Alþýðublaðið - 16.08.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 16.08.1940, Side 1
XXI. ÁRGAN6UR FÖSTUDAGUR 16. águst 1940. 187. TÖLUBLAÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Hltler belð stærsta óslgnr slnn f ner, flmtánte ágúst, itfngað til 169 pýzkar flagvélar voru skotnar nlðurf DAGURINN í GÆR, 15. ágúst, þegar Hitler ætlaði að ♦ vera kominn til London, varð svartasti dagurinn fyrir loftflota hans í árásunum á England hingað til. Samkvæmt tilkynningu, sem brezka flugmálaráðuneyt- ið gaf út um hádegi í dag, skutu Bretar niður hvorki meira né minna en 169 þýzkar flugvélar víðsvegar við strendur Englands í gær. Sjálfúq misstu Bretar, samkvæmt tilkyjnningu flugmálaráðuneytisins, ekki nema 34 flugvélar í gær. Frásagnir ameríkskra fréttaritara á Englandi stað- festa þessa skýrslu hrezka flugmálaráðuneytisins. 1000 þýzkar flugvélar tóku þátt í árásunum á England í gær. ----------o--------- Þjóðverjar hafa aldrei áður gert loftárásir á eins marga staði á ströndum Englands og í gær, og aldrei með eins miklum f jölda flugvéla. Bretar telja, að 1000 þýzkar flguvélar hafi tekið þátt í árásunum og loftorustunum. Það var barizt svo að segja við alla suðurströndina, vestan frá Plymouth, og alla austurStröndina, norður að Newcastle við Tyne, á 750 km. löngu svæði. En tjónið af loftárásunum er talið hafa verið furðanlega lítið, að minnsta kosti með tilliti til hins ógurlega flugvélafjölda, sem tók þátt í þeim. Mestu árásirnar voru gerðar á nokkra staði í Midlands og norðanlega við austgrströndina og biðu þar margir menn bana en byggingar skemmdust. Árás á Croydon. Við suðurströndina varð lítið tjón. Þó komust 30 þýzkar sprengjufiugvélar inn yfir flug- stöðina í Croydon sunnan við London. í tilkynningu brezka flugmála- ráðuneytisins í miorgun segir, að skemmdir hafi orðið á bygging- um við Croydonstö'ðina, eldur hafi komið upp á nokkrum stöð- Hm, en verið slökktur fljótlega,- nokkrir menn í nágrenniniu hafi særzt, og einn maður beðið bana. Frh. á 2. síðu. Tanner hefirlnú orðið að fara úr finnskn stjúrninni. -----«----- Álitlð, ad Það hafi w@rlll pwingall fram með liétuaum af hálfu Rássa BREYTINGAR hafa nú verið gerðar á finnsku síjórninni, sem vekja mikla athygli um allan heim, og þykja ills viti fyrir nánustu framtíð Finna. Jafnaðarmennirnir Tann- er og Hakkila hafa gengið úr stjórninni, og er almennt lit- ið svo á, að þeir hafi orðið að víkja vegna þess að Rússar hafi gert kröfu til þess. Það er fyrir löngu kunnugt, að enginn finnskur stjórmnála- maður hefir verið Rússum ann- ar eins þyrnir í auga og Tanner, Frh. á 4. síðu. Metaxas, forsætisráöherra Grikklands. Heimta Italir kafbátastððv- ar á ItrikklandsstrSndDm? Tanner. MSTAXAS, forsætisráðherra Grikklands, tilkynnti í gærkveldi, að enn væri með öllu óvíst, hvaða kafbátur það hefði verið, og hverrar þjóðar, sem sökkti gríska beitiskipinu „Hel- Ias“ í gærmorgun. Forsætis- ráðherrann átti snemma í gær tal við ítalska sendiherrann í Aþenu, en sat eftir það hér um bil allan daginn á fundum með ráðherrum sínum. Gríska beitiskipið var statt við eyjuna Cythos í Grikklands- hafi, þegar því var sökkt. Stóð svo á, að þar á eyjunni var ver- ið að halda trúarhátíð, sem menn hafa sótt víða að. Fjöldi pílagríma voru á hafnarbakkan- um, meðal þeirra veikir menn og farlama, sem tóku þátt í há- tíðahöldunum til þess að fá bót meina sinna. Yarð manntjón þeirra meðal, þegar tundur- skeytunum var skotið á beiti- skipið, því að eitt tundurskeyti sprakk á ströndinni. Herskipið lá aðeins hálfa mílu frá landi. Var skotið þremur tundur- skeytum á það frá kafbátnum og kom þriðja tundurskeytið í mark. „Hellas“ var smíðað í Banda- ríkjunum árið 1912 fyrir kín- versku stjórnina, en Grikkir keyptu það síðar. Það var síðar endurbyggt og útbúið til þess að leggja tundurduflum. Gríska stjórnin bannaði í gær- kveldi öllum grískum skipum að fara úr höfn við Grikklands- strendur. Vaxaodl vítsjár með ftðlom og Grikkjum Horfurnar, sem skapazt hafa við árásir ítalskra blaða og ít- alska útvarpsins á Grikkland undanfarið, eru taldar mjög al- varlegar. Líklegt þykir, að ítal- ir hafi borið fram einhverjar kröfur á hendur Grikkjum, og að viðræður Metaxas forsætis ráðherra við ítalska sendiherr- ann í Aþenu í gær hafi staðið í sambandi við það. Metaxas neitaði í gærkveldi, að nokkur hæfa væri í orðrómi, sem gosið hefir upp um það, að ítalir krefðust þess af Grikkj- um, að þeir afsöluðu sér hjálp Breta, ef á þá væri ráðizt. í ítölsku blöðunum og ítalska útvarpinu voru hins vegar í gær harðar árásir á Grikkland og þær kröfur bornar fram, að ítal- ir fengju bækistöð fyrir kafbáta sína í Saloniki og víðar á Grikk- landsströndum. Langt strið í vænd- nm, segir eitt af stærstn biöðnm Þýzbalands! Þýzka stórblaðið „Hamburger Frem- denblatt“ segir samkvæmt frásögn Lundúnaútvarps- ins í dag, þar sem lesin voru upp orðrétt ummæli blaðsins, að það megi bú- ast við löngu og hörðu stríði. Svipuð ummæli voru íesin uþp í Lundúnaút- varpinu úr ítalska hlaðinu ; „Corriere della SeraV Strangari reglnr nm ferðir f skip. Kaffifmsum verður ekki lokað danssamkomur ekki bannaðar BÆJARSTJÓRN vildi í gær ekki fallast á þá tillögu lögreglustjóra að ákveða lokun veitingahúsa og knattborðsstofa kl. 10 á kvöldin og hanna dans- leiki eftir þann tíma. Hins vegar voru á fundinum í gær samþykktar til annarrar umræðu ýmsar breytingar á lögreglusamþykktinni og er lik- legt, að þær nái fram að ganga. Samkvæmt þeim verður öll- um óviðkomandi, konum jafnt sem körlum, bannað að fara út í skip hér í höfninni kl. 8 að kvöldi til kl. 8 að morgni vetur og haust, *nema menn hafi mjög brýnt erindi, en frá kl. 10 að kvöldi til 8 að morgni vor og sumar. Lögreglustjóri hafði lagt til að bannið næði aðeins til kvenna. Þá var samþykkt ákvæði í lög- Frh. á 4. síöu. 750 pfisHDd bróna nppbðt á gærmn tii framleiðenda. RÍKISSTJORNIN hefir ákveðið að greiða verulega uppbót á gærum til útflytjenda, gegn því að þeir ábyrgist, að upphót in komi framleiðendum sjálfum til góða. Hér er um mikla fjárupphæð að ræða, eða um 700—800 þúsundir króna. Uppbótin fæsí af gær- um, sem seldar voru til Þýzkalands í fyrra. .

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.