Alþýðublaðið - 12.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1940, Blaðsíða 3
MáNUDAGUR 12. ÁGÚST 194« ALÞÝÐUBLABBÐ •-------- MÞYÐUBLABIÐ -------------------* Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjór*: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- sen (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4980 «g 4906. VerS kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. i----------------------------------------♦ „Sigurför sósialismansu. UNDANFARNA DAGA hefír inikill hluti af rúmi Pjóð- viljans verið upptekinn af ræðu Molotovs og öðrurn greinargerð- um frá síðasta fundi hins svo- kallaða æðsta ráðs Sovétríkjanna, þegar Eystrasaltsríkin, Bessara- bía iog Norður-Bukovina voru inn- limuð. Pað er nýjasta einkaskeyt- ið frá Moskva. Eftir lengd þess að dæma hefir það varla kostað minna en nokkrar þúsundir króna. Svo mikil áherzla er lögð á það að færa okkur fagnaðarboðskap- inn tam innlimun smáríkjanna við landamæri 'Rússlands eða „sigur för sósíalismans", eins og Þjóð- viljinn kallar þessa nýju kúgun- arherferð Rússa gegn nágranna- þjóðunum. Menn spyrja: Er það íslenzkt blað, sem slík fréttaskeyti og slík- an bóðskap flytur? Málið á víst að heita íslenzka, en fréttirnar eru rússneskar, efni þeirra rúss- neskt, andinn í þeim rússneskur, féð, sem þær eru sendar fyrir og birtar fyrir, rússneskt, og mennirnir, sem búa þær undir prentun hér, blind verkfæri hinn- ar rússnesku kúgunarstefnu. Þess eru engin dæmi að íslenzkum hugsunarhætti, ísienzkri frelsisást og íslenzkum drengskap hafi ver- ið misboðið eins freklega af mönnum, sein þó eru af íslenzk- um uppruna, og af þessuin brjóst umkennanlegu vesalingum við Pjóðviljann, með lofsöng þeirra um kúgunina og ofbeldið við smáþjóðirnar, sem eru svo ógæfu samar að eiga heirna við landa- mæri Rússlands. Kúgunin hefir aldrei verið dýrkuð áður á fs- landi og allra sízt sú kúgun, sem Rússar hafa beitt Finna, Pól- verja og þær smáþjóðir aðrar, sem brutust undan oki þeirra í lok heimstyrjaldarinnar og nú er verið að reyra í fjötra á ný. Það er annars furðulegt, að Pjóðviljinn skuli ekki skammast sín fyrir að birta ræðu Molotovs. Svo blygðunarlaust er í henni sovétstjórnin og öll hennar verk- færi úti um heirn, þar á meðal ritstjórar Þjóðviljans, gerð ómerk sinna orða frá því í fyrrahaust og vetur, að Russland hóf kúg- Unarherferð sína gegn litlu Eystra saltslöndúnum og Finnlandi. Hver minnist þess ekki nú, að sovét- stjörnin gaf hátiðlegt loforð um það, þegar hún kúgaði litlu Eystrasaltsríkin til að gera hið sviokalla'ða varnarbandalag við fcig í fyrrahaust og taka við rúss- nesku setuliði inm í lönd sín, að hún myndi ekki blamda sér neitt í innaniandsmál þeirra? Og hver minnist þess ekki einnig, hve dig- urbarkalega Þjóðviljinn talaði um það, þegar friðarsamninguriinn var gerður milli Finnlands og Rússlands í vetur, að hann af- sannaði allar ásakanir í garð Rússlands þess efnis, að það ætl- aði sér að skerða sjálfstæði Finn- lands eða blanda sér inn í innri mál þess? En hvernig fer Molotov nú að réttlæta innlimum litlu Eystra- saltsríkjanna? Hann segir: „Hinir gagnkvæmu hjálparsamningar, sem gerðir höfðu verið við þessi lönd, gáfu ekki þann árangur, sem eðlileg- ur hefði verið. Samningar þessir leiddu ekki til nánari vimáttu Lit- háens, Lettlands og Eistlands við Sovétríkin eins og búast hefði mátt við (!)... Því voru lagðar fram þær kröfur . . . að breytt væri samsetningu ríkisstjórnanna í Litháen, Lettlandi og Eistlandi og bætt við herdeildir rauða hers 'ins í þessum löndum“. Þetta he.it- ir víst ekki á rnáli Rússa og blaðs þeirra hér, Þjóðviljans, að blanda sér inn í innri mál Eystra- saltslandanna?! Og hvaö segir Molotov nú um Finnland? Hann treystir sér ekki til að neita því, að friðarsamningurinn hafi verið uppfylltur af Finnum. Þeir hafa gert meira en að upp- fylla hann. Þeir hafa kallað land- varnarlið sitt burt af Álandseyj- um, samkvæmt kröfu, sem Rúss- ar gerðu nýlega um það, enda þótt þeim bæri engin skylda til þess samkvæmt friðarsamningn- um. En það nægir Molotov ber- sýnilega ekki. Hann segir: „Hvað snertir frekari þróun sambúðar- innar milli Finnlands og Sovét- ríkjanna til heilla fyrir bæði löndin(!), þá er það aðallega undir Finnlandi sjálfu komið. Ef ákveðin öfl meðal valdhafa Finn- lands ekki hætta ofsóknum sín- um gegn þeim hlutum finnsku þjóðarinnar, sem vilja efla vin- áttuna við Sovétríkin, þá er skilj- anlegt, að sambúðin milli Finn- lands og Sovétríkjanna geti hlot- Ið áfaH“. r : ! M Þessi orð þýða á heiðarlegri íslenzku, að Finnland megi bú- ast við nýrri rússneskri árás, ef stjórnarvöld þess vilja ekki leyfa það þegjandi og hljóðialaust, að keyptir erindrekar 'Rússa rói að því leynt og ljóst að koma land- inu undir Rússland á sama hátt og litlu Eystrasöltslöndunum, ef ehki með mútum og' blekking- um, þá með hótunum unr nýjar rússneskar loftárásir, eins og gripið var til í kröfugöngu hinna rússnesku leiguþýja í Helsing- fors fyrir skömmu síðan. Þetta kallar Þjöðviljinn víst ekki að blanda sér inn í innri mál Finn- lands?! Það er yfirieitt erfitt að hugsa sér andstyggilegri hræsni en ræðu Molotovs frá upphafi1 til enda. Hann segir strax í upp- hafi: „Trú stefnu friðarins og hlutleysisins taka Sovétríkin ekki þátt í stríðinu“. Jú, það er lag- leg tryggð við hlutleysið, að ráð- Konimgur, sem ekki ffll láta sér nægja natnið eitt YRIR aldarfjórðungi síðan var Carol Rúmeníukon- ungur eitt hið fyrirlitlegasta dæmi um ungan prins í Evrópu. Enginn annar konungborinn maður hefir valdið öðrum eins hneykslum og hann. Hann flýði frá hinni fögru konu sinni, Hel- enu Grikkjaprinsessu og tók saman við rauðhærða stúlku. Hann kom á stjórnarráðsfundi óstöðugur í göngulagi og með tveggja daga skeggbrodda. Fað- ir hans kvartaði undan því að siðferði hans væri ekki í sem beztu lagi. Og Georg fimmti Bretakonungur kallaði hann svallarann og neitaði að hýsa hann í Buckinghamhöllinni. Nú skyldi maður ætla eftir þessu að dæma, að fólk eigi erf- itt með að skilja það að Carol konungur hefir nærri að segja alla þá kosti, sem konung mega prýða. Flestir konungar nú á tímum eru aðeins toppfígúrur, en öðru máli er að gegna um Carol konung. Hann lætur margt til sín taka og er hinn framkvæmdasamasti. Hann er sennilega snjallasti stjórnmála- maður á Balkanskaganum. Hann gerir samninga við Þjóð verja einn daginn, samkomulag við Breta annan daginn og Rússa þriðja daginn. Meðan Austurríki, Tékkóslóvakía, Al- banía og Pólland hurfu af landabréfinu hefir Carol Rúm- eníukonungur varðveitt ríki sitt. Rúmeníu byggja 19 og hálf milljón manna. Og þó að hin mörgu þjóðarbrot landsins tali 17 mállýskur, er þó rúmenskan aðalmálið og það eina, sem teng- ir þessi þjóðarbrot saman. Ef Rúmenía á að lifa af sem þjóð yfirstandandi styrjaldartíma, verður Carol að vernda hana og það er mjög sennilegt að ein- mitt honum takist það. Carol fæddist árið 1893 og var fyrsti sonur Maríu drottn- ingar. Samkvæmt dagbókum móður hans var Carol mjög reglusamur drengur, siðprúður og hlýðinn. í æsku var hann ekki ham- ingjusamur. Móðir hans vildi láta mjög mikið á sér bera og ast að baki Pólverjum meðian Hitler er að murka þá niður, og við friðinn, að ráðast með blóðugu ofbeldi á Finnland! Og hann segir að endingu: „Græðgi hinna heimsvaldasinnuðu stór- velda vex eigi aðeins í hinu fjar- læga Japan, heldur og í Banda- ríkjunum“. En hver hefir, þeg- ar Hitler einn er undanskilinn, sýnt meiri græðgi í þessu stríði, en Rússland, með imilimun Aust- ur-Póllands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Norður-Bukovinu, Bess- arabíu og stórra landflæma af Finnlandi? Græðgi Rússlands hef ir aðeins verið græðgi hýenunn- ar, sem ekki þorir að ráðast á aðra bráð en þá, sem þegar ligg- !ur í valnum eða er of lítil til að geta varið sig. Og þetta kallar Þjóðviljinn „sigurför sósíalismans“! var í sífelldu baktjaldamakki við ráðherra sína. Það var eft- irlætisgoð Maríu drottningar, Stirbey prins, sem kom af stað öllum óhróðurssögunum um Carol til þess að gera hann á- hrifalausan sem stjórnmála- mann. Seinna meir refsaði Car- ol Stirbey, fleygði einkasíman- um, sem hann hafði notað til að tala við Maríu móður hans í, út úr húsi hans og gerði hann að pólitískum auðnuleysingja. Skömmu eftir stríðið — en Cárol prins tók þátt í því án þess að vinna sér nokkuð til frægðar — fór hann til Rúss- lands og kvæntist stúlku af borgaralegum ættum, er hét Zizi Lambrino. Þegar svo var komið útskúfaði faðir hans hon- um algerlega. Með konu þessari bjó hann í eitt ár, skildi síðan við hana, reyndi tvisvar sinnum að fremja sjálfsmorð og lagði því næst af stað í ferðalag um- hverfis hnöttinn. Að svo búnu kóm hann heim aftur og kvænt- ist Helenu Grikkjaprinsessu. Næstu 6 árin átti Carol í stöð- ugu stímabraki við foreldra sína og makkaði auk þess við minni háttar stjórnmálamenn bak við tjöldin. Árið 1927 dó Ferdinand konungur faðir hans. Carol átti þá heima í París og útnefndi sig konung, en móðir hans neitaði að staðfesta þá út- nefningu og setti Mihai prins, sem þá var aðeins fimm ára gamall, í hásætið. Carol beið síns tíma. Árið 1930 voru Rúm- enar orðnir leiðir á stjórnmála- spillingunni, og 7. júní sama ár kom Carol til Búkarest, og hófst þá hinn erfiði stjórnmála- ferill hans. Aðstaða hans reyndist mjög erfið. Hann þarfnaðist öryggis bæði vegna sjálfs sín og Rúm- eníu, því ásælin nágrannaríki gerðu kröfur á hendur henni. Hann safnaði í kringum sig mönnum og gerðist smám sam- an einvaldur í Rúmeníu. „Deilið og ríkið“ var orðtak Carols. Árið 1937 var það aðeins járnvarðarliðið, sem þorði að bjóða honum byrginn. Foringi þess var hinh ungi og glæsilegi maður Zelea Codreanu, sem sótti fyrirmynd sína til Þýzka- lands. Flokksmenn hans voru mjög óvinsælir. Þeir rændu friðsama borgara, ógnuðu öll- um, sem gengu um göturnar, og svívirtu Gyðingana. Carol lét járnvarðarliðið af- skiptalaust, þangað til það var orðið svo voldugt, að stjórnin gat ekki haft röð og reglu á neinu lengur. Þá snéri hann baki við Codreanu, kallaði á fund sinn Octavian Goga og fól honum stjórnina. Goga stjórn- aði landinu í 45 daga, en þá læddist hann út úr stjórnarráð- inu skjálfandi af ótta og stjórn hans var sett af. Síðan þá hefir Carol konungur ekki þurft að óttast neinn mótþróa innan- lands. Konungurinn er mjög hreyk- inn af her sínum. Fyrsta verk KAROL’ RÚMENÍUKONUNGUR hans sem konungs var að hreinsa til í hernum og bæta lífsskilyrði hermannanna. Hann vissi það, að með hernum gat hann varizt erlendum árásar- þjóðum og barið niður mótþróa innanlands. En þrátt fyrir það er Rúmenía illa búin undir stríð. Hann veit, að örðugleikar nágrannaþjóðanna vaxa. Og nú er það herbragð hans, að halda öllum í óvissu. Bezta vopn hans er það, að óvinir hans vita aldrei hvað honum dettur í hug næst. Carol er ekki heittrúaður föð- urlandsvinur á sama hátt og Benes eða Schuschnigg. Þó að þjóð hans fari forgörðum, þá getur Carol áreiðanlega skemmt sér, hvar sem hann sezt að. En hann mun ekki flýja Rúmeníu bardagalaust. Hann hefir gaman af því að vera kon- ungur og hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. vyxooooooooc Kaupið nestið BREKKU Ásvallagötu 1. Shni 1678 Tlarnarbúóin Sími 3570. >OOOOOOOOQOQ< Nœsta áætlunarferð til Kirkjubæjarklausturs er á morgun, þriðjudaginn 30. júlí. Afgreiðsla Bifreiða- stöð íslands, sími 1540. SIGGEIR LÁRUSSON. DREN G JAFÖTIN frá Spörtu, Laugaveg 10. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.