Alþýðublaðið - 19.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.08.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 19. ÁGCST 194i Hver var a$ hlæja? HTUfeVIkTTDT AnTH Hver var af& hlæja? Kaupið bokina Ml.Pf f 111 iiisMf I If 1 er bók, sem þér ©g brosiS með! siuuár & o1 u - þurfið að eignast. MÁNUDAGUR Næturlæknir er í nótt Ofeigur Ófeigsson, Skólavörðustíg 21A, sími 2907. Næturvörð hafa Laugavegs- og Ingólf s-Apótek. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: ,Gæsamamma‘, lagaflokkur eftir Ravel. 20.00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir (Magnús Jóns- son prófessor). 20.50 Hljómplötur: Lög leikin á harpsichord. 21.10 Samkór Roberts Abraham syngur (frá Akureyri). 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Slys á Hesteyri. Jón Bjarnason verkamaður héð- an úr bænum var á laugardaginn að flytja síldarmjölssekki á lofti ^íldarverksmiðjunnar á Hesteyri. Varð honum allt í einu fótaskort- ur og féll hann niður 7 fetra hæð. Jón var samdægurs fluttur til ísa- fjarðar í sjúkrahúsið þar. Enn er ekkert vitað með vissu hversu al- varleg meiðsli hans voru. Frumsýningin á Beau Geste. Munurinn á hinum gömlu kvik- myndatækjum og hinum nýju í Gamla Bíó (Nýja Bíó hefir nú einnig fengið slík tæki) er mjög mikill. Hljómurinn er allmiklu skærari og greinilegri og birtan miklu betri. Þegar frumsýningin á Beau Geste í gærkveldi fór fram — voru hin nýju kvikmyndatæki tekin í notkun. Sýningin tókst á- gætlega og mun fólk hafa getað fylgzt vel með efni myndarinnar, þó að hinn danska texta vantaði, eins og í gamla daga. Beau Geste er glæsileg kvikmynd og ógleymanleg öllum er sjá hana. Kvikmyndahús- ið var troðfullt og urðu margir frá að hverfa. • guiiMáo^UTmonmni^l ■ Þúsundir vita, að gæfa fylgir trúlofunarhringum frá Sigun þór, Hafnarstræti 4. THKYIMHGW ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fund- !»r í Bindindishöllinni í kvöld kl. 8V2. Netndarskipun. Mælt með umbobsmanni stórtempl- ars. Upplestur Þórunn Magnús- dóttir skáldkiona. Nœsta áætlunarferð til Kirkjubæjarklausturs er á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst. Afgreiðsla Bifreiða- stöð íslands, sími 15140. SIGGEIR LÁRUSSON. ferö fjarverandi til næstu mánaðamóta. Páll Sig- urðsson læknir gegnir héraðs- læknisstörfum á meðan. Skrif- stofa mín verður opin eins og áður. Sími 5054. Héraðslæknirinn í Reykjavík. 19. ágúst 1940. Magnús Pétursson Árás á Lenna 00 Zeiss. Á laugardagsnóttina gerðu brezkar sprengjufluigvélar einnig gífurlegar loftárásir á 26 flug- vélaskýli Þjóðverja á Þýzkaland, Frakklandi, Hollandi og í Belgiu. Flugvélamar fóru alla leið austur að Leuneiðjuverinu mikla skammt norðan við Leipzig. Var sprengjum varpað á verksmiðju- byggingar þær, sem þekja stórt svæði, og var allt svæðið í báli á eftir. Önnur stór loftárás var gerð á Zeissverksmiðjurnar, skammt frá Jena, sem eru heimsfrægar fyrir sjónauka- og sjónglerjafram- leiðslu sína. ðldnogamót fer fram í næsta mánnði. SAMKVÆMT ákvörðun f- þróttaráðs Reykjavíkur verður hið árlega öldungamót háð þann 8. september. Verður keppt um hina sérkennilegu gripi, sem gefnir voru í fyrra- sumar og vöktu þá mjög mikla eftirtekt. Stórstúka íslands gaf ,,Boð- hlaupsbókina“, sem er mjög glæsilegur farandgripur, ætlað- ur stjórnum allra íþróttafélága innan Í.S.Í. að keppa um á hverju ári. Fimleikafélag Hafn- arfjarðar vann keppnina síðast og er nú handhafi bókarinnar. Þá fer fram keppni um for- setaskjöldinn, er það 5X80 m. boðhlaupskeppni fyrir fertuga íþróttamenn og eldri. Glímufé- lagið Ármann er handhafi skjaldarins, vann hann í fyrra í mjög harðri og spennandi keppni við K.R. og Í.R. í þetta sinn fer fram keppni í nokkrum íþróttagreinum fyrir öldunga 32 ára og eldri. Eru þær þessar: 100 m. hlaup, 1000 m. hlaup, 8X100 m. boðhlaup, langstökk og kúluvarp. Þátt- taka skal tilkynnast Í.R.R. fyrir 1. septemb. n.k. Það eru bæði vinsamleg til- mæli og áskorun frá Í.R.R. til allra íþróttamanna, sem hafa rétt til framanskráðrar keppni að koma út á völl og keppa í gamni og alvöru. Mig vantar herbergi helzt strax, lítið en laglegt á rólegu og helzt krakkalausu heimili, þar sem ég get búið einn fyrir mig og ofn eða kabússu. Full- trúi minn, Magnús V. Jóhann- esson, fátækrafulltrúi, semur um. Oddur Sigurgeirsson. Auglýsið í Alþýðublaðhau. OAIHSU' BiOliH BEAU GESTE Amerísk stórmynd af hinni víðlesnu skáldsðgu eftir P. C. WREN. — Aðalhlut- verkin leika: GARY COOPER, RAY MILLAND, ROBERT PRESTON. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. B NYJA BIO ■ Frðln, bóndinn 00 vii- koaaii. Fyrsta flokks amerísk tal- og söngva skemmtimynd frá FOX. Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG, WARNER BAXTER og BINNIE BARNES. Sýnd kl. 7 og 9. Það tilkynnist hér með, að móðir okkar og tengdamóðir, Jónveig Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu, Vitastíg 12, sunnudaginn 18. ágúst. Árni Guðmundsson. Guðrún Sigurðardóttir. Margrét Sigurðardóttir. Jón Sigurðsson. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför konu minnar, móður og dóttur, Karólínu Guðjónsdóttur Thorarensen. Jón Thorarensen og börn. María Sigurðardóttir. Guðjón Jónsson. Jarðarför föður okkar, Bjartmars Kristjánssonar, fer fram frá dómkirkjunni á morgun, þriðjudaginn 20. þ. m., og. hefst með hæn á Freyjugötu 35, kl. 2 e. h. Steinunn Bjartmarsdóttir. Guðlaug Bjartmarsdóttir. Óskar Bjartmarz. Kristján Bjartmarz. Þökkum hjartanlega auðsýnda vinsemd og hluttekningu viS andlát og jarðarför Guðrúnar Guðmundsdóttur. Guðlaugur Hannesson, börn, tengdahörn og barnabörn. Hinn Sakamálasana eftir Scamark «. ósigrandi James End. Hanþ hafði beitt öllu hinu írska, hyggju- viti sínu og slægð, en1 hafði einskis orðið vísari. Enginn maður þar eða í nágrenninu hafði geíað gefið honum nokkrar upplýsingar, sem benti til þess, að Lazard greifi væri sekur um nokkuð óheiðarlegt. Að því er menn bezt vissu lifði hann strangheigarlegu lífi. Á leiðinni út að Kingsway gat hann ekki á sér setið nema minnast á þetta mál við yfirmann sinn. — Ó, minnist ekki á það, hreytti Delbury út úr sér. — Ég vel ekki heyra Lazard greifa nefndan. Það er það heimskulegasta, sem nokkru sinni hefir verið minnst á. Það var ekki annað en þvættingur frá upp- hafi. „Draugurinn“ hefir verið að Ieika á okkur, að- eins til að vita, hvað við værum trúgjarnir. Sá held ég hafi skemmt sér konunglega. þegar hann varð þess var, að við höfðum tekið hann alvarlega. Gleymið Lazard greifa. Við gætum alveg eins hugsað okkur, að lávarðadeildin væri orðin, að spilavíti. Stóri lögreglubíllinn rann áfram frá einum Iögreglu- verðinum til annars, og Delbury áminnti þá um að vera nú vel á,verði og sjá um það, að Dain kæmist ekki fram hjá sér. Því að þá yrði hlegið ennþá meira að óförum þeirra. , En Dain komst fram hjá þeim. Og það var Del- bury sjálfur, sem hann lék á. Og ef þess er gætt í hv eæstu skapi Delbury var þetta kvöld, þá er ekki ósennilegt, að hann hefði ^kotið sig, ef hann hefði fengið grun um það, að einkennisklæddi götusalinn, sem Delbury keypti eldspýtur af þetta kvöld, var enginn annar en Dain sjálfur, sem Delbury hafði leit- að eins og saumnál allt kvöldið. Klukkan sjö um kvöldið ,var Dain staddur úti fyrir skémmtihöll einni í Cricklewood. Hann hafði farið í vagni til Hendon og þaðan til Cricklewood. Uti fyrir húsinu voru stór auglýsingaspjöld, sem gáfu tilkynna að þarna færu fram ýmsar nætur- skemmtanir ,svo sem grímudansleikir. Hann hugsaði sig um stundarkom, því næst náði hann sér í bíl. öm leið og bíllinn kom, bað hann bílstjórann að aka til þinghallarinnar og flýta sér. — Gerið svo vel, sagði ekillinn og opnaði bíl- hurðina. Hann hafði aldrei fyrr ekið með þingmann og þótti það ekki Iitill heiður. Ekillinn ók í loftköstulum alla leiðina. Dain Jék á hann. I stað þess að fara inn í þinghöllina flýtti hann sér að næsta talsímaklefa. Eftir ofurlitla stund fékk hann númerið, sem hann hafði beðið um. Það var verzlun, sem lánaði grímubúninga. — Það er Londring Deut frá Denbigh House á Kinggway, sem talar, sagði hann. — Miig vantar‘ grímubúning í kvöld. Mér er boðið á igrímudansleik og ég hefi engan tíma til að fara heim og skipta um f#t. Getið þér lánað mér fötin? — Já, herra, það ætti að vera\hægt. ■ — Hvernig búning viljið þér fá. — Hverju stingið þér upp á? — Hjarðmannabúning. Eða ef til vill bakarabúning?’ — Nei, ég vil ekk ivera eins 'og hjarÖmaður eða bakari i'nótt. Hafið þér ekki einhvern annan bún- ing, sem ég gæti skotist í, efrivaraskegg og hatt. Þá er ég ánægöur. — Ég hefi hér laglegan einkennisbúníng. Hvernig lízt yður á það? . — Það er ágætt, sagði Dain. Ég er að fara af skrifstofunni. Sendið sendilinn með það. Segið honum að hitta mig við Whitehall. Hvað skulda ég yðar mikið? Ég þarf sennilega að hafa búninginn /í aiinn eða tvo daga. — Tvær guineur, hejra. / — Ágætt, ég borga sendlinum, þegar hann rkemúr. 'með föt'in. ■ 1 ( Dain hringdi af og gekk i hæjgiðum sinum tiL Whitehall. Það var orðið mjög dimmt, og hanni ko'mst leiiðar sinnar án þess nokkrar tafir yrðu á végi hans. f i t Sendillinn kom eftir ,ofurlitla stund. Dain tók víð bpglglinum, borgaði drengnum og sendi hann burtu. Svo náði hann sér í bíj. Hann sagði brosandi við bílstjórann. — Ég ætla aö fara til Criclewood Assem- bley Hall. Það er dansleikur þar, og ég er að verða of seinn. Væri yður nokkuð á móti skapi, þótt égt skifti fötúm í bílnum yðar? — Néi, geríð þér svo vel, sagði bílstjórinn hlægj- andi. i ' ,i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.