Alþýðublaðið - 19.08.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.08.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: STEFAN PETWRSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁR€AN®liR MÁNUDAGUR 19. ÁGUST 1940 189. TÖLUBLAÐ f Nlður með FopiaMéi!' Vaxaadi élga á Frakklandi LUNDÚNAÚTVARPIÐ | sagði í dag frá vax- andi ókyrrð á Frakklandi og oánægju yfir upþgjöf X Pétainstjórnarinnar fyrir \ Hitler. f Toulóuse á Suður- Frakklandi söfnuðust ný- lega þúsundir manna sam- an, sungu Marseillaisinn og hrópuðu: „Niður með J; vopnahléð! — Lifi Frakk Iandl" ítalir nðlgast Berbera en hörfa Ar Capuzzo. ÞAÐ var tilkynnt í London í morgun, að ítalir hefðu gert ný áhlaup á vígstöðvun- um í Brezka Somalilandi, en brezki 'herinn verði þrálátlega hvem blett á undanhaldinu til Berbera. Brezkt orustuskip hefir lagzt fyrir akkerum úti fyrir Berbera í Brezka Somalilandi. Brezkar sprengjuflugvélar hafa gert Ioftárás á flugstöðina við Addis Abbeba, höfuðborgina í Abesseníu. Sprengjum var varp- að á fjóra flugskála og eldur kom upp í olíustöð. ítalir hafa nú horfið úr Cap- uzzovíkinni við landamæri Eg- iptalands og Lybíu, eftir mikla flotaárás sem Bretar gerðu á Líbíuströndina á laugardaginn. Hafa ítalir pá misst Capuzzorík- ið í annað sinn, síðan stríðið milli Italíu og Englands hófst. í loftárás, sem Italir gerðu 'á brezku herskipin eftir flótaárás- ina voru skotnar níður 9 ítalsk- ar flugvélar. Ný loftárásartilraun á London f g»r endaðl með ægllegwm óslgrl ? ----!------ 140 þýzkar flugvélar af 600 vorn sbotnar niður. C VO að segja algert hlé varS á loftárásum Þjóðverja á* ^ England á laugardaginn. En í gær hófust loftárásirnar á ný og tóku um 600 þýzkar flugvélar þátt í þeim. Ný loftárásartilraun var gerð á London með miklum flugvélaflota; sem í voru bæði sprengjuflugvélar og orustu- flugvélar. En þær komust ekki lengra en inn yfir úthverfi borgarinnar að sunnan. Þar voru þær stöðvaðar af loftvarna- byssum og órustuflugvélum Breta. Sló síðan í ógurlega lof torustu, sem stóð nokkuð á aðra klukkustund og lauk henni svo, að flugvélar Þjóðverja lögðu á flótta, þær, sem ekki höfðu verið skotnar niður. Samtals voru skotnar niður í loftbardögunum yfir Englandi í gær 140 þýzkar flugvélar, eða hér um bil fjórði hluti allra þeirra flugvéla, sem þátt tóku í loftárásunum og er það hlutfallslega langversta útreiðin, sem Þjóðverjar hafa fengið í árásum sínum á England. Aðeins 16 brezkar flugvélar voru skotnar niður. Höfnin í Bonlogne eyðilöað í hrika leari loítárás á langardagskvoldið Brezkar sprengjuflugvélar gerðu ægilega loftárás á höfnina í Boulogne á Ermarsundsströnd Frakklands á Iaugardagskvöldið. Flugu þær lágt, þrátt fyrir skothríð úr loftvarnabyssum Þjóð- verja, og létu sprengjunum rigna yfir hafnarmannvirkin og um- hverfi hafnarinnar, sem innan skanims stóð í ljósum loga. Fregn frá Vichy, aðsetursstað Pétainsstjórnarirmar, í gær- kveldi, hermir, að höfnin í Boulogne sé raunverulega eyðiíögð eftir árásina. í árásinni steyptu brezku flugvélarnar sér yfir skip og flugbáta á höfninni með tveggja mínútna millibili. — Miklar skemmdir urðu á aðalhafnar- garðinum. Flugmenn í orustu- flugvélum, sem fylgdu sprengju flugvélunum, segja að flugbátar hafi sprungið í loft upp og kviknað í f jölda skipa, og tjón- ið yfirleitt verið gífurlegt. í brezkum tilkynningum í morg- un er viðurkennt, að nofekrar skemmdir hafi orðið í árásum Þjóðverja í gær,' m.a. á flug- Frh. á 4. síðu. Togarinn Helgafell kom í nótt með 8 skipbrotsmenn. -----------------?------------------ Sfeip hinna s|óhrðktu skotið í kaf. ------------------?------------------ Mennirnir b jörguðust á 2 f leka, annar f annst ekM rp OGARINN HELGA- 1 FELLkom hingað í nótt með 8 skipbrotsmenn, 7 Svía og 1 Pólverja, sem tog- arinn bjargaði af fleka norð- austur af írlandi. Alþýðúblaðið hafði í morgun tal af skipstjóranum á Helga- felli, Þórði Hjörleifssyni, og skýrði hann þannig frá björg- uninni: „í>að var á föstudagskvöldið kl. 6, sem við fundum björgun- arfleka með 8 mönnum. Um tveimur stundum áður höfðum við fundið björg«nar- bát á reki, en enginn maður var í bátnum. Hið eina, sem við fundum í honum var veski með skjölum og ýmsu fleiru. Þessi bátur mun hafa verið frá brezku hjálparbeitiskipi, sem þarna hefir farizt um líkt leyti. Þegar Frh. á 2. síðu. ImH riuta ai Htb»i~ arskólinn brynni i moroun. ----------------? Kviknaði í kfallaraiaum en slðkkvi liðinu téksf að ráða við eidinn. IMOKGUN kl. 9.20 var slökkviliðið kallað í Mið- bæjarskólann. Þegar það kom að, var eldur í kjallara norðan- megin í syðri álmu skólans. — Stóð reyksúlan hátt á loft út um glugga og logatungurnar teygðu sig um kjallarann. Á miðri álmunni er niður- gengt í kjallarann, og virtist að- al eldstaðurinn vera þar. Þegar slökkviliðið kom inn, var þegar verið að bjarga vórum og dóti, sem þarna er geymt. Gekk það vel, en þó mun töluvert hafa skemmzt. Skilrúm er eftir endilöngum kjallaranum, og komst eldurinn aldrei í gegn um það. Loftið ofan við er úr timbri og panel, og tókst eld- inum heldur ekki að vinna bug á því. Má þakka það vasklegri framgöngu slökkvíliðsins, að ekki varð meira úr, því að hús- ið er, eins og menn vita, allt úr timbri. Um eldsupptök er al- gerlega ókunnugt. Má segja, að hér hafi hurð skollið nærri hæl- um, ef húsið hefði brunnið, því um 1800 börn stunda nám í skólanum. Nokkur viðgerð mun þurfa að fara fram á skólanum vegna eldsins, vatns og reyks. Brezka herstjórnin hefir beð- ið blaðið að færa slökkviliðinu þakkir fyrir mikla og skjóta hjálp við brunann og þykir henni mikið koma til dugnaðar þess. Banðaríkin m Kanada steína leð sér sameiginlega landvarnanefnd • ...... Eftir viðræðnr Roosevelts og MacEenzle King. ----------------«----------------. ROOSEVELT BANDARÍKJAFORSETI og MacKenzie King, forsætisráðherra Kanada, töluðust við í járnbrautarvagni hjá Ogdensburg í Bandaríkjunum á laugardagskvöldið, þar sem nú fara fram heræfingar í viðurvist Roosevelts. Sameiginleg yfirlýsing var gefin út að viðræðunum loknum og er þar skýrt frá því, að sámkomulag hafi orðið um að stofna sameiginlega nefnd til þess að ræða landvarnir Norður-Ameríku, þ. e. Bandaríkjanna og Kanada. Á hvort ríki um sig að eiga í henni 5 fulltrúa og verða það sérfræðingar á sviði landhers, flug- hers og herskipaflotai Roosevelt sagði í vi&tali við blaðamenn á eftir, að viðræðurn- ar við MacKenzie King hefðu snúizt um landvarnir við Kyrra- haf og samræming Iandvarna Vesturálfuríkja, og minnti á, að Kanada væri eitt peirra, og léti sig miklu varðá sameiginleig land varnamál Vesturálfu. Roosevelt var spurður að pví, hvort Banda- rikin myndu verja Kan-/ ttda, ef á það yrði ráðizt, og minntl Rposevelt þá á þáð, sem hann sagði í ræðu fyrir 2 árum á Iandamærum Kanada og Banda ríkjanna, að Bandaríkiamenn myndu ekki horfa á það, að ráð- izt værí & Kanada, án þess að hafast neitt að.< Pessi orð hefð« sama gildi í dag sem þá. Hernaðarbendalao? Samkomulagi Roosevelts for- seta og MacKenzie King er tek- '.*A Erh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.