Alþýðublaðið - 02.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 2. SEPT. 1940. Hver var að hlæja? Kaupið bókiaa ; og brasið meíH ALÞTÐUBLAÐIÐ Hver var ai hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Pétur Jakobs- son, Leifsgötu 9, sími 2735. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,39 Hljómplötur: Lög frá Brasi- líu. 20,30 Sumarþættir (Jón Helgason blaðamaður). 20,50 Einsöngur (Jón Pálsson): a) Sigv. Kaldalóns: Þú eina hjartans yndið mitt. b) Björgv. Guðm.: í rökkurró. c) Sigv. Kaldalóns: Ave Maria. d) Pétur Sigurðsson: Erla. e) Árni Thorst.: Áfram 21,10 Hljómplötur: Kvartett í c- moll (Dauðinn og stúlkan), eftir Schubrt. Landhelgisveiðar. Togarinn „Sindri" var tekinn við landhelgisveiðar út af Arnarfirði síðastliðið föstudagskvöld. Varð- báturinn „Faxi“ tók hann. Farið var með ,,Sindra“ til Patreksfjarð- ar, en þar var skipstjórinn dæmd- ur í kr. 21 5Q0 sekt og til vara í 7 mánaða einfalt fangelsi. Afli og veiðarfæri gerð upptæk. 45 ára " verður á morgun Benjamín Sig- valdason þjóðsagnaritari, Lauga- vegi 18. Hann hefir stundað söfnun og skrásetningu þjóðlegra fræða í 20 ár. Frá Sundhöllinni. Athygli skal vakin á því, að sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni í dag. Kennslu verður hagað þannig: Morgunflokkar kl.. 7,45. Skriðsund kl. 82,0 og kl. 9 bringusund og kl. 9,30 barnaflokk- ur fyrir byrjendur. Þá verður sú nýbreytni fyrir konur, að hafður verður sérflokkur fyrir þær kl. 5,15 þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Svo verða kvöldflokkar kl. 6 skriðsund, kl. 6,30 og 7 bringusund. Sundfólk „Ármanns“ er beðið að mæta á sundæfingu í Sundhöllinni á mánudögum og miðvikudögum kl. 1—10 e. m. TónlistarfélagiS hélt 7. hljómleika sína á þessu starfsári síðastliðið föstudagskvöld. Páll ísólfsson lék ýms verk eftir Bach, en Björn Ólafsson fiðluleik- ari lék nokkur lög eftir heimsfræga höfunda. Hljómleikarnir voru mjög vel sóttir. SkothríðíVest- urbænum. SÍÐASTLIÐNA laugardags- nótt varð £ólk vart við skot- hríð á Sólvallagötu. Var það drukkinn hermaður, sem var valdur að þessu. Var lögreglunni gert aðvart og kom hún á vettvang. En drukkni maðurinn þót.ti ekki á- rennilegur, svo að sent var eftir liðsauka. En þegar liðsaukinn kom var drukkni hermaðurinn horfinn. Hafði hann áður skemmt bíl, sem þarna stóð, með skotum og skotið á einn íslending, sem kom að, en hitti hann ekki. Barni bjargað frá drukknun. SÍÐASTLIÐIÐ föstudags- kvöld vildi það slys til á Eskifirði, að 5 ára gamall dreng- ur, sonur Gísla Jónssonar, Sjó- lyst á Eskifirði, féll út af bryggju utarlega í kauptúninu. Engir voru viðstaddir, nema börn, er drengurinn féll í sjó- inn, en Eiríkur Bjarnason, er þar býr nálægt, heyrði hljóðin í börnunum og kom á vettvang. Tókst honum með snarræði sínu að bjarga drengnum. Er það öðru sinni á þessu sumri, að Eiríkur bjargar barni frá drukknun. XXXX>öOöOOöO< Nýjar kartoflur Ný bjðgi! daglega Komið! Símið! Sendið! BREKK4 Aavaltagöta 1. Sími 1678 60 ára er í dag Ásbjörn Pálsson sjó- maður, Brekkustíg 6. Börnin frá Silungapolli koma ekki fyrst um sinn. Börnin frá Brautarholti og Þingborg koma hingað annað kvöld kl. 9. Eru foreldrar beðnir um að sækja börnin að Mjólkurfélagshúsinu og þau, sem hafa í sumar dvalið á sveitaheimilum norðan Holta- vörðuheiðar, koma á fimmtudags- kvöld seint. — Ætlað hafði verið að börnin, sem hafa dvalið á sveita- heimilum fyrir norðan, kæmu ekki fyrr en 19. þ. m., en bændur hafa ekki talið sig geta haft þau lengur. Þau koma því með börnunum frá Laugum. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi 1. TjarnarMðin Sími 3570. >OOOOOOOOOOCX K!!K*S!WS H.$ „Esja“ í vestur og norður fimmtudag 5. þ. m. kl. 9 s.d. Flutningi veitt móttaka, eftir því sem rúm leyf- ir, á morgun og fram til hádegis á miðvikudag. Pantaðir farseðl- ar óskast sóttir fyrir miðviku- dagskvöld. LOFTÁRÁSIRNAR Á ENGLAND Frh. af 1. síðu. Þjóðverjar gerðu loftárásir á England í nótt, iog var peim að- allega beint að borgum og höfn- um við Bristolflóa. Allmiklar skemmdir urðu á húsum, og noikkrir menn fórust. I gær voru gerðar loftárásir á hús og borgir í Surrey og Kent. Nokkrar járn- brautarstöðvar urðu fyrir skemmdum og talsvert af húsum. Loftárðs á Berlin i nátt 00 Mflnchen i moronn. Bretar gerðu nýja loftárás á Berlín í nótt. Var miklu af sprengjum kastað yfir verk- smiðjuhverfi borgarinnar, og náðu hinar brezku árásarflugvél- ar heilu og höldnu heim. Stórkiostleg loftárás og hin fyrsta, sem nokkuö kveður að í þessari styrjöld, var einnig gerð a Miinchen í morgum. Sveimuðu hinar brezku flugvélar lengi yfir borginni og völdu sér nákvæm- lega. skotmark, þrátt' fyrir það, þó að loftvamabyssur borgarinn- ar væru allar í gangi. Lelðlnlegnr leikur: Valnr - Fram nnnn Yiking K. R. AÐ VAR hundleiðinlegur kappleikur, ,sem fór fram í gær á íþróttavellinum milli úr- vals úr Val og Fram og úrvals úr K. R. og Víkingi. Það er ef ti! vill hægt að draga menn út á „Völl“ einu sinni til að sjá svona leik — en ekki oftar. Menn, sem sýna ágætan leik, þegar J>eir keppa með sínu liði. og eru táldír frábærir knatt- spyrriumenn, voru eins og áhuga- lausar og klaufskar liðleskj-ur í ^leiknum i gær. Það er óþarfi að nefna nokkur nöfn, enda voru margir svona — og það var ein- mitt þetta, sem gerði leikinn svo hundleiðinlegan. Bússneskar heræf- iflgar við landamæri Þýzkaiands. FREGNIR hafa borizt uim, að Rússar hafi stofnað til mik- illa heræfinga í nánd við landa- mæri Þýzkalands og Rússlands I Póllandi. í ýmsum blöðum er nú mikið rætt um afstöðu Rússa, að þeir ætli að vera við öllu búnir, og séu þess fullvissir, að geta varið land átt. Auglýsið í Alþýðublaðmu. BHGAMLA BIOB B I BB NTJA BIO H | Jamaica-krðifl. í sátt við daflðafln Stórfengleg og spennandi (DARK VICTORY.) kvikmynd, gerð eftir skáld Amerísk afburðakvikmynd sögu Daphne du Maurier. frá Warner Bros, er vakið Aðalhlutverkið leikur einn hefir heimsathygli fyrir frægasti leikari heimsins mikilfenglegt og alvöru- CHARLES LAUGHTON. þrungið efni og frábæra Enn fremur leika leiksnilld aðalpersónanna Maureen O’Hara og George Brent og Leslie Banlts. Bette Davis. Sýnd klukkan 7 og 9. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Verzlnnin R 0 M í dag opnaði ég VEFNAÐARVÖRUVERZLUN á Laugavegi 38 undir nafninu R Ó M. Hefi nú fyrirliggjandi: Kjólatau, silkiléreft, rúmfata- efni, fóðursilki, sokka, blúndur, manchetskyrt- ur, hálsbindi,. ullarpeysur, leðurvörur, snyrti- vörur o. m. fl. Lilja Guðmundsdóttir. Reykjavlk - Hraðferðir alla Idaga. Bifreiðastöð Akureyrar. BifreiAastöð Steindárs. GRIKKLAND Frh. af 1. síðu. ábyrgðar, sem Bretar tókust á hendur fyrir einu ári, myndu þeir þegar í stað hernema hafnir Grikklands, ef til ítalskrar árásar á Grikkland kærni, og þess vegna jfiafi hann í hótunum við Grikki, sem standi nú sameinaðri en niokkru sinni. TRANSYLVANIA Frh. af 1. síðu. Búkarest, að til nokkurra óeirða hafi komið í Transsylvaníu. Nefnd skipuð fulltrúum Rú- meníu og Ungverjalands er tek- in til starfa. Á hún að taka ákvörðun um hin nýju landa- mæri. Maniu, formaður Bænda- flokksins rúmenska, hefir sent Hitler mótmæli gegn úrskurð- inum, sem feldur var í Vínar- borg. Mótmælir hann því kröft- uglega, að slíkur úrskurður sé feldur, án þess að bera hann undir fólkið í Transsylvaniu og Rúmeníu. Segir Maniu ennfrem ur, að af þessum úrskurði muni leiða, að deilur og ósamlyndi verði ríkjandi í þessum hluta álfunnar, og friðurinn þar af leiðandi ótryggur. ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fundur í kvöld kl. 81/2 í Bindindis- höllinni. Inntaka. — Þórir Bald- vinsson: Ferðamimningar II. ST. VÍKINGUR nr. 104. Fundur í kvöld kl. 81/2 síðd. Á fundin- Um flytur br. Pétur Sigurðs- Sion regluboði erindi. Templ- arar, fjölmennið og mætið stundvíslega. Æt. Uppboð. Opinbert uppboð verður hald- ið við Arnarhvol þriðjudaginn 3. sept. n.k. kl. IV2 e. hád. og verða þar seldar bifreiðarnar: R 201, 349, 714, 717, 744, 753, 822, 919, 1082, 1098 og 1300. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. Lögmaðurinn í Reykjavík. ^ramVóWunf^opieúng. | VV't'h <ir\íers\^ö\\a. lavioaþ.a.'i. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.