Alþýðublaðið - 19.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 19. ÁGÚST 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ • -------- AIÞYÐOBIAÐI® ----------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjéri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ♦ ----------------------------------------♦ Óvissan um framtiðina. Við gróðnrrannsóflni ir á óræfnm landsins ----»- Viðtal við Steinððr Steiidérsson mentaskólakennara —---♦--- | Q UMRI er nú tekið að halla, O dagarnir styttast og nótt- in lengist. Innan skamms fara , menn að koma hingað til bæj- arins úr sumarvinnunni. Petta er fyrsta striðssumar okk ar. Þaö hefir fært okkur ó- ven julega atburði, sem ekki hafa gerst hér á landi fýrr. Fáa ör- aði fyrir þeim, enginn óskaði eftir þeirn og allir óttast afleið- ingar þeirra. Hið eina, sem dreg- ur úr hryggðinni yfir þvi, að þeir hafa átt sér sta'ö, er hugboðiðum það, að hlutskifti okkar hefði getað oröi'ð allt annað, miklu verra og jafn vel algerlega ó- þolandi. Að öðru leyti hefir sumarið orðið gott. Veður hefir að vísu verið ákaflega stirt og valdið bændum miklum erfiðleikum, en atvinnan hefir verið allmikil.afli mjög góður, afurðaverð vel við- unandi og kaupgjald sæmilegt. Við þetta höfum viö lifað í sum- ar, án þess þó að vita með nokk- Uirri vissu, hve lengi það myndi haldast. Hættan hefir vofað yfir höfðUím 'okkar, eins og sverð Damoklesar, enginn hefir getað sagt ufn það hvaða atburðir myndu gerast næstu viku eða jafn vel næsta dag. Atburðirn- ir hafa síðan stríðið brauzt út gerst með leifturhraða, og þó að margir séu nú farnir > að halda að það, sem eftir er af stríðinu muni rás atburðanna verða miklu hægari, þá eni það aðeins spá- dómar og ekkert animð. Líklegt er því að haustið ga;ngi í garð 'Og veturinn meö jafn mik- illi óvissu um framtíðina fyrir okkur og sumarmánuðirnir hafa liðið. Eins og þjóðfélagið, standaein- staklingarnir vamarlitlir gagnvart hinum miklu hættum hinna ó- væntu atburða. En þetta ástand hefir það vitanlega í för með sþr að einstaklingamir eins og jrjóðfélagið reyna að skapa sér það öryggi, sem þeir frekast mega. Það er talið að margir menn rnuni í haust korna með meiri tekjur en flest undanfarin sum- ur, og þó að það sé alveg áreið- anlegt að útgerð'in græði meira en sjómennimir, þá skapar hin stöðuga atvinna þeirra þeim betri afkiomu en þeir hafa haft und- anfarin sumur. Sama má að mestu leyti segja um verka- mannastéttina, það er að segja þann hluta hennar, sem haft hef- ir atvinnu í surnar, en það er stærsti hluti hennar. Tekjur henn- ar eru meiri en undanfarin sum- ur og stafar það ekki sízt af því að kaupgjaidið var lögfest, því að nú er öllum ljóst, sem nokk- uð vilja á annað borð hugsa um þau mál, að verkalýðsfélög- unum hefði ekki tekizt að hadkka kaupgjaldið jafn ört og það hefir hækkað, það sýndu síðustu stríðs ár mjög ljóslega. Það er mikil nauðsyn, að menn hugsá um það öllum tímum nú, hvernig þeir geti bezt trygt sig og heimili sín undir vetrar- mánuðina. Alveg má gera ráð fyrir því að lítið verði um at- vinnu hér í Reykjavík og hinum stærstu sjávarþorpum í vetur. Ríð ur því mjög á því að allir ein- staklingar verji því fé, sem þeir geta, tíl þess að undir- búa sig undir veturinn svo vel sem frekast er kostur. Fjölda margir sjómenn og verkamenn gera þetta á hverju hausti, það eru raunverulega aðr- fr sem fmrfa hvatningar við í þessa átt. Menn hafa reynt af fremsta megni að byrgja sig upp af innlendum fæðutegundum á haustin, kjöti, fiski, og jarðará- vöxtum og nú ættu þeir, sem ekki hafa gert það á undanförn- Um árum og geta það, að gera það því að slíkt er mefri og hollari búskapur en smákaupin í næstu verzlun. Það er talið af mörgum, að töluverð hugarfarsbreyting hafi farið frarn hjá mörgum hér í Reykjavík síðan striðið brauzt út. Sagt er að húsfreyjur vinni nú miklu meira á heimilum sínum hér í bænum en verið hefir und- anfarin sumur og er þess getið sem dæmis að í ullarverksmiðj- unum hafi síðari hluta sumars- ins verið keypt miklu meira af bandi og efni í band en nokkru sinni áður og sé það nú næstum orðið ófáanlegt. Ef þetta er rétt, þá er það gleðilegur vottur urn rneiri elju, meiri hyggindi en áð- ur hafa verið við höfð, enda ríður á því, að menn hagi sér öðru vísi nú en áður hefir átt sér stað. Við lærðurn lítið á síðustu stríðstímum — og margt af því, sem við lærðum |>á, varð okkur til ógagns en ekki gagns. Vel færi á því að þessir ægilegu tím- ar kenndu okkur nauðsynlega hluti. Þá ættum við að færa okk- ur í nyt strax, því að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sínu. Falleg föt. Falleg ensk fataefni fyrir- liggjandi. — Þér fáið hvergi fallegri föt í bæn- um. — Nokkur sett af karlmannafötum seljast mjög ódýrt næstu daga. Gunnar A. Magnússon, klæðskeri. Laugavegi 12. Sími 5561. STEINDÖR STEINDÓRS- SON Menntaskólakennari á Akureyri er nýkominn heim úr langri dvöl í óbyggðum, þar sem hann vann að rannsókn á öræfagróðri, en það starf hefir hann haft með höndum mörg undanfarin sumur. Alþýðublaðið hafði í morguh samtal við Steindór. „Undanfarin ár hef ég ferðazt víða um öræfi landsins og rann- sákað gróður þeirra,“ ságði Steindór. „Hefir það að mestu leyti verið í vísindalegum til- gangi, þar til í fyrra að ég hef rannsakað afréttagróður, aðal- lega á Gnúpverj aafrétti upp með Þjórsá, í hagnýtum til- gangi.“ — Er nokkuð um árangur, að segja enn? „Nei, rannsóknirnar eru al- gerlega á byrjunarstigi. Slíkar athuganir sem þessar, þurfa að taka helzt yfir mörg ár. Tvö síðustu sumur hafa verið mjög góð, en í sumar hefir verið mik- ið um óþurrka. Hefir það haft sín áhrif. m. a. á uppblástur o. fl. Takmarkið er að fá gott yfir- lit yfir gróður afréttanna, og at- huga gaumgæfilega áhrif beit- arinnar á þau. Ætti það að geta komið bændum að gagni síðar meir.“ — Fóruð þér ekki með fríðu föruneyti um óbyggðirnar? ,,Ó, nei, ég var einn með fylgdarmanni við rannsóknirn- ar á vegum Rannsóknarnefndar atvinnuveganna. — Ferðirnar gengu ágætlega og er ég ánægð- ur með árangur fyrsta ársins.“ — Eru engar gamlar rann- sóknir til, sem mætti að ein- hverju leyti styðjast við í öræfa- rannsóknunum? „Hálendisrannsóknir eru litl- ar sem engar í gömlum nátt- úrufræðiritum. Eru þessar at- huganir mínar því nær alveg byrjunarstarf. Um fyrri ferðir mínar og rannsóknir hef ég rit- að „Rannsóknir á öræfagróði íslands,“ ritgjörð, sem nú er í Danmörku, svo ég veit ekkert, hvenær ég sé hana aftur.“ — Hafið þér ekki unnið að rannsóknum í Þjórsárdal? „Þjórsárdalurinn er þarna nokkurskonar tengiliður milli byggða og óbyggða, svo að ég dvaldist þar einnig. Síðan dal- urinn var friðaður fyrir þrem- ur árum, hefir landinu farið mjög að vonum fram. í nánd við skógarkjarr má greinilega sjá mikinn nýgræðing, sem breiðist fljótt út. — Samt er enn ekki óhætt að spá, hvernig frið- unin tekst, því ef til vill hefir góðærið haft nokkur áhrif á landið. Engu að síður er það víst, að beitin er mjög skaðleg fyrir gróðurinn.“ — Vita menn nokkuð um, hvernig hálendisgróðurinn hefir verið hér, er landið byggðist fyrst, svo að hægt væri að bera saman? „Það er ekkert, sem vitað er um öræfagróðurinn áður, en landið er nú svo, að víða má sjá greinilega hyernig það blæs úþp. Er það ennþá lftt rannsak- að, en hér á landi eru miklir möguleikar til slíkra rannsókna. Er því ekki vitað nákvæmlega um uppblásturinn eða hvort landið yfirleitt er i aftur- eða framför. Því hef ég veitt at- hygli, að það gengur mjög í bylgjum, og fer það m. a. eftir árferði og því, hversu beit á landinu er mikil.“ — Urðuð þér var við mikil fjallagrös? „Já, það er mest af þeim inn á landinu, en hvergi hef ég séð meira en á Kili og inni undir ÐALFUNDUR Síldar- útvegsnefndarvar haldinn á Siglufirði á laugar- dag. Sóttu fundinn um 50 fulltrúar víðast hvar af land- inu. Kommúnistar höfðu boðaö til óvantra atburða á þessum fundi. Hafði blað þeirra hér skrifað grein, þar sem tskýrt var frá því, að útgerðarmenn o>g sjó- menn væru að bindast samtök- úm í bá átt að lýsa vantrausti á nefndina og þó sérstaklega framkvæmdastjóra hennar. Blað þeirra á Siglufirði kom út fyrir helgina í nokkurskonar aukaútgáfu af þessu tilefni og var helzt að sjá að kommúnist- ar teldu að þeir hefðu gert eitt- hvért bandalag við einhverja sjálf stæðismenn um árásir á nefnd- ina. Þetta fór allt á annan veg og varð öll för kommúnista hin hrakalegasta. Á fundinum vom samþykktar tvær tillögur, sem vert er að gera að umtalsefni. Önnur var á þá leið, að Síld- arútvegsnefnd legði til við ríkis- isstjórnina að framvegis yrði 5<>/o af nettótekjum nefndarinnar greiddar aftur til síldareigenda og næði þetta einnig til ársins 1939..Er talið að ef ríkisstjórnin samþykkti þetta, myndu um 50 þúsund krónur koma til endur- greiðslu fyrir síðasta ár. Síldarútvegsnefnd mun vera sam mála um að leggja til að þetta fé verði greitt sem uppbót til fersksíldareigenda. Þá var samþykkt tillaga um, að Síldarútvegsnefnd kallaði sam an næstU daga almennan fund útgerðarmanná og sjómanna ril að ræða um hina auknu þörf X>DOOOO<XXXXX Kartöflur Sérstaklep góðar Aðeins 0,35 1 kg. BREMKU Ásvallagðtu 1. Sími 1673 Tjarnarbúðm Sími 3570. >oo<x>ockx>oooc Arnarfelli Einnig er vafasamt, að graslöndin þyldu mikla grasatöku, því það er álit mitt, að þau hafi rýrnað, þegar mest var tekið fyrr á tímum. Þar að auki er talið, að grösin séu að vaxa.“ . I . .. fyrir vinnuafköst og löndun sild- ar á Norðurlandi. Nokkrar umræður urðu um reikninga nefndarinnar, en síðan voru þeir snmþykktir í einu hljóði, en það var m. a. út af reikningunum, sem kommúnistar höfðu boðað óvæntar aðgerðir. I sambandi við reikninganna sagði Ingvar Guðjónsson: „Ég sé' ekkert það, sem sérstaklega sé vítavert í sainbandi við reikn- inganna". óskar Halldórsson sagði: „Við höfum ekki enn feng- ið betra fyrirkomulag en nú er hjá síldarútvegsnefnd á sölu salt- síldar og kryddsíldar“. Þegar forsvaramaður kommún- ista, Þóroddur nokkur Guðmunds son sá, að allar fyrirætlanir kommúnista voru farnar út um þúfur reis hann upp og heimtaði frjálsa verzlun með síld!! Á þetta agn áttu Sjálfstæðismenn að bíta, en þeir litlu ekki við því. Finnbogi í Gerðum var mátu legur á kommúnistann. Sagði hann þetta fádæma vitleysu, það þyrfti miklu fremur að skapa enn fastara skipulag um öll þessi mál — og þá gafst kommúnist- inn alveg upp. Til sðlu 2 trillubátar, annar úr eik, slétt byggður og mjög vandaður. Einnig trillubátur, yfirbyggður, með sóló-vel í ágætu standi. Upplýsingar hjá SlflBmór, Hafnarstræti 4 Aðalfundur Síldarútvegsnefndar: 50 þúsund krúna nppbót til fersksildareigenda. -----♦---- Tilraim kommiinista til að veiða s|ál€stæBismenn mistékst alveg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.