Alþýðublaðið - 10.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ágúst 1940. GREINAR VILMUNDAR JÓNSSONAR Logið í stállunga Ritað gegn auglýsingaskrumi lækna °9 Stállungahernaðurinn Ritað gegn hýenum lýðræðisins íást á afgreiðslu Alþýðublaðsins, og kostar 50 aura hvor bæklingur. Sendir gegn póstkröfu út á land. Akranes-Svipaskarð - Borgarnes. Eilíerðir fjóra daga vikunnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssonur. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. Magnús Gunnlaugsson, Akrane&i. Iþróttafulltrúi. íþróttafulltrúastarfið, samkvæmt 3. gr. íþróttalaganna, er laust til umsóknar. Umsóknir skulu sendar kennslumálaráðuneytinu fyrir 31. ágúst næstkomandi. Árslaun kr. 5700.00, auk verðlagsuppbótar. Kennslumálaráðuneytið, 9. ágúst 1940. Þingvallaferðir ágnstmánuði Til Þiugvalla kl. IOV2 árd., 2V2 og 7 síðd. Frá Þingvöllum kl. 1 e. h., 5Vz og 8V2 síðd. daglega. Aukaferðir laugard. og sunnudaga. Steindór, sími 1580. í þróttamót Aust urlands. íþróttamót Austurlands var haldið að Egilsstöðum þann 4. þ. m. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri á Eiðum, setti mótið með ræðu. Keppendur voru að þessu sinni fleiri en nokkru sinni áður. Helztu úrslit íþróttanna urðu þessi: 100 metra hlaup: 1. Björn Jónsson, Seyðisfirði á 11,5 sek. 2. Brynjólfur Ingólfss., Seyð isfirði á 11,6 sek. 3. Sverrir Emilsson, Fljóts- dal á 11,8 sek. 200 metra hlaup: 1. Björn Jónsson á 23,9 sek. 2. Brynjólfur Ingólfsson á 24 sek. 3. Sverrir Emilsson á 24,3 s. 800 metra hlaup: 1. Brynjólfur Ingólfsson á 2 mín. 21 sek. 2. Snæþór Sigurbjörnsson, Eiðaþinghá á 2 mín. 21,2 sek. 3. Vilhjálmur Emilss., Seyð- isfirði á 2 mín. 22 sek. 3000 metra hlaup: 1. Einar Halldórsson, Hjalta staðaþinghá á 10 mín. 13,6 sek. 2. Gunnlaugur Odsson, Hró- arstungu á 10 mín. 26 sek. 3. Stefán Halldórsson, Hró- arstungu á 10 mín. 31 sek. Langstökk: 1. Björn Jónsson, Seyðis- firði, stökk 6,40 metra. 2. Sverrir Emilsson, Fljóts- dal, stökk 6,03 metra. 3. Rögnvaldur Erlingsson, Fljótsdal, stökk 5,94 m. Hástökk: 1. Björn Jónsson, stökk 1,60 metra. 2. Tómas Árnason, Seyðis- firði, stökk 1,50 metra. 3. Sverrir Emilsson, stökk 1,50 metra. Þrístökk: 1. Brynjólfur Ingólfsson, stökk 11,95 metra. 2. Haraldur Hermannsson, Seyðisfirði, stökk 11,92 metra. 3. Björn Hólm, Hróarstungu, stökk 11,40 metra. Stangarstökk: 1. Björn Jónsson, stökk 2,85 metra. 2. Sverrir Emilsson, stökk 2,80 metra. 3. Ágúst Þorsteinsson, Hró- arstungu stökk 2,80 m. Kúluvarp: 1. Haraldur Hjálmarsson, Norðfirði, kastaði 11,04 metra. 2. Þórður Jónsson, Borgar- firði, kastaði 10,30 metra. 3. Jóhann Magnússon, Eiða- þinghá, kastaði 9,95 m. Kringlukast: 1. Tómas Áfnason, Seyðis- firði, kastaði 28,67 metra. 2. Jóhann Halldórsson, Eiða- þinghá, kastaði 27,95 m. 3. Jóhann Magnússon, Eiða- þinghá, kastaði 25,35 m. í knattspyrnukappleik milli Hróársturigu og Eiðaþinghár- manna sigraði Hróarstunga með einu marki gegn engu. Mótið sótti f jöldi manns, enda var veð- ur ágætt. Staða íþróttafall- trna anfllýst lans. KENNSLUMÁLARÁÐUNEYT- IÐ auglýsir I dag lausa til umsóknar Iþróttafulltrúastöðu, samkv. íþróttalögunum frá síð- asta alþingi. Er það samkvæmt 3. grein lag- anna, sem hljóðar svo: „Iþrótta- fulltrúi skal hafa alhliða þekk- ingu um iþróttamál og auk þess þekkingu á sviði almennra upp- eldismála, enda starfar hann i sambandi við fræðslumálastjóra, eftir nánari ákvæðum,, sem kennsiumálaráðherra setur. Hann skal ráðinn af fræðslumálastjóra til þriggja ára í senn, að fengn- um tiilöguð iþróttanefndar, og greiðast Iaun hans úr ríkissjóði. íþróttafulltrúi skal hafa á hendi þessi störf: 1. Að hafa umsjön með íþróttastarfsemi í skóium. 2. Að vinna að útbreiðslu Ög eflinigu iþrótta í landinu. 3. Að gera til- lögur um framkvæmdir til efl- ingar íþróttum, og hafa eftirlit með slíkum framkvæmdum. 4. Að veita íþrpttafélögunum og ein staklingum leiðbeiningar um í- þróttamál, 5. Að safna skýrslum um íþróttastarfsemi i landinu. 6. Að gera tillögur um úthlutun fjár úr íþróttasjóði. 7. Annað það sem honum er falið í lög- um þessum eða verður falið méð reglugerðum, er settar kunna að verða samkvæmt þeim. Ráðherra setur íþróttafulltrúa erindisbréf“. Indland samveldis- land eftlr stríðið. AMERY Indlandsmálaráð- herra hefir gert grein fyr- ir stefnu brezku stjórnarinnar í Indlandsmálunum, í ræðu, sem hann flutti í brezka þing- inu í gær. Endurtók hann fyrri yfirlýsingar um, að brezka stjórnin hefði fallizt á, að Ind- land fengi sjálfsstjórnarréttindi á borð við samveldislöndin. — Harmaði hann það, að sam- komulag hefði ekki náðst með- al Indverja sjálfra, og rakti tilraunir Linlithgows, lávarðs, varakonungs Indlands, til þess að greiða fyrir því, að sam- komulag næðist milli stjórn- málaleiðtoga Indlands. Nú er ekki tími til þess að leiða stjórnlagadeilur til lykta fyrir fullt og allt, sagði Amery, og lét hann í ljós þá ósk, að allir indverskir leiðtogar tækju höndum saman, til þess að leysa deilumáiin, þegar styrjöldinni væri lokið. IM BAGINN OG VEGINN - Happdrætti Rauða krossins. Stuðningur við þarfa starfsemi. Myrkvunin og hættan á flugvélaárásum. Geta Þjóðverjar flogið hingað með sprengjur? Skemmtigarðurinn við Tjörn- ina. Órólegt horn og gángstéttin hjá Garðari. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÉG VIL FASTLEGA livetja fólk til að kaupa happdrætt- ismiða af Rauða krossinum. Happ- drættið er stofnað til að bera upp kostnað að nokkru leyti af sumar- dvöl Reykjavíkurbarnanna. Vinn- ingar eru fjölda margir og allir mjög góðir, eins og til dæmis hinn dýri gæðingur. Margir hafa nú meiri auraráð en oft áður og væri því vel gert að styðja þessa ágætu starfsemi Rauða krossins með því að kaupa einn happdrættismiða. VINDHANI SKRIFAR mér bréf um loftárásahættuna. Bréfið er skrifað áður en það var upplýst, að myrkvun Reykjavíkur væri ekki til fulls ákveðin. Er því nokk- ur hluti bréfsins orðinn úreltur. Auk þess aer í þréfinu misskilning- ur á afstöðu Breta til þessa máls og sleppi ég því. Að öðru leyti segir „Vindhani" í bréfi sínu: „ÞÓTT MYRKVA HAFI ÞURFT Bretland. þarf ekki að myrkva ísland nema í mesta lagi 2—3 vik- ur. Skal það nú sannað. Þegar gerður er samanburður á þessum tveim löndum frá flugfræðilegu sjónarmiði, kemur í ljós, að tvö at- riði þurfa sérstakrar athugunar við: a) vegalengdir, b) veðurfar. Þjóðverjar þurfa nú orðið að- eins að fljúga yfir Ermafsund og þá eru þeir komnir til Englands. Áður þurftu þeir að fljúga yfir Norðursjó, það fannst þeim strax verra. Hér skulu tilfærðar nokkr- ar vegalengdir. Frá Haag til Lond- on eru ca. 175 enskar mílur. frá Calais til Dover ca. 45 km., frá Stavanger til Scapa Flow eru c.a. 280 mílur. En frá Stavanger og Þrándheimi í Noregi til Reykjavík- ur munu vera frá 1500—1800 km.“ „ÞESS VAR GETIÐ FYRIR SKEMMSTU í blöðum, og útvarpi, að eina ákveðna nótt hefðu Þjóð- verjar ekki gert loftárás á Eng- land aldrei þessu vant. Hvað olli þessari vægð Þjóðverjanna? Það var ófært flugveður um hásumar- ið yfir Norðursjó, Ermarsundi og Englandi. Hversu oft er ekki ófært flugvéður yfir Norður-Atlantshafi á haustin og um hávetur? Þess vegna velja flugfélög þau, er halda uppi flugsamgöngum yfir N.-Atlantshaf syðri leiðina (um Azoreyjar og Portúgal). Haust- og vetrarveðrin íslenzku eru vissulega ekki til þess fallin áð laða hina þýzku flugmenn að landinu, þvert á móti munu þau fæla þá frá.“ „ENN ER EITT, sem ekki má gleyma í þessu sambandi, það eru veðurfregnirnar. Merkur amerísk- ur flugmaður hefir sagt, að veður- fregnir væru flugmönnum jafn nauðsynlegar og áttavitar eða ra- diovitar. Eftir því, sem næst verð- ur komist. berast Þjóðverjum eng- ar veðurfregnir héðan af landi, og mun þetta vissulega frekar letja en hvetja Þjóðverja til flugferða til íslands. — í stuttu máli, veður- fregnaleysi, vegalengdir og hin umhleypingasama haust- og vetr- arveðrátta landsins okkar veldur því, að Þjóðverjar gera sennilega ek'ki tilraunir til loftárása á ísland á hausti og vetri komanda, og þess vegna er myrkvun óþörf hér í Rvík á þessu tímabili flugárása vegna. Ekki þarf að myrkva Rvík vegna væntanlegra árása þýzka flotans. Hann er nú með öllu óvirkur, þar eð % hluti hans hvílir nú á norsk- um mararbotni. Heimild mín er ræða sú, er Mr. Churchill flutti í neðri málstofu enska þingsins, er hann lýsti aðgerðum brezka flot- ans í Noregsstríðinu.“ ÚT AF ÞESSUM UMMÆLUM hins fróða flugsérfræðings vildi ég spyrja hanp hvort hann gleymi ekki alveg kafbátunum. Ég er að vísu mikill glópur í allri þessari dráp- kúnst, en, mér hefir dottið í hug hvort ekki gætu kafbátar læðst upp að ströndum landsins og sént skot úr byssum sínum í ijósadýrð- ina okkar. Ég skál þó taka þaS fram til að fyrirbyggja misskiln- ing. að þó að möguleikar væru fyr- ir hendi um þetta, þá er ég alveg á móti því að myrkva Reykjavík. MÉR ER SPURN: Hafa Reykvík- ingar ekki uppgötvað skemmti- garðinn við Tjörnina? Ég hefi flat- magað í garðinum hvern góðviðr- isdag undanfarið, þegar ég hefi mögulega getað. Þar er mikið af' hermönnum, en sárafátt af Reyk- víkingum. Ég held að það hljóti að vera vegna þess, að menn viti ekki hve dásamlegt er að vera þar þegar veðrið er gott. Þarna er al- ger friður. Skarkalinn nær manni ekki, bílaorgið heyrist aðeins í fjarska og eins og það komj manni ekki við. Grasið ilmar, fuglarnir synda hægt og rólega um slýjaða Tjörnina og ekkert rýfur kyrrðina kringum mann. Það er ódýrasta og bezta ferðalagið, sem maður getur- farið í, að fara suður í skemmti- garð, og það er áreiðanlega bezta. skemmtif erðin. HORNIÐ VIÐ ALÞÝÐUHÚSt Reykjavíkur hefir ekki' verið rólegt um þessar mundir. Undanfarið hafa verkamenn verið að rífa sundur- Hverfisgötuna og Ingólfsstrætið. Þar hafa sprengingarnar kveðið við hvað eftir annað svo að Al- þýðuhúsið hefir nötrað og þeir,. sem hafa setið við skriftir, hafa þotið upp af stólunum. Krossgöt- urnar valda því, að þarna er ákaf- lega mikil umferð, auk þess sem flutningabifreiðarnar, bæði ís- lenzkar og brezkar, streyma þarna. um í hundraðatali á hverrf klukkustúnd og standa jafnvel: tímunum saman alla leið frá Þjóð- leikhúsinu og niður að Söluturni. MEÐAL ANNARRA ORÐAr Hvenær verður gert við gangstétt- ina fyrir framan Garðar Gíslason?' Hún er alltaf sundurtætt. Hannes á horninu. Gleðjið soninn með fallegum fötum frá Spörtu Laugaveg 10. .„.-MMVWrilKYMNGm SKEMMTIFÖR TEMPLARA á morgun. Munið að sækja far- seðla fyrir kl. 8 í kvöld í’ skrifstofu Stórstúkunnar. /ramköNun^opimng. | nr\lersV«1Ko\\a. akuí 'JSS”’-*'- MUNIÐ að hafa með yður Vasasöngbókina, þegar þér far- ið á mann^mót. Hún verður allsstaðar til gleði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.