Alþýðublaðið - 30.08.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 30.08.1940, Síða 1
r RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 30 ÁGÚST 1940 199. TÖLUBLAÐ Sfldarskipin eru að feætta! SKIPIN, sem stundað hafa síldveiðar í sum- ar, eru farin að koma heim. Togarar, sem stundað hafa veiðar fyrir Djúpuvík, eru lagðir af stað heimleiðis. I»á eru stærri línuveiðar- arnir eihnig á leiðinni. Að öllum líkindum fara skipin innan fárra daga á ísfisksveiðar, en fiskafli er því miður tregur um þess- ar mundir. [------------------— Strið eða friðnr á Balkansbaga ? Úrslit væntanleg í Vínarborg í dag. RIBBENTROP og Ciano greifi ræddu við utanrík- ismálaráðherra Rúmeníu og Ungverjalands í Vínarborg í gær, hvor í sínu lagi. Að þessum fundum loknum ræddu ráðherr- ar Rúmeníu og Ungverjalands við stjórnir sínar í síma. Sam- eiginlegur fundur átti að hef jast í morgun og var búizt við, að hann myndi verða örlagaríkur. Á Þýzkalandi og Ítalíu er lögð áherzla á, að Þjóðverjar og ítalir séu að hjálpa Rúmen- um og Ungver jum til þess að ná samkomulagi. í Bretlandi er lit- ið svo á, að Þjóðverjar hafi brýna þörf fyrir matvæli og ol- íu frá Rúmeníu, og legði því á- herzlu á, að deilan verði leyst hið skjótasta, án þess að til ó friðar kæmi. Ný bók. Nýlega eru komin á bókamark- aðinn Úrvalsljóð eftir Einar Bene- diktsson. Útgefandi er sonur skálds ins, Már Benediktsson. Tfir 20 púsnnd króna sjóðpnrð hjó Dagsbrún. ---4---— Einar Björnsson formaður félagsins og Mar- teinn Gisiason ráðsmaður þess teknir fastir. ---4--- Einar BJðrnsson hefir pegar játað, að hafa dregið sér meginhiuta af fénu. SÁ ATBURÐUR gerðist í gærkveldi, að Einar Björnsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrún og Marteinn Gíslason ráðsmaður félagsins voru teknir fastir af lögregl- unni. Hafði meirihluti Dagsbrúnarstjórnarinnar, Sigurður Halldórsson, varaformaður félagsins, Torfi Þorbjarnarson gjaldkeri, Sveinn Jónsson fjármálaritari og Gísli Guðnason ritari þess samþykkt á stjórnarfundi í gær að kæra Einar Björnsson fyrir fjárdrátt og ráðsmann félagsins fyrir hlut- deild í honum, en á stjórnarfundi, sem haldinn var síðast- liðinn föstudag, hafði komið í ljós, að horfnar voru úr sjóði félagsins að minnsta kosti 20 600 krónur. Einar Björnsson og Marteinn Gíslason gerðu á þeim fundi þá grein fyrir sjóðþurðinni, að hinn fyrrnefndi hefði tekið þetta fé í heimildarleysi og varið því í eigin þágu. Rannsóknin i morgnn. -------4-------- Jónatan Hallvarðsson sakadómari tók málið fyrir strax í morgun og hefir Einar Björnsson samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem Alþýðublaðið hefir þegar fengið, játað á sig, að hafa dregið sér úr sjóði Dagsbrúnar a. m. k. 15 þúsund krónur af þeirri upphæð, sem vantaði í sjóðinn, en Marteinn Gíslason hafði þegar síðast fréttist ekki viðurkennt að hafa gerst sekur um neinn f járdrátt. Einar Björnsson hefir þegar skýrt frá því, að hann hafi varið 4—5 þús. krónum af því fé, sem hann hefir dregið sér, til greiðslu á sjóðþurð, sem hann hafi staðið að hjá Stórstúku íslands og að minsta kosti 2 þúsund krónum til greiðslu á verzlunarskuldum, þar af 1600 krónum til Halla Þórarins kaupmanns og 500 krónur til Haraldar Árnasonar, en hvað hann hefir gert við hinn hluta upphæðarinnar er enn óupp- lýst. endunum þótti allur þessi drátt- ur orðinn mjög grunsamlegur, en í stað þess að verða við þeirri kröfu gekk ráðsmaðurinn af fundi og hafði með sér lyklana að fjár- hirslum félagsins. Þótti stjóm félagsins þá sýnt, að ekki væri allt með felldu og krafðist þess enn á ný að stjóm- arfundur yrði haldinn. Var hann boðaður s. 1. föstudag kl. 8 að kvöldi. Á þessum fundi mætti öll stjómin, sv'O og ráðsmaður fé- lagsins. Upplýstist þá að a. m. k. 20600 kr. voru horfnar úr sjóð- um féiagsins, en allir þessir pen- ingar áttu að vera í vörzlu ráðs- manns og játaði Einar Bjöms- sion að vera valdur að hvarfi fjárins. Stjórn félagsins ákvað þá að gefa þeim Einari og Marteini kost á því að greiða féla|ginu, innan ákveðins tíma allt það fé,N sem ranglega hefði verið tekið úr sjóði félagsins, án þess þö að nokkuð væri ákveðið um að láta Rrh. á 4. síðu. Wilhelmina Hollandsdrottnlng, sépi heldur upp á 60 ára afmæH isitt í útlegö á morgiun. Sjá grein inni' í blaðinu. Ódýrt sfldarmjðl til bænda. Aðeins 25 krónur pokinn. RIKISSTJÓRNIN ákvað ígær að selja bændium sildar- imjöl i haust á kr. 25,00 pokann, komnum um borð I skip á, Siglu- firði. í fyrra kostaði pokinn 28 kr. og er því hér um verulega lækk- un að ræða, sem er til hags- fyrir bændastéttina. Telur ríkisstjórnin að líkur séu til að þetta sé sambærilegt verð verð við það, sem muni fást fyr- ir það, sem óselt er af síldaraf- urðum. Tjonið i London hlægilega lítið, segir Knickerbocker, miðað við fregnir bjóðverja Siiliil nugra jafnaðarmanna í Noregi býðnr Þjöðrerinm byrgin. Fordæmir Quisling á fundi i Osló og lýsir trausti á stjörn Nygaardsvold. SAMBAND ungra Alþýðu- flokksmanna í Noregi hélt þing í Oslo í fyrrakvöld og hefir dirfska þessa fundar vakið athygli um allan heim. Þingið samþykkti í fyrrakvöld ályktun þar sem það fordæmdi 'harðlega framkomu Quislings, krafðist sjálfstjórnar Noregs ,er byggðist á lýðræðisfyrirkomulag- inu og krafðist þess að almenn- ar leynilegar kosningar yrðu í heiðri hafðar. Þá lýsti þingið trausti sínu á ríkisstjórn Noregs, er nú situr í Liondon. Samþykktir þingsins lýsa hetj- Frh. á 4. síðu. Aðdraganði málsins. Aðdragandi þessa máls virðizt hafa verið alllangur, því að það hefir verið upplýst í sambandi við handtökur þessara manna, að stjórnarfundur hafi ekki fengist haldinn um lengri tíma í Dags- brún, þrátt fyrir ítrekaðar óskir hinna stjórnarmeðlimanna. Færð- ist formaður félagsins allt af und an því að halda fundi og þegar loks rak að því að stjórnarfund- ur var kallaður sajnan fyrra mið- vikudag mætti formaður ekki á bonum og kom einnig í ljós að hann hafði aflýst fundinum við nokkra meðstjórnendur sína. Þá var gengi'ð á ráðsmann fé- lagsins að gera grein fyrir Tjár- reiðum þess, þar eð meðstjóm- HINN frægi ameríski blaða- naður H. R. Knickerbocker hefir, samkvæmt fregn frá Lon- don í morgun, mótmælt skrök- sögum þýzka útvarpsins um árangur loftárása Þjóðverja á Dover. Þýzka útvarpið gat þess ný- lega, að Knickerbocker hefði símað til Ameríku, að hann hefði gengið í tvo tíma sam- fleytt innan um rústir hruninna húsa í London. Auk þess átti hann að hafa sagt um Dover, að þar stæði ekki steinn yfir steini, en þó væri hræðsla al- mennings við kúlnaregnið lítil hjá þeirri angist, sem það hefði fyrir þýzkri innrás. Fregnir þess ar voru síðan endurteknar í Italska útvarpinu. „Þetta er alltsaman lýgi frá rótum“, segir Knickerbocker í grein, í „Daily Tele;Jraph“ í morgun. „Ég kom til Dover fyrir þrem vikum, og var þá ekkert um að vera. Síðan hefi ég ekki nefnt Dover á nafn í skeyt- um mínum. Um skemmdir á húsum í Lundúnarborg er það að segja, að ég gat um skemmdir á nokkrum húsum, aðallega til að gera samanburð á sannleik- anum og hinum uppskrúfaða fréttaflutningi Þjóðverja. Held ég enn fast við það, sem ég hefi alltaf sagt í fréttaskeytum mín- um, að tjónið í London er lítið sem ekki neitt og beinlínis hlægilega lítið miðað við þær fregnir, sem Þjóðverjar breiða út. (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.