Alþýðublaðið - 09.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.09.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR S. SEPT. It4ð Hv@r var að Bi£s»|a? Kau]»iö bckiaa og bresii xneiðt Hv@r vas er bék, se: þurii® aí MÁNUDAGUR Næturlæknir er í nótt Ólafur Þ. Þorsteinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er i Laugavegs- og Ingólfsapóteki. 19.30 Hljómplötur: Lítil svíta eftir Taylor. 20,00 Fréttir. ' 20.30 Sumarþættir (Sigfús Hall- dórs frá Höfnum). 20,501 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir íslenzka höfunda. 21,20 Hljómplötur: Kvartett í B- dúr eftir Josep Suk. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Skemmtifundur K.R. verður í Oddfellow annað kvöld kl. 9. Skemmdir á matjurtagörðum. Alveg óvenjulega óstillt og köld veðrátta hefir undanfarna viku verið á Akureýri óg öllum sveitum við Eyjafjörð. Hafa skemmdir orð- ið víða á kartöfiu- og matjurta- görðum og heyskapur gengið erfið- lega. NorSaustanstorm gerði á Raufarhöfn s.l. föstudag. Allmörg veiðiskip urðu að leita hafnar. Meta og Árthur og Fanney misstu báða nótabátana, en Nanna annan. Næturnar höfðu verið tekn- ar upp. Öldungamót íþróttaráðsins fór íram í gær í kalsa veðri. Er það að öllu leyti misheppnað fyrirtæki og ákaflega vafásamt. Ef það á að vera til að gefa gömlum íþróttamönnum niöguleika til jafnrar keppni, þá á æfingin að koma á undan keppn- inni. Ef það á að vera til að skemmta áhorfendum, þá geta gamanleikarar án efa afskræmt í- þróttirnar miklu betur en þessir „öldungar“. Síldarsalan. Prentvilla varð í greipinni um síldarsölu til Svíþjóðar s.l. laugar- dag. Þar stóð að tunnan væri seld á 170 kr.. en átti vitanlega að vera 70 kr. Einhver nagli við Morgun- blaðið, að líkindum þó enginn af blaðamönnum þess, hefir gripið þessa prentvillu, og gert sér mat úr. Má segja um það, að það er lítið, sem hundstungan finnur ekki. NOKKRAR STÚLKUR ósk- ast í móvinnu í nágrenni bæjar- ins. Uppl. á Vinnumiðlunar- skrifstofunni. Sími 1327. Þúsundir vita, að gæfa fylgtr trúlofunarhringum frá Sigu* þór, Hafnarstræti 4. Ssaíkjar á TOkamSaaiiii: KoBióiistn færðar ijifir! BLAÐ kommúnista sníkir stöðugt á verkamenn. Sagði blaðið fyrir nokkrum dögum, að nú hefðu verkamenn svo mikið upp úr sér, að þeir ættu að muna eftir „garminum honum Katli“, blaði kommún- ista. Og í gær skýrir blaðið frá því, að einn vinnuflokkur, sem vinn- ur við Geitháls, hafi gefið því 120 krónur og auk þess 30 cent! Þessi vinnuflokkur virðist því hafa yfir töluverðu fé að‘ ráða — enda eru þarna kommúnistar 1 stórum meirihluta, og virðist þeim hafa verið safnað saman í einn „svartan flokk“. Verkstjór- inn er líka alþekktur kommún- isti og væri gaman að fá að vita hvaða aðferðum hann hefir beitt til að fá féð frá verka- mönnum í hið rússneska mál- gagn. Annars myndi Þjóðviljinn hafa sagt margt ljótt, ef önnur blöð væru með stöðugar sníkjur á verkamönnum, eins og hann er og hefir verið. Batur ferst og tveir Htenn drnkhna. FÖSTUDAGINN 6. september síðdegis fór vélbáturinn Ell- iði frá Raufarhöfn áleiðis til Þórs hafnar. Á bátnum voru: Marinó Ölafsson og Sigurjón Sigurðsson,, útgerðarmenn og var Marinó for- maður bátsins. Báðir eru þeir til heimilis í Þorlákshöfn. Um sama ieyti gekk upp með norðanhvassviðri. í fyrrakvöld fannst báturinn brotinn á Guinn- arssta'ðasandi fyrir botni Lórna- fjarðar og allt lauslegt úr honum. Lík mannanna eru ófundin ennþá. HÖFNINNI LOKAÐ. (Frh. af 1. síðu.) framkvæmda í nótt. Lokunin er þannig, að dufl- girðing er sett í mynni hafnar- innar, og er höfninni lokáð frá kl. 8 að kvöldi til kl. 6 að morgni, og geta skip ekki kom- izt inn í höfnina á þessum tíma. 4» SJÓMÖNNUM BJARGAÐ. (Frh. af 1. síðu.) biótsmenn verið í bátumum í 17 klwkkustundir. Skipsverjar skýrðu mér svo frá að 2 aðrir bátar myndu að lík- indum vera skammt frá okkur, sá sem nær myndi vera, væri aö líkindum sunnan til við okkur. Eftir að við höfðum leitað' í hálf- tíma kom ég áuga á 1 bát. í honum voru 14 menn, þar ámeð- al 3. stýrimaður, sem var norsk- nr. Við tókum alla þessa menn um borð og veittum þeim eins góða aðhlynningu og við gátum, en bátinn settum við aftaní Allir voru mennirnir ihjög illa til réika, kaldir og svangir. Voru sumir þeirra hálfklæddir — en allir illa útbúnir. Stýrimönnunum kom saman um að 3. báturinn myindi vera ,8—10 mílur austanvert við okkur og þar sem ég vissi af „Hilmir“ einmitt á þeim slóðum taldi ég víst að hann myndi finna bátinn, enda fór það svo og voru í þeim bát 14 menn. Fjórði báturiinn var skipstjórabáturinn. 1 honum voru 13 menn. Þessum mönnum var líka bjargað. Éftir 30 tíma siglingu komum við með mennina til hafnar í Skotlandi. Mikil gremja var í þeim mönn- u,m, er við björguðum út af fr.am- komu hins enska skipstjóra. Þeg- ar kafbáturinn hafði skiotið tutíd- urskeytinu á skipið var það, eins og áður er sagt á 15—16 milna hraða. Skipstjóri gaf þó ekken merki um að stöðva skipið, en flýtti sér frá borði og var fyrstur til að sigla burt. Skifti hann sér ekkert af því hvað yrði um menn hans. Skipsverjar vioru ákveðnir í þvi að kæva skipstióra og heyrði ég sagt, að út af þessu yrði mikill málarekstur. Mér var sagt, að á þessum slóðum væru 2 þýzkir kafbátar og hefðu þeir á 17 dög- um skotið niður 10 skip. Sagt var að þeir heföu lengi setið um „Ville de Hasselt“, enda var það mikið og fullkomið skip. Ti\FLA yfir pekstraptima SundhalSarsaiaap veíiiffinn 194® - ’41. Frá mánudeginum 9. sept., nema þar sem annað er tekið fram. Kl. 7,30—9 Kl. 9—11 Kl. 11—1 jKl. 1,15-3,30 Kl. 3,30—5 Kl. 5—7 Kl 7—10 Mánudaga Fyrir almenning Fyrir bæjarbúa* Fyrir br. hermenn Fyrir bæjarbúa* Fyrir almenning Fyrir bæj- arbúa og yf- irmenn úr hernum (7,38—9) Sundæf. Breta (9—10) Siindæf. sundfél. Þriðjud. JJ JJ JJ jj- JJ JJ Fyrir bæjarbúa og yfir- menn úr hernum. Miðvikud. j) » ” "jj JJ JJ JJ (7—9) Fyrir almenning (9—10) Sundæf. sundfél. Fimtud. —— ! ” JJ JJ “:JJ Fyrir breska hermenn Föslud. JJ j) JJ JJ (7—9) Fyrir bæjarbúa og yfirmenn úr hernum. (9—10) Sundæf. sundfél. Laugard. J5 ‘ JJ JJ JJ JJ JJ Fyrir breska hermenn Gildir frá 1. október. — ** Einkatími fyrir konur föstud. kl. 5—6. Sunnudaga kl. 8—3: Fyrir bæjarbúa og yfirmenn úr hernum. Kl. 3—8 Fyrir brezka hermenn. Miðasala hættir 45 mín. fyrir lokunartíma. Geymið auglýsinguna! Sundhðll Reykjavfkur. Siisk gerð leynilogreglumynd, samkvæmt skáld- sögunni „Dark eyes of Londo»“ eftir Edgar Wal- lace. Aðalhlutverkin leika: BEI.A LUGOíSI og GRETA GYNT. Sýnd kl.. 7 eg 9. AðgöngUm. seldir frá kl. 1. NYJA BIO !t sátí ?ið daHðanl (DARK VICTORY.) Amerísk afburðakvilcmynd frá Warner Bros, er vakið hefir heimsathygli fyrir naikilfenglegt og alvöru- þrungið efni ©g frábæra leiksniliid aðalpersónanna Ge®rge Bressl og Bette Ðavis. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Aðgöuguim. seldir frá kl. 1. Jarðarför mannsins míns og föður, Þórðar Hjartar, fer fram frá dómkirkjunni á morgun og hefst með húskveðju á hoimili okkar, Öldugötu 42, kl. ll/2 e. hád. Aurora Hjartar og dóttir. Innilegt hjartans þakklæti til allra þeirra, er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför sonar okkar ■# Kristjáns læknis. Vilborg Sigurðardóttir og Grímur Sigurðsson frá Nikhól. LOFTÁRÁSIRNAR. (Frh; af 2. síðu.) Árás var einnig gerð á Ber- lín, en um árangur hennar er ekki ennþá kunnugt, en það er auðséð, að stjórnarvöldin í Ber- lín búast nú við vaxandi árás- um, því að fólkinu hefir verið fyrirskipað að halda sig í húsum inni á kvöldin og sofa fyrir mið- nætti eftir því, sem við verður komið. Sams konar fyrirmæli hafa verið gefin út í fleiri borg- um. CAROL KONUNGUR. (Frh. af 1. síðu.) ungs. Margar kúlúr fóru þó í gegnum gluggana ál lvögnunum, og skoðuðu menn kúlnaförin, þegar lestin kom til Luzern. Einn af foringjuni járnvarðliðs manna hefir sagt, að það hafi ekki verið tilgangurinn að sýna Kanol konungi banatilræði, held- ur að taka Madame Lupescu, hjákionu hans, höndum. En hún kiommst einnig heiiu og höldniu með kionunginum til Luzern. Tilkyiiing til stídenta. Vegna þess hve erfitt er nú að fá leigt húsnæði í Reykja- vík, mun Stúdentaráð Háskólans reyna að aðstoða stúd- enta búsetta utan Reykjavíkur við útvegun herbergja fyrir veturinn. Eru stúdentar beðnir a ðsnúa sér sem fyrst til skrif- stofu Stúdentaráðsins í Háskólanum mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 4—5Ú2 e. h. Sími, 3794. Eru stúdentar beðnir að snúa sér sem fyrst til skrif- stúdentum herbergi í vetur, beðnir um að snúa sér til skrifstofu Stúdentaráðsins á sama tima. STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLANS. Ororknbætar Þeir, sem eiga eftir að afla sér ÖRORKUVOTTORÐS hjá tryggingarlækni vegna umsóknar um örorkubætur, eiga að vitja tilvísunar á sérstakan viðtalstíma hjá lækninum í Góðtemplarahúsinu kl. 10—12 og 2—5. • Læknirinn veitir umsækjendum ekki móttöku nema eftir þessum tilvísunum. BORG ARST J ÓRINN. | ■ ■ H \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.