Alþýðublaðið - 29.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1940, Blaðsíða 2
GUNNAR GUNNARSSON Frh. af 1. síðu. — Hafið þér skrifað bókina á öðrum málum en íslenzku jafn- framt? ,,Um sérstaka kafla get ég svarað því játandi, og hefi ég gripið í það jöfnum höndum að þýða bókina á önnur mál. Ann- ars er nú, eins og allir vita, ó- mögulegt að koma frá sér hand- ritum eða öðru til útlanda.“ — Er þetta ekki fyrsta bókin, sem þér hafið skrifað á íslenzku síðan þér fluttust til Danmerk- ur? „Jú, þetta er fyrsta heila bók- in, sem ég skrifa á móðurmáli mínu síðan.“ — Og hvernig fellur yður að vinna að ritstörfum heima? ,,Mér fellur það vel, hér er næðissamt. — Annars getur ekki hjá því farið, að ástand það, sem nú ríkir í heiminum, hafi nokkur áhrif á störf manna.“ NÝTT ÚTGÁFUFÉLAG Frh. af 1. síðu. út á vandaðan pappír og bundn- ar í skinnband. Byrjar útgáfan á hinu mikla verki höfundarins „Kirkjan á fjallinu11, sem verð- ur í þrem bindum. Þýðingu á því verki annast, eftir ósk höf- undarins, Halldór Kiljan Lax- ness, en höfundurinn skrifar sjálfur eftirmála. — Gunnar Gunnarsson ritar með eigin hendi á hvert eintak af bókun- um og verða þau öll tölusett." Innan skamms mun Land- náma, sem eins og tekið er fram er aðeins nýstofnuð og einu sinni ekki komið svo langt að stjórnin hafi skipt með sér verk- um, hef ja fyrir alvöru starf sitt. Síðar mun verða skrifað hér í blaðið nánar um þetta nýja bókmenntafélag og verkefni þess. LOFTHERNAÐURINN Frh. af 1. síðu. niður. 1 tiikynningum Þjóðverja um loftárásina á Berlín síðastliðna nótt er þvi haldið fram að brezku flugmennirnir hafi varp- að sprengikúlum og íkveikju- sprengjum yfir borgina. Tíu manns biðu bana af völdum ioft- árásanna, en um 30 særöust. í brezkum tilkynningum er sagt frá loftárásum á hafnarmann virki í Kiel og Wilhelmshaven, á Messerscmidtverksmiðjurnarvið Augsburg, og fjölda margar flug- istöðvar í Frákklandi, Hollandiog Þýzkalandi. Ennfremur hafa ver- ið gerðar nýjar árásir á flug- vélaverksmiðjur í Milano og Tur- in. í loftárásimni á Derna í Libyu kviknaði í tveimur skip- pm. í loftárás á flugstöðvarnar við Dessie og Harrar í Abessiníu kviknaði í flugvélaskýlum. FREYJUFUDUR annað kvöld kl. 81/2- Venjuleg fundarstörf. Hag- nefndaratriði annast: Elínborg Guðbjarnadóttir, Sigurj. Á. Ól- afsson og Kristinn Vilhjálms- son. Fjölmennið stundvíslega. Æðstite'mplar. ALÞVÐUBLAÐIÐ MMMTUDAGUR 291 águst 194ö Viðbunaður Bandarikjanna: Oldungadeildin saipffekir leyfi til að taka 29 aidursflefeka til æfinga Og til að taka alla framleiðslai landsins, ef til styrjaldar kæmi. ------4----- OLDUNGADEILD þjóð- þings Bandaríkjanna hefir með 58 atkv. gegn 31 afgreitt til * fulltrúadeildar- innar frumvarp, sem heimil- ar forseta Bandaríkjanna að kveðja til heræfinga vopn- færa menn á aldrinum 21 til 30 ára. Er hér alls um að ræða yfir 12 milljónir manna, en gert er ráð fyrir, að kvaddir verði til heræf- inga 100 000 menn árlega. Heimilt er, að láta þá gegna herþjónustu hvar í Vestur- álfu sem er og í nýlendum Bandaríkja hvar sem er. Þá hefir deildin og sam- þykkt frumvarp um að rík- isstjórnin geti tekið alla framleiðslu landsins í sínar hendur. Um frumvarp þefta hefir verið mikið deilt að undanförnu. Komu fram 4 breytingartillöigur, sem allar miðuðu að þvi, að fresta heimildinni, en allar breytingar tillögumir voru felldar. Sagði Roosevelt nýlega, að hann ætl- aðist til þess, að málið fengi greiða afgreiðslu, þar sem af- leiöing frestunar yrði töf á landa- varnafyrirætlunum stjórnarinnar. Búizt er við, að frumvarpið verði feamþykkt í fulltrúadeildinni. í blöðum Bandaríkjan-na er að sjálfsögðu mikið rætt um málið og virðist Tydings þingmaður skýra bezt í fáum orðum þá skioðun, sem orðið hefir efst á baugi. Tydings er öldungadeild- arþingmaður fyrir Maryland. Vitn ar New York Times í þessi um- mæli hans, en þau hljóða svo: „Það er betra að hafa þessi lög og þurfa ekki á þeim að halda, heldur en að þurfa á þeirn að halda og hafa þau ekki“. Dað bezta verður ðvalt ðdýrast. Sultuglös alls konar. Flöskulakk. Betamon. Atamon. Sýróp og flest annað nytsamt og nauð- synlegt til geymslu og niður- suðu á rabarbara og grænmeti. Stebbabúð. Símar 9291 — 9219. BETAMON er bezta rotvarnar- efnið. mmmmmmmma Tllkynning til húseigendst I Reykjavik Áð gefnu tilefni eru húseigendur minntir á það, að samkvæmt lögum um húsaleigu nr. 91 frá 1940 er leigusölum óheimilt að segja upp leigu- samningum um húsnæði, nema þeir þurfi á hús- næðinu að halda fyrir sjálfa sig eða vandamenn sína. Þá eru húseigendur alvarlega áminntir um það, að leggja fyrir húsaleigunefnd til samþykktar alla leigumála um húsnæði, sem gerðir hafa verið síð- an 4. apríl 1939 og enn hafa ekki verið lagðir fyrir nefndina. (Samningarnir séu þríritaðir.) Van- ræksla í þessu efni getur varðað sektum. Nefndin er til viðtals í bæjarþingstofunni alla mánudaga og miðvikudaga kl. 5—7 síðdegis. Reykjavík, 28. ág. 1940. HúsaleignneM. Reykjavik - Akarej HraðferOir alla daga. Bifrelðastðð Aknreyrar. Bifreiðastöð Steindðrs. íþróttafréttir i dag. í leistaramétið: Haukur Eiuarsson bætti met sitt i 5 km. giinp SEINNI hluti Meistaramóts- ins hófst í gærkvöldi méð keppni í tveim boðhlaiupam og kiappgönjgiu. I göngunni setti Haiukur Einarsson nýtt met á 5 fcm., 25:51,8 mín. Fyrra met hans var 26:26,0. í 10 km. göngiunoi, en á fyrri 5 km. í þeirri göngu var tekinn sérstakur tími, varð hann fyrstur á 53:59,2 mín. Er það lang bezti tími, sem náðst hefir á hring- braut, en metið er sett á þjóð- braut. Annar í göngunni varð Óiafur Símonarson, Á., á 60 mín. 34,6 sek. og þriðji Magnús Guð- björnsson, K. R., á 67:32,8 mín., hvorttveggja betri tímar en sömu menn náðu á Allsherjarmötinu. I 4x100 m. boðhlaupi urðu K. R.-ingar meistarar á 47,6 sek„ aðrir f. R.-ingar á 47,8 þriðja B-sveit Ármanns, og fjórða A- sveit Ármanns á 49,2 sek. Síð- asta sveitin missti kefiið og senni lega þar með meistaratitilinn við næst síðustu skiftingu. í 1000 m. boðhlaupi urðu í. R.-ingar meist- arar á 2:07,5 min. Árman.n á 2:09,0 og K. R. á 2:11,2. KappliðsmeDD úr EjrjoH kooralr. UM ÞESSAR mundir dvelst hér í bænium flokkur knatt- spyrmupilta úr Vestmian.naeyjum. Eru þe'ir úr 2. aldursflokki, 15 að töiu. Fararstjóri er hinn góð- kunni íþróttakennari, Þorsteinn Einarsson. Flokkurinn mun ieika hér þrjá ieiki, við Val, sem tekur á jnóti flokknum, K. R. og Fram. Verða ieikirnir á fösíudag, sunnudag og mánudag, én ekki er ákveðið hve- nær þeir ieika við hvert Reykja- víkurfélaganna. Eins og áður er tekið fram, er flokkurinn hér í boði Vals. Meistaramót í tennis. MEISTARAMÓT í. S. í. í tennis hefjast laugardaig- inn 31. ágúst kl. 3 e. h. á í- þróttaveliinum. Verður fyrsta keppnin tvímenn iskeppni karia. Skorað er á kepp- endur að mæta ki. 21/2- M úrvalslið keppa á SODDBdaBÍDB. Valnr og Fraias á imóti K. R. og Víkíng. NÆSTKOMANDI sunnudag fer fram kappleikur á Iþróttavellinum, sem mun vekja mikla athygli knattspyrnuvina. Munu keppa úrvalsiið, annaS úr K. R.—Víking, hitt úr Val— Fram. Knattspyrnuráðið stendur alger lega fyrir þessum leifc. Veröur formaður ráðsins, Guðm. Ólafs- son, dömari og mun hann hafa sér tii aðstoðar fjóra línuverði þ. e. knattspymuráðsmeðllmina Guðjön Einarsson, Einar Björns- son, Jön Sigurðsson og Háns Kragh. Dregið var um, hvaða félög skyldu keppa, og kom upp hlutur Vals og Fram og K. R. og Víkings. Verða iiðin þannig skipuð: Vaíur— Fram: Markvörður: Her mann, Val. Bakverðir: Grimar og Frímann báðir úr Val. Framverð- ir: Guðm. Sigurðsson Val, Sig. Halldórsson Fram, Sæmundur Fram. Framherjar, talið frá vinstri: Ellert Val, Magnús Val, Jón Magg, Högni, Þórhallur allir þrir úr Frarn. Víkingur—K. R. Markvörður: Ewald Vík. Bak- verðir: Haraldur Guðm. og Sig- urjón báðir úr K. R. Framverð- ir: Brandur Vík. Schram K. R„ Skúii Ágústsson Vík. Framherjar: talið frá vinstri: Isebarn, Ingvat' Þorsteinn Ólafsson allir úr Vík. Óli B. og Haraldur Gíslason úr K. R. Kappróðrarmót Ármanns fer fram í Mld. KAPPRÓÐRARMÓT Ármanns fer frami í Skerjafirði kl. 7 í kvöid. Verður róið úr Skerja- firðinium inn í Fiossvog. Keppendur er þrjár sveitir úr Ármann, A, B, og C. Ekmig munu tvær sveitir byrjenda keppa. Þetta mót hefir ekki farið fram í tvö ár, vegna þess, að ræðararnir hafa verið nær húsnæðislausir. Nú hefir Ármann hyggt veglegt bátaskýli. Eiga Ármenningar tvo báta, en K. R.-ingar einn. -- Skarphéðinn Jóhanmesson hefir undanfarið þjálfað og kennt róð- Ur. 3. flokks mótið. í gærkveldi vann Valur Víking með 4 gegn 0. Dagkjólar Eftlrmiðdagskjélar nýkoiniiire 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.