir dag. Fótaferð, máltíð- ir og háttatími er að sjáífsögðu alltaf á sama tíma. Börnin byrja að klæða sig kl. 7.30 á morgnana. Á kvöldin eru allir háttaðir kl. 9.30 og í síðasta lagi kl. 10, þegar mjög gott er veður. Alla virka daga er farið í gönguferðir og verið í burtu 2Vz—3 tíma. Er þá lystin góð á mjólk og brauð, þegar komið er heim úr þeim ferðum. Tilsögn í sundi fær hvert barn annan hvern dag. Bæði drengir og stúlkur þvo herbergin sín til skiptis undir leiðsögn og eftir- liti fullorðinna. Stúlkurnar þvo sjálfar sokkana sína og gera við fötin sín að mestu leyti. Nokkuð af börnunum þekkir nú orðið fáeinar algengustu jurtirnar, sem verða á leið þeirra daglega. Fáein eru að byrja að safna nokkrum jurtum og hafa sett sér það, að koma með ofurlítið grasasafn heim með sér í haust. Annars verð ég að skjóta því hér inn í, að skiln- ingur og áhugi meðal barnanna á ríki náttúrunnar er lítill. Og þarf að glæða hvorttveggja, ef vel á að vera. Það er nauðsyn- legt, að börnin læri að kynnast náttúrunni og öllum dásemdum hennar. Hefir og verið stefnt að þessu eins og hægt hefir verið. Hefir verið farið með börnin á grasaheiði og hafa þau haft mikinn áhuga fyrir að safna sem mestu í matinn handa sér. Lítið er um heimsóknir hér. Eggert Stefánsson söngvari kom hingað — og sýndi börnun- um þá sérstöku góðvild — að syngja fyrir þau nokkur vel þekkt ísl. lög. Var safnazt sam- an í leikfimisal skólans til þess að hlusta á þennan fræga lista- mann. Margt fleira er hafzt að en hér hefir verið nefnt. Svo sem farið í leiki og iðkuð knatt- spyrna. Mikið skrifað af bréf- um til pabba og mömmu og margir lesa dálítið á kvöldin.“ Heilsufarið. „Því miður hefir heilsufarið ekki verið í bezta lagi. Nokkru eftir að norður kom, fengu sum- ar stúlkurnar væga hálsbólgu, sem brátt fjaraði þó út. Nú hafa æði margir krakkarnir fengið magaveiki, sem hefir gengið hér I héraðinu og víst víðar um land. Margir eru ekki lasnir nema einn dag og aðrir tvo, þrjá daga og flest virðast ná sér að fullu undir eins aftur. Nú er eftirvæntingin eftir berjunum hvað mest. Þau eru líka senn að koma. Krækju- berin að byrja að sortna. Það lítur út fyrir gott berjasumar hér um slóðir. Hér eru víðlend- ar berjaekrur í nágrenninu. En það reynir mjög á góðvild bændanna að leyfa þessum stóra hópi að ösla yfir lönd sín, þegar þar að kemur, því að Laugaskóli á ekkert berjaland. Fregnir hafa borizt af flest- um börnunum, sem fóru á sveitaheimili hér í sýslunni. Þeim líður öllum vel svo vitað sé og flest una hag sínum ágæt- lega. Sum eru svo hrifin af sveitaverunni, að þau gera ráð fyrir að fara alls ekki til Reykjavíkur aftur. Margir drengirnir, sem hér eru, vildu ólmir fara á sveitabæi. En því miður var ekki hægt að verða við.óskum þeirra um það, vegna þess að þau heimili, sem enn vildu taka börn óskuðu eindreg- ið eftir stúlkum. Að endingu biðja öll börnin blað yðar fyrir kæra kveðju til pabba og mömmu og allra kunningjanna og segja, að þeim líði ágætlega. Það er vel fylgst með póstferðum og mikil á- nægja yfir að fá bréf annað slagið.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.