Alþýðublaðið - 18.09.1940, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.09.1940, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAG 18. SEPT. 194§ Hver var a® hiæja? Kaupið bókina ALÞÝÐUBLAÐIÐ Hver var að hlæja? er bók, sem þér og brosið með! ' AfflkMMMh jyp U ÆiLMJ? .iLMJ? þurfið að eignast. Brezku hernaSaryfirvöldin hér á landi hafa talið nauðsynlegt, að setja strangar reglur um umferð almennings með ströndum fram á nánar tilgreindum svæðum, þar sem hervörður er hafður. Svæðin eru þessi: a) Strandlengjan frá Borgarfirði til Hafnarf jarðar, að þeim fjörðum meðtöldum. b) Strandlengjan frá Skagafirði til Skjálfanda, að þeim fjörðum meðtöldum. c) Strandlengjan frá Seyðisfirði til Reyðartjarðar, að þeim fjörðum meðtöldum, og \ d) Strandlengjan báðum megin Hrútafjarðar fyrir sunnan Hrútey. Reglna þessara skal gætt á hverjum stað á tímabilinu frá einni sikundu eftir sólsetur til einnar stundar fyrir sólarupprás, og þeir sem vanrækja að fara eftir þeim, geta átt á hættu að verða fyrir líftjóni. Myrkurtíminn fyrir hvern mánuð verður auglýstur hinn 1. þess mánaðar, fyrir hvert svæði. Reglurnar eru sem hér segir: I. Á landi: Eftir að skuggsýnt er orðið, má engin umferð eiga sér stað nærri flæðarmáli á ofan- greindum svæðum, nema um greinilega vegi eða gangstígá. Fólk, sem býr á svæðunum og sem þarf að fara nauðsynlegra erinda á þessum tíma, utan greini- legra vega eða gangstíga, getur reynt að fá til þess sérstakt leyfi hervarðanna. En mjög áríðandi er, að sérhver, sem nálgast hefir ströndina utan þessara vega eða stíga, hafi það hugfast, að fái hann kall eða bendingu um að stanza, verður hann að gera það tafarlaust. Ella á hann á hættu að verða skotinn í misgripum fyrir óvin Breta. II. Á sjó: Á myrkurtímabilinu er umferð bönnuð samkvæmt því sem hér fer á eftir: a) Á svæðinu frá Borgarfirði til Hafnarfjarðar: Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra, að udnanskildu því, að umferð á sjó er heimil til og frá Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi og akkerislegunni á Eið- isvík, samkvæmt því, sem tiltekið er í reglum þeim um eftirlitsskip, sem birtar eru hér á eftir. b) Á svæðinu frá Skagafirði til Skjálfanda: 1. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra, að undanskildu því að umferð á sjó er heimil til og frá Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey, Flat- ey og Húsavík, og ennfremur til og frá Hjalteyri, meðan verksmiðjan þar starfar að móttöku og vinnslu síldar. > 2. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili fara suður fyrir línu, sem dregin er í rétt austur frá Hjalteyrarvita. Skip, sem eru komin suður fyrir þessa línu þegar skuggsýnt er orðið, verða að fara beina leið til reyrar eða Hjalteyrar. Skip mega fara út Eyjafjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig landi en 200 metra. c) Á svæðinu La t>eyðisfirði til Reyðarf jarðar: 1. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra að undanskildu því, að umferð á sjó er lieimil til og frá Eskifirði og Norðfirði. 2. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili fara vesiur fyrir línu, sem dregin er í rétt suður frá verzlunarhúsunum á Vestdalseyri í Seyðisfirði- Skip, sem komin eru inn fyrir þessa línu, verða að fara beina leið til Seyðisfjarðarkaupstaðar. SkiP mega fara út Seyðisfjörð á kvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi en 200 metra. 3. Ekkert skip má á þessu tímabili fara vestur fyrir línu, sem dregin «r í rétt suður frá Mjóeyri í Reyðarfirði norðanverðum. Skip, sem komin eru inn fyrir þessa línu, verða áð f-ara beina leið til Búðareyrar. Skip mega fara út Reyðarfjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi en 200 metra. d) Á Hrútafirði innanverðum: Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili fara suCur fyrir Hrútey á Hrútafirði. Skip eða bát- ar, sem komin eru inn fyrir þessi takmörk, verða að fara beina leið til Borðeyrar. Skip mega fara út Hrútafjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær en 200 metra frá landi. Reglur þessar ganga í gildi í kvöld, aðfaranótt þess 18., en verða framkvæmdar með sérstakri varfærni fyrsta sólarhringinn. Sú undanþága er gerð frá þessum reglum, að allsstaðar á evæðunum b og c, þ. e. Akureyrar og Seyðisfjarðarumdæmi, mega trillubátar og aðrar smáfleytur koma að og fara frá landi þó skugg- sýnt sé orðið, nema fyrir innan línur þær, sem samkvæmt framansögðu eru dregnar yfir Eyjafjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Til frekara öryggis er lagt ríkt á við öll skip og báta — þar með taldir árabátar — sem eru á ferð hér við land, að hafa uppi lögboðin siglingaljós eftir að skuggsýnt er orðið. Á opnum bátum sé ljósið ávalt haft sýnilegt. Myrkurtíminn fyrir september er sem hér segir: Fyrir svæði a) þ. e. Faxaflói, frá (kl. 20.50 — 06.00, það er kl. 8.50 síðd. til kl. 6 árd.). Fyrir svæði b) þ. e. Skagafj. — Skjálfandi, frá (k.l 20.30—05.40, það er kl. 8.30 síðd. til kl. 5.40 árd.). Fyrir svæði c) þ. e. Seyðisfj. — Reyðarfj. frá (kl. 20.15 — 05.30, það er kl. 8.15 síðd. til kl. 5.30 árd.). Fyrir svæði d) þ. e. Iirútafjörður frá kl. (20.45 — 05.50, það er kl. 8.45 síðd. til kl. 5.50 árd.). !HÍI fiAMLA B80 ví Faldi fjársjóðarion Keep Your Seats Please. Sprenghlægileg gaman- mynd, með söngvum eftir Gifford og Cliff. — Aðal- hlutverkin leika: Florence Desmond og George Formby, frægasti gamanvísnasöngv ari og banjólikari Breta. Aukamynd: Fréttamynd frá Englandi. Sýnd klukkan 7 og 9. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2472. NæturvörSur er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög eftir látin íslenzk tónskálcl. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V.Þ.G.). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett eftir Haydn (Op. 33, nr. 3). 21.20 Hljómplötur: Harmóniku- lög. 21.45 Fréttir. DagSkrárlok. Lúðrasveit Reykjavíkar spilar á Austurvelli í kvöld kl. 9. Stjórnandi Albert Klahn. Eæjarstjórnarfimdur verður á morgun kl. 5 í Kaup- þingssalnum. 7 mál eru á dagskrá. Póstmannafélag Norðurlands. Sl.l sunnudag var stofnað á Ak- ureyri póstmannafélag Norður- lamds með 19 stofnendum. Félags- svæðið er á milli Horns og Langa- ness. Stjórn félagsins skipa: Óli P. Kristjánsson póstmeistari á Akur- eyri, formaður og meðstjórnendur Karl Helgason póstafgreiðslumaður á Blönduósi, og Valgarð Blöndal póstafgreiðslumaður á Sauðárkrók. Kveðjuhljómleika heldu þeir Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson í Samkomuhúsinu á Akureyri í fyrrakvöld. Viðfangs- efni voru eftir Grieg, Beethoven, Debussy og fleiri. íslenzk vínber. Undanfarið hafa íslenzk vínber verið seld hér í Reykjavík. Vín- berin eru yfirleitt ræktuð á hvera- svæðum þar sem ódýrt er að hita upp gróðurhúsin. T. d. eru ber þau er þarna voru ræktuð að Fagra- hvammi í Ölfusi, hjá Ingimar Sig- urðssyni garðyrkjumanni, en hann hefir undanfarin ár stundað vín- berjarækt. Vínber munu fáanleg í búðum eitthvað fram í október. Hallbjörg Bjarnadóttir heldur söngskemmtun í kvöld kl. 7.15 í Gamla Bíó. Syngur hún í míkrófón. Reglur um eftirlit meS siglingum til hafna við Faxaflóa. 1. Siglingaeftirliti hefir verið komið á í Reykjavík. 2. Eftirlitsskip er stöðugt á -sveimi úti af Gróttu, fyrir veStan línu úr Gróttuvita í Krossvíkurvita á Akranesi. 3. Eftirlitsskipið sýnir að degi til: stórt flagg, sem í eru tveir láréttir reitir, annar hvítur og hinn rauður, en jaðrar flaggsins eru bláir. Að nóttu til sýnir skipið auk siglingaljósanna: 3 hvít ljós, sýnileg á alla vegu. 4. Þegár Reykjavíkurhöfn er lokuð, mun skipið að degi til hafa uppi: 3 rauðar kúlur, hverja upp af annari, með 6 feta millibili, en að nóttu til: 3 rauð ljós, í stað þeirra þriggja hvítu, sem getið er hér að framan. Ófriðarmerkastöðin á Valhúshæð mun einnig sýna sömu merki, þegar höfnin er lokuð. 5. ÖIl skip, sem ætla til Akraness, Hafnarfjarðar, Hvalfjarðar eða Reykjavíkur, verða áður að koma við hjá eftirlitsskipinu og fá þar leyfi til þess. Minni vélbátar geta þó farið leiðar sinnar óhindr- að til þessara hafna, en verða að vera við því búnir að nema staðar og gera grein fyrir sér, ef eft- irlitsskipið krefst þess, og áð hlýða skipunum þess. 6. Hvert það skip, sem reynir að sigla til hafna þeirha, sem getur í 5. lið, án þess að hafa fengið til þess leyfi eftirlitsskipsins, gerir það á eigin ábyrgð. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Gúðrún Kr. Sigurjóns- dóttir, starfsstúlka að Nýja Kleppi, og Þórarinn Jónsson, Njarðargötu 27. BÁTUB FERST Á BREIÐA- FIRÐI Frh. af 1. síðu. Er þetta í fyrsta sinn, sem Slysavarnafélagið hefir látið leita að bát í flugvél, og er það álitið ótvírætt bezta aðferðin til leitar, ef skyggni er gott. Á bátnum voru fjórir menn, Hjálmtýr Árnas., Kvíabryggju, formaður, Ólafur Bjarnason, Kvíabryggju, Kjartan Ólafsson, I NYJA BIO FjórmenniBsarair. Sprellfjörug ameríksk skemmtimynd frá Warner Bros, sem fyrir óvenjulega hnittna fyndni og fjörugt efni mun alla setja í sól- skinsskap. — Aðalhlut- verkin leika: Errol Flynn, Olivia de Haviland, Rosalind Russel og Patrick Knowles. Sýnd í kvöld kj. 7 og 9. ættaður frá Patreksfirði, &g unglingspiltur, sonur Stefáns á Hrísum. MARKMIB OG LEIÐHC Frh. af 3. síðu. „Markmið og Ieiðir“ er bók, sewi allir þuria að lesa með athygfi oftar en einu sinni. Mig brestur aðstöðu til þes* að dæma um hvernig þýðingwi er af hendi leyst. En það er víst að til þess að þýðia slíka bók sem þessa, >og færa hana í !þann íslenzka búning, sem dr. Guð- mundur Finnbogason hefir gefi# henni, gerir enginn annar en sá, sem ræður yfir yfingriþsmrkilli þekkingu og^er leikinn í aö fam með íslenzkt mál. Sum nýyrðin í bókinni eru í fyrstu fremur óvi*- kunnþnleg, en maður venst þeiwi flestum vel. Slík bók sem þessi er ekki les- in af alþýðu manna með stér- þjóðum, en vafalaust er enn sv» mikið eftir af bókahneigð og lestr arlfingun í íslenzkri alþýðu, að margir alþýðumenn til sjávar <og sveita munu taka sér bókina f ihönd í vetur og reyna að kryfjia til mergjar þau merkilegu við- fangsefni, sem hún fjalLar am. Jónas Guðmundsson. PRESTSKOSNINGARNAR Frh. af 1. síöu. .mannaeyjum, séra Sigurbjörn linarsson, B e ðabólsstað á Skóg- arströnd, séra Jón Anðuns f Hafnarfirði, séra Ragnar Bene- diktssion, Stað á Reykjanesi, og Stefán Snævar cand. theol. Um Nesprestakall er talið að muni sækja: séra Halldór Kolbeins og séra Magnús Guðmundssion í ól- afsvík. Líklegt er, að umsækjendur ver&i enn fleiri en hér hafa ver- i'ð taldir. Eallbjórg Slamadéffijp Sving - concert Jaek Qpin@f með 7 manna filjómsveit aðstoðar. I kwisM klnkknsi 7.15 í GAMLA BÍÓ. ASgöngumiðar í Hljóð- færahúsinu, sími 3656 og eftir kl. 6, ef eitthvað verður óselt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.