Alþýðublaðið - 22.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.08.1940, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. ágúst 1946. ALÞÝÐUBLAÐID MMBCBLABIB Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: AlþýSuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávailagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Nýr sifiur fjrrlr ,sósíalisma4 Stalins. VINÁTTUSAMNINGUR við Hitler. Blóðug árás á Finnland. Trotzki myrtur! — Það er á einkennilegan hátt, sem hin svonefnda „sósíalist- iska sovétstjórn“ í Moskva lýs- ir sér í verkum sínum út á við! Morðið á Trotzki, hinum aldurhnigna foringja rúss- nesku byltingarinnar, sem hrak- inn var úr landi eftir dauða Lenins, áður en Stalin var orð- inn nógu einvaldur til þess að þora að láta drepa hann, er síð- asta afrekið. Það er í tuttugasta sinn, sem flugumenn Stalins hafa reynt að myrða þennan keppinaut hans í útlegðinni. Og loksins hefir þeim tekizt það með því að láta morðingjann fyrst svíkja sig inn á hann und- ir yfirskini vináttu og fylgis við hinn gamla byltingarmann. ^Sósíalismi11 Stalins hefir þar með unnið nýjan sigur. Og vonandi er þess nú skammt að bíða, að verkalýðurinn frelsist um allan heim. Þess munu að minnsta kosti Moskvakommún- istar vænta, eftir að þessi haettulegi andstæðingur Stalins, „göfugasta hugsjónamannsins, sem lifað hefir“, eins og Þjóð- viljinn kallaði hann einu sinni, hefir verið að velli lagður. Því að vináttusamningurinn við Hitler, árásin á Finnland og morðið á Trotzki hafa að því er virðist ekki frek- ar en dómsmorðin á Bukharin, Rykov og öllum gömlu bolsé- víkunum á bak við fangelsis- múra Stalins vakið minnsta grun Moskvakommúnista um það, að eitthvað gruggugt hljóti að vera við þann „sósíalisma“ og þá „verkalýðshreyfingu“; sem fram hefir komið í slíkum verkum. Því að Bukharin og gömlu bolsévíkarnir — þeir voru, eins og allir muna, dæmd- ir fyrir samneyti við þýzka naz- ismann og því réttdræpir af Stalin, þó að það væri að vísu hann, en ekki þeir, sem stefndi að samvinnu við þýzka nazism- ann og gerði alvöru úr henni með vináttusamningi sínum við Hitlera síðar! Og um Trotzki þarf ekki að tala. Það var vit- anlega í augum Moskvakomm- únista beinlínis skylda Stal- ins, „göfugasta hugsjóna- mannsins, sem lifað hefir“, að láta myrða hann, hvar sem í hann náðist. Að vísu taldi Lenin það aldrei samboðið kommúnistaflokki, né sigur- vænlegt fyrir stéfnu hans, að myrða andstæðinga sína. En hann var heldur ekki eiró „göf- ugur hugsjónamaður“ og Stalin, ef trúa má orðum Þjóðviljans. Við, sem horfum upp á slíkar bardagaaðferðir Moskvakomm- únismans og hugsum með hryll- ingi um það hyldýpi siðferðis- legrar spillingar, sem rússneska byltingin hefir endað í, spyrj- um hins vegar í fullri alvöru: Er það stjórnmálaflokkur eða glæpamannafélag, sem nú fer með völd austur í Moskva undir forystu Stalins? MinBinprsióðnr Jóns BaldviflssoBar. ÞESS var getið hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum síð- an, að Minningarsjóði Jóns Baldvinssonar hefði nýlega bor- izt höfðingleg gjöf frá hlutafé- laginu Hrafna-Flóka í Hafnar- firði — þúsund krónur í pen- ingum. Þessi sjóður var stofnaður að Jóni Baldvinssyni, hinum vin- sæla foringja alþýðuhreyfingar- innar hér á landi, látnum, og tilgangur hans er, að styrkja síðar meir unga og efnilega menn til utanfarar til þess að kynna sér þjóðfélagsmál á Norðurlöndum, þar sem af mestri víðsýni og með farsæl- ustum árangri hefir hingað til verið leyst úr slíkum vanda- málum okkar tíma. Það var ekki hægt að velja Minningarsjóði Jóns Baldvinssonar betur við- eigandi tilgang, því að af for- dæmi nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum hafði Jón Bald- vinsson sjálfur lært að taka með þeim hætti á þjóðfélagslegum vandamálum okkar hér heima; sem ávann honum svo miklar vinsældir og viðurkenningu ekki aðeins meðal alþýðu manna, heldur og meðal allra stétta og allra einstaklinga, sem með honum störfuðu að úrlausn þeirra. Það er fallegt fordæmi, sem hlutafélagið Hrafna-Flóki í Hafnarfirði hefir gefið með hinni rausnarlegu gjöf sinni öll- um þeim, sem heiðra vilja minningu Jóns Baldvinssonar og styrkja gott málefni. Meistaramótið hélt áfram í gær. Því lýkur í kvöld. ANNAR DAGUR Meistara- mótsins fór fram í gær í ágætis veðri. Undanrásir í 200 m voru kl. 6. V'oru 8 keppendur mættir og hlupu í tveim riðlum. 1. riðill: Brandur Brynjólfsson (Á.) 24,1 sek., Edwald Behrens (I. R.) 24,8, Brynjólfur Ingólfsson (Seyðisf.) 24,9, Steingrimur Páls- son (Á.) 26,0. 2. riðill: Baldur Möller (Á.) 24,6 sek., Jóhann Bernhard (K. R.) 25,1, Björn Jónsson (Seyð.) 25,3, Sigurjón Hallbjörnsson (Á.) 26,2. Um kvöldið hófst keppnin með stangarstökki. Fyrstur varð Ólafur Erlendsson (Vestm.) 3,18 m, annar Þorsteinn Magnússon (K. R) 3,08, þriðji Anton Björns- son (K. R.) 2,98, fjórði Sig. Sig- urðsson (I. R.) 2,88. Stökkvararnir stukku allir illa, þó Anton sízt. Að stökkinu loknu fóru fram úrslit í 200 im. Fyrstur varö Brandur Brynjólfsson á 24,2 sek., Baldur Möller 24,3, Edwald Behr- ens 24,4, Jóhann Bemhard 25,0. Brandur hljóp á yztu braut. Behrens er vel til hlaupa lagður, ekki síður en að verja mark. Jóhanni gekk vel fyrstu 100 m, en hafði ekki útliald. Baldur og Brandur börðust um 1. sætið, og varð Brandur tæpum meter á undan. Næst var 1500 m hlaup. Fyrst- ur varð Sigurgeir Ársælsson (Á.) 4:20,8 mín., arinar Jón Jónsson (Vestm.) 4:22,2, Ólafur Símonar- son (Á.) 4:26,0, Evert Magnús- sion (Á.) 4:33,6, Einar Halldórs- son 4:34,8. Sigurgeir leiddi allt hlaupið, en Jón fylgdi fast eftir. Þegar einn hringur var eftir, var 3 m mun- ur á þeim, en bilið lengdist síð- asta hringinn. Jón hleypur lang léttast af hlaupurunum öllum. Önnur síðasta greinin var spjótkast. Meistari varð Siglfirð- ingurinn fljúgandi, Jón Hjartar, með 49,80 m, annar Jóel Sig- urðsson (í. R.) 43,57, þriðji Sveinn Stefánsson (Á.) 42,53, Anton Björnsson (K. R.) 42,49 m, Georg L. Sveinsson (K. R.) 40,54. Jón kastar með góðum stíl og er mjög snöggur. Atrennan er góð. Jóel hefir allt of hæga atrennu. Síðasta greinin var þrístökk. Fyrstur varð Oliver Steinn (F. H.) 13,00 m., annar S. Nordahl (Á.) 12,79 m, þriðji Jón Hjartar (Sigluf.) 12,65, fjórði Anton MiBBÍngarsjóðHr Jóns Baidvinssonar. Minningarspjöld fást á þessum stöðum í Reykjavík og Hafnarfirði: Skrifstofu Alþýðusambands íslands. — Hins íslenzka prentarafélags. — Sjómannafélags Reykjavíkur. — Verkakvennafélagsins Framsókn. — Alþýðubrauðgerðarinnar, Laugavegi 61. Pappírs og ritfangaverzluninni Penninn, Ingólfshvoli. Bókaverzlun Valdimars Long, Hafnarfirði. Skrifstofu Sjómannafélags Hafnarfjarðar. — Gjafir í sjóðinn má afhenda á sömu stöðum. — Bjömssion (K. R.) 12,61, Sigurð- ur Sigurðsson 12,55, Guðjón Sig- urjónssion (F. H.) 12,52. Oliver vantar algerlega kraft í fæturna, en þegar það er feogið, koma áreiðanlega enn betri stökk. Síðasti dagur mótsins er í kvöld. Verður þá keppt í 400 m hlaupi (undanrásir kl. 6), 5000 m hl., sleggjukasti og hástökki. Dómarar í hlaupum hafa beðið um leiðréttingu á því, að timar lá 2. og 3. manni í 100 m hlaupi í gær hafi verið 11,6 en ekki 11,8 og 11,7 en ekki 11,9 á 3. manni. Niðnrsknrðnr i Dan- mðrkn vegna fóðnr- skorts. D ANSKA ÚTVARPIÐ skýrói frá því í gær, að undanfar- ið hafi farið fram í Danmörku almenn talning svína og naut- gripa. Talningiin var gerð að fyr- irlagi landbúna'ðarráðuneyrisins, en landbúnaðarráðið sá tim fram- kvæmdirnar. Talning þessi leáðir í Ijós, að óhjákvæmilegt verður að fækka svínum í Danmörku til mikilla muna og sömuleiðis nautgripum, vegna fóðurskorts í landinu. Tilkynning frá rðkisstjérninni. Með pvfi að rfikisstlérninni hefiir verið t|áð9 að brezka rfikisstjórnin bafi ákveðið að leyfa ekki framvegis að brezkir peningaseðlar verði flnttir inn til Bret~ lands, vlll bán bér með alvariega skora á pá, sem hafa brezka peningaseðla fi vorzlum sfinum, að af^ benda pá strax íslenzk~ um bðnkum og afils ekki seinna en fyrir lokunar~ tfima 27. ágást 1940, pvfi að ððrum kosti eiga hand~ hafar slfikra peningaseðla pað á bættu að seðlarnir verði éinnleysanlegir og verðlausir. Beykjavfik 21. ágást 1940. MogvalMerðir í ágðstmánuði Til Þingvalla kl. 10Vz árd., 2Vé og 7 síðd. Frá Þingvöllum kl. 1 e. h., 5V2 og 8V2 síðd. daglega. Aukaferðir laugard. og sunnudaga. Steindór, simi 1580. rituð af honum sjálfum, fæst í bókaverzlunum. Mjög merkileg bók.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.