Alþýðublaðið - 23.09.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.09.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ LAUGARÐAOUR 21. SEPT. 1*4«. iðal - sauðfiárslátrnii þessa árs er byrjuð hjá oss. Hér eftir seljum við kjöt, slátur, mör o. f 1., eftir því, sem til fellst. Slátrin send heim, ef tekin eru 3 eða fleiri í senn. Gerið svo vél að senda pantanir yðar sem allra fyrst, því sláturtíðin verður stutt að þessu sinni og takmörk- um bundið hvað hægt er að afgreiða daglega. Sláturfélag Snðnrlands Sími 1249 (þrjár línur) og 2349. Mam Rntherford: Pýramídinn miklí Bók þessi er nú komin út í íslenzkri þýðingu. Kostar óþundin 10 kr., en í bandi kr. 13,75. Þess munu fá eða engin dæmi, að útkomu nokkurrar bókar hafi verið beðið með slíkri eftirvæntingu hér á landi sem þessarar. Menn vita, að með henni telur hinn lærði og merki höfundur hennar að lyft sé að nokkru því fortj'aldi, sem hylur framtíð mannkynsins á jörðunni. Menn vita og, að nú er fram komið sumt af því, er hann sagði fyrir, er hann reit hana. Hitt vita menn miður, hve margvíslegur sá fróðleikur er, sem hún hefir að geyma. Vegna þess ástands, sem nú ríkir, varð að hafa upplag bókarinnar lítið, og getur því svo farið, að hún seljist upp á örskömmum tíma- Þetta ættu þeir að athuga, sem tryggja vilja sér eintak. Hún fæst hjá all-mörgum bóksölum, bæði í Reykjavík og úti um land. En þeir, sem ekki ná í hana þar sem þeir eru vanir að kaupa bækur sínar, geta pantað hana beint frá okkur. Ef andvirðið fylgir pöntun, verður hún send burðargjaldsfrítt, en ella gegn póstkröfu. — Áskrifendur eru beðnir að vitja eintaka sinna sem fyrst. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Hðfuni fil sölu mörg hús víða um bæinn með lausum íbúðum 1. október. Viljum kaupa V eðdeildarbréf, Eimskipafélagsbréf og Kreppulánasjóðs- bréf. ^ Hðfum kaupendur að húsum af ýmsum gerðum, einkum einbýlishúsum. GUNNAR SIGURÐSSON & GEIR GUNNARSSON, Hafnarstræti 4. — Sími: 4 3 0 6. ég las bók þessa, áður en ég gæfi Slœm bók. LITLI STRÁKURINN minn átti 12 ára afmæli hérna um daginn. Mig langaði til að gleðja skinnið og fór inn í bókn- búð að katipa bók til að gefa honum. Einhverja skemmtilega og bolla drengjabók, sem hann hefði ekki lesið. Meðal þess, sem búðarmaðurinn sýndi mér, var bók ein, sem bar eftirfarandi á- letrun á titilblaðinu: „Louis F. G. De Geer: ! heimavistarskóla. Maríeinn Magnússon kennari þýdtdi. Reykjavík. Bókaverzfun Sigturóar Kristjánssonar.“ — Ég keypti þessa bók, og mun þrennt hafa haft áhrif á það val mitt: 1.) Að þýðandinn var kennari, en það taldi ég tryggingu fyrir sæmilega h'Ollri bók, þótt ég kannaðist ekki við manninn. — 2.) Að Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar var útgefandinn, því ég hélt hana vanda að virð- ingu sinni. — 3.) Að innan í toók- inni var laust blað með hvöt til að kaupa og lesa Islendingasög' ur, en ég leit á það sem bendingu um, að bókin væri valin og gefin út í fullum skilningi á gildi þeirra bókmennta. Heppileg tilviljun olli því, að Magga mínum toana. En það varð til þess, að hún er enn í minni eigu. og hann fékk aðra gjöf. Bókin er þannig úr garði ger, að ég get ekki varið það fyrir sam- vizku minni, að fá hana bami í hendur. Hins vegar býður sam- vizkan mér að vekja athygli á henní, öðrum til viðvörunar. Látum það vera, að sagan er nauðaómerkileg, leiðinleg og flytur hvorki fróðlik nné göfgandi hoðskap. Slíkt er að vísu lítt af- sakanlegt, því að úr nógu mun vera aö velja í erlendum barna- bókmenntum. Hitt er miklu verra, að bókin er á svo hraksmánar- legu máli og svo krök af ritvill- um, málvillum og ýmiskonar sóðaskap, að engu tali tekur. Verður að álykta, eftir lestur bók- arinnar, að þýðandinn kunni hvorki íslenzku né sænsku, en bókin virðist vera þýdd úr því máli. Það yrði allt of langt mál, ef farið væri að telja upp allar mál- leysurnar í bók þessari. En ég verð að rökstyðja mál mitt og skemmta gamansömum lesöndum með nokkrum dæmum af handa- hófi. Hér eru dæmi um algenga orðaröð í setningum: „Heimsku er ekkert við að giera.“ „Það mál er ég færaslur að dæma um sjálf- Ur.“ „Hve miklu tók bróðir hans ittóti?“ — Þá eru sýni'shorn af málinu: „Hann las á mælfcinn." „Við sinn hvorn fót hjengu Lalli og Þórir.“ „í augnablikimi voru þeir að Jesa.“ „Stóram hughægra setti hann sjónaukann aftur nið- Ur.“ „En svo stóð hann þá bara fyrir framan kýr, sem með mestu ró og spekt nuggaði sér upp við trjágrein.“ „Ekki eins skemmti- leg eins og ...“ „Og óttalegur heimskingi hafði lmnn verið — topp heimskingi.“ „Og hér höfum við lúsarbróðir“. „Lúsin og flóin höfðu það yfirleitt rólegt.“ „En þetta skipti sögtuhetjum okkar minna en engu.“ „Hann dróst á eftir Pálsson eins og lús á tjörgr aðri birkibjörk.“ „... vera með sitt langa og mjóa nef ofan í öllu.“ .. að við þvæðum okk- Ur.“ „Það var rykkt, tosaö og Itogað í brosböndin." (Þau merk- isbönd eru oft nefnd!) Það er tal- að um „kringlótta glerkru.kku“ (fyrir sívala), „aðfiaðmanfc“ að „iðka“ dansgyðjuna, að „gera einhve jum griliur", „eftirvænt- ing'U fyrir“ einhverju o. s. frv. — Hér er örlítið sýnishorn af orða- forðanum: „keksm“, „eftirmið- dagskaffi“, „miMagiur“ (uim mál- tíð), „pakki“, „grín“, „meðlimir", „slagsmál“, „pappi“ (f. pabbi).— Stafsetningin er með ýmsu móti. Á sömu blaðsíðu er ritað kvöld og kveld, milluvængir og myllu- vængir, Þjóðverja og þjóðvœrji. Skrifað er ýmist fyrr eða fyr, trekt eða tregt o. s. frv. „Sígur11 er s. sjúga. — Beygingar orða eru mjög víða rangar. Nokkur dæmi þess eru nefnd hér að framan, en bæta má við: „svelt“ fyrir soltið, Auðun f. Auðunn, lunds f. lundar o. m. fl. Heimili söigu- hetjanna heitir Sólvengi fremst í bókinmi, Sólslaðir í henni miðri, en Sóivangur undir lokin! Annar staður heitir ýmist Birkiliundar eða Bjarkalíundur. — Skal nú lát- ið staðar numið uin upptalningar, og er hér þó minnst til tínt af fjölbreyttu og fáránlegu úrvali bókarinnar. Þó vil ég að lokum nefna tvö dæmi um kunnáttu þýðandans í máli því, er hann þýðir úr: 1 elnum kaflanum er hvað eftir annað minnzt á strák, sem er að „smjatta á smjörgæs“. Hér er sænska orðið „smörgás“, þ. e. smurð brauðsneið með á- skurði. Þá er rætt um „þurrar sborpur“ meÖ kaffi. Er þar ber- sýnilega sænska orðið „skorpa" (flt. „skorpor"), þ. e. tvíbaka. Það er stórlega vítavert, að bafa aðra eins bók og þessa á boðstólum fyrir börn, morandi af ambögum og málskrípum. Mér hefir virzt kennarastéttin kvarta yfir örðugleikum í möðurmáls- kennslunni, og það vafalaust ekki ástæðulaust- Ég undrast því stór- U'm, að kennarar skuli ekki víta það harðlega, þegar önnur eins forsmán og „í heimavistarskóla“ er gefin út svó að segjá í nafni stéttar þeirra. Hitt varð mér þó enn meira undrunarefni, er mér var sagt, að nafn þessa virðulega Martein? Magnússonar kennara stæði -'sem höfundarnafn á kennslubók í íslenzkri málfræði fyrir barnaskóla, og hefði ríkis- stofnun gefið þá bók út. Ekki veit ég sönnur á þessu og trúi því varla, því að sennilega þaif að kunna að beygja algéng orð, til þess að geta skrifað málfræði. En ólyginn sagði mér. K. M. ► Fyrsti umferðardagur. | Þegar drukkinn maður ekur, er dauðinn við stýrið. AS þessu sinni gengst Slysa- varnafélagið og lögreglan fyrir leiðbeiningum til fólks um um- ferðareglur. Dagskráin í dag er á þessa leið: 1. Leiðbeiningar í umferða- reglum veittar almenningi á götum úti. 2. Sýning í búðarglugga Jóns Björnssonar & Co. í Banka- stræti. 3. Bæklingi, með fjölda um- t ferðarmynda til leiðbeining- ) ar, úthlutað ókeypis. 4. Skilti á nokkrum fjölförn- um gatnamótum, er sýna fjölda umferðarslysa á þeim gatnamótum síðastliðið ár. 5. Útvarpserindi flutt um um- ferðarmál, kl. 7,30, af Guð- laugi Jónssyni lögreglu- þjóni. 6. Námskeið fyrir hjólreiða- menn. Væntanlegir þátttak- endur gefi sig fram í dag á lögreglustöðinni eða skrif- stofu Slysavarnafélagsins. Walterskeppnin: K. K. sigraði Vfiking með 5 mðrkum gegn einu. ■ ♦--- ANNAR kappleikur Wal- terskeppninnar fór fram í gær milli K.R. og Vík- ings. Leikar fóru svo, að K. R. vann Víking með 5 mörk- um gegn 1. Af þessum 5 mörkum ' voru 3 úr vítis- spyrnum, eitt mark, sem Víkingar s<ettu, var dæmt rangstætt, en eina löglega markið, sem sett var hjá K. R., setti miðframvörður K. R. sjálfur. Menn sjá því að leikurinn var all viðhurðaríkur. K. R.-ingarvDru glaðir að leiknum loknum en Víkingar svolítið úrillir. Keppni hefir alltaf verið hörð milli þess- ara félaga og ekki sízt í suinar og oftast hefir K .R. beðið lægri hlut á þessu súmri fyrir Víking, svo að þessi glæsilegu úrslit urðu góðar sárabætur. K.R. átti l’íka vel skilið að vinna þennan leik. ’Það lék betur enda í sterkari og nákvæmari sókn en Víkingar. Annað hvort var lið K. R. að þessu sinni betra en nokkru sinni (fyrr í sumar eða þá að lið Vík- ings var miklu lélegra. Fyrri get- gátan mun þó vera réttari. K. R. hafði breytt liði sínu mjög — og tvímælalaust til hins betra. Birgir Guðjónsson sem á- reiðanlega er eitt bezta knatt- spyrnumannsefni sem við eigum lék nú miðframvörð, á hinum gamla stað Schram, en Schram lék innframherja. Stóð' Byrgir sig ágætlega í þessu nýja hlutverki — en hinn nýji maður á hans stað sem útframherji stóö sig næstum því eins vel og Byrgir hefir gert. Jón heitir sá sem nú lék miðframherja og gerði það mjög vel, en eins og oft áðúr sýndi Óli B. Jónsson einna mestu kunnáttuna. Menn söigðu að fyrsta markið sem Vikingar fengu hefði gert út af við þá. Það er ótrúlegt, en. þeir stóðust illa sókn K .R., ailir saman. Feugu ekki rönd við reist. Það verður gaman að sjá úrslitaviðureignina á suinnudaginn milli K .R. og Vals. firnisanlegHr maður handtekinii f Amerihu Hafði táragasbyssur og sprengj ur í fórum sínum. MAÐUR, sem áður var félagi í þýzk-ameríska félaginu, hefir verið handtekinn í New York. Hann hafði í fórum sínum 10 táragasbyssur og álíka nrargar táragassprengjur. Máður þessi er einn þeirra, sem handteknir voru, er tímasprengja olli tjóni á brezku sýnmgarhöll- inni á beimssýningunni í New York. ^ BretakðDnogur flytær nt- varpsræðn i dag. — Georg Bretakonungur flytur ræðu í brezka útvarpið kl. 5 í dag (eftir íslenzkum tíma). I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.