Alþýðublaðið - 27.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.08.1940, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐBÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 194t AkraneS'Svignaskarö - Borgarnes. Bilferðir fjóra daga viknnnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugssowar. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. Reykjavlk - Hraðferðir alla daga. Blfreiðastoð Mnreyrar. Blfreiðastðð Stelnðórs. Útgáfa Menningarsjóðs: Snltnr, eftir Hnnt Hamsnn ÞAÐ eru sennilega ekki marg- ir erlendir rithöfundar, sem hietið hafa jafnmiklar vinsældir hér á landi og Knut Hamsun, og er paö mjög að maklegleikum, j)ví áð hann mtm tvimælalaust vera talinn sérstæðasti iog snjall- asti núlifandi rithöfundur Niorð- lurlanda og pótt víðar væri leitað. Ekki er paö pó sakir pess, að svo rnargar bækur eftir hann hafi verið íslenzkaðar, heldur hafa peir, sem á annað borð eru bænabókarfærir á Norðurlanda- mál, lesið hann á frummálinu. Tvær bækur hans, Pan og Vik- toría, auk nokkurra smásagna, hafa pó komið út á íslenzku í alveg / óvenjulega snjallri pýð- ingu, en pýðandinn er Jón Sig- rurðsson frá Kaldaðarnesi, skrif- stofustjóri alpingis. Auk pe®s hefir ein skáldsaga Hamsuns, Niobelsverðlaunasagan Gróður jarðar, verið lesin í útvarpið, en Helgi Hjörvar íslenzkaði á smekk- legan hátt. íslenzkir lesendur hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir fleiri bókum Hamsuns með pýð-- ingarhandbragði Jóns Sigurðs- sonar, og nú er pá loksins komin íút ein í viðbót á vegum Menn- ingarsjóðs, bókin Sultur, sem gerði höfundinn frægan og veitti honum brautargengi á hinum grýtta ferli rithöfundarins. Sultur mun sennilega ekki verða talin meðal merkustu bóka Hamsuns, enda pótt hún vekti fyrst á honum athygli sem ó- venju listfengum og frumlegum rithöfundi. Gróður jarðar log fieiri bækur myndu sennilega verða taldar fremri. En ei að síður var gaman að fá pessa bók á ísienzku, ekki sízt, ef fleiri bækur pessa höfundar fylgdu á eftir, pýddar af sama manni. í Sulti segir höfundurinn frá pví, er hann ráfar soltinn um göturnar í Osló, sem á peim ár- Um hét Kristianía, og átti sjaldn- ast pak yfir höfuðið. Bókin er um pað, hvernig örbirgðin verk- ar á viðkvæmar og stoltar sálir. Hreinskilni höfundarins ér dæma- fá; hann symr lesandanum inn í innstu fyigsni sálar sinnar og dregur ekki fjöður yfir neitt, og stílsnilldin er töfrandi. Pýðingin er eins pg bezt verð- ur á kosið. Jón Sigurðsson er gæddur óvenjujgóðum málsmekk og er afar vandvirkur. Gaman væri að eignast allar bækúr Hamsuns í pýðingu Jóins Sig- urðssionar, og ætti að veita hon- um styrk til að geta gefið sig allan við pví starfi. Það er vafa- iaust hægt að fá nóga menm til að veita forstöðu skrifstofu al- pingis, en pað er sennilega ekki nema pessi eini íslendingur, sem er fær um að pýða rit Ham- sUns. Karl mfeld. Stykkishólmsför K. R.-inga. Um 20 K.R.-ingar fóru um helg- ina til Stykkishólms. Voru það 8 stúlkur og 8 piltar, sem kepptu í íþróttum við pilta og stúlkur úr Ungmennafél. Snæfell. Þar að auki voru svo tilreyrandi fylgifiskar, fararstjórar o. s. frv. Lagt var af stað með Laxfossi á laugardag. Var veðrið leiðinlegt, stormur og sjóveiki töluverð. Var haldið með bifreiðum áfram til Stykkishólms sama dag. Daginn eftir var enn slæmt veður, stormur og rigning. Þá um daginn fóru keppnirnar fram að Skildi, sem er skammt sunnan við Stykkishólm. Kvenþ.jóðin keppti í handknattleik og fóru leikar svo, að K.R.-injur sigruðu með 6:1. — í frjálsum í- þróttum voru aðallega sýningar. I 100 m. hljóp Jóh. Bernhard á 11,5, en Anton B. Björnsson og Þor- steinn Magnússon á 12,4 í há- stökki stökk Gunnar Huseby 1,60. Þá voru einnig sýnd köst, stang- arstökk o. fl. — Benedikt Jacobs- son flutti fyrirlestur um íþróttir í Ungmennaf élagshúsinu. Benedikt G. Wáge sýndi íþróttakvikmynd Í.S.Í. í samkomuhúsi Stykkishólms. TUNNUR. Vil kaupa notaðar síldartunnur. Tunnunum veitt móttaka í pakkhúsinu við Lofts- bryggju. Sími 1570. ÍÞRÓTTIR Valnr varð íslandsmeistari eftir jafntefli við Víking. LEIKURINN í gær var fjör- ugur og spennandi, enda var mikið í veði. Víkingar byrj- uðu með marki í fyrri hálfleik, en Valsmenn, jöfnuðu seinast í hálfleiknum. Val var nóg að fá jafntefli til að vinna sigur, svo Víkingar þóttust allt hafa að vinna. Fyrst í fyrri hálfleik sækja Valsmenn allhratt, en áhlaup Víkinga eru hins vegar miklu hættulegri. Veltur þannig á ýmsu, lítill samleikur og hvor- ugt liðið búið að finna sjálft sig. Um miðjan leikinn fóru Víking- ar að sækja sig, og tókst þá að setja mark sitt. Ingi lék á Vals- mann og gaf knöttinn til Ise- barns, sem hljóp inn á og var þar frír og skaut í horn Vals- marksins. Seinast í hálfleiknum jöfnuðu Valsmenn. Lolli fær knöttinn út á opinn kant vall- arins. Hótar hann þar með því að vaða í mark, svo Brandur neyðist til að hlaupa til hans. Við það verður Sigurpáll frír, en Lolli leikur knettinum til hans. Skaut Sigurpáll í mark, laglegu skoti. Seinni hálfleikur var mun hraðari og fjörugri en sá fyrri. Sókn og vörn var eins á báða bóga ■ og aldrei hvíld. Seint í hálfleiknum settu Valsmenn mark úr þvögu, en dómarinn dæmdi það ógilt, af því að einn Valsmaður stóð á marklínunni og hlaut því að vera rangstæð- ur. Oft lá við marki fyrir utan þetta atvik, en alltaf var ein- hver til að bjarga. — Hermann stóð sig mjög vel og varði það, sem varið varð, nema ef vera skyldi þetta eina mark, en um það er illt að segja nokkuð. Aftasta vörnin, Grímar — Sig- urður — Frímann, hafa oft leik- ið betur, en þó ber þess að gæta, að Víkingarnir á móti þeim, Isebarn, Þorsteinn og Eiríkur, eru leikmenn, sem aldrei er hægt að vita hvað gera, fljótir og hættulegir. Guðm. Sig. var einn bezti og þarfasti leikmaður Vals. Framlínan var laus og lék ekki eins vel saman og oft áður. — Um Edwald má segja svtipað og Hermann, þótt það sé dálítið veikleikamerki, hversu oft hann slær knöttinn. Skúli lék nú bet- ur en nokkru sinni áður, og Gunnar var með bezta móti líka. Um Brand er sama að segja og venjulega, gagnlegur og alls staðar til hjálpar, þar sem þörf er. Vilberg leikyr framvörð sýnu betur en hann hefir leikið framherja. Á framlínuna hefir áður verið minnzt, hún er eins og sprengja, sem alltaf getur sprungið. Ingi lék ágætlega inn- framherja. Úrslit mótsins eru þessi: Unnið Jafnt Tap Mörk Stig Valur 2 1 0 6:4 5 Vík. 1 2 0 7:4 4 K.R. 1 0 2 6:6 2 Fram 0 1 2 4:9 1 Valur er því íslandsmeistari fyrir 1940. Afhenti forseti Í.S.Í. bikarinn að leiknum loknum. Kappleiknum var útvarpað. ÁframhaldMeist aramóts í. S. í. Meistaramótið heldur áfram á morgun og fimmtudag. Verður þá keppt í þeim greinum, sem eftir voru, þ. e. boðhlaupum, 400 og 1000 m., kappgöngu og hlaupi 10 km., hvorttveggju og fimmtar- þraut. Er vel farið, að þessi hluti móts- ins skuli vera fluttur frá hinu, en það gerir íþróttamönnum mjög léttara um vik. Það hefir mikið verið um kapp- göngu rætt hin síðari ár, gérstak- lega í sambandi við íþróttamótin. Þykir flestum það ófögur íþrótt, þótt eitthvað kunni hún að hafa til síns ágætis. í Allsherjarmótinu má telja víst, að ef til vill einn kepp- andi hafi keppt vegna íþróttarinn- ar, hinir vegna stiganna. Þannig mun það hafa verið undanfarin ár, einn, tveir, stundum enginn keppa, aðeins til að afla félagi sínu stiga, eða til að láta keppnina fara fram. — Annað athugavert atriði er það, að nær hvergi nema hér á landi er kappganga talin með frjálsum íþróttum, hún er alls staðar höfð sem sérstök íþrótt, sem keppt er í á sérstökum mótum. Er mjög at- hugunarvert, hvort ekki ætti að láta fara fram árlega víðavangs- göngur eins og víðavangshlaup. Mætti búast við að það gæti aukið áhugann, því að fleiri sæu keppn- irnar, og réttu aðilarnir myndu koma í þær. — Skíðamenn gera mikið að því að iðka göngur og hlaup á sumrin. Skátar iðka einnig göngur mikið. Ættu þessir aðilar að taka saman höndum og koma upp göngumótum, óviðkom- andi frjálsum iþróttum. Eftir Meistara- mót í. S. í. Meistaramótið er nú nær allt bú- ið, og því hægt að fá sæmilegt yfir- lit yfir framkvæmdir þess og hina ýmsu aðila, sem að því stóðu. Það er fyrst frá að segja, að framkvæmdir mótsins voru mun daufari en Allsherjarmótsins. Tel ég það stafa af því, að sama félag varð að halda þessi tvö mót með svo stuttu milliþili. Það er hægt að halda mót með lítilli fyrirhöfn og án þess að gera nokkurn hlut til þess að það fari vel fram. Það er hægt að láta allt erfiðið, sem við mótið er, sitja á hakanum og reyna á einhvern hátt að drasla því af á síðustu stundu. En með því móti er verið að drepa frjálsar íþróttir hér á landi, það er hægt og hægt verið að kvelja úr þeim lífið. Þetta hefir verið gert hér á landi undanfarin ár. Þó vil ég alls ekki segja, að það hafi verið gert á þessum tveimur mótum, en engu að síður er fram- kvæmd þeirra langt frá því að vera fullkomin. Starfsmannahópur sá, sem við þessi og önnur mót í Reykjavík starfar, virðist vera gallaður í meira lagi, þótt margt sé þar góðra manna. Það er að verða klassiskt hjá þeim, sem eru skipaðir í sumar stöður, að mæta alls ekki. Helztar af þessum stöðum eru: hringavörð- ur, leikboði, markdómarar og brautadómarar. Allt eru þetta mik- ilsverðar stöður, sem alls ekki ætti að vanrækja. Það er algengt, að tímaverðir athugi og taki til greina millibil milli hlaupara, þegar þeir ákveða tíma. Þeirra starf er aðeins að taka tíma á skeiðúr og Iesa af úr unum. Ef markdómurum finnst tímarnir ekki samsvara millibilun- um, getur hann breytt þeim. Margt fleira mætti benda starfsmönnum á' en allt ber það að sama tarunni. Í.S.Í. á að halda starfsmannanám- pkeið og fara fram á við félögin, að þau sendi svo og svo marga full- trúa á námskeiðin. Um löggæzlu er sviþað að segja og venjulega. Ákveðinn hópur manna húkir jafnan inni á vellin- um, rekandi nefið ofan í allt og alla, gagnrýnandi dóinarana og klappandi keppéndunum hátt og lágt brosandi út undir eyru ef vel. gengur, með hryggðarsvip, ef illa gengur. Lögregluþjónarnir, sem. eiga að vera inni á vellinum, eru í.' stúkunni, áhorfendur, sem eiga að vera í stúkunni, eru inni á vellin- ípróttir vestan- manna. Margir, sem veitt hafa éanadisku hermönnunum athygli, er þeir eru að leikum sínum, hafa tekið eftir því, að þeir nota við þá mikið Iít- inn bolta og stórt, svert prik, á stærð við hakaskaft. Þessi áhöld eru úr þjóðaríþrótt Canada, „Softball" (myndi þýða „mjúki-knöttur“ orð.rétt)., Er í- þróttin frekar ung, mun vera tekin.' upp á síðustu öld. Húrí ér aðallega leikin í háskólum Ameríku, þótt. hver einasti vel fær ungur og gam- all maður geti „slegið knött“. Hugmyndin, sem leikurinn er byggður á, er sú sama, sem „kýlu- boltaleikur" íslenzku barnanna byggist á. Knötturinn er kýldur út, og á sá, sem kýlir, að hlaupa. . vissan spöl, þ. e. til þriggja marka, sem liggja á ferhyrning, og aftur á högfstaðinn. Eftir vissum, flóknum. reglum er svo hægt að ónýta hlaup hans. Fyrir hvert gilt hlaup fær lið hlauparans stig. Það lið, sem fleiri stig fær, hefir sigrað. Út frá þessu er til fjöldi smáleikja, allir - ætlaðir til æfinga fyrir þennan að- alleik. Er hann mjög spenn- andi og hraður. Knötturinn er all- harður, svo það getur verið sárt að grípa hann úr háalofti. Vinsæld- ir leiksins í Ameríku ættu að vera trygging fyrir því, að hann hefir eitthvað til síns ágætis. Væri sízt illt, að hann yrði innleiddur hér á landi. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu— sundi 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.