Alþýðublaðið - 27.08.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1940, Blaðsíða 4
Hwer var ai hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGCST 194* aS hlæja? Laupið bókina og brosið með! ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Eyþór Gunnars- son, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr tónfilm um og óperettum. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Enn frá Vestmanna- eyjum (Loftur Guðmunds- son kennari). 20,55 Hljómplötur: a) Fiðlukon- sert eftir Vivaldi. b) Harpsi- chord-konsert eftir Bach. c) Lög úr óratóríinu ,,Messías“ eftir Hándel. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Næturvarzla bifreiða: Bæjarbílastöðin, sími 1395. ' ,i«i Á Akureyri var í gær norðaustan stormur með óvenjumiklum kulda, miðað t við þann tíma árs, sem nú er að líða. Hjónaband. Síðastliðinn sunnudag voru gef- in samari í hjónaband í Þingvalla- kirkju ungfrú Jórunn Jónsdóttir og Sverrir Magnússon lyfjafræð- ingur. Lítill fiskafli er um þessar mundir hjá fiskibát um og togurum. Kristján Grímsson læknir andaðist á Landsspítalan- um í gær. Meistaramótið. Seinni hluti hefst annað kvöld kl. 7%. Starfsmenn og keppendur mæti kl. 7. Hættið tðbaksnantn! Viljið þér hætta tóbaksnautn á auðveldan hátt? Ef svo er: Skrifið eftir upplýsingum til: Ingimars Tilbjáimssonar Reykjavíkurv. 20 B, Hafnarfirði Tveim tiiranna- kanínm * stolið. Þær ern sýktar hættn- legain sjnkdómi. FYRIR utan hús Rannsókn- arstofu Háskólans við Bar- ónsstíg eru kanínubúr, þar sem geymdar eru sýktar tilrauna- kanínur. Utan um búrin er há i vírnetsgirðing, en þau sjálf að- eins lauslega lokuð. Um helgina hafa þjófar nokkrir brennt sig á því, að „ekki er allt gull, sem glóir“. Þeir hafa klifrað yfir girðing- una og stolið tveim kanínum. Kanínurnar eru báðar sýktar sjúkdómi, sem getur verið hættulegur bæði mönnum og dýrum. Ef hann kynni að koma upp einhvers staðar, mundu læknar þekkja hann á auga- bragði, og þjófarnir þar með uppvísir. För eftir þjófana sjást í garðinum, og öll verksum- merki benda ábyggilega til þess, að um þjófnað sé að ræða. Mun ekki verða tekið hart á brotinu, ef kanínunum verður skilað strax, og mun það ábyggilega vera bezt fyrir þjófinn, sem þarna er kominn út á all hálan ís. SILDIN Frh. af 1. síðu. lega svip hins geysilega afia. — Fyrir rúmri viku siðan var far- ið að moka síldinni í hauga á „síldarplönunum". Þama liggur ínú síldin í haugum og meðfram þeim renna lýsislækirnir. Sums- staðar þar sem þessir haugar standa hafa verið grafnar gryfj- ur sem lýsið úr síldinni rennur niður i. Er nú mikið talað um þessa hauga iog falla mörg kaldyrði út af þessu fyrirkomulagi í stjórn síldarmálanna. LAUNAGREIÐSLUR BRETA Frh. af 1. síðu. unnu hjá setuliðinu vikuna 18. —25. þ. m., fá kaup sitt borgað næstkomandi laugardag 31. ág- úst. Brezka setuliðið telur nauð- synlegt að hafa þessa aðferð, og geti það ekki komizt af með minni tíma til að ganga frá end- urskoðun og ávísunum á greiðslu verkalaunanna, enda fara þessar skýrslur um hendur margra manna. Þetta er líka eðlilegt þar sem mjög margir verkamenn vinna stöðugt hjá Bretunum. Það er að vísu mjög skiljanlegt að verkamenn vilji helzt fá kaup sitt greitt sam- kvæmt þeim venjum, sem hér hafa ríkt, en þetta er þó ekki, að mínu áliti, svo stórt atriði, að það taki því að gera mikið veður út úr því. Að öðru leyti vil ég segja þetta: Ráðsmaður Dagsbrúnar bað mig að aðstoða við útreikning á vinnuskýrslum, en síðar varð það úr, að ég tók starfið alveg að mér. Ég skila vinnuskýrsl- um tveimur dögum eftir að ég fæ þær í hendur. Síðan eru skýrslurnar til athugunar hjá setuliðinu til föstudags og þá koma þær til mín, ásamt greiðsl- um til verkamanna. Þetta var þó ekki síðastliðna viku, og stafaði það af óviðráðanlegum töfum hjá setuliðinu. Ég vil taka það fram, af því'aff Þjóð- viljinn fullyrðir hver þóknun mín sé fyrir útreikning vinnu- skýrslnanna, að hún hefir enn ekki verið ákveðin.“ ÞJÓÐVERJ.4R OG HERTEKNU LÖNDIN tt Frh. af 1. síðu. öðru móti en því að auka seðla- útgáfuna fram úr öllu hófi. Af leiðingin er svo hraðvaxandi verðfall peninga í öllum þessum löndum með þarafleiðandi dýr- tíð og hörmungum. Það er þessi SHAMLA BIO WM pn NYJA BEO fm (Drotnarar hafsios. Flugkoournar. (RULERS OF THE SEA.) (TAIL SPIN.) Amerísk Paramountkvik- mynd um ferð fyrsta gufu- skipsins, er sigldi yfir At- lantshafið. Aðalhlutverkin leika: Amerísk kvikmynd frá FOX, er sýnir á spennandi hátt baráttuviðlitni ungra kvenna til frægðar og. frama. Aðalhlutverk leika: Douglas Fairbanks jr. og Alice Faye, Margaret Lookwood. Constance Bennett og Danby Kelly. Sýnd klukkan 7 og 9. Sýnd klukkan 7 og 9. Jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar,. Jónveigar Jónsdóttur, fer fram frá fríkirkjunni miðvikudaginn 28. ágúst og hefst meS húskveðju að heimili hinnar látnu, Vitastíg 12, kl. 1,30 e. h. Aðstandendur. Sanmnp iJoiiiifllail * Allar stærðir af saum nýkomnar — Einnig pappasanmur. Máflnimg & Járnvörnr Laugaveg 25 — Sími 2876. leikur, sem nú er leikinn misk- unarlaust í Frakklandi, Hol- landi, Belgíu, Danmörku, Nor- egi, Póllandi og Tékkoslóvakíu. LOFTÁRÁSIR Á LONDON OG BERLÍN Frh. af 1. síðu. á Bretland muni færast í aukana Þjóðverjar eigi nú ágætar flug- vélar á næstu grösum við Bret- land og séu af kappi að venjít flugmenn sína við næturflug. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuS' húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. KAUPI GULL og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. TTirm Sahamálasaga eftir Seamark 51 ósigrandi að búa sig undir að þjóta á Dain og láta auðnu ráða. Dain tók svartan silkiklút upp úr vasa sínum og hélt h'Onum fyrir andlitinu. — Jæja, segið mér nú, hvað Lazard hefir í hyggju: Tansy greip tækifærið. Um leið og Dain brá vasa- klútnum fyrir andiitið, herti hann upp bugann og þaut á Dain. I sama bili brá Dain klútnum fyrir aug- un, rétti fram handlegginn og hleypti af. Það kom leiftrandi blossi. Tansy skjögraði við og greip um augun. Svo stundi hann af kvölum. S\ro rak hann upp hátt óp og hneig niður. Hann var steinblindur. Hann gat ekki séð glætu. — Hamingjan góða, hrópaði hann — Hvað hafið þér gert? Þér hafið gert ig blindan. Dain tók klútinn frá augunum. Augu hans höfðu ekki orðið fyrir áhrifum glampans, svarti vasaklút- urinn hafði fcomið í veg fyrir það. En jafnvel í gegn um margfaldan vasaklútinn hafði ijósið náð og hann sveið örlitið í augun,, en hafði þó fulla sjón. i — Það er áreiðanlegt að þessa verður ekki látið óhefnt, emjaði skartgripasalinn. Dain sleppti nú áhaldinu, sejn hann hafði haidið á, á gólfið, enda var það orðið rautt af hita. Svo tók hann rykgleraugu og setti þau upp. — Einmitt, sagði hann. — Ég ætlaði einmitt að spyrja yður um glæpamannafJokkinn. — Heldur vil ég sjá yður hanga í hæsta gálga, slátrarinn yðar, hreytti skartgripasaiinn út úr sér. — Eins og nú er komið, á ég vald á lífi yðar, sagði Dain rólega, eins og ekkert hefði í skorizt. — Þér ættuð að telja yður heppinn að hafa komizt lífs af. Þér komuð hingað í því skyni að myrða mig. Það gerði Lyal! líka, og Lyall dó. Lazard kom hingað í sömu erindum. Og hann fékk aðeins ofuriítinn gálga- frest. Hann verðskuldar tólf ára betrunarhússvinnu í hinum ágætu fangelsum okkar. Ég ætla mér að sjá um, að hann fái makleg málagjöld. Og ég ætla að þyrma yður í þetta sinn, aðeins tiL þess að þér getið fengið að litast um innan fangelsismúranna. í — Þér hafið blindað mig, svínið yðar. — Nei, það hefi ég nú reyndar ekki gert. Ég hefi aðeins lamað sjóntaug yðar um stundarsakir. Eftir þrjá til fjóra klukkutíma fáið þér sjónina aftur. Það er að segjia, ef þér fáið ekki annan skammt; en það er algerlega undir yður sjálfum komið, hvort þér fáíð seinni skammtinn eða ekki. Skartgripasalinn hreytti út úr sér ógurlegum for- mælingum og guðlasti. Dain beið þangað til Tansy var orðinn rólegur aftur. — Ef þér fáið annan skammt í augun, verðið þér blindur til æviloka, sagði hann rólega. Segið nú sann- leikann. Hvar er Lazard? — I ALdgate. Hann tautaði þetta svo óskýrt, að orðin heyrðust varla. — En í JÍvaða skyni ætlaði hann að blekkja: migf með símasamtalinu? — Lazard ætlaði aldrei að koma þangað sjáifur. Ef þér kænrnð, þá áttu menn hans að ráða niðurlögum. yðar. — Það er gaman að frétta þetta. En hvernig, átltt þeir að ráða niðuriögum mínum? — Það átti að fara með- yður eins og venja er meðal glæpamanna. Það átti að drekkja yður. — Þakka yður fyrir. Hvað borgaði Lazard yður mikið fyrir kvöldverk yðar? — Þúsund pund. Og ég átti áð drepa yður og: eyðileggja vélarnad i þessui herbergi. —: Og að þessu Loknu hefir hann ætlað að koma yður úr landi, býzt ég við. — Já, það sagði hann að minnsta kosti. — Jæja, ég vona, að þér séuð ánægður ,með afrek yðar. Ég er að hugsa umi að halda yður hérna hjá. mér um stundarsakir mér til skemmtunar. Það er svO' einmanalegt hér. Svo ætla ég að heimsækja vin yðar„ Dain batt hann rammlega á hönd'um og fótum'. — Nú er aðeins eitt eftir, vinur minn, sagði hann- — Þér eigið eftir að segja fáein orð við Lazard E símann. Þér segið honuim aðeins, að yður hafi heppn- ast verk yðar, þér segizt hafa drepið mig og eyðilagt allar vélarnar. Að svo mæltu rétti hann honum símaáhaldið. Tansy brölti svo mikið sem hann gat í böndunum.. — Farið þér til fjandans, sagði hann. — Ef þér verðið nú ekki þægur, Tansy, þá fáið þér hinn skammtinn, sagði Dain róleg-a. Hann beygði sig

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.