Alþýðublaðið - 11.09.1940, Page 3

Alþýðublaðið - 11.09.1940, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPT. 1940 --------- ALÞÝÐ9BMBIÐ --------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. 'Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPREN-TSMIÐJAN H. F. BylgjOKr n sjóðiorðioa í Dagsbrfio. EINS og sag; v&r frá hér í blaðinu í .gær hefir stjóm Alþýðuflokksins ,og Alþý&usati- bandsins ákveðið au höfða Tiicil á hendur Héöni Valdmiarssyni og blaði S]álfstæðisflokksins á ísa- firði, Vesturlandi, fyrir á&drótt- anir og ,ósannindi í sambandi Við sjóöþurðma í Dagsbrún. Eru þær aÖdróttanir og þau ósann- indi á þá leið, að einhver hluti þess fjár, sem tekið var í heim- ildarleysi úr sjóðum Dagsbrúnar, hafi runnið til Alþýðuflokksins eða Alþýðusambandsins. Hingað til hafa engir aðrir en Héðinn Valdimarsson og hið vest- firzka Sjálfstæðisflokksblað orð- íð uppvísir að því, að koma með isvo tilhæfulausar og lubbalegar aðróttanir á opinberum vettvangi. En hitt er engu síðar vitað, að hinir log þessir pólitískir and- stæðingar Alþýðuflokksins hafa, allt frá því að sjóðþurðin í Dags- brún var afhjúpUÖ, lagzt svo lágt, að nota sér þá staöraynd, að þei;r tveir menn, sem sekir reyndust um sjóðþurðina, voiu Alþýðu- fliokksmenn, til þess að læða út meðal almennings allskonar munnlegum dylgjum um það, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki hrein ar hendur í þessu máli, og eru þær, eftir þvi, sem Álþýðublað- inu hefir borizt til eyrna, flest- ar á þann veg, að einhver hluti hins stolna fjár hafi runnið til Alþýðuflokksins eða ákveðinna fyrirtækja hans, og þá helzt af öllu til Alþýðublaðsins. Enginn mun furða sig á því, þótt menn, sem alþekktir eru að eins óvönduðum meðulum í á- róðri síuum og Moskvakommún- istar, reyni að gera sér mat úr sjóÖþurðinni í Dagsbrún á slíkan hátt. Því að af peim hafa menn ékki öðru vanizt en rógburði og ósannindum. Það hafa árum sam- an verið einu vopnin, sem þeir hafa treyst á, málstað sinum til framdráttar. Það má ef til vill seigja, að það þurfi heldur ekki að feoma mönnum á óvart, þótt Héðinn Valdimarsson leggist svo lágt, eftir allt það, sem hamn hef- Ir reynt upp á síðkastið til þess að skaða Alþýðuflokkmn, að drótta að honum, gegn betri vit- 1und, hlutdeild í sjóðþurðinni í Dagsbrúin, þó að mönnum hljóti óneitanlega að finnast, að meiri kröfur mætti gera til hans en Moskvakommúnista. En það hlýt- ur að vekja hina mestu furðu allra heiðarlega þugsandi manna, að ei’tt af blöðum sjálfstæðis- flokksins utan Reykjavikur skuli hafa farið með svo ósæmilegar dylgjur og borið fyrir þeim blöð Í Reykjavík. Því að ekkert blað x Reykjavík annað en blað Héð- ins Valdimarssonar, hefir leyft sér að kioma með slíkar getsakir, og ekki einu sinni það hafðd gert það, þegar Sjálfstæ&isflokks- blaðið á ísafirði, birti þennan íógbturð í dálkum sínum. Það er því ekki nema tvennt til: Annað hvort hefir Vesturland búið til rógsöguna sjálft og farið með hrein og bein ösannindi, þegar það bar Reykjayíkurblöð fyrir henni. Eða það hefir fengið hana frá öðru hvoru blaði Sjálfstæðis- flokksins hér i Reykjavík í bréfi eðia sírna. Og þá benti það ó- tvírætt til þess, að til séu að minnsta kosti menri í þeim flokki sem fullan hug hafa á þvi, að rægja Alþýðufliokkinn i sambandi við sjóðþurðina í Dagsbrún, þó að blöð hans hér hafi hingað til ekki þorað að gera það opin- berlega. Það er yfirleitt óglæsileg mynd, sem menn fá af pólitísku sið- ferði hér á landi, þegar athug- aðar eru þessar ódrengilegu til- þess, að rægja Alþýðuflokkinn í sambandi við sjóðþurðina í Dagsbrún, og koma óorði á hann af þeinx tveimur mönnum, sem sekir gerðust, rétt eins og Al- þýðufliokkurinn geti nokkttð'’við því gert þótt einstakir Alþýðu- fiokksmenn gerist þannig brot- legir, frekar en til dæmis Sjálf- stæðisflokkurinn þegar sjöðþurð hefir komist upp hjá Sjálfstæðis- mönnum! Engum heilvita manni dettur lengur í hug, eftir það, sem þegar er komið fram við raunsókn málsins, að Alþýðu- flpkkurinn eða einstök fyrirtæki haos hafi á nokkurn hátt verið við fjárdrátt þessara tveggja manna riðinn. Og ekkert blað hefir krafizt þess eins •skýlaust og Alþýðublaðið, að rannsókn málsins verði haldið áfram þar til gerð ier grein helzt fyrir hýerjum einasta eyri, sem þeir hafa dregið sér. En dylgjurnar og rógburðurinn halda engu að síður áfram bæði leynt og ljóst. Af því geta menn markáð pölitískt siðferði þeirra manna, sem að slíkri starfsemi standa. fiifreiðastöð Aknreyrar. Blírelðastðð Steindðrs. ALÞÝBUBLAÐl© verale síslaii frð E En pé afJelias ú n^Mésyn|nwérsiin ----------------*---- Wlital wlll wtOskiptamálaráéiierra T RÁÐI ER að rýmka all- 1 mjög um frjáls vöru- kaup frá Bretlándi. í þessu efni verðuf gerður mjög ná- kvæmur greinarmunur á nauðsynjavörum og öðrum vörum. Ég hefi þegár lagt til- lögur mínar um þetta efni fyrir ríkisstjórnina og verða þær nú ræddar þar og teknar til afgreiðslu. Æíiunin er að þessar til- teknu nauðsynjavörur verði settar á frílista og að þær verði því hægt að kaupa frá Bretlandi án gjaldeyris — eða innflutningsleyfis." Þetta sagði Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í morgun. Alþýðublaðið spurði hann að því, hvaða vörutegundir væri hér um að ræða og í hverju til- lögur hans væru nánar fólgnar. ,,Eg get ekki á þessu stigi málsins skýrt nánar frá tillög- um mínum, en ákvarðanir rík- isstjórnarinnar munu koma fyr- ir almenningssjónir innan fárra daga. Ef einhver ágrein.ingur verð- ur innan ríkisstjórnaxdnnar, þá er líklegast að hann yrði um það, hvaða vörur skuli telja nauðsynlegastar, en -það mun að líkindum a. m. k. vera álit meirihluta ríkisstjórnai’innar að ekki beri að taka á nýjan frí- lista aðrar vörur en þær, sem brýnastar eru. Ég álít enn sem fyrr, að sjálfsagt sé að spara inn kaup á öllum þeim vörutegund- um sem mögulegt er fyrir okkur að vera án, og því beri ekki að afnema innflutningshöftin.“ Þetta sagði viðskiptamálaráð- herra. Vitanlega virðist allt mæla með því, að við aukum vöru- kaup okkar eins og nú stendur, þó að hinsvegar beri ekki að kaupa aðrar vörur en þær, sem eru allra nauðsynlegastar. En þá kemur sú spurning, hvort kaupsýslumenn muni sjá sér hag í því að kaupa miklar birgð- ir af nauðsynjavörum til að liggja með — og 'verður að telja það mjög vafasamt. Virðist þá ekkert annað liggja fyrir en að ríkið sjálft kaupi vörur og safni þeim fyrir í landinu. Alþýðublaðið spurði í morg- un Stefán Jóh. .Stefánsson um afstöðu Alþýðuflokksins til þess ara mála. Sagði hann, að flokkurinn hefði þegar lýst yfir því, að nú, eftir að gjaldeyririnn hefði auk- izt svo mjög sem raun væri á, bæri að nota tækifærið og kaupa nauðsynjar til landsins. Lægi og beinast við að ríkið gerði alli-nikil vörukáup, því að ólíklegt væri að einstakir kaup- sýslumenn myndu safna að sér slíkum vörubirgðum. Þá mun ríkisstjórnin hafa í sam rá'ði við bankana til athugunar hvort tiltækilegt sé, og þá á hvern hátt, að breyta þeim skuld- um ríkisins, seim í BretLandi eru, |oig hægt e.r að borga þar upp með þeim gjaldeyri, sem safnast jfyrir í Bretlandi, í innanríkislán. Þetta mál er enn aðeins til at- huigunar, en talxð er, að nú sé bezta tækifærið, sem enn hefir gefist til þess átS flytja hinar erlendu skuldir að nokkru ínn i landið og losna þannig við vaxta- greföslpr og afborganir í erlend- xxm gjaldeyri í framííðinní. SaBÍfjárelgendnr í Reykjavík, sem nota mörk, sem ekki eru í markaskrá hér, gefi undir- rituðum það til kynna skriflega fyrir 15. þ. m. Sigurgísli Guðnason. ¥ÚNDÍ$WTIlKMNlMfíR FERÐANEFND ST. FREYJU nr. 218 áformar berjaför fyrir stúkufélaga og gesti þeirra á sunnudaginn kemur, 15. sept. Sennilega farið austur í Grafning. Vegna erfiðleika á farkosti verða félagar að til- kynna þátttöku sem allra fyrst, og í síðasta lagi á stúku- fundi á föstudaginn. Tekið við tilkynningum í símum 4180 og 3518. Æ.T. ST. EININGIN. Fundur í kvöld. Spilakvöld. Sjómenn vinna máfi á méti átgeFðarmðnnum. -----------♦--- Þýðingarmikill úrskurður Fé- lagsdóms í deilu sjómanna og útgerðarmanna í Keflavík. OÍÐASTLIÐINN föstudag O var uppkveðinn dómur í Félagsdómi í máli, sem Al- þýðusamband íslands höfð- aði f. h. Verkalýðs- og sjó- mannafél. Keflavíkur gegn Útvegshændafélagi Keflavík ur og Sigurbirni ^Eyjólfssyni útgerðarmanni. Tildrög máls þessa voru þau, að á fundi, sem haldinn var í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur þann 29. nóv. 1939 var samþykkt að nota sér heim- ild 4. gr. laga nr. 10 frá 4. apríl 1939 um að krefjast hlutaskipta samkvæmt samningum þeim, sem í gildi voru á staðnum. Á þetta vildu útgerðai'menn ekki fallast og töldu í fyrstu samþykkt þessa ólögmæta og vildu ekki vera við hana bundn- ir á nokkurn hátt. Þó.fór svo, að með bréfi dags. 17. jan. 1940 tilkynntu útgerðarmenn verka- lýðsfélaginu, að þeir teldu fyr- nefnda samþykkt vei'kalýðsfé- lagsins lögmæta og að þeir myndu því ráða upp á hluta- skipti, eins og sjómannafélagið hafði óskað. Nokkrir útgerðar- menn skárust þó úr leik og reyndu að sniðganga hlutaskipt- in með því að gera nokkurs kon- ar sölusamninga um aflahluta sjómanna. Einn þessara útgerðarmanna var Kristófer Eyjólfsson í Keflavík. Komst Félagsdómur að þeirri niðurstöðu, að samn- ingur þessi hafi raunverulega ekki verið um sölu á aflahlut, heldur hafi þar verið um hrein- an premíu-samning að ræða, þar sem sjómenn skyldu fá til- tekna fjárhæð af hverju sldp- pundi, sem veiddist. Hér hafi því verið sniðgengnir gerðir samningar við verkalýðsfélagið og væri ekki hægt að líta öðru- vísi á, en að sérsamningar þess- ir væru ógildir, þar sem þeir færu greinilega í bág við heild- arsamninga þá, sem verkalýðs- félagið hafði áður gert við út- gerðarmenn. — Hefir þessi: nið- urstaða Félagsdóms mjög mikla þýðingu fyrir sjómennina. Allir þeir, er eiga á uppfyllingu okkar í Hafnarfirði kol, háta, skipsskrúfur, skúr- byggingar eða annáð, gefi sig þegar fram við hr. Guðjón Arngrímsson, sími 1053. fiveldúlfur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.