Alþýðublaðið - 13.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1940, Blaðsíða 4
I ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 1940. KaupiS bókáaa Hver var að iiBæja? og brosið meði 'Mver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. Hoamla BlðHj Nori i væodnm! Skemmtileg og spennandi leynilögreglumynd, um fífldjarfan sakamálafrétta- ritara, — sem spáir því, að ákveðinn maður verði myrtur. Aðalhlutverkin leika: Barry K. Barnes, Valerie Hobson Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. SÍÐASTA SINN! mvm bio nsg sanna fórnfýsi. Aðalhlutverkin leika: Claude Rains, Fay Bainter, Jackie Cooper og Bonita Granville. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. \\J// . . Maðurinn minn, Þorsteinn Ásbjörnsson, trésmiður, andaðist í nótt. Jónasína Guðlaugsdóttir, Egilsgötu 10. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er í nótt Pétur Jakobsson, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörð hafa Reykjavíkur- og Iðunnarapótek. ÚTVARPIÐ 19,30 Hljómplötur: Lög úr tónfilm um og óperettum. 19,50 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,3Ö Erindi: Eyjar í álögum — Galapagos (Thorolf Smith). 20,55 Hljómplötur: Tónverk eftir Mozart: a) Fiðlukonsert (A- dúr). b) Píanókonsert (nr. 19, F-dúr). 21,45 Fréttir. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 14,-—20. júlí ÍÞAKA í kvöld kl. 8V2. ST. EININGIN. Fundur annað kvöld. Hækkun ársfjórðungs- gjalda tog fl. Aukalaga breyt- ingar liggja fyrir fuindinium. Nauðsynlegt að fjölmenna. — Æ.t. . ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur í kvöld klukkan 8. 1. Inntaka nýliða. 2. Erindi: Stórtempl- ar, Friðrik'Ásm. Brekkan. KAUPI GULL og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 14 (10). Kvefsótt 62 (58). Blóðsótt 2 (1). Iðrakvef 56 (40). Kveflungnabólga 3 (2). Taksótt 0 (1). Rauðir hundar 0 (1). Hlaupabóla 0 (2). Mannslát 3 (5). Landlæknisskrifstofan. Notið sjóinn og sólskinið. Nú er tíminn til að nota sjóinn í Skerjafirði í góða veðrinu og hit- anum. Flóð er í dag kl. 3,15. Tveir brunar. Á föstudag bram> að Uppsölum í Eyjafirði. Var það torfbær, sem ekki var búið í. Áfast við bæinn var steinhús, sem skemmdist tölu- vert. S.l. sunnudag brann bærinn að Neðri-Vindheimum í Glæsibæj- arhreppi. Innbú o. fl. brann að mestu leyti. Hjónaband. í gær voru gefin saman af séra .Gísla Skúlasyni ungfrú Helga Claessen (Arents aðalkonsúls) og Leifur Bjarnason hagfræðingur (Þorleifs Bjarnasonar fyrv. yfir- kennara). Ungu hjónin fara til New York og dvelja þar næsta vetur. Hjúskapur. S.l. laugardag gaf sr. Friðrik Hallgrímsson saman þau Gíslínu S. Gísladóttir og Björn Guðmundsson sjómann. — Heimili þeirra ér í Verkamannabústöðunum í Rauðar- árholti (húsi nr. 5). UPPREISNIN 1 ALBANÍU Frh. af 1. síðu. senda lið til hjálpar setuliði sínu þar. Þa'ð vekur nokkra eftirtekt í sambandi við fréttirnar af upp-. reisninni, að ítalir saka Grikki állt í einu um þáð að hafa myrt einn af leiðtogum Alban- íumanna í nyrzta héraði Grikk- lands, sem byggt er Albaníumönn um, en var lagt undir Grikk- land í lok Balkanstyrjaldanna 1 1912—1913. — Því er opinberlega I neitað í Aþenuborg, að sú á- sökun hafi við nokkuð að styðj- ast. SÍLDARSKIPIN Frh. af 1, síðu. 5554 (12), Sæfinnur 10536, Sæ- hrímnir 8803, Sævar 3841, Val- björn 5109, Vébjörn 5404 (53), Vestri 3046 (28), Víðir 2896 (206), Vöggur 4452, Þingey 3418 (96), Þorgeir goði 4002 (177), Þórir 3753 (153), Þorsteinn 9401, Sæunn 3877, Sævar, Siglf. 2149, Valur 1120. Mótorskip, 2 um nót; Aage og Hjörtur Pétursson 4388 (200); Alda og Hilmir 3849, Alda og Stathav 4138 (276), Anna og Einar Þveræingur 4490, Ásbjörg og Auðbjörg 4139, Baldur og Björgvin 7372 (84), Barði og Vísir 5492, Bjarni Ólafsson og Bragi 4073 (298), Björg og Magni 3797, Björn Jör. og Leifur Eir. 6684 (127), Bliki og Muggur 4328, Brynjar og Skúli fógeti 2556, Christiane og Þór 4184 ,Eggert og Ingólfur 6305 (199), Einar og Stuðlafoss 3332, Erlingur I. og Erl. II. 6221 (118), Freyja og Skúli fógeti 3901 (319), Frigg og Lagarfoss 5628, Fylkir og Gyllir 4540, Gísli J. Johnsen og Veiga 6075, Gulltoppur og Hafalda 4760 (25), Haki og Þór 1649, Hannes Hafstein og Helgi Hákonarson 4882, Hvanney' og Síldin 2745 (103), íslendingur og Kristján 3450 (330), Jón Finnsson og Víð- ir 5090 (83), Jón Stefánsson og Vonin 5836 (110), Karl og Svan- ur 931 (70), Muninn og Þór 1138, Muninn og Ægir 4310 (450), Óðinn og Ófeigur 6615, Reynir og Víðir 2550 (207), Snarfari og Villi 4581 (173), Stígandi og Þráinn 4330. MUNIÐ að hafa með yður Vasasöngbókina, þegar þér far- ið á mannajmót. Hún verður allsstaðar til gleði. eiympísknr sigir er ekbiítótf. Einn af athyglisverðústu sigrun- um á síðustu Olympíuleikum var afrek Glenn Morris í tugþraut. Hann setti heimsmet, en varð til þess að vinna þau afrek, Sem hik- laust skipa honum á bekk sem fremsta fjölþrautar íþröttamánni, sem upþi hefir verið. Þegar hann hafði unnið sigur sinn. streymdu að honum tilboð úr öllum áttum. Háskólarnir, blöðin, kvikfyndafélögin, allir vildu fá hann. Hann valdi kvikmyndaleið- ina, og græddist honum brátt tölu- vert fé, hann gifti sig, en svo sneri hamingjan við honum bakinu. Hann skildi við eiginkonuna og | stóð brátt uppi alls snauður, sann- | færður um, að íþróttirnar væru ekki til að lifa á, þær gæfu lífinu ekkert innihald á þann hátt, sem hann hafði tekið þær. Eftir það ákvað hann að leggja inn á aðrar brautir. Hann ákvað að sýna æsku Ameríku, að Olym- piskur sigur er ekki allt. íþrótt- irnar eiga sér annað hærra mark en það, segir Glenn Morris, sem fékk sigur og frægð, en þó ekki nóg. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 21,-—27. júlí (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 10 (14). Kvefsótt 29 (62). Blóðsótt 0 (2). Iðrakvef 17 (56). Kveflungnabólga 2 (3). Kossageit 1 (0). Heimakoma 1 (0). Mannslát 3 (3). Landlæknis- skrifstofan. Hinn Sabamálasasa eftir Seamark 43. ósigrandi mjög iítii matsöluhús hér í nágrenninu, og ekki er sennilegt, að Sootiannd Yard eigi von á því, að þú farir Inn í matsöluhús eins iotg nú er ástatt. Hann leit í > spegilinn. Það var skaði, að blöðin höfðu birt svu margar myndir af ihonum, að hver maður hlaut að kannast við hann. En það var þó huggun að vita það, að fæstir menn eru mjög líkir myndunum af sér, sem birtar eru í blöðunnúm. Hann ákvað að freista gæfuinnar. Hann tók hárgreiðu og greiddi hárið fram yfir augun. Á öllum myndunum var hann með mikið, afítur greitt hár. Svo tók hann skæri og breytti hárinu við við gagnaugun. Þegar hann leit í spegilinn aftur hafði andlit hans gersamlega breyst. Það var ekki hægt að láta sér detta í hug, að þessi maður væri uppfinn- inígamaðururinn Valmon Dain. Svo læddist hann ofan stigann. Lyftumaðurinin var ekki í lyftumni, og hann komst fram hjá stofu hans, án þess nokkuö bæri til tíðinda. Þegar hann var kom- inn hálfa leið eftir ganginum mætti hann manni. Dain laut niður og fór að laga skóreim sina, sem var laus. Þegar út var komið dró hann djúpt andann. Hann gekk í áttina til Strand. Þetta var mjög '•snemma morguns. Umferðin er ekki orðin mikil í London fyrr en um klukkan níu. Fáeinir bílar runnu fram og aftur Hm götumar. Að öðru leyti voru strætin auð. En neÖan frá Aldwych kom bíll. Hann. leit út eins og venjulegir einkabílar, en inni í honum yoru sex menn, og þeir horfðu út um gluggana og rannsökuðu hvern krók og kima, meðan bíllinn rann hægt áfram. Einn þeirra var að taia í talpípu til Sootland Y:ard. Hann sagði: — Halló! Við erum nú að fara þriðju feröána um þetta hverfi. Við erum nú að faca frá Aldwych inn á Kingsway. Við sjáum ekkert grun- samlegt. I — Sjájð, piltar! Lítið á náungann þarna yfir á gang- stéttinni. Það var æst rödd, ^em greip fram í fyrir manninmn, sem var að tala f talpípuna. I sama bili horfðu sex menn út um glugga bílains og horfðu á manninn, sem átti sér einskis von, með mikilli athygli. Valmon Dain hafði gleymt því, að jafnskjótt og hann léí átsig hattinn varð útlit hans aftur eins og það átti að sér að vera. Þó sást ekki, hvernig breýt- ingin á hárinu hafði breytt útliti hans. Hann gekk hægt í áttina til bílsins og ftafði ekki hugmynd um, að honum var veitt nákvæm athygli. Lögregiuforjnginn, sem var i bílnum kallaði til ek- ilsins og bað hann að aka hægt, því að hann þyrfti að athuga þennan náunjga, sem kæmi þarna á móti þeim. Þegar Dain kom á móts við bílinn kallaði maður- inn í talpípuna og sagði: — Halló! Aðalstöðvamar! Við erum að athuga mann á Kimgsway. Hann er að fara fram hjá okkur núna. Hann genjgur i áttina til Strand. Við höldum á eftir bónum. Hann er mjög líkur myndinni, sem við höfum. Þa'ð er enginrl efi á þvi, að það ér Valmon Dain. Vagninn snéri nú við og hélt í humátt á eftir Dain. Löigregluforinginn spurði samstarfsmann sína, hvað þeir álitu um þetta, og þeir luku allir upp einum munni um það, að þetta væri Dain og enjginn annar. Sumir þóttust meira að segja þekkja göngulag hans. \ — Halló! Vagn K.I Aðalstöðvarnar hér. Verið viss- ir um, að maðurinn sé sá, sem feitað er að, áður en þið takið hann fastan. Það kann að vera, að hann sé að reyna að ná sambandi við Tansy. Ef þáði er Valmon Dain þá á vinstri augntönn haos að vera slegin gulli. Nú þagnaði röddin í talpípunni og vagninn var kom- inn á hlið við Valmon Dain. Lögregiumennimir, sem í bílnum voru rannsökuðu hann mjögj vandlega. Yfirmaðurinn sagði nú í hálfum hljóðum við ek- ilinn: Halló, ekill! Okkur er sagt á aðalstöðvunum, að ein tönn hans sé slegin gulli. Stöðvið hann og spyrjið hann vegar, til dæmið Itil dæmis til Nie-w, Kent Road. Haldið áfram að tala við hann þangað til þér getið séð upp í hann. í sama bili hafði Dain sagt kurteislega við hlið sér: Afsakið herra! Hann leit upp og sá bílstjóra halla sér út úr bíl sínjum og hjorfa á vsiig rannsakandi.' augum. — Er ég á réttri leið til New Ken't Road?; hélt bílstjórinn áfram. Já, sagörj Dain og berjti honum að halda beint af augum. — Þér vitið hvar Strand er, er ekki svo? Það er hér beint á móti. Þér farið þangað og beint yfjr veginn. Svo farið þér yfir Waterloo Bridge. Það er ágætur akvegur, alla leið þangað. — Ágætt, þakka yður fyrjr, sagði ekillinn. Svo snéri hann sér að félögum sínum, sem voru inni í bílnum og sagði: — Það er ekki um það að villast vinstri augntönn hans er slegin gulli. Lögregluforjihginn hýrnaði við og sagði: — Það áreiðanlegt, að það er Dain. Þar höfum við leikið laglega á þrjótiun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.