Alþýðublaðið - 12.08.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.08.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁR©AN€UfR MáNUDAGUR 12. ÁGCST 1940 183. TÖLUBLAÐ 60 þýzkar flugvélar aftw skotn ar 'nlðw f loftornstnm i gær! ¦ _------------------------4-----------------,--------- Það var barizt meðfram allri suðurströnd Engiands. "Bretar segjast 241 fhiffvélar í wmmm > • ¦.:iÆ ÍiIIIIII Kort af Albaníu. Uppreisn í Albaníu. —,---------.» Blóðugar skærur milli íbúanna og ítaiskra hermanna víðsvegar um landið hafa misst ALVARLEGAR óeirðir hafa brotizt út í Alban- íu og hef ir komið til blóðugra viðureigna milli íbúanna og ítalskra hermanna, sem þar eru. Óeirðirnar byrjuðu á fimmtu- dagskvöldið í þorpi skammt frá landamærum Júgóslavíu, þegar Brezkt herflntnfnga skip skotið f kaf. Mestiim hluta áhafnarmnar tökst að'biarga. ÞAÐ var tilkynnt í London í gærkveldi, að skipið „Mo- hammed el AIi Kabir" hefði orðið fyrir tundurskeyti þýzks kafbáts á , Atlantshafi. Skip þetta var 7500 smálestir og var eign brezk-indverska skipafé- lagsins, og hafði brezka stjórn- in tekið við því og notað það til herflutninga. Var það í her- flutningum, er þýzkur kafbátur skaut á það tundurskeyti fyrir- varalaust. Af 860 niönnum, sem á skip- inu voru, hefir 740 verið bjarg- að. Sjór var mikill, er skipinu var sökkt. Margir hermenn vörpuðu sér í sjóinn og drukknuðu sum- ir þeirra. kveðja átti íbúa þess í ítalska herinn og reynt var að leggja hald á búpening og ýmsar land- búnaðarafurðir handa hernum. Lenti í blóðugri Viðureign milli þorpsbúanna og ítölsku her- mannanna. ítalir reyndu að stilla til frið- ar með því að senda háttsetta herforingjá á fund uppreisnar- mannanna, en þeim fundi lauk þannig, að allir herforingjarnir voru drepnir. Óeirðirnar hafa síðan breiðzt út um landið og hefir verið bar- izt á mörgum stöðum. Talið er að af ítölum hafi þegar fallið um 100 menn, þar á meðal 7 herforingjar. ítalir hafa þegar sent mikið lið til Albaníu og fara fram með mikflli grimmd. Hafa þrjú þorp verið brennd til ösku til þess að hræða íbúana frá frekari mót- spyrnu. Brefar Ma um sig í fjallaskorðunum suður í Somalilaudi. FREGNIR frá Brezka Soma- lilandi herma, að brezkt herlið sé búið að koma sér fyrir í fjalláskörðum og í öllum helztu varnarstöðvum öðrum. Frh. á 4. síðu. Æ^ILEGAR LOFTORUSTUR voru háðar yfir suður- -**-* strönd Englands mikinn hluta dagsins í gær, á öllu ormS, svæðinu frá Dover til Weymouth. Er talið, að um f 00 þýzk- fm .í* hál*\V*^ hefir # ? ' fengið slæmar frettir af flug- ar sprengjuflugveiar og orustuflugvelar hafi tekið þátt 1 flpta sinum þeim, og segjast Bretar hafa skotið niður 60 flugvélar, en^___________;____________________ sjálfir hafa misst 26. Er orustum þessum líkt við viður- eignina yfir Ermarsundi á f immtudaginn, enda er flugvéla- tjón Þjóðverja það sama og þá, en flugvélatjón Breta nokkru meira. Loftorustumar hófust með hrikalegum loftárásum Þjóð- verja á flotahöfnina í Weymouth og eyjuna Portland fram undan henni, Portsmouth, Dover og á brezka skipalest und- an ströndum West-Anglia. í árásunum á Weymouth og Portsmouth tóku þátt um 200 þýzkar sprengju og orustuflugvélar, en brezkar orustuflugvélár af gerðunum Spitfire og Hurricane lögðu tafarlaust til atlögu við þær og lauk þeim viðuréignum þannig, að 40 þýzkar flugvélár voru skotnar niður á þessum tveimur stöðum. \ Það er viðurkennt af Pretum, að töluvert tjón hafi orðið af loftárás Þjóðverja á Weymouth af sprengjubrotum, hafnar- mannvirki skemmdu'st og olíu- geymir var skotinn í bál. Þjóðverjar gera miklu meira ú,r því tjóni, sem1 Bretar hafi orðið fyrir í Ioftárásunum og loftorustunum. Sögðust þeir seinnipartinn í gær hiafa skotið 75 brezkar flugvélar, en í gær- kvöldi var tala hjá þeim komin Upp í 89. Sjálfir sögðust þeir hafa misst 16. Þá segjast þeir og hafa hitt bæði hafnargarða og bryggjur á Portland og eyði- lagt flest skip, sem þar voru. Þýzkar flugvélar héldu áfram loftárásum víðsvegar á strendur Englands, þar á meðal norðan- verða austurströndina, í morg- Un og voru víða háðar loftor- Ustur milli þeirra og hinna brezku orustuflugvéla. En Lund- únaútvarpið taldi fyrir hádegið lítið tjón hafa orðið af þessum árásum, enda hafi þær aðeins verið gerðar af einstökum þýzk- um flugvélum. Brezkar gprengjuflugvélar hafa gert nýjar árásir á margar flug- stöðvar Þjóðverja í Hollandi og Frakklandi, á verksmiðjur við Frankfurt og Köln, flotahöfnina í Wilhelmshaven og víðar. Þrjár brezkar sprengjuflugvélar eru sagðar ókomnar úr þessum leið- öngrum. Þjóðverjar hafa orðið að hæfta við að nota flugstöð þá, sem þeir voru, að koma sér upp á Ermarsundseýjunni ' Guemsey. Síðastliðið föstudagskvöld gerðu brezkar flugvélar árás á eyjuna og urðu miklar skemmdir á 40-— 50 flugvélum, sem Þjóðverjar voru búnir að koma þangað'. Þegar brezkar sprengjuflugvélár flugu yfir eyjuna núna um helg- ina, sáust- engar flugvélar, en sprengjum var varpað á flug- skýlin. Bræðslnsíldin taelm- inni meíri en f fyrra. Svartur sjór vid Horit BRÆBSLUSÍLDARAFL- INN er nú orðinn ura helmingi meiri en í fyrra sumar. Allur bræðslusíldaraflinn var á laugardag orðinn 1 572 000 hektólítrar. En í þessa tölu vantar það, sem landað var í ríkisverksníiðjurnar á laugar- daginn. En sama dag í fyrra var bræðslusíldaraflinn orðinn 814- 707 hl. og 1938 1 093 045 hl. Síldaraflinn er alltaf jafnmik- ill og er síldin á mjög stóru svæði. Um helgina var sjórinn svartur af síld við Horn og Með 32 smálesta wélbát M Dannirkn til Islands. —:--------------«.-------------------- Frásögn Gísla Jónssonar vélstjöra í samtali við Alþýðublaðið í morgun. •-------------------------------------------—•--------------------------------—¦'. TVT ÝTT SKIP í f iskif lota okkar kom hingað í nótt heint f rá -*¦ ^» Danmörku. Það er 32 smálesta vélbátur, að vísu 52 ára gamall, keyptuir í Friðrikshöfn af Gísla Jónssyni vélstjóra, en Gísli hefir dvalið í Danmörku síðan landið var hernum- ið og beðið heimferðarleyfis með bátinn. Alþýðublaðið hafði tal af Gísla í morgun og sagði hann svo frá ferðalaginu heim: „Það var vitanlega mjög miklum erfiðleikum bundið að fá leyfi til að komast heim. Ég sendi fyrst beiðni um heimfar arleyfi 13. júní, en það var bundið því skilyrðí, að við fær- um til Noregs og fengjum þar, leyfi til að halda ferðinni áfram til fslands. Það, sem fyrst og fremst olli því, að erfitt var að fá leyfi hjá þýzku yfirvöldun- um, var það, að ef'til vill gætu Bretar tekið bátinn til her- flutninga, en eftir að fulltrúar Þjóðverjá höfðu skoðað bátinn, töldu þeir óhætt að leyf a honum að sigla. En þó að heimferðarleyf ið væri fengið hjá Þjóðverjum, þá var björninn ekki unninn fyr ir því. Eftir var að fá gjaldeyr- isleyfi, útflutningsleyfi fyrir bátinn og leyfi til að taka olí- (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.