Alþýðublaðið - 02.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1940, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 2. SEPT. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ --------- ALÞYÐUfilAÐIÐ -------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Eftir eins árs styrjöld. Nj 10 00$. mðla síldarverk smiöja fyrir næsta snmar. Ctoerðarmenn og sjómenn sameinast nm tjárframlðo IGÆR var nákvæmlega eitt ár liðið síðan styrjöldin höfst með hinni fruntaLegu og fyrir- varálausu árás Hitlers á Pólland. 'Öllum er sá atbur'ður enn í fersku minni sem iog hinn óvænti vin- áttusamningur Hitlers og Stalins. í Mioskva örfáum dögum áður, þegar þýzki nazisminn iog rúss- neski kommúnisminn féllust i faðma eftir allt lalsið um pað, að milli þeirra gæti ekkert annað hugsast en svarinn fjandskapur par til annarhvor væri að velli lagður. Með peim vináttusamn- ingi sveik Stalin málstað friðar- ins og gaf Hitler frjálsar hendur til þess að ráðast á Pólland og steypa Evrópu út í hörmungar ó- friÖarins, gegn því, að hann sjálf- ur fengi nokkra hlutdeild í ráns- fengnum á Póllandi og auk þess leyfi til þess að undiroka hin litlu nágrannalönd Rússlands að vestan. Það eru ósegjanlegar þjáningar og hörmungar, sem Evrópuþjóð- irnar hafa orðið að þola síðan þessi samningur var gerður, og er þó sennilega íninnst séð af þeim enn. En atburðimir, sem gerzt hafa með ótrúlegum hráða á fyrsta styrjaldarárinu, sýna bet- ur en nokkuö annað, hver ófrið- araðilinn það var, sem vildi stríðið og hafði búið sig undir ðað. Pólland var lagt áð velli, eftir ægilegt blóðbað, með að- stoð Rússlands, á einum mánuöi. Rúmum sex mánuðum seinna var Þýzkaland búið að kúga Dan- mörku og ná með svikum og ■ofbeldi öllum þýðingarmestu hafnarborgum Noregs á sitt vald. Mánuði seinna hófst blóðbaðið á vesturvígstöÖvunum með fyrir- varalausrj árás á Holland, Belgíu og Luxemburg, sem á tæpum tveimur vikum voru brotin á bak ■aftur og undinokuð, og aðeins einum mánuÖi síðar gafst Frakk- land upp, flakandi í sárum, eftir þau hroðalegustu vopnaviðskipti á vigstöðvunum og einhver hin hörmulegustu svik hinna ráðandi manna á bak við þær, sean ver- ;aldarsagan getur um. Hitler hefir því á fyrsta styrj- aldarárinu unnið óvenjulega sigra á meginlandi Evrópu. En hættu- legasti andstæðingur hans er ó- sigraður. Á meðan Hitler hefir farið hverja herferðina eftir aðra á meginlandinu, lagt undir sig hvert landið þar eftir annað og 'fengið ítalíu í lið.með sér, hefir England hægt og hægt, en mark- visst, hert á hafnbanninu gegn Þýzkalandi og þeim löndum, sem það hefir lagt undir sig. Það er hengingarólini, sem hann fininur stöðugt meira og meira þrengjast að hálsi sér. Hann talaði að vísu -digurbarkalega um það, þegar •sóknin mikla á vesturvígstöðvun- um var að hefjiast í maí í vor, að hann ætlaði ekki aðeins að vera kominn til Parisar 15. júní, heldúr og til Lundúna 15. ágúst. Margir trúðu þeim boðskap eins iO;g guðlegri opinberun, ekki sízt eftir að Paris var tekin á tilsett- um tíma. Ástandið var alvarlegt og Hitler með sigursæian millj- ðnaher, búinn mörgum þúsundum fiugvéla, á Frakklandsströnd Erm- arsunds,, aðeins örskotslengd frá London og suðurströnd Englands. En 15. ágúst leið, án þess að hin margboðaða innrás kæmi. Brezki flotinn var og er öllu ráð- andi á sjónum, einnig á Ermar- sundi, og hindrar allar tilraunir til herflutninga yfir til Englands, eins'og fyrir 135 árum, þegar Napóleon var með her sinn við (Ermarsund í sama skyni. Hitler hefir að vísu flugvélarnar um- frani hinn fræga fyrirrennara sinn og hefir óspart beitt þeim tí' árása á hið hataða eyríki, sem hann getuir ekki náð til á annan hátt. En þær hafa ekki sótt neitt igull í greipar brezka loftflotans. Þýzku árásarflugvélunum hefir fækkað ískyggilega á undanföm- um vikum, og það eru takmörk fyrir því, hve lengi er hægt að fylla í skörðin. Og nú er annað stríðsárið að hefjast. Hvað ber það í skauti sinu? Reynir Hitler þrátt fyrir allt heljarstökkið yfir Ermar- sund? Eða verður hann að hætta við það eins iog Napóieon forð- um og snúa sér aftur að megin- landinu, eins og hann, til þess að lengja enn um nokkra mánuði hinn blóðuga valdadraum sinn? Hafnbannið er farið að sverfa að. Hungurvofan gengur þegar ljós- u:m logum víðs vegar í riki hans log vöntunin á hráefnum til hern- aðarins er líka farin að gera vart við sig. Verður þrautalend- ingin fyrir Hitler undir slíkum kringumstæðum ekki sú sama og fyrir Vilhjálm annan í lok heims- styrjaldarinnar 1914—1918, að ihalda í austurátt, gegn Rússlandi, til þess að vinna nýja sigra, sem gætu haldið við trúnni á hann heima fyrir og satt hina hungr- uðu maga? Þar eystra, í Ukraine og Kákasus, er nóg korn og nóg olía. Engum hugsandi manni þyrfti að koma það á óvart, þótt rás hinna blóðugu viðburða tæki slíka stefnu á öðru stríðsárinu. En nöpur væri sú kaldhæðni ör- laganna, ef Hitler og Stalin ættu að endingu eftir að kroppa aug- un hvor úr öðrum, áður en því stríði er lokið, sem til var stofn- að með’ hinum innilega vináttu- samningi þeirra fyrir ári síðan. 1 stríðinu við England myncli sú viðureign, hvernig sem henni lyki, áreiðanlega ekki veita Hitler annað en stuttan gálgafrest. DESEMBERMÁNUÐI 1936 var stofnað Sam- vinnufélag síldveiðiskipa, Reykjavík (skamstafað SSS) með því markmiði að byggja 10 þús. mála síldarverk- smiðju á Norðurlandi. Þá þegar gengu í félagið eigend- ur 25 skipa, en málið náði ekki framgangi vegna sam- takaleysis og fjárskorts. Nú er hugmyndin tekin upp aft- ur og flykkjast útgerðar- menn nú í félagið. Hefir þeg- ar verið talað við flesta aðal- síldarútgerðarmenn landsins og eru undirtektir með af- brigðum góðar og almennar. Er enn ekki vitað um einn einasta útgerðarmann, sem skerst úr leik. Fjársöfnun er hafin meðal útgerðarmanna og sjómanna og maétir hún , hvarvetna beztu undirtektum. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan kosti um 4 millj. króna, og er ætlunin að safna saman sem mestu af því fé. Fjáröflunarleiðir eru þessar: 1. Farið er fram á við alla út- gerðarmenn (aðra en þá, sem eiga sjálfir fullnægjandi verksmiðjur fyrir eigin skip) að þeir leggi fram væntan- lega uppbót á bræðslusíldar- verð yfirstandandi árs, urn- fram þegar ákveðnar 12 kr. og síðar 9 kr. á mál. Einnig er farið fram á að skipverjar geri það sama. 2. Þá er farið fram á að þeir útgerðarmenn, sem það geta, leggi fram minnst 10 þúsund krónur fyrir hvert síldveiði- skip og að skipverjar allir leggi eitthvað fram, eftir því sem fjárhágur þeirra leyfir, Morgunblaðinu svarað. MORGUNBLAÐINU þótti það í gær furðulegt, að Alþýðublaðið skyldi í ritstjó.mar- grein sinni á laugardaginn um sjóðþurðina hjá Dagsbrún láta 10rð falla í þá átt, að slíkir verkn- aðir sem sjóðþurðir og fjárdrátt- ur séu óaðskiljanlegir fytgifiskar auðvaldsskipulagsins — rétt eins og það væri ekki raunalegur sannleikur — og spyr, hvort Al- þýðublaðið ætli að fara að telja fólki trú um, að þeir ógæfusömu menn, sem sekir hafa gerzt í Dagsbrún, hafi ekki verið „aldir bpp í Alþýðuf]okknum“. Þessari spurningu vill Alþýðu- blaðið aðeins svara með annarri spurningu: Er M'orgunblaðið með slíkum orðuni að gefa í skyn, að þeir Sjálfstæðismenn, sem hingað ’til hafa orðið uppvísir að sjöð- þurð eða öðrum fjárdrætti, hafi gerzt sekir um slíkt af því, að þeir voru „aldir upp“ i Sjálf- stæðisflokknum? auk væntanlegrar uppbótar samkvæmt 1. lið. 3. Lán frá einstaklingum, er standa utan við ofannefndar starfsgreinar. í bréfi, sem stjórn SSS hefir sent út, segir um þetta mál enn fremur: „Útgerðarmenn! Árið 1937 töpuðuð þið af bræðslusíldar- veiði, í skipshlutina, eina, yfir 8000 krónum að meðaltali, en 30 000 krónum í júlí 1940 og stórum fjárhæðum öll hin árin síðan 1935, að ekki sé lengra farið. Hafið þið efni á þessu? Getið þið fellt ykkur við að síld- veiðin sé áfram rekin með þessu sleifarlagi? Ef svo er ekki, þá fylkið ykkur fast saman til end- urbóta. Ef þið látið nú sem svar- ar einum farmi af bátnum ykk- ar, fáið þið það endurgreitt að fullu í hvert skipti sem þið, vegna byggingar hinnar fyrir- huguðu verksmiðju, fáið losað tvo farma á komandi sumrum, sem annars hefðu ekki orðið veiddir vegna verksmiðjuskorts. Síldin ein getur boðið slík vaxtakjör. Sjómenn! Árið 1937 missti hver háseti af ca. 400 króna hlut að meðaltali vegna löndunar- tafa. I júlí í sumar missti hver háseti að meðaltali af 1200 króna hlut af sömu ástæðum, og aftur líklega af svipáðri upp- hæð í ágúst. Öll hin síðari árin síðan 1935 hafið þið tapað stór- fé af sömu ástæðum. Hafið þið efni á þessu? Ef svo er ekki, þá takið höndum saman við út- gerðarmenn og leggið fram hver sinn skerf eftir getu, til þess að kippa þessu í lag og minnist þess að hverja krónu,- sem þið leggið fram í þessum tilgangi, fáið þið margfalt endurgreidda á komandi árum í auknum afla- hlut, því enginn borgar eins vel og síldin. Sérstaklega er lögð áherzla á að enginn, útgerðarmaður né sjómaður, skerist úr leik, og sýni vilja sinn með því að láta að minnsta kosti sinn hluta af uppbótinni, ef hann getur ekki látið annað. Öll slík framlög samkvæmt 1.—3. tölulið séu vaxtabær lán til félagsins, er endurgreiðist að fullu á vissum, síðar tilteknum árafjölda, sennilega á 10—15 ár- um. Fyrir láninu er hugmyndin að gefa út skuldabréf í flokkum eftir fjárhæð bréfanna, líkt og veðdeildarbréf, sem eigandinn geti síðar selt eða veðsett, ef hann þarf á því að halda. Bréfin eru dregin út og innleyst með fullu nafnverði, viss tala af hverri stærð á hverju ári. Þá er ætlunin að hamra það í gegn hjá löggjafarvaldinu, að þessi framlög öll verði undan- þegin tekju- og eignaskatti og útsvari þar til um leið og þau eru aftur endurgreidd frá fé- laginu. Mun stjórn félagsins fylgja því máli fast eftir. Fyrir skipstjóra og aðra þá, sem í ár hafa háar tekjur, er þessi lán- taka því alveg sérstakt tækifæri til þess að bjarga fénu frá því að vera uppétið af skattanefndum og niðurjöfnunarnefndum. Allir slíkir menn ættu því að vera sérstaklega ríflegir á fjárfram- lög til fyrirtækisins, þegar af þeirri ástæðu. En er tryggt að lána til þessa? spyrja menn. Hvað haldið þið um lánin, sem hvíla á ríkisverksmiðjun- um? Vextir af þeim og afborg- anir eru á hverju ári teknar í vinnslugjaldi síldarinnar af ó- skiptum afla af öllum síldveiði- flotanum sem fyrsti peningur. Hjá nýrri og stórri verksmiðju, sem væri félagseign útgerðar- innar, mundi aðferðin verða sú sama, nema afkomuskilyrði verksmiðjunnar mundu verða enn betri. Slíkt lán ætti því að vera jafn tryggt og innstæðufé í banka. Því ef síldin þrýtur, þá þrjóta bankarnir líka. Líklega er nú alveg einstætt tækifæri fyrir útgerðarmenn og sjómenn til þess að koma sér upp myndarlegri verksmiðju. Og ef þeir nú nota tækifærið og skjóta saman að mestu því, sem þarf til þess að byggja 10 þús. mála verksmiðju, þá er það svo myndarlega gert og með því komið í framkvæmd svo stór- kostlegu nauðsynjamáli, að þess mun minnst meðan síld er brædd á íslandi. Jafnframt mun það verða forspilið að öðrum slíkum framförum í þessari at- vinnugrein, sem almenn samtök þarf til. Skerist því ekki úr leik, en verið allir „samtaka eins og síldin“.“ Aðrir forgöngumenn að þessu merkilega máli eru eftiraldir menn: Kristján Karlsson, Stefán S. Franklín, Ingvar Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Friðrik Guð- jónsson, Ólafur Jónsson, Sand- gerði, Jón Sveinsson, Sig. Krist- jánsson, Birgir Finnsson, Erl. Þorsteinsson, Finnbogi Guð- mundsson, J. Þórðarson, Hafst. Bergþórsson, Egill Ragnars, Jón Gísláson, Hafnarfirði, Sv. Sig- fússon, Áki Jakobsson bæjar- stjóri og Garðar Þorsteinsson. Kventosknr Hliðartöskur, margar nýj- ungar. VERÐ frá kr. 19,00. Dálítið af skólatöskum, — skjalatöskum, pennastokkum úr leðri ' og líking. Kaupið tímanlega. — Lúffur, allar stærðir fyrirliggjandi. FÁEINIR GUITARAR (am- erískir) Mandolin og Banjos. Strengir í öll hljóðfæri. — Grammófónf jaðrir, — vara- hlutir í fóna. PLÖTUR. — NÓTUR. flljóðfærahúsið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.