Alþýðublaðið - 14.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.08.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 19ítt Kaupið bókiaa Í’Í m $ •'/' t.-. Hver var a@ hiæja? og brosið með! 'Hver var al iilæja? er bék, sem þér þurfið að eignast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Karl S. Jónas- son, Sóleyjargötu 13, sími 3925. Næturvörð hafa Reykjavíkur- og Iðunnarapótek. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: íslenzk söng- lög. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V. Þ. G.). 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Sí gild smálög. 21,20 Hljómplötur: Harmonikulög. 3. flokkur. f færkveldi vann Valur Fram 2:0 og Víkingur K.R. 2:1. í kvöld er leikið í fyrsta flokki. Skemmdarverk. í fyrrinótt voru þau skemmdar- verk unnin á Njálsgötu og Baróns- stíg, að þrem bílum, sem þar stóðu, var rennt af stað. Rákust þeir allir á og skemmdust allmikið. Söku- dólgarnir hafa enn ekki fundizt. Æfintýrið á Hawai heitir fjörug dans og söngva- mynd, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinn í kvöld. Bing Crosby leikur og syngur aðalhlutverkið, og er það næg trygging fyrir myndinni. íslandsmótið heldur áfram á morgun. Keppa þá Fram og Valur og má búast við léttum og góðum leik. Gunnar Pálsson tenórsöngvari efnir til hljóm- leika í Gamla Bíó næstkomandi föstudagskvöld, kl. 7,15 í Gamla Bíó. Við hljóðfærið verður Páll ís- ólfsson. Á söngskránni verða ensk- ir, amerískir og íslenzkir söngvar. Skipsbruni. Síðdegis í gær kviknaði í vél- skipinu Sævar á Raufarhöfn. Tókst fljótlega að slökkva eldinn, en ekki tókst að koma í veg fyrir að há- setaklefinn bryrini nokkuð að inn- an. Einn maður svaf í klefanum, er eldurinn kom upp, en vaknaði og komst upp ómeiddur að mestu, nema hvað hann brenndist lítils- háttar á hendi. Sumir skipverja misstu öll föt sín við brunann. ERINDI LANDLÆKNIS Frh. af 1. síðu. læknis, sem ráða má í, að fróð- leikur þessi sé hafður eftir. Ég beini því þess vegna mjög eindregið til yðar, herra saka- dómari, að þér gerið þegar ráð- stafanir til, að greinarhöfund- urinn staðfesti þessi ummæli sín fyrir rétti, ef hann ‘ treystir sér til, enda geri hann þá frek- ari grein fyrir vitneskju sinni hér að lútandi og nefni heimild- ir sínar. Ef framburður hans leiðir til þess, að ástæða sé til að ætla, að hér sé um glæpsam- legt athæfi fleiri eða færri manna að ræða, fer ég fram á, að þér rannsakið málið ýtar- lega og komið fram ábyrgð á hendur þeim, er sekir kunna að reynast. Komi hins vegar í ljós, að ummæli þessi séu úr lausu lofti gripin, vænti ég, að grein- arhöfundurinn verði látinn sæta þeirri ábyrgð fyrir, sem efni kunna aS standa til. Vilm. Jónsson (sign.) Til sakadómara, Reykjavík.“ BYGGINGAR BRETA Frh. af í. síðu. Á einum stað hófu 40 menn, þar af 20 verkamenn, 10 trésmiðir og 10 múrarar, vinnu. Á öðrum stað byrjuðu 10 verkamenn. Á föstudag verður byrjað á þriðja staðnum, og undir helgina fara 40 menn á enn einn stað í bygg- ingavinnu. Vinnan er öll framkvæmd í tímavinnu, og er öllum mönnun- um borgaður taxti. Vinnan er til að byrja meÖ aðallega gröftur, en siðan trésmíði og múrverk. Skipið var með lullfermi af ný- veiddri síld. Var henni skipað á land í nótt. Talið er, að eldurinn hafi kviknað út frá ofni. Þjéðverjir bpjaðir að skjóta af laai- drægnm fallbyssnm yfir Ermarsnnd? FREGNIR hafa verið birtar um að Þjóðverjar hafi skot- ið af langdrægum fallbyssum, sem þeir hafa komið fyrir á Frakklandsströnidum, á staði á suðurströnd Englands. Þessar fregnir hafa ekld verið staðfestar í Bretlandi enn sem komið er. Hins vegar er það kunnugt, að allmiklar skemmdir urðu á nokkrum húsum af völd- um sprengikúlna eða fallbyssu- kúlna á suðurströndinni, og urðu menn ekki varir við neinar flug- vélar, þegar þetta gerðist. ttðlskn áblanpi á aðalvarnarstððvar Breta í Brezka So maliiandi hrnndið SÍÐDEGIS I GÆR bárust fregnir am það frá Kairo, að ítalski herinn í Brezka So- malilandi hafi gert mikið áhlaup á aðalvarnarstöðvar Breta í f jallaskörðunum, sem ítalir verða að ná á sitt vaid, til þess að geta haldið áfram sókninni til Berbera. Áhlaupi ítala var hrundið, þött þeir hefðu margar flugvélar iiði síniu til stuðnings. Hófu Bretar skothríð af fall- byssum, vélbyssum og rifflum, og urðu ítalir að láta undan síga. Fótgöngulið Breta skaut niður stóra ítalska sprengjuflugvél. HaOAWIL® BIO fM Æfintýrið á Hawaii — WAIKKI WEDDING — Amerísk söng- og gaman- mynd. Aðalhlutverk leika Bing Crosby, Shirley Ross og Martha Raye. Sýnd klukkan 7 og 9. n NYJA BIO HS Hin sanna fórnfýsi. Aðalhlutverkin leika: Claude Rains, Fay Bainter, Jackie Cooper og Bonita Granville. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. LOFTORUSTURNAR í GÆR Flh. af I. síðu. um 500 þýzkar flugvélar hafi samtals tekið þátt í loftárásun- um. Aðalárásir þýzku flugvélanna voru þrjár, á Southampton og staði á Kentsröndinni. Mótspyrnan var öflug, en nokkrar flugvélar komust þó yf- ir Southampton. Varð nokkurt manntjón og eldur kom upp á nokkrum stöðum, en var fljót- lega slökktur. Manntjón varð einnig á þremur flugstöðvum, sem árásir voru gerðar á. í loft- orústunni yfir Southampton voru skotnar niður 22 þýzkar flugvélar, þar af skaut sami flugvélaflokkurinn niðúr 9 á að- eins fáeinum mínútum. Fransk- ir flugmenn, sem börðust með Bretum, skutu af hinum frægu 75 mm. hríðskotabyssum á flug- vélarnar, og hröþuðu tvær til jarðar fyíir þeirri skothríð. í loftárásum á Midlands í gærkveldi varð nokkurt tjón, aðallega í tveimur borgum. TilkpniDgar Þjöðverja. Tilkynningar Þjóðverja um loftorusturnar í gær eru. eins og áður mjög á annan veg en Breta. Segjast þeir hafa unnið í þeim einn sinn mesta sigur og skotið niður samtals 96 brezkar flugvélar við England og íToft- árásum Breta á meginlandið, en aðeins misst 24 sjálfir. Segja Þjóðverjar, að Bretar hafi gert tvær miklar loftárásir á Álaborg á Jóflandi og misst í þeim 16 flugvélar af 23, sem alls hefðú tekið þátt í árásunum. Bretar segja um þessar tilkynn- íngar Þjóðverja, að þær muni með upplognum sigurfregnum eiga að friða fólkið á Þýzka- landi, sem ekki fái enn að he.yra neitt um hina margboðuðu innrás á England, enda þótt fyrir löngu væri búið að lýsa því yfir, að henni og þar með stríðinu ætti að vera lokið á rnorgun, þ, 15. ágúst. NEFTÓBAK. Vanti yður neftóbak, lítið inn. Verzlunin Fischerssund 3. fflnn Sakamálasaga eMir Seamark Vagninn hélt áfram spottakoin. Það var ekki skyn- samlegt að halda áfram að aka á eftir manninum, fyrst hann var búinn að segja þeim til vegar til Nelw Kent Rood. Svo beygði vagninn til vinstri og bílstjórinn fór út og lyfti upp vélarskerminum, eins og hann þyrfti að gera við lítilsháttar vélarbiiun. Þeir sátu þögulir inni í bílnum og biðu eftir Dain. En Dain toom ekki. Allar tekjur sínar hafði hann öðlast á þann hátt að vera fljótur að leggja saman tvo og tvo. Ekillinn hafði verið um of athugull með- an hann var að spyrja Dain til vegar, og lögreglu- imennirnir höfðu gert sér ofmikið far um að láta bílínn líta þannig út, seim hann væri venjulegur fólks- flutningabifreið. Dain áttaði sig strax á því, að þetta hlyti að vera dulbúinn lögregfubíll, og hann þurfti ekki að spyrja neinn að því að hverjum lögreglan væri að leita. iOg um leið og bíilinn var horfinn fyrir hornið og hafði numið staðar snérist Dain á hæli og1 hraðaði sér til baka eftir Kingsway. — Hvað á ég nú að taka til bragðs, hugsaði hann. Bíllinn myndi koma aftur eftir hálfa mínútu, ef Dain kæmi ekki fyrir hornið eins og lögreglumennirnir höfðu búist við. Átti hann að flýta sér aftur til skrif- stofu sinnar. Þeir myndu sjá, hvar hann færi inn. Þ Hinum megin vegarins, rétt á undan Dain, rann bíli uppi við gangstéttina. Dáin tók til fótanrta og kallaði á bílstjórann að nema staðar. Vagninn stanzaði og þrír menn stigu út úr honum. Dain kallaði aftur og nú veitti bílstjórinn honum eftirtekt. Hann varð undrandi á svipinn og sagði við Dain. — Eitthvað iiggur yður nú á, herra minn. Dain fékk manninum pundsseðil, stökk inn í bílinn og sagði: — Já, mér bráðliggur á. Kannist þér við Greydene, stóra, gráa húsið við Highgate veginn. — Já, þáð held ég. — Akið þér þ áí loftinu þangað. Dain leit út um glugga bílsins og sá, að lögreglu- bíllinn var að koma fyrir hornið, ög að bílstjórinn hafði komið auga á hann. Bílstjórinn setti bílinn af stað. Hann hafði ekki oft fengið pundsseðil fyrir smávegis ökuferð og hann var staðráðinn í að vinna ærlega fyrir seðlinum. Dain hafði nú hraðann á. Hann snaraði sér úr írakkanum og fleygði honum í aftursætið. Sv>o opnaði hann bílhurðina hinum megin, fór út og stökk út á götuna og skýldi sér við húshorn eitt. Allt þetta hafði farið fram með þvílíkum hraða, að bístjórinn hafði ekki hugmynd um annað en að farþeginn sæti ennþá í bílnum. Lögreglubillinn var nú um 60 metrum á eftir far- þegabílnum. Þeir, sem í lögregiubílnum voru, veittu því ekki athygli, þegar Dain stökk út úr bílnum, og inú hófst hinn grimmasti eltingaleikur, sem ekki tók tenda fyrr en við húsið Greyden við Highgateveginn. Þar nam eki(linn allt í einu staðar og leit aftur, til Þþess að tilkynna farþeganum, að nú væru þeir komn- ir á leiðarenda. En honum brá ekki lítið í blún, er hann varð þess var, að enginn var í bílnum. Á augabragði var hann stokkinn út úr bílnum, búinn að rífa upp hurðina að aftursætunum og litaðist þar um. Hann var svo ruglaður, að ha-nn vissi ekkert hVaðan á sig stóð veðrið. Hann sá aðeins frakka farþegans í aftursætinu, en hvérgi manninin sjálfan. — Hváð er nú um áð vera, tautaði manngármUrinn og starði á pundsseðilinn, sem hann hélt á í hendinni. — Hvað gengur á? var spurt strangri rödd, sem hljómaði fremur ómjúklega í eyrum hans. Hann sneri sér hvatlega við og horfði á þann, sem hafði ávaípað hann. — Hann er farinn. — Hver er farinn? — Maðurinn, sem bað mig að aka með sig til Greydéne. Hann er ekki í vagninum. Hanin er farinn, Og samt var hann búinn að borga mér fargjaldið. Lögrpglumaðurinn fór inn í vagninn og tók frakk- ann í sinar vörzlur. .— Hvað á þetta að þýða? spurði bílstjórinn hastur. — Hafið yður hægan, góði maður, sagði lögreglu- maðurinn, — annars getur farið illa fyrir yður. — Ó, afsakið, herra, sagði bílstjórinn aUðmjúkur, sem nú fyrst tók eftir því, að það var lögreglumaður, sem hafði ávarpað hann. — Ég sé, að þetta er einn ar ðtlunum i'rá Sootland Yard. Svo steinþagnaði hann. Inni í húsinu Greydene sat Delbury og ræd'di við frú Lyall. Hann hafði komið auga á vagninn óg kom nú út. Hann skipti fáeinum orðum við lögxeglu- foringjann. Hann varð mjög gramur, þegar hamn frétti hvérnig komið var, en áttaði sig fljótlega og gaf því næst ákveðnar fyrirskipanir. — Þið skuluð fara aftur til Kingsway, sagði hann. — Og farið ekki þaðan fyrr en þið hafið fundið hann. Það er enginn vafi á því, að hann felur sig einhvers

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.