Alþýðublaðið - 10.09.1940, Side 3

Alþýðublaðið - 10.09.1940, Side 3
HM9JUÐAG-UR 1». SEPT. 1«4« ALÞÝÖUBLABS® Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ♦-----------------------------------------------♦ Slysatryggingar í Bretavinnunni ------4.--- SAMNINGAR þeir, sem trygg- ingarstofnun ríkisins hefir gert við brezka setuliðið um slysatryggingar verkamanna, sem vinna í þjónustu þess, eiga að' tryggja vearkamönnunum ná- kvæmlega sömu bætur og þeim ber að fá samkvæmt alþýðutrygg- ángalögunum, Eitt blað, Þjóðviljinn, hefir kastað hnútum til ríkisstjórnar- innar, tryggingarstófn’unarininar i9g brezka setuliðsins fyrir þessa samninga, iog þó að þaö sé vit- að, að blaðið gerir það aðeins til að reyna að gera setuliðið óvin- sælla en það er, en eins og kunn- ugt er, er blað þetta málgagn bandamanns þýzka nazismans, þykir rétt að gera þessa samn- inga nokkru nánar að umtalsefni. ÞaÖ var 4. júlí í sumar sem brezka setuliðið réði fyrstu verka- irnennina í þjónustu sína, en síð- an hefir þeim farið sífelt fjölg- andi, sem unnið hafa verk fyrir þaö. Hefir þetta haft geysimikla (atvinnu í för með sér fyrir verka- menn og hefir það vitanlega kom ið í góðar þarfir. Tryggimgarstofnun rikisins varð þegar ljóst, að nauðsyn bar til þess að þessi stóri atvinnurek- andi gegndi skyldum sínum gagn- vart hinum íslenzku verkamönn- Uln að því er tryggingar snerti ekki siður enn íslenzkir atvinnu- rekendur. Hófust þvi viðræðurvið setuliðið mjög fljótt um þetta mál. Yfirstjórn setuliðsins féllst á að verkamönnum þess yrðu tryggðar samskonar bætur, ef þeir yrðu fyrir slysum, eins og íslenzkir at- vinnurekandur tryggja sínum verkamönnum, þó að setuliðið viðurkenni hins vegar ekki, að það sé háð íslenzkum legurn. Setuliðið taldi sig geta fylgt öllum regluan tryggingar- stiofnunarinnar um þessi mál. En það hefir sjálft sína lækna bg sín sjúkrahús. Hvort tveggja er eins fullkomið og við íslend- ingar höfum á að skipa, og setu- liðið vildi sjá um aðgerðir á verkamönnum er meiddust við vinnu hjá því og láta þeim í té læknisaðgerðir, lyf og umbúÖir, ■ ef þeir þyrftu á að halda vegna slysa. Hins vegar er líklegt að verkamenn, sem þess þurfa fari á íslenzk sjúkrahús, enda er það heimilt samkvæmt samningum. Þetta taldi tryggingarstofnunin sig geta gengið inm á, enda var það vitanlega aðalatriðið að verkamenn fengju þær bætur fyrir vinnumissi og annað, sem af slysum leiðir, sem íslenzk lög ákveða, og það var setuliðið fúst að samþykkja. Setuliðið mun og að mestu þeir urðu fyrrr, áður en samn- ingarnir voru imdirritaðir, og hefir ekki annað heyrst en að verkamöinnum, sem ruotið hafa læknishjálpar þess, líki að öllu leyti prýðilega við það. Eins og getið var um í til- kynningu tryggingarstofnunarinn- ar til verkamanna fyrir helgina, hefir hún sína fulltrúa til að rann saka slys, sem fyrir kunna að jkoma í vinnu hjá setuliðinu. Var það og nauðsynlegt, því að oft Vill verða þvarg um það, hve hátt skuli meta slysabætur, missi lims eða hluta af lim, og meiri hætta gat verið á misskilningi tum þetta í þessu tilfelli þar sem hér er um útlendinga að ræða, er lítterukunnirtryggingalöggjöf bkkar og venjum. í sambandi við hana. En þessi fulltrúi trygging- arstofnunarinnar ætti að geta tryggt það, að farið verði að öllu eftir okkar venjum um allt er að þessu lýtur. Vitanlega nær samningurinn líka til fullra bóta fyrir örorku eða dauða, sem kynni að stafa af slysum svo og dagpeninga og sjúkrahúsvistar í samræmi við reglur slysatryggingarinnar. ÞaÖ er áreiðanlega miklu frern- Ur ástæða til að fagna þessum samningum sem tekizt hafa fyr- fr atbeina forstjóra tryggingar- stofnunarinnar, Haralds Guð- mundssionar, en að vera með get- sakir og hnífilyrði út af þeim, eins og málgagn kommúnjsta ger- ir. Hjá því blaði er tilgangurinn ekki sá að auka öryggi verka- manna heldur einungis að blása Upp róg um tryggingarstofnunina og setuliðið, eins og þess var raunar von og vísa. austur um land til Akureyrar um næstu helgi. Kemur við á helztu höfnum og eftir því sem flutn- ingur býðst. Vörnmóttaka á fimtu dag og fram til hádegis á föstu- dag. MtH AM Tvö lítil herbergi og eldhús óskast 1. október fyrir barnlaus hjón. Skilvís greiðsla. Tilboð merkt A leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ. leyti hafa farið að flytja verka- m- menn, sem meiddust í vinnu hjá því, eða gera að meiðslum, er AugplýsiS í Alþýðublaðinu. shattalðggjafarinnar. Eftip Jón Bllmdal. Endnrskoðnn BLÖÐ Sjálfstæðisfliokksins hafa lengi undanfarið svo að segja daglega gert skattamálin, sérstaklega endurskoðun skatta- löggjafarinnar og skattfrelsi út- gerðarinnar að umtalsefni. M. a. skrifaði prófessior Bjarni Bene- diktssion fyrir nokkru alllanga til varnar fyrir skattfrelsi togara- útgerðarinnar. 1 skrifum þessum hefir því ver- ið haldið fram að skatta- og út- svarslöggjöfin islenzka væri kom- in út í slíkar öfgar að það mætti ekki dragast deginum lengur að hún yrði tekin til gagngefðrar endurskoðunar og áð fjarstæða væri að afnema skattfrelsið nema því aðeins að um ieið væri gerð róttæk breyting á skattalöggjöf- inni, þar sem ella, svo að segja allar eða allar tekjur þeirra aðila, sem nú njóta sérréttinda, yrðu igleyptar í skatta og útsvör. Hef- ir sú krafa hvað eftir aranað ver- ið gerð til milliþinganefndar í skatta- og tollamálum að hún lyki sem fyrst gagngerðri endurskoð- Un á beinu sköttunum, svo end- ir væri bundinn á þetta skattar brjálæði. Vegna þessara siendurteknu skrifa blaða Sjálfstæðisflokksins og ekki síður vegna þess að sá fio.kk.ur ber sem stendur aðalá- byrgðina á skatta- og fjánnálum þjóðarinnar, höfum við sem sæti eigum í þessari milliþinganefhd lengi verið að búast við tillög- Um um þessi mál frá fulhrúa flokksins í nefndinni prófessor Magnúsi Jónssyni, en það verður ekki dulið lengur að ekki hefir enn bólað neitt á slíkum tillög- Um þrátt fyrir öll hvatningar- skrifin. En vegna þess að ekki virðist neitt lát á þeim þykir mér rétt, þar sem ég á sæti í nefndinni að gera nokkra grein fyrir af- stöðu minni til þessara mála, þó það geti að þessu sinni aðeins orðið mjög lauslega og til bráða- birgða. Því veröur ekki neitað að beinu skattamir hafa undanfarin ár komist í allmikið öngþveiti. Að öðru leytinu vegna þess að skatt- og útsvarsstigamir hafa farið sí- hækkandi, iog eni sumsstaðar komnir frarn úr því, sem hægt er að telja viðunandi fyrir skatt- þegnana. Að hinu leytinu vegna þess að samtímis því sem beinu skattarn- ir hafa hækkað á öllum þbrra landsmanna hefir vissuin stétt- um verið veittar mjög víðtækar undanþágur, þ. á. m. útgerðipni svo að segja algert skattfrelsi. Til skýringar fyrri atriðinu skal tekið fram að tekju og eiignar- skatturinn hefir siðustu árin num- ið rúmum 2 milljónum knóna, en útsvörin mUnu vera komin upp í ca. 10 millj. króna á öliu land- inu. Sést því greinilega hvar að- alþunginn hvílir og hvaðan mest af álögunum stafar. Er þá ekki knýjandi nauðsyn að breyting verði gerð á þessu skattakerfi og það sem allra fyrst? Ég fyrir mitt leyti hlýt að svara þessari spurningu tvímælalaust játandi með tilliti til núverandi ástands. Ég held að allur þorri manna í öllUm flokkum — að undan- teknum máske fáeinum mönnum, sem einblína á sína eigin hags- muni — séu: nú farnir að viður- kenna að ekki nái nokkurri átt áð hinn gífurlegi groði sem orðið hefir af útgerðinni þetta ár, sem liðið er síðan stríðið hófst, verði áfram undanþeginn sköttum og útsvörum, sem þá hlytu enn að þyngjast á öllum almenningi, vegna vaxandi út- gjalda hins opinbera af völdum dýrtíðarinnar. En eiu þá ekki einnig allir sammála um að gerbreyta þurfi skatta- og útsvarslöggjöfinni um leið og skattfrelsið er afnumið, svro útgerðin verði ekki sliguð, er hún kemst undir hina alimennu skattalöggjöf, eins og blöð Sjálf- •stæðisflokksins halda fram? Ég er ekki eins viss um svar- ið við Jvessari spumingu. Að vísu skal ég fúslega viðurkenna að rétt sé sem fyrst — en þó án flausturs — að stefna að ýmsum breytingum á skattakerfinu og sjálfsagt að taka til athugunar margskonar umbótatillögur áþví, sem komið hafa frarn og verið ræddar manna á meðal. T. d. vil ég nefna, að sett séu ákveðin takmörk fyrir því, hve langt er hæg að ganga í útsvarsálagningu, að afnumin séu áberandi forrétt- indi vissra aðilja, að komið sé í veg fyrir að miklum fjárhæð- um sé skotið undan skatti, eins Og vitað er um nú að á sér stað o. fl. En mér er næst að halda að sem stendur sé ekki knýjandi nauðsyn til þess að gera neina byltingu á skattakerfinu, þó út- gerðin verði látin koma undir sömu lög iog aðrir. Eins og út- litið er nú virðist mega gera sér vonir um að skatta- og útsvars- byrðin næsta ár þurfi ekki að vera þyngri en það, að skatt- greiðendunum ætti ekkiaðverum megn að standa undír henni þó skattar og útsvarslöggjöfinnl verð! ,ekki breytt í neimum verulegtum atriðlum frá því sem nú er, að að öðm leyti en því að sfcatt- frelsi útgerðarinnar verði afnum- ið, : : ' Eins og áður var sagt hvílir meginþunginn af beinu sköttonum á útsvörunum. Ástæðan til þess hve óbærileg þau hafa verið undan- farin ár, er hin sífelda aukning útgjaldamna, án þess að skatt- stiofninn, tekjur almennings, hafi verulega aukist, eða a. sn. fc. ekki að sama skapi. Nú eru hins- vegar allar líkur til að sfcatt- stofninn hafi aukist mdklum mun meira en útgjöld bæjar- og sveit- arfélaganna þurfa að aukast, ef alis hófs er gætt. M. ö. o. það ættí að vera hægt að iækka út- svarsstigana við næstu niðurjöfn- un svo mMð, að þeir verðl a engan hátt óbærilegir hvorki al- menningi eða atvinnuveguimm. Því miður get ég ekki undir- byggt þessa skoðun mína með áreiðaniegum tölum, m. a. vegna þess að hætt er að birta verzlun- arskýrsLur og skýrslur um afla- sölur. En rannsókn á þessu værl tiltölulega auðvelt að gera, og væsri vel til fallið að skattstofam fengi allar nauðsynlegar upplýs- imgar til þess að gera slíka at- hugun. Ég sagði áður „eims og útlitið er nú.“ Vitanlega veit enginn hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu, hvemig afkoma iokk- ar kann að verða á næstunni. En hugleiðingar þessar byggja á því sem l>ezt verður vitað um tekjur landsmaima á hinu liðna striðsári. Ég vil á engam hátt að orð mín verði skilinn þannig að ég viljl á niokkurn hátt draga úr eða slá á frest skynsamlegri alhliða end- urskoðun skattlöggjafarinnar, heldur hefi ég aðeins viljað benda á atriði sem virðist mikilsvert við framhald umræðna um jæssl mál. j F|?rir8Igg|aiidi: ÞVOTTAPOTTAR, mjög vandaðir, 3 stærðir. ELDAVÉLAR fyrir kol og mó, ódýrar og vandaðar. ELDHÚSVASKAR, þrjár teg., ódýrir. VATNSSALERNISSAMSTÆÐUR. HANDLAUGAR. BAÐKER. MIÐSTÖÐVAROFNAR úr steypujárni. ALLS KONAR KRANAR OG VENTLAR. PÍPUR, svartar og galvaniseraðar. Alt til hita- og vatnslagninga. BYGGÍINGARVÖRUVERZLUN ísleifs Jónssonar, Aðalstræti 9. — Sími 4280. 1 Epistín Norðmann: RIDGEBÓKIN Þættir um kontraktbridge úr Culbertsons-kerfi er komin út. Allir, sem bridge spila, þurfa að eignast þessa þók. Fæst hjá öllum bóksölum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.