Alþýðublaðið - 20.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1940, Blaðsíða 3
--------- AIÞÝÐUBLAÐIÐ -------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjóm: Aiþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4993: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Aiþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Islendingarnir á Norðurlðndum EGAR Þjóðverjar tóku Danmörku og Noreg her- skildi í vor og gerðu Norður- lönd þar með að hernaðar- svæði, var eins og venjulega allstór hópur íslendinga stadd- ur í þessum nágrannalöndum okkar, aðallega námsmenn, sem síðan hafa verið tepptir þar ytra og engan kost átt á því að kom- ast heim. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra var og er í Kaup- mannahöfn. Það er engin furða, þótt for- eldrar og aðrir aðstandendur þessara landa okkar úti, séu nú farnir að gerast nokkuð óþolin- móðir eftir því, að fá þá hingað heim, og það því heldur, sem engin von virðist nú vera um það, að stríðinu verði lokið fyrst um sinn. Þvert á móti bendir allt til þess, að stríðið verði bæði langt og hart, og að hin hernumdu Norðurlönd eigi eft- ir að þola margskonar skort af völdum þess. Það er því ekki nema eðlilegt, að það sé allra ósk hér heima, að hægt verði að flytja íslendingana þar heim hið allra fyrsta. Og þess óska þeir líka sjálfir. Nú síðast í fyrra- ■kvöld var skýrt frá því í norska útvarpinu frá London, ,að 250 ísléhdingar í Kaupmannahöfn hefðu beðið um heifnfararleyfi. Ríkisstjórnin hér heima hefir haft heimflutning þessara landa okkar á Norðurlöndum til at- hugunar um lengri tíma. Hún hefir verið reiðubúin til þess að .senda skip til Petsamo á Norð- ur-Finnlandi til þess að sækja þá þangað, eins og stjórn Banda ríkjanna í Norður-Ameríku hef- ir gert til þess að sækja amer- íska ríkisborgara, sem dvöldu á Norðurlöndum eða í Eystrasalts- löndunum, þegar Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og Nor- eg og venjulegar siglingar við þau lönd stöðvuðust. En það er bara ekki undir ríkisstjórn okkar einni komið, hvort 'ís- lendingarnir ytra komast heim á þann hátt. Til þess þurfa þeir að fá bæði heimfararleyfi hinnar þýzku herstjórnar í Dan- mörku og Noregi og samþykki hinnar brezku setuliðsstjórnar hér heima hjá okkur. Og hingað til hefir hinn góði vilji ríkis- stjórnarinnar í þessu máli strandað á því, að samþykki þeirra aðila hefir vantað. Þess er þó fastlega að vænta, að samþykki þeirra verði veitt, áður en langt líður. Það væri líka í sannleika erfitt að skilja, hvaða skynsamleg ástæða gæti verið til þess, að standa í vegi fyrir því, að landar okkar á Norðurlöndum gætu komizt hingað heim, eftir að vitað er, að bæði þeir og aðstandendur þeirra hér heima óska þess. Og í öllu falli ættum við að hafa ástæðu til að vona; að brezka setuliðsstjórnin , hér , láti það ekki stranda á sér. Kvibmyndasýning S. IS. SAMBAND ísl. samvinnufé- laga hafði sýningu í Iðnó í gærkveldi á hinni nýteknu kvikmynd sinni fyrir ríkisstjórn og gesti. Jón Árnason framkv.stj. bauð ríkisstjórn og gesti vel- komna og skýrði frá tildrögum þess, að þessi mynd var tekin. Sigfús Halldórss frá Höfnum skýrði myndina, sem er í tveim þáttum og sýnir íslenzkan land- búnað, garðyrkju, fuglatekju og framleiðslufyrirtæki S.Í.S. Sýnt er hvernig framleiðslan kemur frá fyrstu hendi og þar til hún er tilbúin til dreifingar, hvort er heldur á innlendum eða er- lendum markaði. í myndinni koma fram fagr- ar landslagslýsingar. Var þessi mynd sýnd á heims- sýningunni í New York og hefir Sambandið varið til hennar um 20 þús. krónum. Myndina tók Vigfús Sigur- geirsson ljósmyndari. Akranes-Svlgnaskarð - Borgaraes. JBItferðir fjéra daga vlkunnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssonar. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. i Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1940. Ég vil verakirkjunnar pjónn, ef þess er nokkur kostur! ..jc^és5"^—= ■ ■- - ♦ 1 —-— Frumbýlisár Vestur~f slendinga og kirkf uleg starfi- semi þeirra. Stríðið og peir fslendingar vestra, sem nú berjast I loftinu yfir Ermarsundi. SÉRA JAKOB JÓNSSON er kominn heim frá Kan- ada, alkominn með fjölskyldu sína. Hann ætlar að sækja um eitt af hinum nýju prestaköll- um hér í Reykjavík. Hann hef- ir starfað sem prestur í sex ár meðal íslendinga vestan hafs og kann hann frá mörgu að segja. Alþýðublaðið hitti hann að máli í gær á heimili bróður haps, Eysteins, viðskiptamála- ráðherra, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. . „Ég kem heim vegna þess að mér fannst, að ef ég færi heim aftur á annað borð, væri réttast að gera það, áður en lengra liði. Ég hef mikla löngun til, ef þess er nokkur kostur að fá að þjóna kirkjunni, og ég hef haft ómet- anlegt gagn af dvöl minni meðal Vestur-íslendinga. Það hefir ekki einungis víkkað sjóndeild- arhring minn, almennt séð, — heldur hefir það einnig hjálpað mér til að skilja margt, sem mér var áður hulið í fari okkar hér heima. Ég hef líka, með dvöl minni meðal landa vorra •vestra, komist að raun um það, •hvílíkur máttur býr í íslendingn um, þegar hann lendir í hring- iðu hinna mörgu þjóða og ég verð að segja, að sá lærdómur fyllir mig stolti.“ — Hafa skoðanir þínar á mál- um kirkjunnar breyst? „Ekki get ég sagt það. Ég er sannfærður um, að kirkjan, ef hún er frjálslynd, og ef hún er menningarstofnun jafnframt því, sem hún er trúfélag, er nauðsynlegasta og uppbyggí- legasta stofnun hvers þjóðfé- lags.“ . — Meðal Vestur-íslendinga hefir kirkjulega starfsemin haft mikla þýðingu? „Já, geysimikla. Ef kirkjuleg starfsemi hefði ekki verið strax allmikil meðal frumbyggjanna, þá hefðu þeir ekki komist yfir frumbýlingsárin. Enginn hér heima getur gert sér í hugar- lund hvílíkum erfiðleikum frumbyggjarnir sigruðust á, stundum finnst manni, þegar maður heyrir sögur gamla fólks- ins vestra, að barátta þess hafi verið ofurmannleg og sigrar þess eins og sigrar æfintýranna. Þetta tókst ekki að eins fyrir kraft kynstofnsins, dugnað hans og hörku, heldur og fyrir hið andlega jafnvægi, máttinn, sem hin kristilega lífsskoðun veitti , frumbyggjunum. Og kirkjan varð meira en kirkja, hún varð almennur félagsskap- ur, sem hafði margt með hönd- um. Annað kirkjufélagið starf- rækir t. d. elliheimili, hitt sumarheimili fyrir börn.“ — Þjóðræknisstarfið? „Því er haldið uppi af all- mikilli seiglu, en því miður hvílir það að langmestu leyti á Samtal við séra Jakob Jónsson alkominn heim frá Kanada. Séra Jakob Jónsson. herðum hinna eldri. Þó er all- mikið af ágætum yngri kröftum starfandi. Það getur enginn í- myndað sér, hvað þessir braut- ryðjendur leggja á sig, því að starf þeirra er erfitt, eins og menn skilja, þegar þeir athuga að allt daglegt líf vinnur gegn þeim. Ég vil segja, að það, sem nú er nauðsynlegast, — er að heima íslendingar komi Vestur- íslendingum til hjálpar. Að milli landanna myndist brú samstarfs og bróðurvilja. Ef slík hjálp á ekki að koma of seint, þá verður hún að koma nú þegar, í enn stærri stíl en verið hefir. í sambandi við þetta vil ég þakka þau heimboð, sem Vestur-íslendingar hafa fengið undanfarið, en um leið vil ég minna á það, að það er nauðsynlegt. að við hér heima bjóðum hingað sem oftast ein- hverjum af hinum yngri mönn- um meðal landa vorra vestra — úr hópi þeirra, sem hafa ýms velferðarmál þjóðarbrotsins með höndum. Þeir eru margir og öflugir og þeir eru að taka við byrðunum." — Er heimþrá Vestur-íslend- inga mikil? „Já, hún er afar sterk, en hún kemur misjafnlga fram. Gömul kona sagði mér, að eftir að hún fór heim 1930, liði landið sér aldrei úr minni, og nú er heim- þrá hennar margfalt sterkari en nokkru sinni áður. Roskinn bóndi sagði mér, að hann hefði framan af dreymt um landið sitt og þjóðina á hverri nóttu. Svo fór hann heim. Síðan hann kom aftur vestur, hefir hann aldrei dreymt hingað. Þessi bóndi er þrátt fyrir það, þó að hann hafi dvalið svo að segja allan aldur sinn vestra, alveg óþekkjanleg- ur frá íslenzkum sveitabónda enn þann dag í dag.“ — Hvernig líður löndum okk- ar? „Sæmilega. Atvinna er tölu- verð, en nú er ófriðurinn smátt og smátt að setja svip sinn á allt. Mér var sagt að á síð- ustu heimsstyrjaldarárum hefði skyndilega brotizt út í Kanada mikill ákafi um að fara í stríð- ið. Þetta er ekki svona nú. Nú fer þetta hægt og bítandi. Eng- ar stríðsæsingar eiga sér stað, en festa er allmikil og málstað- ur Bretlands er viðurkenndur af almenningi. En mönnum finnst eðlilegt að stuðningur Kanada sé fyrst og fremst fólg- inn í framleiðslu lífsnauðsynja. Nokkru áður en ég fór var á- kveðið að skrásetja alla menn til landvarnar á aldrinum 15— 45 ára. En þeir áttu ekki allir að „kallast inn“ strax og átti það að fara meðfram eftir því, hvort menn voru kvæntir eða ókvæntir um miðjan júlí. Þetta hafði þau áhrif að prestarnir urðu önnum kafnir. í Winnipeg og víðar komu piltar hlaupandi til prestanna með stúlkurnar sínar, jafnvel beint úr vinn- unni. Prestarnir stóðu kófsveitt- ir við skyldustörfin frá morgni til kvölds og urðu oftast að sleppa mestu af siðunum, svo fóru hjónin strax sitt í hvora áttina til vinnu sinnar, já, það hafa margir verið giftir 1 Kana- da síðustu dagana, áður en fresturinn var úti.“ — Hafa margir íslendingar gengið í herinn? „Já. . allmargir og margir hinna yngri hafa farið í flug- herinn. Fluglistin dregur yngri mennina, hún er æfintýraleg mjög.“ — Veiztu hvort til stóð að Vestur-íslendingar kæmu hing- að? „Ég veit að þess var farið á leit við nokkra Vestur-íslend- inga, sem kunna vel íslenzku, að fara hingað, og áttu þeir að verða einhvers konar milliliðir milli hernaðaryfirvaldanna hér og landsmanna. Vinur minn einn, vel menntaður maður, bjóst við að fara hingað innan skamms, en vissi þó ekki fyrir víst hvort af því yrði. Annars hafa nokkrir Islendingar farið til Bretlands. Líklegt er að þeir berjist nú við Þjóðver'jana í loftinu yfir Englandi og Ermar- sundi.“ -— Stígur ekki vöruverð í Kanada? „Jú, vörur eru mjög að stíga í verði og skattar hækka. Mál- frelsi og ritfrelsi er ákaflega mikið takmarkað. Stjórnin í Kanada fylgir í einu og öllu sömu línu og stjórn Stóra-Bret- lands. Leitað er að njósnurum . og þeir teknir.“ — Þú hefir fehgizt mikið við ritstörf? „Já, auk prestsskaparins hefi ég ferðast um flestar byggðir íslendinga vestra og flutt fyrir- lestra og auk þess hefi ég skrif- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.