Alþýðublaðið - 13.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.09.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 13. SEPT. 1948 Hver var að hSæja? Kaupið bókina og brosið með! Hver var að tilæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 20,00 Fréttir. 20.30 íþróttaþáttur (Brandur Brynjólfsson). 20.45 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21,05 Erindi: Bálstofur (dr. Gunn- laugur Claessen). 21.30 Hljómplötur: Sónata eftir Béethoven (Op. 14, nr. 2, G- dúr). 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Faldi fjársjóðurinn heitir ensk gamanmynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkin leika Florence Desmond og George Formby, frægasti gaman- vísnasöngvari Breta. Lúðrasveitin Svanur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Stjórnandi er Karl O. Runólfsson. Hlutaveltu heldur knattspyrnufélagið Valur um næstu helgi í Varðarhúsinu. Hafa félaginu borizt margir góðir munir. Verður munum veitt við- taka niðri í Varðarhúsi til hádegis á morgun. Nýtt Alþýðuflokksblað. Alþýðuflokkurinn í Vestmanna- X>OOOOOOOOOC< RúgmJISl aðeins kr. 0.60 pr. 1 kgr. HVEITI, bezta teg. 0.70 kgr. Flest til slátrurs og sultu- ger&ar bezt og ódýrast. Komiö! Simið! Sendið! BEEKK4 Ásvallagötu 1. Simi 1678 Tlamarbnúin Sími 3570. xx>oooooooooc eyjum hefir hafið útgáfu á nýju blaði. Heitir það ,,Brautin“ og er Páll Þorbjarnarson ábyrgðarmað- ur. Blaðið mun koma út öðru hverju. Þetta er myndarlegt blað og vel úr garði gtrt. Tíðarfar hefir verið afarslæmt í Þingeyj- arsýslu síðan síðastliðinn föstudag. Var þá norðan hvassviðri með rigningu, en snjókoma á laugar- dag og þriðjudag og aftur í fyrra- dag. Alhvítt er í uppsveitum. Mik- il hey eru úti, bæði uppsláttartaða og engjahey. Austfirðingar, sem verið hafa við vegagerð austur við Jökulsá á fjöllum og unnið að veg- inum úr Mývatnssveit til Austur- lands, eru að taka sig upp af ótta við að verða snjótepptir, en áttu annars eftir hálfrar annarrar viku vinnu samkvæmt áætlun. <---------------------------- 14 ára gönrnl telpa lendir á glapstliae. ANNSÖKNARLÖGREGL- AN hefir undanfarið haft til athugimar siðferðisbnot 14 ára gamallar stúllcu. Stúlka þessi var í vist hér í bænum, en hafði vegna kunn- ingsskapar við sér eldri stúlk- ur fcomist í kyimi við brezka hermenn. Af kynnum hennar við her- mennina Ieiddi það, að hún veikt ist af kynsjúkdómi, hætti að hirða sig pg varð mjög sljó. Mál þetta hefir verið fengið Barnaverndarnefnd til athugun- ar. BRETAR í HÚSNÆÐISLEIT. (Frh. af 1. síðu.) það pegar fengið eitthvað af slíku Er nauðsynlegt að vera vel á verði um það, að það skapi ekki' húsnæðisvandræði fyrir okk- ur sjálfa. FORNSALAN, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ný og notuð húsgögn, lítið notuð karlmanna- föt o. fl. Sími 2200. Loddaraleiknr konn nnista í Bretavinn- nnni að Geithálsi. JÖÐVILJINN birti plagg nokkurt í dag, sem á að' vera svar við ummælum Al- þýðublaðsins um fjársöfnun eða snikjur kommúnista fyrir Þjóð- viljann meðal verkamanna í Breta vinnunni að Geithálsi. Segist kommúnistablaðið hafa verið beð ið fyrir þetta svar, af því að Alþýðublaðið hafi ekki viljað birta það innan tiltekins tíma. Alþýðublaðið vill í tilefni af þessu plaggi láta Þjóðviljann vita, að það ætliar t sér hvorki nú né endranær, að eyða rúmi sínu í áróðursgreinar eða sam- þykktir hinna rússnesku sendl- inga hér, þó aldrei nema svo sé, að einhverjir verkamenn láti flekast til þess af þeim, eins og í þessu tilfelli af hinum kommúnistiska verkstjóra og Brynjóifi Bjarnasyni, að síkrifa undir þær. Það er alþekkt hvern- ig íhaldsmenn og atvinnurekend- ur fengu áður fyrr einstaka verka- mannahópa til þess að skrifa Undir yfirlýsingar fyrir sig iog hefir alidrei verið tek- iið alvarlega af 'þeim, sem tií þekktu. Og slíkur lodidara*- leikur með verkamenn verðurekki betri fyrir það- þó að kommún- istar standi að honum. Hinsvegar mun Þjóðviljinn ekki blekkja nokkurn heilvita mann meÖ sníkjum sínum éoa fjár- söfnun á meðaí verkamanna. Þjóðvlljinn er ekki gefinn út fyr- ir fé verkamanna hér, heldur með stöðugum fjárstyrk frá erfendu exrirseðísrfki. Og sníkjurnar meðal verkamanna eru aðerns til þess ætlaðar að slá ryki i augu al- mennings .til þess að breiða yf- ir þá staðreynd, og nota þær í auglýsingaskyni fyrir hinn er- lenda ex-indisrekstur fcommún- istablaðsins. ■BOAMLA BIOBBIB NYJA BIO SBl I Faldi fjársjóðurian || Keep Your Seats Please. 3 Sprenghlægileg gaman- mynd, með söngvum eftir Gifford og Cliff. — Aðal- hlutverkin leika: Florence Desmond og George Formby, frægasti gamanvísnasöngv ari og banjólikari Breta. Aukamynd: Fréttamynd frá Englandi. g Sýnd klukkan 7 og 9. Litilfjörleo fflannvío. (A Slight Cast'. of Murder.) Spennandi amerísk saka- málamynd frá Warner Bros. Aðalhlutverk leika: Edward G. Robinson og Jean Bryan. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. Börn fá ekki aðgang. Laugard. 14. sept. kí. 10 e. h. í Alþýðuhúsinu við Hverfisg.. Áskriftalisti og aðgöngumiðar frá klukkan 2. Sími 4900. Harmonikuhljómsveit (fjórir menn). EINUNGIS GÖMLU DANSARNIR. Það bezta verðnr ávalt ödýrast. Nýslátrað dilkakjöt. Frosið dilkakjöt. Nautakjöt. Kálfakjöt. Grænmeti, allskonar. Álegg, fleiri tegundir. Allt, sem þér þarfnist í ferðalagið. Pantið í matinn í tíma. Pantið í hann í síma 9291 — 9219. Tll helgariflnar Nýr lax Lifur og hjörtu Alikálfakjöt Dilkakjöt Buff Gullace Rjúpur Reykt síld Saltsíld Daglega nýr blóðmör og lifrarpylsa Ijliifoúðirnar Hinn Sakamálasaoa eftir Seamarfe «• ósigrandi átti Lazard sízt von á, að sín yrði leitað. Þegar klukkan átti eftir fjórðapart í níu læddist hár maður út um bakdyrnar á St. James og hvarf út í nóttina. Hann hafði sent ferðatöskurnar á undan sér i bíl. Lazard náði sér í bíl á Piccadilly og ók hrab( ofan að skipakvíunum. Billinn rann að skipakvíunum og greifinn steig út. Það var orðið mjög rökkvað úti. Þungir skýjabnkkar sáuist í norðurátt og búast mátti við rigningu á hverri strindu. Menn voru þar á ferli, skuggalegir náungar, sem iæddust fram og aftur, og gerði það umhverfið ennþá ömurlegra og draugalegra. Maður í einkennisbúningi kom að hliðinni á hafn- argirðingunni um leið og bílinn bar þar að. Hann opnaði bílhurðina, leit inn og sagði: — Til hvaða skips ætlið þér, herra? — Það heitir Halcyon, svaraði Lazard, laut ofurlxtið fram í sæíi sínu qg hneppti að sér frakkanum. Hann hafði brett upp frakkakraganum iog leit hattinn slúta, svo að einungis sá í augu hans í myrkrinu. — Haldið áfram beint af augum, sagðí hafnarvörð- urinn. — Það er dimmt kolniðamyrkur, tautaðí Lazardi um leið og hann steig út úr bílnum. Tiu mínútum seinna var hann búinn að þreifa sig gegn um myrkrið að bryggjunni, sem skipið, sem hann var að leita að, lá við. Þarna lá Halcyon, sveipað kolnáðamyrkri haustnæt- urinnar. Það var mikið um að vera um borð. Hfgyr- arnir skröltu og eimvindur ýskruðu. Það glóði á skipsljósin eins og rauð augu í myrkrinu. Olíuþefur og reykjarilmur barst að vitum hans. Skuggalegir menn hölluðu sér yfir borðstokkinn og aðgættu vörurnar og farangurinn, sero fór um borð, Lazard gekk að landgöngubrúnni og ávarpaði varð- manninn. — Ég þart' að finna skipstjórann, er hann viðstadd- ur? spurði hann. — Já, herra, ég hygg, að hann sé í káetunnr sinni svaraði varðmaðurinn. — Ætlið þér að ferðast með okkur yfir sundið? — Það hefi é°r r'hyggju. Má ég stíga á skipsfjöl? — Hafið þér komið við á tollstöðinni? — Nei, ég lít þangað inn, áður en ég fer. Ég verð að hafa hraðann á. Má ég koma um borð? Hérna er ,nafn- spjaldið mitt. Varðmaðurinn bar nafnspjaldið upp að birtunni og rýndí í það. Hann kannaðist við nafnið og vissi, að sendiherrar voru undanþegnir tollskoðun. — Já, sagði hann fljótmæltur .— Komið, gerið þér svo vel. E,r búið að skrásetja farangur yðar í faim- skrána? — Nei. þess vegna þarf ég að tala við skipstjórann. ' — Einhver skípsmannanna, mun vísa yður leið til í hans. Lazard steig á skipsfjöl, og eftir fáeinar mínútur var hann kominn inn í klefa skipstjórans. Skipstjórinn var mjög prúðmannlegur maður, iog Lázard skýrði hon~ Um nú frá ferðalagi sínu. — Ég býzt við að þér þekkið mig, Mason skipstjóri, sagði hann. — Og ef til vill hafið þér frétt það, að. í dag tók þjóðin, sem ég er fulltrúi fyrir stórt lán. Mason skipstjóri horfði kænlegum augum á greif- ann. Mason, var hinn myndarlegasti sjómaður, snoð- klipptur, veðurbari'nn og sólbrenndur. Svipur hans bar þess vott, að hann hefði barizt við fárviðri og æstar úthafsbylgjur, á'n þess að tapa jafnvægi skaps- muna sinna. Og það var bersýnilegt, að þessi maður þekkti störf sfn út í æsar. — Já, herra, sagði hann róliega. — Ég vissi, að þingið samþykkti að veita þetta lán fyrir viku síðain En ég hafði ekki hugmynd um, að þér ætLuðuð að ferðast með þessu skipi. — Einmitt. Það er líka öryggisráðstöfun, að láta engan vita fyrirfram með hvaða skipi á að senda peningana. ,Það hefir verið rætt nógu mikið um þetta lásn í blöðunum undanfarið. Ég hefi meðferðis um tvær milliónir punda í enskum bankaseðlum. Leyni- lögregla iokkar hefir tjáð okkur, að viss maður hafi sýnt mikinn áhuga á þessu máli. Það var þvi ákveðlð að breyta aætlun vrðvíkjandí flutningi peninganna. Pað fleíír verið gefin út tilkynning um það, að pen- ingamir verði sendir með Dover-Calais-skipinu á suinnudagsmorgun. En ég hefi komist að raun um, að öruggara verður að fiytja þá með Halcyon, einkuimi vegna þess, að þér farið til Bordeaux.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.