Alþýðublaðið - 23.08.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1940, Blaðsíða 3
•—— ALÞflUBLAÐIB ---------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu Við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmg- son (heima) Brávallagötu 50. ' Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. 4-----------------;----------------------♦ Hótunarbréfið. EIN af hetjum „fimmtu her- deildarinnar“ hér hefir sent AlþýSublaðinu nafnlaust hótunar- bréf þess efnis, að vissara sé fyr- Ir þá, sem skrifa stríðsfréttir blaðsins og ritstjórnargreinar þess um striðið, að íhuga einu sinni, hvað um þá yrði, ef svo skyldi fara, að Þjóðverjar ynnu stríðiö. „Eitt er víst, að skrif Al- þýðublaðsins eru öll vandlega at- huguð,“ segir bréfritarinn enn- , fremur, ug „kannske það fái síð- ar að standa reikningsskil á skrif- um sínum.“ Það leynir sér ekki, að þessari nafnlausu hetju „fimmtu her- deildarinnar" finnst það hart, að Alþýðublaðið skuli leyfa sér að segja meiningu sína um Hitler og stríð hans. En hvað skal gerá? Ef þeir, sem skrifa striðsfréttir þess og ritstjórnargreinar um stríðið, eru svo forhertir, að þeir láta ekki skipast við nafnlaus hótunarbréf frá erindrekum „for- Íngjans", er ekki annað sjáan- legt, en að „firnmta herdeildin" verði að iáta sér nægja það í bfáð, áð „athuga vandlega öll skrif Alþýðublaðsins“ þangað til Þýzkaland hefir unnið stríðið og bæði hermenn Hitlers og agentar Gestapo koma hingað. En þá skal líka Alþýðublaðið „fá að s‘anda reikningsskil á skrifum sínum.“ Þetta er hugsanagangurinn. Það vantar ekki, að ásetning- urinn er göfugur, eins og „fimmtti herdeildarinnar“ var líka von og vísa. Það er að visu ekki vitað, aö Alþýðublaðið hafi með stríðsfréttum sínum og ritstjórn- argreinum um striðið brotið á nokkum hátt í bága við íslenzk lög. Það er ritfrelsi hér á landi »g engu blaði bannað að láta í Ijós álit sitt á Hitler, velja frétt- ir sínar frá London eða Berlín eftir því, hvað það telur trúan- legast, og hafa annað mat á við- burðum stríðsins og aðra skoð- un ó þvi, hver sigra muni, en nazisíar. En í hinu nafnlausa hótunarbréfi er heldur ekki átt við nein „reikningsskil“ frammi fyrir íslenzkri réttvísi, heldur frahími fyrir agentum þýzkrar teynilögreglu. Því að „fimmta herdeildin“ er að vísu skipuð á- gætum ,,þjóðernissinnum“ og „sjálfstæðismönnum", þegar und- an eru skildir moskóvítarnir, sem •einnig tilheyra henni, siðan Sta- lin gerði „vináttusamning" sinn við Hitler. En engu að síður eru það hermenn Hitlers og agentar Gestapo, sem hún byggir vonir sínar á, þegar hún er að tala um „reikningsskil“ hér. Því'hún igeng- tir þess ekki dulin, að þaðhafi litla þýðingu að „athuga vandlega öll skrif A1 þýðúblaðsins“, ef Þjóð- verjar ynnu ekki sigur í stríðinu og ekkert yrði úr komu þeirra! En eins og kunnugt er, hefir Alþýðublaðið er fyrir sitt leyti mjög ánægt með það, að „öll skrif þéss séu vandlega athuguð", því að það er einmitt ósk allra blaða. En engu að síður vill það þó ráðleggja hinum nafnlausa bréfritara „fimmtu herdeiLdar- innar“, að ætla sér jofurlítinn tíiha afgangs til þess að „athuga“ einnig „vandlega“ nýju íslenzku hegningarlögin. Því að þar get- ur hann séð, hvað við því liggur, að „athuga skrif Alþýðublaðsins" fyrir erlent ríki eða erlendan stjórnmálaflokk. Þar stenduir í 93. grein: „Stuðli maður að því, að njósnir fyrir erlent ríki eða er- lenda stjórnmálaflokka beinist að einhverju innan íslenzka rík- isins eða geti beint eða óbeint farið þar fram, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 5 árum“. Meiri fDróttakennsia í Háskóianum. Stúdentaráðið skipar nefnð til að sernja log til viðbótar við Háskðlalðgin. FYRIR nokkru. skipaði Stúd- entaráðið nefnd, sem athuga á iþróttakennslu í Háskólanum. Á hún að semja frumvarp um það efni, sem væntanlega verður tekið inn S lög Háskólans. í nefndinni eiga sæti þessir menn: Benedikt Jaoobsson i- þróttakennari, Ha:nnes Þórarins- son stud. med. og Björn Kon- ráðsson stud. med. Má búast við, að íþróttakennsla verði aukin all- veriilega í skólanum, io(g í fram- tíðinni verði gerðar miklu meiri kröfur til þess, að ákveðnu prófi í íþróttum verði náð, til þess að embættispróf fáist. Deð bezta verður ÉnSt ódýrist. Nýslátrað dilkakjöt. Frosið dilkakjöt. Nautakjöt. Kálfakjöt. Grænmeti, allskonar. Álegg, fleiri tegundir. Allt, sem þér þai-fnist í ferðalagið. Pantið í matinn í tíma. ’ Pantið í hann í síma 9291 — 9219. fgteMafifiMI. ALÞYÐUBLAÐBÐ FÖSTUDAGUR 23. ágúst 1940. Þegar „Athiníu“ var sökkt. Fyrsti hernaðar- legi stórviðburðurinn í stríðinu milli Breta og Þjóðverja var sá, að þýzkur kafbátur skaut brezka far- þegaskipið ,,Athiníu“ í kaf, 250 mílum úti fyrir írlandsströnd- um. Var það níu stundum eftir að Chamberlain lýsti England í, stríði við Þýzkaland! Athinía var 13 000 smálestir og á leið til Montreal í Canada. Vakti at- burðurinn geysilega athygli og gremju. Stýrði ,Athiniu‘ þegar henni var sökt við íriandsstrendur -----------♦...............................■■ Var sfðan á e.s. yBarnnlorbes* sem rakst á tundUrdufl við strendnr Portugal. AÐ þarf ekki stóran mann til að stýra stóru skipi, hugsaði ég með mér, þegar ég sá Ross rórmann. Hann er lítill vexti, en hafði samt staðið við stýrið á „Athiníu“, þegar þýzkur kafbátur sökkti henni 3. sept. s.I. Hann eirði ekki heima, og fór strax aftur á sjóinn, en þá rakst skip harís á tundurdufl og sökk á fimm mínútum. Hann er ltom- inn enn af stað, í engu smeykur um að verða sjálfur með í þriðja sinn er skip, sem hann stýrir, sigli niður á hafsbotn með hjálp drápstækja nútímans. Ég hitti Ross nýlega að máli hér í Reykjavík og virtist hann ekkert hafa á móti því að segja frá „afreksverkum r.azistanna“, eins og hann kallar það. Honum sagðist svo frá: „Við lögðum af stað frá Glas- gow kl. 10 um kvöld á fimmtii- dag. Véður var sæmílega stillt log enn friður í heiminum, þótt átökin væru hörð. Ferðihni var heitið til Montreal í Canada, 'og farþegar flestir Canadamenn. Um kl. 2 sömu nótt komum við 'til Moville á Norður-Irlandi. Þar tókum við tæplega 200 írska út- flytjendur, sem, ætluðu að setjast að vestan hafs. Höfnin er lítil, svo að skipið gat ekki lagzt að, en farþegarnir komu út að því í smábátum. Frá Moville héldum við kl. 4,30 um nóttina, og á haf út. Striðlð skellnr á. Þenna dag sagði Bmgland Þýzkalandi stríð á hendur. Feng- um við fyrirskipun um þa'ð, frá flotamál aráðuneytinu, að fara út af venjulegri siglingaleið. Þrátt fyrir stríðsyfirlýsinguna virtust farþegarnir ekkert öttast, néeiga sér nokkurs ills von. Þetta kvöld átti ég vakt við stýri'ð frá kl. 6—8. Sjór var all úfinn, og tölu- verð gola. Farþegar voru að ljúka við kvöldverð, sumir gengu um þiljurnar aðrir voru í klefuim sin- um. . Það var orðið all dimmt, en þó virtist allt leika í lyndi. Skyndilega kallaði vör'ðurinin til mín og sagði að kafbátur væri á stjórnborða, uim 509 metra frá. Ég leit þangað, og sá þá tva blossa u;m leið og vatnströkar þeyttust upp. Það var enginn vafi, tundurskeyti voru á leið- inni. Við gátum ekkert gert, það var enginm tími til neins. Augna- bliki síðar urðu ógurlegar spreng- ingar aftur í skipinu, þar sem tundurskeytin höfðu borað sig inn í skiipið. Ögurleg sprenging varð í vélarúminu, og öll ljós slokkn uðu. Bráðlega tókst þó að koma hjálparvélum, í gang, svo ljós kviknuðu aftur. Björonnarstarfið. Þegár ljósin kviknuðu var ægilqgt um að litast. Farþegar hlupu fram og aftur, faðir leit- aði að syni, móðir að dóttur. Ef til vill hafa margir vinir, rnargt venzlafólk eða unnendur aldrei sézt eftir þennan atburð. Skips- höfnin reyndi eftir mætti að að- stoða við björgunina, dreifa björg unarbeltum og leiðbeina fólki í bátana. Margir höfðu farizt við sprenginguma, margir voru lok- •aðir niðri í skipinu, en samt var krökkt af æðisgengnu fólkinu, sem hópaðist til bátanna. Ég hljóp strax til þess báts, sem ég átti að vera í. Gekk okkur sæniilega að koma fólkinu í bát- inn, og var hann settur á flot að því loknu. Þegar honum var rennt iniður, safnaðist allt fóMð í aðra hlið bátsins, við fengum við ekkert ráðið. Bátnum hvolfdi og mikið af fólkinu varð undir hon- um. Eftir það vissi ég lítið, hvað skeði. Ég veltist 18 klukkustund- • iir í sjónurn, þar til írskur flutn- j ingabátur bjargaði mér. Hversu margir fórust vissi ég ekki, hvort vinir mínir björguðust eða ekki veit ég ekki enn, og ef til vill fæ ég aldrei að vita uim það. Aftur á s]ónum. írska skipið flutti okkur til Galway á íriandi. Fórum við það- an heim til Skotlands, þar sem stjórnin greiddi okkur skaðabæt- ur, og síðan fengum við máinað- ar hvíld. Eftir það lét ég skrá- mig aftur á skip, að þessu sinni á „Barunforbes". Sigldi það með járnsand til Spánar. Var ég á því rórmaöur, eins og á Athiníu. Þann 8. nóvember var „Bar- unforbes“ úti fyrir St. Vincmt- höfða í Poriugal. Átti ég vörð við stýrið frá kl. 10—12 um kvöldíð. Veðrið var hið bezta, og við höfðum einskis orðið varir. Sigld- um við einir sér, en ekki í fyigd með öðrum skipum og herskip- um. Kl. 12 fór ég af verði og labb- aði niður í eldhús. Stóð ég þar í dyrunum, þegar ég heyri ógur- lega sprengingu frammi á. Hljóp ég strax á bátadekk og sá þá, að stjórnpallurinn og fremrihluti skipsins hafði sprungið í loftlupp, þegar skipið rakst á tundurdufl- ið. Á stjórnpalli voru þá skips- stjórinn og rórmaður á verði. Munu þeir báðir og allir hinir, sem voru neðan þilja, hafa far- izt. Mér tókst ekki að koma bát- unum útbyrðis, enda kom aðeins einn maður til, fyrsti stýrimað- ur. Urðum við að fleygja okkur í. sjóinn, sem nú éftir sprenging- una var mjög blandaður járn- sandi. Þegar ég var að veltast þar, riakst ég á lík skipsstjórans. Þekkti ég á búningnum, að það var hann, enda þótt höfuð hans og fætur vantaði. — Skipið sökk á fimm mínútum, meðan ég og fyrsti stýrimaður vorum í sjónum, líkari negrum en hvítum mönnum, vegna járnduftsins, sem ■y.ar í sjónum. Eftir 3V2 klukku- stund kom portúgalskur fiskibát- ur að og bjargaði okkur. Hafði hann fumdið einn mann auk okk- ar, allir hinir förust. Báturinn flutti okkur til Lissabon. Þar sem við dvöldumst á „Hospital Britannico“. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.