Alþýðublaðið - 10.09.1940, Side 2

Alþýðublaðið - 10.09.1940, Side 2
ALÞYÐUBLAÐI3 ÞRIÐJUDAGUR 1«. SCPT. 1§4» rop^ íslenzkir sjómenn og aðrir þeir, sem nota þurfa kaðla og tóg, eiga nú kost á WALL ROPE, en það er ein af beztu tegundum, sem til eru á heimsmarkaðn- um. WALL ROPE verksmiðjan er yfir 100 ára gömul og ein stærsta og merkasta í sinni grein í Ameríku og hefir jafnan verið fyrst með nýjungar til bóta í iðn- inni. Notið hin heimsfrægu WALL ROPE. Einkaumboð fyrir ísland: Austurstr. 14. Reykjavík. Sími 5904. j Vaxandi aiddð gep pízka imrásarhernum i Noregi. —----•--- Hvert blaðið eftir annað er bannað og handtökunum er stöðugt að fjölga. AÐ var skýrt frá því í norska útvarpinu frá Lon- don í gær eftir sænska blaðinu „Socialdemokraten“, að vax- andi erfiðleikar væru í sambúð Þjóðverja og Norðmanna í Nor- egi. , Flest blöð norska Alþýðu- flokksins hafa nú verið alger- lega bönnuð, þar á meðal blöð flokksins í Oslo, Bergen og Trondheim. Jafnframt er alltaf verið að taka blaðamenn og aðra forsvarsmenn Alþýðuflokksins fasta. Fyrir fáum dögum var og byrjað að taka fasta forsvars- menn vinstri flokksins, hægri flokksins og bændaflokksins. Allir þessir flokkar höfðu myndað með sér bandalag og stjórn fyrir það. En þýzku yfir- völdin bönnuðu þetta bandalag tafarlaust. Vidkun Quisling er nýkominn heim eftir aillanga dvöl í Þýzka- landi. Strax og hann kom heim til Noregs, fóru norskir nazist- ar að láta meira taka til sín. Fara þeir í kröfugöngum um göturnar og krefjast þess, að Hákon konungur, ríkistjórn Ny- gaardsvolds og stjórnarnefndin segi af sér. Hefir stjórnarnefnd- in sett vörð um byggingar sín- ar. En þýzku yfirvöldin láta nazistana fara sínu fram, án þess að skipta sér af. Halvard M. Lange, skólastjóri verkamannaskóla Alþýðuflokks ins, var einn þeirra, sem tekinn var fastur fyrir nokkrum dög- um. \ Sömu fregnir herma, að skemmdarverk og árásir á Þjóð- verja fari stöðugt vaxandi í Noregi. loftarásirnar á hamborg Frh. af 1. síðu. hinar brezku flugvélar með loft- vamarbyssum, en það tókst ekki a5 hitta þær og flauig ein sveitin í heimleið yfir Altona og varpaði sprengjum yfir hergagnaverk- smiðju þar. Miklir eldar komu upp víös- vegar á þessu stóra árásarsvæði. Sáu hinir brezku flugmenn að sumir kulnu'öu fljótlega eins og þeir hefðu verið slökktir, en aðr- ir gripu um sig með ægiLegum krafti log brunnu þegar frá var horfið. Áhöfn einnar árásarflugvélar- ínnar sá skipasmíðastöð og járn- hrautarstöð á norðurbakka Elbe- fljóts brenna í ljósuim loga. Kl. 2 u*m nóttina höfðu svo mikil reykský safnast yfir Hamborg af eldunum, að hinar siðustu brézku flugvélar ;gátu ekki lengur fylgst með því hvað gerðist á jörðu niðri. Stððngar leftáráslr á SrmarsnadshafBiroar. Brezkar sprengjuflugvélar hafa siðustu sólarhringana haldið Uppi stöðugum Loftárásum á Ermar- sundshafnimar á Norður-Frakk- landi, sem em á valdi Þjóðverja og einnig á hafnarborgimar í Belgíu, þar sem mestar líkur eru til að Þjóðverjar hafi viðbúnað undir innrás á England. í gærkvöldi sást mikill eld- bjarmi yfir Ermasundsströnd Frakklands andspænis Dover, að aflokinni brezkri loftárás á hana. Á mánudagsnóttina vom einnig gerðar stórkostlegar loftárásir á BoULogne óg Ostende. Fregn frá Associated Press hermir, að merki um Loftárás hafi verið gefið í Berlín í nótt. En ófrétt er um árásina sjálfa. Loftárásir voru einnig gerðar í nótt á Stettfn og Hamborg. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karknanna- föt o. fl. Sími 2200. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi 1. *; k i DANSSKÓLI Elly Þorláksson Bjsrkargðto 8. Kennsla byrjar fimmtudaginn 12. b. m. KENNSLUGREIN AR: Ballet, Plastik, Akrobatik og Stepp, fyrir börn og fullorðna. Samkvæmisdansar, aðeins fyrir börn. Nánari upplýsingar í skólanum, BJARKARGÖTU 8, sími 4823. ------im VAGðtm OG VEGINN------------------ Hörð keppni um verðhækkanir á innlendum afurðum. Lifur og hjörtu hækka rnn 80%. Sveitafólkið og lappirnar. Getum við skipzt á sköðunum við herraennina? Álit stráks. ———— AWIMSrANIR HAN-NESAR Á H0RNINV. -.. ^ Ú VIRÐIST VERA komin af stað hörð samkeppni nm verðhækkun á innlendri fram- leiðslu. Fyrir helgina voru öll fyrri met slegin. Lifur og hjörtu í kjöt- verzlunum voru seld 80% hærra verði en í fyrra. Leikurinn heldur áfram af fnllum krafti og ómögu- legt að segja hve hátt síðasta metið fer. — Þá er enn eitt í sambandi við sölu innlendra afurða: Nú eru ýms slátursöluhús farin að fá slát- ur austan úr sveitum, án þess að lappirnar fylgi. Líkast til álítur sveitafólkið, að við Reykvíkingar höfum ekkert með þetta að gera, nema ef það er þá ekki að tryggja sjálfu sér nóga sultu og spara farm- gjald fyrir lappimar, sem eru dá- lítið þungar í vigt! OFANRITAÐ er tekið úr bréfi frá „Konu á Laugaveginum", sem mér barst í morgun. Ég hefi fyllstu ástæðu til að ætla, að.það, sem hún, segir, sé alveg rétt og mun það ekki minnka gremju Reykvíkinga út af okrinu á innlendu afurðun- um. Öllum hlýtur að vera Ijóst að þétta getur ekki haldið áfram og virðist full ástæða fyrir ríkisstjórn- ina að setja rammar skorður gegn okri á innlendum afurðum, eins og löggjafinn hefir, með góðum ár- angri, sett skorður við okri á er- lendum vörum. ÉG HEFI NOKKRUM SINNUM verið að predika sparnað hérna í dálkinum mínum. Sparnaðarpred- ikanir eru alltaf hvimleiðar og þó sérstaklega þegar predikunum þessum er eingöngu stefnt að þeim, sem ekkert geta sparað af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa ekk- ert að spara og hafa alltaf orðið' að skera allt við nögl sér. Ég þyk- ist heldur ekki heimta sparnað af fátæka fólkinu. Ég þekki mjög vel æfikjör þeirra, sem lítið sem ekk- ert hafa handa á milli, eins og ég þekki líka kjör þeirra, sem hafa nóg að bíta og brenna. Ég veit að til eru þúsundir manna hér í bæn- um, sem eyða úr hófi fram. Þeir mega ekki gera það á þessum tím- um. Nú er tækifærið til að reyná að koma fyrir sig fótunum fjár- hagslega. Það á að spara allt, bók- staflega allt, sem mögulegt er að spara, og það á að rannsaka það á hverju heimili, hvað hægt sé að spara. Við vitum hvaða kjör ófrið- arþjóðirnar eiga við að búa og bað ætti að létta okkur viðleitnina til sjálfsafneitunar og sparnaðar. ÉG HEFI FENGIÐ eitt .bréfið enn um sámbúð okkar og hinna er- lendu hermanna. Það fjallar um: nýtt blað, sem farið er að koma út. á ensku og heitir „Sunday Post“,. en það er gefið út af Sigurði Bene- diktssyni, sem er að verða hér á landi hálfgerður Northcliffe eða Hearst. Þetta blað kvað vera lun. allan skrattann og eiga að verðai tengiliður milli okkar og hermann- anna. Því er ætlað að birta fleira' en fréttir. Ég hefi varla séð þetta blað, en merkur borgari segir að. það sé sæmilegt. ANNARS VIRÐIST MÉR að ís- lendingar séu reiðastir við her- mennina út af því, að þeir steli frá okkur okkar löglegri éign: stelp- unum. Það má vel vera að þeir geri það. Þetta eru ílest myndarlegir menn og hinn erlendi bragur þeirra. er líklegur til að kitla æfintýra- löngun okkar fallegu stúlkna, sem. eru víst áreiðanlega fallegustu konur veraldarinnar. Að minnsta kosti sagði einn hermaður mér,. sem búinn er að vera í hernum í: meira en áratug' og farið hefir um: mörg lönd, að hann hefði hvergi séð jafn fallegar konur. ÉG ER HINS VEGAR, alveg á móti því, að stelpurnar séu að elta, hermennina. Ég vil að þær elti okkur, sem þær hafa alltaf elt. Við erum áreiðanlega ekkert verri en við höfum verið — og það er áreið- ánlega eins mikið að þakka okkur eins og íslenzku kvenþjóðinni hvað íslenzku stúlkurnar eru fallegar. ANNARS SAGÐI sextán ára strákur við mig í gær: „Ég er ekki. hissa á því þó að stelpurnar elti hermennina. Hugsaðu þér bara ef allt í einu kæmu hingað um 40 þús- und útlendar stúlkur og færu hér um göturnar með makt og miklu veldi. Ætli við færum ekki að blikka þær og eltast við þær?“ Ég sagði vitanlega þvert nei, því að ég er á móti útlendingum. Breíar einlr hafa skotið ilir m 4000 pýzkar fiugvélar íjrsta árið. Seunilega hafa Þjóiverjar misst samtals um 700® flugvélar siðau stríðið hófsL ------«------- SAMKVÆMT upplýsingum bernaðarsérfræðings enska stórblaðsins Times hefir brezk- um hernaðarflugvélum og Ioft- varnasveitum tekizt, á fyrstu tólf mánuðum stríðsins, að skjóta niður 3939 þýzkar flug- vélar, en sjálfir hafa Bretar misst 1026 flugvélar. Þessi tala utn flugvélatap Þjóð- verja nær aðeins yfir þær flug- vélar, sem skiutnar hafa verið nið- ur, en það er geysilegur fjöldi, sem hiefir skemmzt þannig, að kraftaverk er talið, ef þaér hafa komizt heim. Þá eru ekki taldar með þær flugvélar, sem Bretar hafa eyði- lagt í næturárásuim sínum á Þýzkáland og þýzk yfirráða- svæðx. Og ekki er hægt að kofna tölu á þær þýzkar flugvélar, sem skotnar * hafa verið niður yfir. Frakklandi, Póllandi, Belgíu.. Hollandi og Noregi, en áætlað er, að þær muni vera um sjö' þúsiund alls, ein að Bretar hiafi misst alls um fimmtán hu;ndruð. Þá er einnig geysimikill munur á því, hve Þjóðverjar bafa mlisst fleiri flugmenn eln Bretar. Ekki er hægt að ákveða neinar tölur, en sennilegt er, að Þjóðverjax hafi misst um seytján þúsund æfða flugmenn, tín Bretar tum þrjú þúsund. í Loftorustum yfir Englandi eða úti fyrir ströuldum Englands hafa margir brezkir flugmenn bjargað sér í fallhlíf- um, en þó að þýzkir fluigmenn hafi getað bjargað sér í flugvél- um, þá hafa þeir þegar í staö verið 'teknir fastir. Frh. á 4. sí&u..

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.