Alþýðublaðið - 12.09.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.09.1940, Blaðsíða 2
FIMMTCJDAGUR 12. SEPT. 1940 NIRNISBLAÐ FYBIR SLÁTURTÍBINð \ Rúgmjöl 0,60 kgr. Bankabyggsmjöl 0,50 kgr. 0,90 kgr. j 5.50 kgr. 0,25 kgr. 0,25 br. 1,60 kgr. 0,25 br. 0,80 fl. 1.50 fl. 0,80 hnota 0,30 hespa Rúllupylsunálar 0,30 stk. Sláturnálar 0,06 stk. Leskjað kalk 0,50 1/1 fl .51. í jiönluji hkjuajjqanquti eflt'i ahib SAFNIÐ VETRARFORÐA RÆÐA CHURCHILLS Frh. af 1. síðu. inóti þesstpi loftflotum höfum vér tekið með orustuflugvélum vorum og nálega allt af hefir oss au’ðnast að riðla fylkingum þeirra og hrekja þær á flótt'a meh tapi fyrir þá, sem að jafnaði nemur premur flugvélum á móti hverri einni, sem vér töpuim, og sex flugmönnum á móti hverj- mrn einum, sem vér missum. Pessi viðleitni Þjóðverja mið- aði að því að ná yfirtökutm í loftinu yfir Englandi um hábjart- an dag, og um pað, hvurt pað skuli takast eða ekki tafcast, stendur styrjöldin i raun og veru nú. Fram að þessu hefir Þjóð- verjum mistekizt það svo greini- lega, að ekki fær dulizt. Það er hverjum manni Ijóst, að vér erum í raun ög veru sterkari og betur útbúnir til þess aö heyja þessa baráttu í loftinu heldur en Haframjöl Fjallagrös Salt Saltpétur Laukur Krydd allsk. Edik Edikssýra Rúllupylsugarn Slátursgarn :-------UM ÐAGINN OG VEGINN----------------------- ► N I Haustið og komandi vetur. Veðuráttan og óáranin í mann- : fólkinu. Mennirnir og erfiðleikarnir. Lítil bók, sem menn aettu að lesa. Sigríður í Skarfanesi og ævi hennar. ► -------— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ----------- vér vorum þegar hún byrjað'í í júlímánuði. Hitt fær heldur ekki dulizt, að Hitler er að eyða uipp lofther sínum mjög hröðum skref- um,, og ef hann heldur þaunig áfram margar vikur enn, þá mun hann eýðileggja þennan dýrmæt- asta hluta af árásarliði sínu. Jafn- framt er Hitler það Ijóst, að þessi ýfirtök í lofti, sem nú hefir verið barizt um, eru skilyrði til þess, aö nokkur innrás í England geti heppnast, og án þeirra er inn- rásin hið mesta glæfrafyrirtæki. UndipMning^r innrásar- innar i fnllnm gangi. Hitler heldur nú áfram unclir- búningi sín,um undir þessa inn- rás. Mér er fullkunnugt um það, !að í öllum höfnum, frá Hamborg til Brest, er verið að draga sam- an mikinn skipastól til þessarar innrásar. Þessi skip eru látm lauimast í stuttum áföngum frá einni höfn til annarar fast upp undir landi í skjóli fmirra stór- skotavirkja, sem Þjóðverjar hafa byggt á ströndinni á allri þessari leið. Auk þess er verið að draga að mikinn skipaflota frá höfnum í Nioregi. Mér er og fullkunnugt Um það, að ógrynni af þýzkum her bíður eftir því að fara um borð í þessi skip og hefja þessa ferð, — innrásarförina í England. Vér vituim ekki hvenær Þjóð- verjar reyna að hefja þessa inn- rás, eða hvort þeir reyna það jpirleitt. En enginn maður láti sér skjátlast um það, að þeir geta reynt það, hvenær sem er úr þessu, <og mestar líkur til, að þeir geri það sem fyrst. Vér vit- uim ekki hvar þeir gera tilraun fil innrásar. Þeir geta gert hama á England, Skotland eða írland. Þeir cjpta gert hana á einhverium stað í einhverju þessara landa, eða á ölluon samtímis. En ef Þió’överiar ætia á annað borð að gera tilraun til innrásar í Bretland, þá verða þeir að gera það bráðlega. Veður er breyti- legt, þegar þessi tími e'r kominn, og fer versnandi. Og það er ekki hægt að hafa slíkan skipafl/ota tjóðraðan vikum saman í aðgerð- arleysi, sem þann, er Þjóðverjar eiga nú í ErmprsundshöfnUinum gegnt Bretlandi. Það er ekkihægt að hafa slíkan herafla aðgerðar- lausan vikum saman, sem þann, er þar hefir verið sarnan dreg- inn. Vér verðum því að álíta, að næsta vika hljöti að verða miiig þýðingarmikil fyrir oss. Undirbúningi og liðssamandrætti er svo langt komið, að við svo búið getur ekki lengur staðið. Einu sinni var sú tið, sem hver Englendingur nrun minna'st, að i- ENINGARFÉLAGAR og aðrir, sem vilja styrkja hlutaveltu stúkunnar, er haldin verður næstkomandi laugardag, geri svo vel og komi með muni sína í Templarahúsið kl. 9 til 11 árd. á laugardaginn. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8V2. Inntaka nýli'ða. Berja- förin. Hagskráratriði annast: Br. Sigfús Sigurhjartarson, s. Ásta Kjartansdóttir, s. Þór- unn Meyvants. Fjölmennið stundvíslega. Æðstitemplar. ALÞÝÐUBLABSd Nelsion stóð á milli fjandsamlegs hers á meginlandi Evrópu og vor Breta. Það sem nú er berist um, er miklu öriagaríkara, en það sem um var barist, er Nelson stýrði hinum brezku vopnurn. En hann kvaddi liðsmenn sína til orust- unnar með orðumim: England væntir þess, að hver maður geri skyldu síua. í þá daga var það hver maður á skipsfjöl, nú fer það hver maður, sem byggir hinar brezku eyjar, og hver þegn hins brezka heimsveld- is. Þess vegna er það og, að nú verður hver maður og hver kona að gera skyldu sína með ná- kvæmni og samvizku'semi. Vér höfum liofther eins fjölskipaöan að tækjum og mönnum eins og þegar þessi loftsókn byrjaði. Á bak við þennan lofther stendur betri og þjálfaðri her, en Bret- land hefir nokkru sinni átt á að síripa. Á bak við þennan regl'u- lega her stendur meira en hálf önnur milljón af hehpavarnarliði, þar sem hver .emásti maður er tilbúinn, að berjast um hvem þumlung af landi, hverja götu og hve t hús. Illa pekkir Hitler anda brezkn Hléöarinnar. Hitler gerir sér vonir um það, að með því að drepa hverjia nótt fjölda kvenna og barna, þá tak- izt honum að brjóta á bák aftur þrek og hugmóð íbúa Lundúna- borgar og gera þessa heimsborg að ráðlausu hörmungavíti. Illa þekkir herra Hitler anda brezku þjóðarinnar, skaplyndi hennar og kjark. Illa þekkir Hitler þann anda, sem alinn er upp í skjóli brezkra félagsstofnana. Illa þekk- ir Hitler þennan anda, sem elskar mannréttindi og frelsi meira en lífið sjálft. En þessi andi mun lifa voldugur og máttugur eftir að hinn síðasti vottur um eyði- leggingu þá, er fluigvélar Hitlers hafa skapað, er numinn á brott úr London. Hitler hefir kynnt það bál, sem mun brenna harðstjórn hans eins og hismi út úr Evrópu. Þessi eldur Logar nú í huga hvers einasta Lundúnaibúa, í huga hvers einasta Breta. Þess vegna stömd- Um vér fastir fyrir eins og vér höfum gert og gerum. Brunalið. vort hefir barizt við elda nótt leftir nött í mikilli lifshættu. Hjálp arsveitir vorar hafa unnið umd- ursamlegt starf án þess að þreyt- ast, gefast upp eða sýna æðru- merki. Flugher vor herðir sókn- ina við hverja hörmung. Þess vegna viljum vér flytja öllum þessum abiljum sóknarliðs vors og varnarliðs boðskap dýpstu samúðar og óbilandi trausts á þessari síundu. Sá sigur, sem bíður vor, er ekki fyrir oss eina heldur og alla þá, er undirokaðir hafa verið und- ir járnhæl nazismans. Sá sigur, sem vér berjumst fyrir, er ekki fyrir vora tíma eina, heldur fyr- ir þá betri tíma, þá fegurri fram- tíð, er vér m.ununi skapa að þess- um hildarleik loknum“. Kaupsýslutíðindi, 25. tbl. yfirstandandi árgangs er nýkomið út. Efni: Yfirlit um at vinnumál, gjaldeyris- og bankr,- mál, Ýms stéttartíðindi, Svíþjóð í einangrun. Hvers vegna kaupsýsla? eftir Ernest Hunt, Byrði spænsku þjóðarinnar, Frá bæjarþingi Reykjavíkur o. m. fl. HAUSTIÐ virðist vera komið með lculda, frosti um nætur og hraglanda. Hrím er á jörðu í dögun, gras og blóm í görðum kalin — og fólki ráðlagt að draga ekki að taka upp úr görðum, ef það vill forðast að jarðávöxturinn eyðilegg- ist. Gamall .kunningi minn sagði við mig í gær: ,,Ég held að nú verði óvenjulega harður vetur. Ég man marga tugi sumra og þegar sumrin hafa verið svona köld, hefir vetur- inn orðið það einnig. Þetta er mín reynsla og svona held ég að reynsl- an verði í vetur.“ ÞETTA ERU DÁLAGLEGAR spár, en þetta er svo sem ekki neitt furðulegt. t>að virðist vera al- veg rétt, sem Helgi Péturss segir, að þegar óáran sé í mannfólkinu, þá komizt allt úr jafnvægi og nátt- úran sýni sína ranghverfu. Og það er víst óhætt að segja það, að nú sé óáran meðal mannanna. Stærstu og veglegustu borgir Evrópu eru nú þessa dagana ataðar blóði og reyk, eldsúlurnar standa við himinn og angistin nístir hjörtu milljónanna. Það er brjálæði í algleymi. Á þess- ari jörð er ekki gaman að lifa. Ég hef stundum verið að hugsa um það, að bókstafstrúarmenn þurfi ekki að vera að leita lengi að hel- víti. Það er hérna, á okkar jörð, of- an hennar, undir þessum himni, sem við sjáum öll. EN FYRST MAÐUR er kominn hingað á annað borð er víst bezt að reyna að hafa ofan af fyrir sér eins og bezt gengur. Það þýðir ekki að fara upp á jökulinn, eins og Ólafur Kárason Ljósvíkingur — og horfa á fegurðina ríkja eina. Það er erfitt að finna mikla fegurð í heiminum þessa dagana. Maður verður að hugsa um hvern líðandi dag og bíða — bíða eftir því að birti í lofti. Ætli það sé ekki hin harða lífsbarátta, sem heldur mönnunum bezt uppréttum? Hefir ekki ein- mitt þessi lífsbarátta mannsins rétt hann úr kútnum og gert hann að manni? Mestan manndóminn finn- ur maður að minnsta kosti hjá þeim, sem hafa barizt við erfiðleik- ana og ekki lagt sig fyrir og breitt yfir höfuð sér. ÉG VAR AÐ LESA BÓK, sem ég held að fleiri en ég hefðu gott af að lesa — og þá ekki sízt unga fólkið hér í Reykjavík. Þetta er þáttur Guðna Jónssonar magisters af Sig- ríði í Skarfanesi. Hún var laun- dóttir Bjarna Thorarensen amt- manns, en það kemur þó lítið mál- inu við. Hún giftist ung vinnu- manni, sem hafði verið alinn upp á sveit og var hinn mesti dugnaðar- maður, orðheldinn, atorkusamur og: drengur hinn bezti. ÞAU Sigríður og Magnús reistu bú að Skarfanesi í Landsveitt sem þá var í eyði, og hófu eíny kju’nú- skap af frábærum dugnaöi. Þau eignuðust alls 21 barn án ,þess að þurfa nokkru sinni á hjálp sveit- arinnar að halda, enda munu þau hjónin hafa kosið sér allt annað hlutskipti en að þurfa að sækja nokkuð til' annarra. Baráttan var harð'ari en núverandi kynslóð getur jafnvel gert sér í hugarlund. Þau börðust fyrst og fremst við fátækt- ina, sem stafaði af hinni miklu ó- megð, en auk þess börðust þau við' sandfokið, fjárkláðann og aðra erf- iðleika, sem náttúran skapaði. En þau sigruðu og sigruðu glæsilega, þegar á allt er litið. SAGT ER, að Sigríður hafi verið stórbrotnari en maður hennar. Eru og hafðar eftri henni ýmsar setn- ingar, sem ennlifa á vörum rnanna eystra. Eitt sinn mætti Sigrílur á manntalsþingi fyrir man:i sinn, sem var veikur. Vegna þess e.ð sýslumaður vissi um ómegð þeirra ríði, hvernig þau færu að því að bjargast af. „Við lifum á harða- sægjum og guðsblessun,“ svaraði hún. Hvorki yfirvaldið né aðra varðaði um kjör hennar. Slíkt fólk sækir ekki til annarra. Það liggur heldur ekki í leti og ómennsku og hagnast á striti samfylgdarmanna sinna, eins og ,,fínir“ menn gera nú. Eitt sinn sagði Sigríður að sér væri sama hvort hún talaði við hund eða höfðingja. Sami tónninn hæfði báðum. Eitt sinn heyrði Sig- ríður það á orði haft, að þau Skarfa nesshjónin færu illa með skóginn. Vatt hún sér þá að hinum máluga og sagði: „Það er nógur skógur í Skarfanesi til að hýða með róg- bera.“ — Þegar æfinni var tekið að halla og Sigríður leit yfir æfi sína sagði hún eitt sinn: „Ég mundi bet- ur einn góðviðrisdag en tíu illviðr- isdaga." SVONA VAR ÞESSI sveitakona skapi farin. Nú er bær hennar í eyði og sandurinn hefir þurrkað út hin mörgu spor hennar og handar- verk hennar og manns hennar að Skarfanesi, en æfi slíkra gefur eft- irdæmi mörgum kynslóðum og hvetur meira en nokkuð annað til starfs og átaka. Þið ættuð að lesa þssa bók aðeins vegna þessa þáttar af Sigríðu í Skarfanesi, enda er hann meginefni bókarinnar. — Draugasögur skipa, sem betur fer, hinn óæðra sess. ÉG HELD að þessi predikun nægi í dag. Hannes á horninu. “Goðata,, % fer annað kvöld vestur og norð- ur. frá Spörtu, Laugaveg 10. DRENGJAFÖTIN FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. Þúsundir vit'a, að gæfa fylgir tríriofunarhringum frá Sigur- þór, Hafnarstræti 4. xxxxxxxx>ooo< aðeins kr. 0.60 pr. 1 kgr. HVEITI, bezta teg. 0.70 kgr. Fiest til slátrurs og sultu- gerðar bezt og ódýrast. Komið! Símið! Sendið! BREKKA Ásvallagötu 1. Sími 1678 TjarnaMia Sími 3570. hjóna og fátækt, spuröi liann Sig- / >ooc<xxxxxxxx í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.