Alþýðublaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 21. ágúst 194*. Hver var að hlæja? KaupiS bókiraa og brosið með! MÞÝÐUBLAÐIÐ Hvér var a$ hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Páll Sigurðsson, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: íslenzkir söngv arar. 20.00 Fréttir' 20.30 Útvarpssagan. Þættir úr ferðasögum (V.Þ.G.) 21.00 Strokkvartett útvarpsins: — Kvartett eftir Haydn (Op. 20, D-dúr). 21.20 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Ágúst H. Bjarnason prófessor var 65 ára í gær. Hefir hann ver- ið prófessor við Háskóla íslands frá árinu 1911. Auk þess hefir hann verið afkastamikill rithöf- undur og hefir gefið út fjölda rita um heimspekileg efni. í tilefni af afmælinu hélt Háskólinn honum samsæti í Oddfellowhúsinu í gær- kveldi. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 8V2, ef veður leyfir. Stjórnandi verður Alberth Klahn. Lík Guðmundar Jóhannssonar, sem drukknaði á Ólafsfirði hinn ' 26. júní síðastliðinn, fannst rekið á sunnudaginn, var skammt vestan við Ólafsfjarðarós. 50 ára hjúskaparafmæli eiga í dag hjónin Margrét Sig- urðardóttir og Guðmundur Guð- mundsson, Grettisgötu 70. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 28. júlí til 3. ágúst (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 24 (10). Kvef- sótt 73 (29). Blóðsótt 11 (0). Gigt- sótt 1 (0). Iðrakvef 63 (17). Kvef- lungnabólga 1 (2). Taksótt 1 (0). Kossageit 0 (1). Heimakoma 0 (1). Munnangur 1 (0). — Landlæknis- skrifstofan. Ný skiptimynt í vændum. RÍKISSTJÓRNIN auglýsir í bíöðunum í dag, að eftir tvo mánuði sé væntanleg hing- að ný íslenzk skiptimynt. Um leið æskir ríkisstjórnin þess, að kaupsýslumenn og aðr- ir þeir, sem kunna að hafa fé undir höndum, afhendi bönk- unum þá mynt, sem þeir geta losað við sig. Útbreiðið Alþýðublaðið. VIÐBURÐIRNIR I NOREGI Frh. af 2. síðu. legar hetjusögur úr þessari styrj- öld, og þær eru ekki sízt af sjónúm. Saga „Eidsvolds“, „Sleipnis“, „Ólafs Tryggvasonar“, „Draugs“ og f jölda annarra skipa er ögleymanleg. Mér er sagt, að Wiiloch herskipsstjóri, sem var skipherra á „Friðþjófi Nansen“ hér við land 1938, sé mjög kunn- ur hér. Hann var skipherra á „Eidsvold“, sem lá í Narvik hina örlagaríku nótt. Þjóðverjar sendu vélbát til skipherrans og skipuðu honum að gefast upp, en hann neitaði því. Vélbáturinn lagði af stað frá skipinu, en e.r hann var kominn örskamman spöl frá þvi gaf báturinn merki, og samstund- is var skotið mörgum tundur- skeytum á skipið og því sökkt. Áf um 250 manna skipshöfn björguðust aðeins 10 eða 12. Þetta er aðeins ein sagan af mörgum. Við höfum enn stóran her — og enginn má gieyma þeim mikla skerf, sem við leggjum fram til að halda uppi samgöngum Bandamanna við umheiminn. Verzlunarfloti okkar er nú 41/2 milljón smálestir. Skip vor sigla nú eins og áður um öll heims- ins höf undir frjálsum norskum fána. Norsku sjómenuirnir brjóta hafnbann Þjóðverja og flytja her og hergögn, mat og aðrar nauð- synjar á norskum skipum. Þá skal ég taka það fram, að við Norðmenn stöndumst allan kostn- að sjálfir af hernaði okkar. Ég get fullvissaö Islendinga um það, að frelsisþráin logar i brjóstum Norðmanna. Ég full- vissa þá um, að hún slokknar aldrei og að hatrið til innrásar- hersins magnast dag frá degi. Ég öfunda ekki Þjóðverja af því að eiga að stjórna Norelgi í vetur. Mér er kunnugt um, að þjóðin býr sig dag og nótt undir áfok, leynileg starfsemi er rekin svo að segja í.hverju húsi og hverjum bóndabæ, í dölum og úti á annesjum. Konungur vor og ríkisstjórn situr nú í Lond-on og stjómar málefnum Noregs þaðan. Önnur stjórn er ekki til í N-oregi. Við, sem nú berjumst fyrir Noreg, snúum ekki heim fyrr en Noregur er aftur fullkomlega frjáls og lýðræðið endurreist.“ VSV. RÆÐA CHURCHILLS Frh. af 1. síðu. fengið aukinn matarskammt á annarra kostnað undangengna mánuði. Sðkin Þjððverja einna el hunonrsnejð verðnr. ■t. ___ Þjóðverjum er því um að kenna, ef til hungursneyðar kemur á komandi vetri í Ev- rópulöndum vegna flutnings matvæla til Þýzkalands eða vegna þess, að þeir dreifa ekki þeim birgðum, sem þeir hafa yfir að ráða. Þá vék Churchill að því, að margar hinar verðmætustu mat- vælategundir væru nauðsynleg- ar við mikilvæga hernaðarlega framleiðslu. — Ef Þjóðverjar nota þær matvælabirgðir, sem þeir hafa komizt yfir, þannig, til framleiðslu, sem gerir þeim kleift að varpa sprengikúlum á konur vorar og börn, í stað þess að nota þær til þess að fæða þjóðir þeirra landa, sem þeir hafa hernumið, getum vér verið vissir um að hvers konar inn- flutt matvæli færu sömu leið- ina. Látum því Hitler bera full- an þunga þeirrar ábyrgðar, sem hann hefir tekið sér á herðar. Stuðlum að því, að sá dagur renni upp sem fyrst, að veldi hans verði brotið á bak aftur. Reynum að koma því til leiðar. að sem mestar birgðir safnist, svo að unnt verði að koma þeim sem hraðast til hvers þess lands, sem Þjóðverjar hafa hernumið, undir eins og það losnar undan oki þeirra. Verum hvetjandi þess, að slíkum birgðum verði safnað sem víðast um heim, svo að öllum þjóðum álfunnar, sem nazistar hafa kúgað, þeirra með- al Þjóðverjum sjálfum og Aust- urríkismönnum, megi ljóst vera, að þegar veldi nazista er brotið á bak aftur, fá þær þeg- ar í stað matvæli, frelsi og frið. Brctar verða að bðast við langri síyrjöld. Öll strandlengjan frá Norð- urhorni í Noregi til Spánar er á valdi óvinanna. Allar hafnir og flugstöðvar á þessu svæði eru í höndum óvinanna. Má líkja þessum stöðvum við stökk- bretti, sem Þjóðverjar ætla að nota, þegar þeir hefja innrásina í Bretland. Loks er þess að geta að Þjóðverjar hafa miklu fleiri flugvélar en við. Flugher Þjóð- verja hefir nú bækistöðvar ná- lægt okkur. Það, sem vér óttuð- umst mest, hefir gerzt. Sprengjuflugvélar og orustu- flugvélar óvinanna eiga ekki nema nokkurra mínútna flug til lands vors. Þær geta flogið hingað úr mörgum áttum. Ef vér hefðum horfzt í augu við þetta í byrjun maí hefði það þótt ótrúlegt, að vér myndum nú vera’ öruggir í þeirri trú, að fullnaðarsigur falli oss í skaut. Churchill sagði í ræðu sinni, að manntjón Breta fyrsta ár heimsstyrjaldarinnar hefði ver- ið 365 00Ó menn, en í styrjöld þeirri. sem nú geisar, 92 Ó0Ö og væru þá meðtaldir borgarar, sem særzt hefðu, fallniá menn og fangar. — Mikill hluti þessa fjölda hefðji verið tekinn til fanga. Churchill kvað brautina tú sigurs, ef til vill ekki myndu reynast eins langa og margir ætluðu, en menn mættu ekki reiða sig á neitt í þessum efn- um, heldur yrðu þeir að búa sig undir langa styrjöld. Nú væri svo komið, að engir þeirra, sem Vegna jarðarfarar verður búðin lokuð allan daginn á morgun. Marteinn Einarsson & Co. Reykþvlk - Alareyri Hraðferðir alla daga. Bifreiðastðð Afeureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. HfiAMLA BSO BEAU GESTE Amerísk stórmynd af hinni víðlesnu skáldsögu eftir P. C. WREN. — Aðalhlut- verkin leika: GARY COOPER, RAY MILLAND, ROBERT PRESTON. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. NYJA 810 m Friiin, böndiOD og vin konan. Fyrsta flokks amerísk tal- og söngva skemmtimynd frá FOX. Aðalhlutverkin leika: LORETTA YOUNG, WARNER BAXTER og BINNIE RARNES. Sýnd kl. 7 og 9. Það tilkynnist vinum og ættingjum, að jarðarför konunnar minnar, dóttur og systur, Katrínar Gísladóttur, fer fram föstudaginn 23. þ. m. frá heimili liennar, Reynimel 48, klukkan 1%. Athöfninni verður útvarpað. Karl Ó. Frímannsson. Oddný Oddsdótfir og systkini. Jarðarför mannsins míns, Þorsteinn Ásbjörnsson, trésmiðs, fer fram frá dómkirkjunni n. k. föstudag 23. þ. m. og hefst með húskveðju að heimili okkar, Egilsgötu 10, kl. 3% e. h. Jónasína Guðlaugsdóttir. talað hefðu um frið, töluðu um annað en styrjöld. 2—3 ár í lífi manna væru ekki langur tími, í lífi heillar þjóðar ekki neitt. Við verðum að hugsa um annað en að verjast — vér verðum að miða að því, að sækja á, — greiða þung högg og stór. Vér höfum víggirt land vort og hjörtu’vor, sagði Churchill. Vér höfum byggt upp her vorn. Tvær milljónir manna hafa fengið vopn í hendur í Bret- landi. Aldrei hefir slíkur herafli verið í landinu. Því stærri sem hann verður. því meiri herafla þarf Hitler að senda til Bret- lands. Og því auðveldara verður fyrir flota vorn að sigra. Afleiðingarnar af upp- gjöf Frakka fyrlr Bitler. Með stöðugri eflingu brezka flughersins, sagði hann, er einn- ig miðað að því, að hann verði jafnsterkur þýzka flughernum, að flugvélatölu til, og þar næst að hann yrði enn sterkari, en undir hernaðarstyrkleika í lofti kynnu úrslitin í styrjöldinni að verða að miklu leyti komin. Churchill gerði síðan nokkra grein fyrir þeim hnekki, sem Bretar hefðú beðið og málstaður Bandamanna, vegna uppgjafar Frakka. Bretar hefðu gert ráð fyrir að hafa not af franska hernum í Somalilandi, flug- stöðvum og flotahöfnum Frakka við Miðjarðarhaf og franska flotanum. Þótt Þjóðverjar hefðu vaðið yfir Frakkland hefðu nýlendur Frakklands get- að tekið þátt í stríðinu áfram, ( og ef Bretar hefðu staðið í spor- um Frakka, hefðu þeir talið sér skylt að tryggja öryggi Kanada og Newfoundlands. Glæpur sá, sem hér væri um að ræða, væri ekki „glæpur mikillar, göfugrar þjóðar“, heldur mannanna frá Vichy. Churchill kvað ekki viturlegt að fara út í spár um framtíðina, BRÆÐSLUSILDARVERÐIÐ Frh. af 1. sí'ðu. veiða meira en nóg upp í þá sölusamninga, sem þegar hafa verið gerðir — og sé því ekk- ert vit í að halda áfram að borga sama verð og borgað hefir verið. Þá er líka gert ráð fyrir því, að þessi ákvörðun hafi þau áhrif, að hin stærri. skip hætti síldveiðum, en fari aftur á ís- fiskveiðar, en við það rýmkast mjög við verksmiðj urnar; svo að smærri skipin geti veitt stöð- ugt og þurfi ekki að stöðvast vegna löndunarerfiðleika. Það er kunnugt, að síldar- verksmiðjurnar allar hafa grætt allverulega á veiðunum — og segja sumir, að gróðinn nemi að minnsta kosti 1 kr. á máli. Maður skyldi því hafa ætlað, að þssi gróði hefði átt að nægja til þess að hægt væri að halda áfram að borga sama verð fyrir síldina og greitt hefir verið. En sú ákvörðun var ekki tekin — og munu jafnvel ýmsir hafa viljað lækka verðið um helm- ing! Þessi ákvörðun mun mælast illa fyrir, þó að ef til vill megi segja að þetta muni ekki verða að verulegu tjóni, ef allt fer eins og áætlað er. meðan enn væri barizt. hvað gera þyrfti til þess að koma í veg fyrir, að hörmungar þriðju heimsstyrjaldarinnar bitnuðu á öllu mannkyni. Vér erum enn að klífa fjallið. sagði hann, og vér erum ekki komnir upp á brúnina, og getum enn ekki séð roða nýs dags, og hvað fram- undan er. En hann kvaðst óska þess og biðia, að brezka þjóð- in, ef henni yrði það veitt að sigra, reynist verðugt frfðar- ins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.