Alþýðublaðið - 15.08.1940, Page 1

Alþýðublaðið - 15.08.1940, Page 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSQN ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANSWR FIMMUDAGUR 15. ágúst 1940. 186. TLUBLAÐ slys I gærs Sex ára gamal! dreagor fell nr nlðnr um ljrftnop ag dejrr :----«■---- LyftuútMnaðuriim hafði hilað skyndi- lega og drengurlnn getað opnað hurðlna ÞAÐ HÖRMULEGA SLYS vildi til í gær, að 6 ára gam- all sonur Marteins Einarssonar kaupmanns, Marteinn, hrapaði niður um lyftuop og beið bana. Peniagakassa stoiið í priðja sinn á ein u og sama stað. Hyndarl á erlendu skipi vaid ur að pjófnaðinnm. KLUKKAN 4,28 í gær var sakamálalögreglunni tilkynnt frá kaffistofunni Ægi við Tryggvagötu að rétt þá hefði peningakassa með peningum og sparisjóðsbók verið stolið. Ólafur Gunnlaugsson, sem er eftirlitsmaður í húsinu, skýrði lögreglunni þannig frá: í kaffistofunni voru, er þetta skeði, 4 erlendir sjómenn, en aðrir voru ekki inni. Frú Krist- ín Dahlsted, eigandi kaffistof- unnar, hafði brug'ðið sér frá. Allt í einu rís einn hinna er- lendu manna upp og bregður sér inn fyrir afgreiðsluborðið, seilist þar til hyllu, grípur pen- ingakassann og hraðar sér út. Ólafur Gunnlaugsson kvaðst hafa hraðað sér í veg fyrir Frh. á 4. siðu. Klukkan rúmlega 2 í gærdag varð fólk á búðarhæð verzlunar- húss Marteins Einarssonar vart við, að eitthvað lá ofan á þaki lyftu þeirrar, sem er í húsinu. Er farið var að aðgæta, kom í ljós, að þetta var sonur Mar- teins, Marteinn, að nafni, og var hann örendur. Menn vita ekki gjörla hvern- ig slysið hefir viljað til, en talið er líklegt, að drengurinn hafi rétt fyrir hádegið fallið úr lyftu- dyrum af íbúðarhæð hússins, sem er efst uppi, og niður á þak lyftunnar, þar sem hún hefir verið, en ekki er vitað, á hvaða hæð hússins hún var þá. Eins og kunnugt er, á ekki að vera hægt að opna lyftudyr — nema að lyftan sé við dyrn- ar, en þessi útbúnaður mun skyndilega hafa bilað á lyft- unni, barnið því getað opnað hurðina og haldið að það væri að stíga inn í lyftuna, en fallið þá niður. Læknir, sem kvaddur var strax á staðinn, hyggur, að drengurinn hafi látizt sam- stundis er hann féll niður á þak lyftunnar. Marteinn litli var mjög efni- legur drengur og eftirlæti for- eldra sinna, sem nú er þungur harmur að kveðinn. Vaxandi óáoægja meðal sjó manoa og ótgerðarmanna. Stjórn ríkisverksmiðjanna gerir enga tilraun með kælingu sildarinnar. ------.------- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í morgun. ÐALFUNDUR Síldarút- vegsnefndar hefst hér á Siglufirði á laugardag. — Er nokkur undirbúningur byrjað- ur undir þennan fund. Geysileg síldveiði er nú á öll- um miðum og síldin meiri en í manna minnum. Sömu vand- ræðin eru með löndun. Þrátt fyrir það, að tilraunir þær, sem tveir menn hafa gert með geymslu síldar hafi gefizt vel, hafa ríkisverksmiðjurnar alls enga tilraun gert til að nota þró þá, sem sérstaklega var byggð í þessum tilgangi. Óánægja sjómanna og útgerð armanna er sífellt vaxandi út af þessu. I. flokks mótiö. í gærkveldi var leikið í 1. flokki. K.R. vann Val feð 1 gegn 0 og Víkingur gaf leikinn við Fram, mætti ekki. Sprengjum ekið að brezkri Whitleysprengjuflugvél áður en lagt er af stað inn yfir meginlandið. Hrikalegar brezkar loftárásir á prjár af stærsfn fitiiivélaverk smiðjum Þjéðverja og ítala. ----4--- Junkersverksmiðjurnar í Dessau, Caproni í Mi- lano og Fiatverksmiðjurnar í Torino skotnar í bál T"’\ AGURINN í GÆR var mjög með rólegra móti við suð- urströnd Englands. Aðeins ein meiriháttar loftárás þýzk var gerð á Dover og Kentströndina seinnipartinn og skutu Bretar niður 23 þýzkar flugvélar, en misstu sjálfir 4. Þjóðverjar segja, að dregið hafi úr loftárásunum í gær, vegna þess að veðurskilyrði hafi verið slæm. Hins vegar var það tilkynnt í London í gærkveldi, að brezkar sprengjuflugvélar hefðu í fyrrakvöld gert stórkost- legar loftárásir austur um allt Þýzkaland og alla leið suður á Norður-Ítalíu og meðal annars látið sprengikúlum rigna yf- ir þrjár af stærstu flugvélaverksmiðjum Þjóðverja og Itala, JunkersverksmiðjurUar í Dessau á Þýzkalandi, skammt fyrir norðan Leipzig, Caproniverksmiðjurnar í Milano og Fiat- verksmiðjurnar í Torino á Norður-Ítalíu. í öllum þessum verksmiðjum urðu óguylegar sprengingar og gusu eldar á mörgum stöðum. Flugið til Dessau er eitt það lengsta, sem brezkar sprengju- flugvélar hafa hingað til - farið austur yfir Þýzkaland. Borgin liggur við Elben um 90 km. suð- vestur af Berlín og aðeins ör- skammt fyrir norðan Leipzig. Brezku flugvélarnar létu sprengikúlum af stærstu gerð rigna yfir Junkersvexksmiðjurn- ar, sem framleiða hinar frægu Junkerssprengjuflugvélar Þjóð- verja, í meira en heila klukku- stund og telja flugmennimir sig hafa hitt aðalorkustöð verk- smiðjanna og valdið miklum skemmdum víðsvegar á verk- smiðjunum sjálfum. Háir reykj- armekkir og logar stigu í loft upp' að árásinni lokinni. Fjöldamargar loftárásir aðrar voru gerðar á hernaðarlega þýð- ingarmikla staði í Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi og komu allar flugvélar Breta aftur heilu og höldnu. Loftárásirnar á Caproniverk- smiðjurnar í Mílano og hinar Fsh. á 2. siðu. flríslt beiíiskip var skotifl i kaf i mori m af ópektnm kaf bát í ÞAÐ var tilkynnt í, Aþenuborg í morg- un, að grískt heitiskip, 2000 smálestir, hefði verið skotið í kaf í morgun af óþekktum kafbát í aust- urhluta Miðjarðarhafs. Þessi frétt vekur mikla athygli úti um allan heim. Menn tala um, að Grikk- land muni ef til vill verða næsta landið, sem öxulrík- in ráðast á. Margir menn teknir fastir i Haupmannahðfn og Prag ----«---- Eftir óeirðir og ryskingar við þýzka hermenn og þýzka stormsveitarmenn. EREGNIR hafa borizt um ó- óeirðir, sem nýlega áttu sér stað í Tékkóslóavkíu og Danmörku. Þ. 3. ágúst voru 8 Danir, allt Frh. á 4. sitiu. ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.