Alþýðublaðið - 12.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.09.1940, Blaðsíða 3
■■-------- ALÞTÐUBLAÐIÐ -----------------" Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ♦------------------i----------:----------♦ Landsverzlun er nauðsyn. IÐSKIPTAMÁLARÁÐ- -HERRA hefir nú tilkynnt að mokkrar helztu nauðsynjavöm- tegundir, sem ekki eru nú þeg- ar á „frílista", verði innan skamms settar á sérstakan „frí- lista“ þannig, að leyft, sé að kaupa þær frá Bretlandi án !eyf- gjaldeyris- og innflutnings- nefndar. Við ski p t am á la rá ðherran n hef i r tekið þessa ákvörðun með til- liti til þess tvenns, að mjög til- finnanleg vöntun er nú á ýms- um vörum, sem nauðsynlegar verða að teljast, en þjóðin hins- vegar svo óvenjulega vel birg af erlendum gjaldeyri, að óverj- andi væri, að fresta innkaupum á þeim vörum, sem hún nauðsyn- lega þarf á jað halda nú þegar jog í náinni framtíð, þar eð fyr- irsjáaníegt er, að þær muni halda áfram að stiga í verði ef stríðið heldur áfram, þannig að stór- fé myndi tapast, ef frestað yrði að kattpa þær inn. Þessi ákvörðun viðskiptamála- ráðherrans, að gefa frjálsan i>nn- flutning frá Bretlandi á nokkrum nauðsynjavörum, sem ekki hafa hingað tíl verið á „frilista“, virð- ist því vera mjög tímabær og ætti að verða til þess, að bæta úr tilfinnanlegri vöntun, sem hér er farin að gera vart við sig á ýmsu þvi, sem erfitt er án að vera. En eftir er enn að finna leið til þess að birgja landið upp til lengri tíma, en hægt hefir verið hingað til, að því allra nausynlegasta, kornvöru, kolum, «líu, salti og öðrum matvælum og hráefnum, sem við mjögsenni lega yrðurn að kaupa miklu hærra verði síðar, að minnsta kosti, ef stríðið heldur áfram. Þessar brýnustu nauðsynjavörur hafa þegar um langan tíma verið á „frílista", án jress þó, að birgð- rirrar af þeim hafi vaxið í land- inu sv>o nokkru nemi, þegar kol- in ein eru undanskilin. Inn- flytjendunum þykir ástandið ó- tryggt, þrátt fyrir allt, sem nú bendir til þess, að stríðið verði langvinnt >pg verðlag fari hækk- andi á eríendum markaði. Þeir reikna einnig með hinum mögu- leikanum, að stríÖinu kumni að vera lokið fyrr en varir 6g verð- fallið dynji yfir og vilja þá ekki eiga það á hættu, að hafa mikl- ar vörubirgðir fyrirliggjandi. Af þeim er þvi ekki við því að búast, að landið verði birgt upp af þeim nauðsynjavöram, sem nú -er frjáls innflutningur á, umfram það, sem þeir hafa þegar gert. Á þetta er mjög rækilega bent í nýrri grein um gjaldeyrismálin, sem viðskÍDtamálaráðherrann skrifaði í Tímann síðastliðinn þríðjudag. Og þessvegna • kernst Jiann líka að þeirri niðurstöða, að ekki sé hægt að birgja land- ið upp aÖ þessum brýnustu nauð- synjavörum, svo um muni, nema því aðeins að ríkissjóður gerði innkaup á þeim, „>og væri þá skammt eftir að almennri lands- verzlun", eins og viðskiptamála- ráðherrann kemst að orði. Það er vissulega rétt, ef átt er við almenna landsverzlun með þær brýnustu nauðsynjavörur, sem um er rætt. Og það er held- u,r ekki sjáanlegt, hvað verið gæti því til fyrirstöðu, að landsverzlun yrði sett á stofn með slíkar vör- ur, annað en sérhagsmunir heild- söluverzlananna. Það er viður- kennt, aÖ æskilegt væri, að birgja landið sem bezt upp að þessum brýnustu nauðsynjum, að nægur erlendu pgjaldeyrir sé nú fyrir hendi til þess, og að það geti kostað þjóðina milljónir króna, að ínnkaupum á þeim sé frest- að. Og það er einnig viðurkennt, að eina leiðin til þess, að safna slíkum birgðum, eins og- nú stend ur, sé, að ríkissjóður geri inn- kaup á þeim. Hvað ætti þá að vera þvi til fyrirstöðu, að lands- verzlun mieð slíkar vörur verði sett á stofn? Þjöðarhagsmunir mæla að minnsta kosti ötvírætt með því, að það verði gert, og þaÖ hið allra fyrsta. Vísir gerði sér mikinn mat úr því á dögunum, að Alþýðublað- ið léði þeirri kröfu lið sitt, að l rýmkað yrði um innflutning fr.á Bretlandi á nokkrum nauðsynja- vörum, sem vöntun er orðin á hér á landi. En það var mjög einkennandi fyrir blað heildsala- stéttarinnar, hve vel það gætti þess, að fara sem fæstum orðum Um þá tillögu Alþýðublaðsins, að sett yrði á stofn landsverzlnn með komvörur, kol, salt, olíu og önnur þau matvæli og hráefni, sem ekki hefir tekizt að birgja landið nægiíega vel að, þóttfrjáls i'nnf tutningur væri á / þeim. Nú hefir verið boðað, að innflutn- ingur verði gefinn frjáls fráBret- landi á nokkrum fleiri nauðsynja- vörum, en hingað til hafa vexið á „frílista". Sjálfsagt verður því fagnað og ekki hvað sízt af kaup- mönnum, sem vænta sér aukinnar viðskiptaveltu iog aukins gróða. En þar með er á engari hátt leyst úr þfeim vanda, hvernig landið skuli birgt upp að þeim brýnustu nauðsynjavörum, sem áður var frjáls innflutningur á og komið hefir í ljós, að einka- framtakið treystir sér ekki til að auka innkaup sín á í bili, þó að allar líkur séu taldar til jress, að það gæti sparað þjóðinni stórfé. Vísir kemst því varla hjá því til lengdar, að taka afstöðu tii kröf- unnar um landsverzlun með þær vörur. Nú verður hann að sýna, hvað honum gekk til með kröfum sínum um aukinn inn- ALÞVÐUBLABID FIMMTUÐAGUR 12. SEPT. 1940 Ffdrællanir Hltlers: Sundurlimun Frakklands. MEÐÁN Hitler lætur hverja niðuriæginguna á fætur annari dynja á- stjóminni í Vichy, eru stjómmálamenn hans önnum kafnir við að búa til nýtt landabréf yfir Frakkland, sem á -aö vera undirstaða friðarskilmál- anna, ef Þjóðverjar skyldu vinna styrjöldina. Samkværnt fregnum frá Þýzkalandi og ítalíu, á að leika Frakkland þannig, að eftir stríðið geti það ekki talizt eitt af stórveldumv Evrópu. Ennfrem- ur hafa nazistarnir í hyggju að einangra það viðskiptalega frá Stóra Bretlandi. Þjóðverjar hafa þegar hafizt handa um að koma þessum mál- um í frantkvæmd. Enda þótt Hitler lýsti því hvað eftir annað yfir fyrir stríðið, að hann gerði engar kröfur um Elsass-Lothring- en, hefir hann þegar innlimað þau nú bæði þriöja rikinu, en be»r Wagner og Búrckel eru þar fvlkisstjórar nazistaflokksins. Eins og kunnugt er, hafa þýzk- ir flugumenm veitt fjárstyrk hreyfingu hinna svo kölluðu ó- háðu í Bretagne og Nonnandie, enda þótt það hafi komið þeirn að mjög litlum notum. Þeir létu rigna yfir íbúa þessara héraða meslu firnum af áróðursritum, sem börðust fyrir „hinum sögu- lega rétti“ þeirra til sjálfstæðis, og komu með þá fáránlegu vizku, að Bretonar og Norman>nar væru alls ekki Frakkar, heldur af hin- um ómengaða norræna kyn- þætti. Kröfugöngur voru stöku sinnum skipulagðar með aðstoð nokkurra æsingama’nna í Rennes og fleiri stöðum. En sannleikur- inn er sá, að Hitler lætur sig engu skipta „söguleg réttindi". Allt og surnt, sem hann hefir í hyggju, er að ná fótfestu á ströndum Frakklands við Ermar- sund. Og þetta hyggst hann að geta framkvæmt á þann hátt að koma sér upp lénsríkjum eða vemdarríkjum á ströndinni. Eitt slfkt vemdarríki mýndi verða kallað „Flandern", en það verður samsett úr Suður-Hol- landi, Norður- og Vestur-Belgíu og frönsku héraðunum umhverfis Calais og Boulogne. Belgía yrði ekki lengur sjálfstætt riki. Calais, Dunkerque, Ostende, Zeebrúgge, Vlissinger og Antwerpen myndu verða flotahafnir undir stjórn þýzka ríkisins. Þjóðverjar hafa þegar hafið á- róðursherferð, sem þeir byggja á „sögulfegum gögnum“, í því skyni að sanreina Flandern, norð- Jægu héruðin, sem Frakkakon- ungar Jþgðu undir sig fyrir sjö eða átta öldurn. Þýzka útvarpið hefir básúnað það óréttlæti, sem framið var með friðinum í West- falen árið 1648, þar sem Nið- urlönd fengu tvö héruð af Fland- ern. flutning áður en verðlag hækk- aði e'jn á erlendum markaði, sér- hagsmunir heiidsalastéttarinnar eða sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar — hvort honu-m er virkilega eins um það hugsað, að spara þjéft»Mii störfé og hann hefir látið í veðri vaka. I því skyni að skilja Elsass- Lothringen frá Frakklandi og gera það að þýzku landi, hefir Haushofer prófessor og fleiri ráðunautar Hitlers stungið upp á því, að gera Burgund að sérstöku riki, til að skilja ' að landamæri Þýzkalands og Frakklands. Þetta ríki á að mynda úr þremur héraðum, Bur- gund, Franche-Comté og Cham- pagne, ásamt þeim hluta af Loth- ringen, sem ekki féll í hluta Þjóðverja 1871. Útbreiðslumála- ráðuneyti Göbbels liefir brugðið sér aftur í miðaldir til þess að finna sögulega réttlætingu þess- arar ráðabreytni. Þetta er nú um einkahagsmuni Hitlers að segja. En hann styður ennfremur kröfur Itala um Sa- voyen, Nizza -og Korsíku. Auðvitað hafa íbúar þessara héraða aldrei látið sig dreyma um annað en að tilheyra Frakk- landi. En hatur „foringjans" á Frakklandi er svo magnað, að hann svífst einskis til þess að niöurlægja það. Svikararnir í Bordeaux og Vichy, sem eru um þessar mundir að svívirða Churchill fyrir aö vilja frelsa Frakkland, og hafa dæmt til dauða de Gaulle hers- höfðingja, yfirfioringja allra frjálsra Frakka, liafa sennilega ekki athugað það, hvaða örlög bíða Frakklands, ef Bretland tap- ar stríðinu. Þegar þeir gáfust upp bjuggust þeir við, að Hitler m-yndi ekki á neinn hátt breyta Frakklandi. Þeir hefðu átt að vita það, að rneðan Hitler er nægilega voldugur mun hann halda áfram að skipta Frpkklandi. Að-eins sig- ur Breta getur bjargað Frakk- landi frá seinvirkum dauðdaga í höndum hinna pölitísku kvik- skurðarmanna, nazistanna, sem franska þjóðin hefir verið svo skammsýn að vænta miskunnar af. Flug „Hafarnar ins“ í ágúst. HAFÖRNINN“ hefir flutt um 200 farþega í síð- astliðmim mánuði. Fór „Hafömi-nn“ 30 ferðir milli Norðu-r- -og Suðurlands eða 15 ferði-r fram og aftur. Tvö póst- flug voru farin til Austurlands- ins, komið við á flestum Aust- fjörðunum og Egilsstöðum. Þris- var var flogið til Raufarhafnar -og Þörshafnar. Flugstufndir voru sam tals 103 og lent á 25 stöðum víðsvegar á landinu. I seDtembermánuði hefir lítið verið fliogið vegna óhagstæðs veð- urs. Flugvélin hefir -oftast verið geym-d á Akureyri næturlangt frá því flugskýlið við S-kerja- fjörð brann. Flugmaður er örn J-ohnson, en vélamaður Bárður Tómassion. ÞEIR, SEM HAFA KEYPT Rafmagnsofna frá verksmiðju vorri án rofa, eru vin- samlegast beðnir að koma ofnunum í Tryggvagðtn 28 (kjallarann) og fá rofana í setta. Tékið á móti ofn- unum á tímabilinu frá 13.—26. þ. m. kl. 8—17. H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN. Skipstjéra-oy stýri mai naf éla g Reybjavíbnr efnir til skemmtiferðar næstkomandi sunnudag kl. 9. — Farið verður að Geysi, Laugarvatni og Þingvöllum. Lögð verða drög að því, að Geysir gjósi. — Dansað á Þingvöll- -um um kvöldið. — Áskriftalisti ligþur frammi á skrifstofu Farmannasambandsins, Ingólfshvoli. Áríðandi gð menn séu búnir að tilkynna þátttöku sína íyrir föstudagskvöld. FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ. STJÓRNIN. Reykjavik Hraöferðlr alla daga. Bifrelðastðð Abureyrar. Bifreiðastðð Stefndórs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.