Alþýðublaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.09.1940, Blaðsíða 1
- . T ¦ - ííITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPT. 194« 2©8» TÖLUBLAÐ Loftárásir á slibiHs og verka- maepibnstai í L Djóðverjar hættir að hngsa nokkið nm pað,hvort sprengjurfieirra hæfa staði, er hernaðariega pingn hafa **?*- ? INÓTT gerðu Þjóðverjar enn ægilega loftárás á Lónd- on og stóð hún í 9 klnkkustundir. Er það þriðja nóttin í röð, sera íbúar borgarinnar hafa orðið að hafast við svefn- lausir í loftvarnabyrgjum. Eldar komu upp víðsvegar í borginni og voru hin heims- fræga Pálskirkja og ráðhúsið, Guildhall, um skeið í alvar- legri hættu. En kl. 7 í morgun hafði slökkviliðinu tekizt að stöðva útbreiðslu eldsins og um hádegi í dag sagði brezka útvarpið, að allt væri aftut með kyrrum kjörum í London ög fólkið hefði gengið til vinnu sinnar eins og ekkert hefði verið um að vera. árljós sveifluðust um himin- hvolfið. SjálfboðaÍiðshjálpar- sveitirnar, segir Lundúnaút- varpið, hafa unnið verk sitt af fádæma hugprýði og eru stolt og eftirlæti Lundúnabúa, því að þær hafa bjargað þúsundum mannslífa úr rústum fallinna húsa. Syo var talið, að kíukkan 7 hefði brunaliðinu tekizt að ná . valdi á öllum eldum, er upp komu í nótt, en margar rústir eru ennþá ókannaðar, og má bú- ast við, að allmargt látinna og lifandi manna verði grafið upp úr þeim. Brottflutningur sjúklinga úr sjúkrahúsi í London. Tilkynning brezka flugmálá- ráðuneytisins um árásina í nótt er stuttorð, enda lágu í morgun ekk'i fyrir upplýsingar um árás- irnar í einstökum atríðufn. í til- kynningunni segir á þessa .leið: Það er nú augljóst, að óvin- irnir eru algerlega hættir íáð leitast við að hitta stöðvar, sem hafa hernaðarlega þýðingu. Sprengjum var dreift yfir Lond- , on svo að segja hvar sem var, bæði þungum sprengjúm og eld- sprengjum, og barizt var yfir borginni í alla nótt. Eldur kom upp í nánd við St. Pálskirkju og Guildhall, og var kirkjan um hríð í mikilli hættu, en kl. 7 í morgun hafði slökkvi- liðið náð valdi á eldinum. Sprengjur komu niður á tvö sjúkrahús, barnaspítala og fæð- ingarspítala. í barnaspítalanum sluppu allir lifandi, en í fæðing- arspítalanum fórust nokkrar konur og börn. Fjöldi verka- mannabústaða í Eastend var eyðilagður. Um manntjón af ,völdum á- ;,|ásanna í nótt er ekki ennþá kunnugt. En í fyrrinótt fórust 286 mcnn, en 1400 slösuðust og særðust. 52 flugvélar voru skotnar niður fyrir Þjóðverjum í gær. • í alla nótt unnu brunaliðs- menn og • hjálparsveitir að slökkvistarfi og björgun manna úr rústum brunninna húsa, oft undir dynjandi sprengjuregni. Var slökkvistarfið * sérstaklega hættulegt vegna þess, að þýzku flugvélarnar notuðu eldana ber- sýnilega sem leiðarvísai Meðan þessu starfi fór fram, mátti heyra látlausan gný af orustu- flugvélum uppi í loftinu, en leit- Drikaleg loftárás á íSai- borg á mínndagsiéttina. -.......' » i i . BorffiM brann á mðrgam stððum ----------------«---------------- Brezkar sprengjuflugvélar gerðu hrikalega loftárás á Ham- borg á mánudagsnóttina og stóð hún í þrjár klukkustundir eða frá kl. 10 á sunnudagskvöld til kl. 1 eftir miðnætti. Komu flug- vélarnar í fjórum sveitum inn yfir borgina og voru flestar í þeirri síðustu. Borgin brann á mörgum stöðum að árásinni íok- inni. Stjérn Alpýðuflokkslns og Aipsisai- bandslns hðfðar mál gegn Béðni Valdi marsspi og blaðinu, Vestnrland* á fsafirði —;— ? ------------- Fyrir aMréttanir og ésannlndi í samnandi vio sjéopur^armáliö i Verkamannafélaginu Dagsnrun STJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS OG ALÞÝÐUSAM- BANDSINS hefir ákveðið að höfða mál á hendur Héðni Valdimarssyni fyrir ummæli í grein, skrifaðri af honum í „Nýtt land" þ. 7. s'eptemher s.l. um sjóðþurrðina í Dags- brún. Mun stjórn flokksins og sambandsins krefjast þess að Héðinn Valdimarsson verði dæmdur til refsingar, ómerk- ingar og skaðabóta fyrir ummæli sín, og koma nú til fram- kvæmda ákvæði hinna nýju hegningarlaga um slík brot. I grein Héðins er því dróttað að Alþýðuflokknum og Alþýðu- sambandinu, að einhver hluti af því fé, sem tekið var í heimild- arleysi úr sjóðum Dagsbrúnar, hafi runnið til þeirra, og farið með önnur- ósannindi, sem fullvíst má telja, að séu vísvitandi. Brezkiu flugvélarnar leituðu ná- kvæmiega uppi hafnarmaninvirki olíugeymiana, skipamíbsaBtÖðvarn- ar iog orkustöðvarnar og heltu skúr eftir skúr yfir þessa staði. Hundruð aí Þungsprengjum lentu á aðalskipasmíðastöövum Þjóð- verja í Hamborg, Blohm & Voss. Margir olíugeymar brustu í ljós- an loga við árásina og hafinar- garbar simdrttðlust. Skotið var á Frh. á 2. síðu. I greininni stendur meðal annars: „Fullvíst mun ... vera, að formaður (þ. e. Dagsbrúnar) hafi með eða án samþykkis fé- lagsstjórnar, auk þess að stela, greitt Alþýðusambandi íslands 5—6 þús. krónur, upphæð, sem Alþýðusambandið krafði Dags- brún um, en félagið hafði neit- að"að greiða nema með dómi, þar sem það taldi sig skuldlaust við Alþýðusambandið, og eng- inn dómur hefir enn gengið í málinu." (Leturbreytingin gerð hér. Dómur er, eins og Héðni Valdimarssyni hlýtúr að vera kunnugt, fyrir löngu genginn í málinu.) Enn fremur stendur í grein- inni: ,Það er þess vegna fullljóst, að stjórn Alþýðusambands Stef- áns Jóhanns hefir haft beinan peningalegan hagnað af þessari nýju f jármálastefnu, þó að ann- að fé hafi ef til vill ekki runnið til þess eða Alþýðuflokksins, sem þó mun ekki enn fullrann- sakað." (Leturbreytingin gerð hér.) Og enn segir Héðinn í grein sinni: „Og eftir að allur landslýður veit, að fámennum meirihluta stjórnar Alþýðusambandsins, Skjaldborginni, helzt uppi með lögleysum og lagakrókum, þvert ofan í vilja sambands- þings þess, sem kaus þá, að sprengja alþýðusamtökin, svæla undir sig og sinn arm, en svipta félög þau í Reykjavík, sem stóðu á móti einræði þeirra . .. öllum sameiginlegum eignum félaganna í Reykjavík, Iðnóeign inni, Alþýðuhúsinu, Alþýðu- brauðgerðinni, Stórasjóði, mörg hundruð þúsunda króna, þá ir liðsmenn Skjaldborgarinn um. liðsmönnum Skjaldborgarinnar (þetta línurugl er í greininni), sem ekki eru eins vel að sér í lagakrókum, telji sér fært og réttmætt að halda áfram sjálfir (Frh. á 4. síðu.) iltí ¥Í IskOQ haffidriDnar. Ný ákvðfðun heistlómar- innar i morgun. REZKA herstjóínin hér tók þá ákvörðun í morgun að hætta við að loka Reykjavíkurhöfn að nóttu til eins og gert hafði verið undanfarnar tvær nætur. Menn munu fagna þess- ari ákvörðun, því að lök- un hafnarinnar mæltist illa fyrir meðal sjófarenda, ekki sízt vegna þess, áð menn sáu enga skynsam- lega ástæðu fyrir henni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.