Alþýðublaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 2
ALÞYBUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPT. 1940. Auglýslng í. i feialfefe. Maður sá, er staddur var hjá hermanni þeim, er skaut af byssu á gatnamótum Hofsvallagötu og Sólvallagötu aðfaranótt 31. fyrra mánaðar, er beðinn að gefa sig fram við rannsóknarlögregl- una í Reykjavík. Beztu þakkir fyrir alla þá vináttu, er mér var sýnd á 25 ára verzlunarafmæli mínu. Um leið þakka ég þá miklu tryggð og velvild, er verzlun minni hefir ávalt verið sýnd. HARALDUR ÁRNASON. Ný bók eftir Helgu Slgurðardóttir: Græoneti tg bet alt ðrið. 300 ný]ir Jurtarétiir. Helga segir í formála bókarinnar meðal annars: í þessari bók legg ég aðaláherzluna á, hvernig geyma megi til vetrarforða græn- meti, ber og rabarbara, svo að það missi sem minnst af hinum verð- mætu efnum sínum. Tilætlunin er, eins og nafn bókarinnar bendir til, að hægt sé að borða þetta allan ársins hring, en ekki aðeins þann stutta tíma, sem jurtirnar eru fáanlegar nýjar. Hér fá húsmæður bók, sem þær hafa lengi beðið eftir. Fæst í öllum bókaverzluninum. Bókaverslun isafoldarprentsmið u. S. R. R. í. S. í. Sundmeistaramót verður háð í Sundhöll Reykjavíkur dagana 7. og 9. okt. þ. á. Keppt verður á þessum vegalengdum: 100 m. frjáls aðferð, karlar 400 m. bringusund, karlar 400 m. frjáls aðferð, karlar 100 m. baksund, karlar 1500 m. frjáls aðferð, karlar 4x50 m. boðsund, karlar 200 m. bringusund, karlar 3X100 m. boðsund, karlar 100 m. baksund, 100 m. bringusund og 100 m. skriðsund) 200 m. bringusund, konur. Þar að auki fara fram þessi aukasund fyrir unglinga innan 16 ára: 100 m. frjáls aðferð, drengir, 100 m. bringusund, drengir, 50 m. frjáls aðferð, stúlkur. Þátttaka tilkynnist S.R.R. í síðasta lagi 1. okt. n.k. Pósthólf nr. 546. SUNDRÁÐ REYKJAVÍKUR. ___________________________;______j_______; Tinarit Máls og menningar, annað hefti, kemur út í dag. Flytur það ritgerðir eftir Sig- urð Nordal, Gunnar Gunnarsson, Vilmund Jónsson, Krist- :inn Andrjesson og Sigurð Þórarinsson, kvæði eftir pró- fessor Jón Helgason, Stein Steinarr, Guðfinnu Jónsdóttur o. fl.; ennfremur smásögur, ritdóma og fleira. Félagsmenn eru beðnir að vitja Tímaritsins í Heimskringlu, Laugaveg 19. Sími 5055. M bezta verðar ðvalt ödýrast. Nýslátrað dilkakjöt. Frosið dilkakjöt. Nautakjöt. Kálfakjöt. Grænmeti, allskonar. Álegg, fleiri tegundir. Allt, sem þér þarfnist í ferðalagið. Pantið í matinn í tíma. Pantið í hann í síma 9291 — 9219. Stebbabúð. XXXXXX>CO<XXX Rúgmpl aðeins kr. 0.60 pr. 1 kgr. HVEITI, bezta teg. 0.70 kgr. Flest til slátrurs og sultu- gerðar bezt og ódýrast. Komið! Símið! Sendið! BREKKA Ásvallagötu 1. Shni 1678 Sími 3570. xxxxxxxxxxxx Það bezta er aldrei of gott. Nýtt dilkakjöt. Nautakjöt af ungu. Kálfakjöt. Grænmeti, lækkað verð. Kaupið í matinn þar, sem úrvalið er mest. Jón Bflathiesen. Símar 9101 og 9202. Fundur verður haldinn í songfélag- inu Hörpu sunnud. 8. þ. m. k.l 3 á Alþýðusambands- skrifstofunni. — Mjög á- ríðandi mál á dagskrá. Stjórnin. Rakarastofur bæjarins verða framvegis opnar til kl. 7 e. m. á laugardögum. m Auglýsið í Alþýðublaðinu. RÆÐA CHURCHILLS Frh. af 1. síðu. um vilja iog með nauðungarjausu samþykki þeirra, er hlut eiga að máli. Enginn getur um það sagt, hversu: vítt veldi Hitlers kann a.ð ná, áður en þessari styrjöld er lokið, en ég 1er sannfærður uni, að það á fyrir sér að hrynja jafn skjótlega og það hefir verið sett á laggimar." LoftherHilnlBB. Þá ræddi Churchill um loft- hemaðinn iog hverjar áiyktanir 'draga bæri af þeirri reynslu, sem þegar er fengin: „Eins og okkur öllum er kunn- ugt, hófu Þjóðverjar þegar all- mikinn lofthenmað í júlí, en í á- gúst má kalla að verið hafi ein samfelld orusta, sem af liálfu Þýzkalands hefir miðað að því, að fá fullkomna yfirhönd yfir lofther Bretalnds. Alveg áreiðan- lega hafa Þjóðverjar teflt fram í þessum átökwm hlutfallslega meiri hluta af öllum löfther sín- um, en vér höfum enn þá séð ástæðu til að beita gegn þeim. Tilraun Þýzkalands til þess að brjóta á bak aftur brezka Loft- herinn hefir kostað gífurlegar fómir. Þeir hafa misst 3—4 vélar á móti hverri einni, sem vér höf- um misst, og 6 flugmenn á móti hverjum einum, er fallið hefir af oss. Flugvélatjón Þjóðverja er á- reiðanlega orðið ekki minna en 1900 flugvélar síðan sóknin h*ófst. Með þessu er þó ekki talið það tjón, er vér höfum valdið þeim í þeirra eigin landi. En þrátt fyrir þessi töp megum vér vera við því búnir, að Loft- sóknin fari harðnandi í septem- ber. óvinir vorir þarfnast þess sárlega að knýja fram einhver úr- slit, iog ef þeir eiga þeim flug- vélafjölda á að skipa, sem vér höfum talið, eiga þeir enn að vera færir um að magna sókinma. Hinsvegar erum vér og færir um það að mæta þessari nýju sókn. Tjónið, sem Loftárásirnar hafa valdið oss, er að visu tilfinnan- legt, en nálgast engan veginn það, að geta drepið úr oss kjark og viðnámsþrótt. Hann skýrði frá því, að 1075 óbreyttir borgarar hefðu farizt í loftárásunum og nokkru fieiri særzt hættulega, en þó að þessi tala jafnvel þrefaldaðist, þá væri það ekki næígilega mikið til þess að réttlæta undanhald eða upp- gjöf. 800 hús hafa verið eyði- lögð og skernmd, en það er ekki stór híuti af þeim 13 milljónum húsa, sem eru til í landinu. Churchill lauk máli sínu með þessum orðum: „Vér vitum að oss bíða tímar, þegar reynt verður til hins ítrasta á taugaþol, viljaþrek og þolgæði þjóðarinnar. En hvort sem þeir vara lemgur eða skemur, þá nnun- um vér taka þeim með Irjart'- sýni og karlmenmsku. Vér erurn þeirrar trúar, að sá andi og það hugarfar. sem alið er upp í frelsi Stolið af brezkam hermanai inni í Snnd iangnm i gær. Og brotisf inn í bak arí í nétt. IGÆR var framlnn þjófmaður lnnl í Swnídlaugíum; var stol- Iði 180 krónum af brezkum her- manni, sem var að synda i laUgr unum. Hafði hann hengt föt sín — en peningarnir voru í vasa hlans — |imn í klefa, en þegar hann kom Upp úr og ætlaði að faria að fclæða sig, varð hann þess var, að peningarnir voru hiorfnir. Þá var brotizt inn í mótt í bakarí á Frakkastíg 14. Var farið þar inn um opiinn glugga *og stolið peningakiassa með 100 Ikrómumi úr skúffu í búðarskáp. Málin eru í rannsókn hjá lög- reglunni. Stríðstrygging ð fast eigaim og vélum. RÍKISSTJÓRNIN hefir í sumar haft til meðferðar stríðstrygging fasteigna og er nú búið að semja frumvarp um það mál. Var þeim Jóni Blöndal hag- fræðingi, Ásgeiri Þorstednssyni,. fiorstjóra Samtryggingarinniar, og Gfuðmundi Guðmumdssyni, trygg- ingafræðingi, frá Ulugastöðum, falið að gera uppkast að lögum um þessar vátryggingar. Eru tryggingar Jæssar hugsaðar sem skyldutryggingar á öllum fasteignum og mannvirkjum, enn: fremur á vélum og tækjum, og eiga að tryggja mönnum skaóa- bætur fyrir striðstjón, sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum. LOFTÁRÁSIRNAR Frh. af 1. síðu. flugvélarnar ýmist einar sér - eða í hópum. Stóðu orustur - þessar flestar í stundarf jórðung. Yfir Bristolflóa var einnig bar-- izt í morgun í 20 mínútur og 2 þj'zkar flugvélar skotnar nið- ur. Loftárás var gerð á Berlín í morgun og stóð eina klukku- stund og 20 mínútur. Sömuleið- is á Miinchen og stóð í þrjár klukkustundir. Ennfremur á Stettin, og varð þar ógurleg sprenging í olíugeymum. Árás- ir voru og gerðar á hergagna- verksmiðjur í Spandau og í Marz. og viÖurkenningu mannlegra rétt- inda, verði drýgri til sigurs, held- uir en sá 'andi, sem alimn er upp í ófrelsi og kúgun.“ Aðeíns 3 soludap eftír f Happdrættið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.