Alþýðublaðið - 23.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.09.1940, Blaðsíða 4
MÁNLDAGUR 23. SERT.' 184« Hver var ai hlæfa? Kaupið bókiraa og brosið með! Hver var ai hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. MÁNUDAGUR Næturlæknir er Theodór Skúla- son, sími 3374. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög leikin á ýms hljóðfæri. 20,00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir. 20,50 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Bellmann. 21,20 Hljómplötur: Tónverk eftir Bliss. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Námskeið í umferöarreglum. í sambandi við umferðardaga þá, sem nú standa yfir, verður haldið ókeypis námskeið fyrir unga hjólreiðamenn, m. a. sendi- sveina. Þeir, sem vilja njóta þess- arar kennslu, eiga að tilkýnna þátttöku sína í dag á varðstofu lögreglunnar eða skrifstofu Slysa- varnafélagsins. Verðlaun verða veitt að loknu námskeiðinu. Nám- skeiðið fer fram á kvöldin. Áttatíii ára . , verður á morgun frú Guðlaug Jónsdóttir ljósmóðir frá Ingjalds- hóli, nú' til heimilis á Ásvallagötu 28 hér í bænum. Stórskotaliðsæfingar fara fram í dag frá kl. 9—5. Skotið er af byssum nálægt Varmadal að Haukafjöllum. Hættulegt er að vera á ferð að austanverðu við veginn frá Lága felli til Kollafjarðar, eða fyrir norðan Þingvallaveginn, milli Leiryogstungu og Leirvogsvatns eða fyrir sunnan Esju. Faul Robeson er óvenjulegur söngvari. Hann hefir sjaldan heyrst hér í kvik- myndum, en þá sjaldan sem mynd ir með honum hafa komið hingað þá hafa þær náð miklum vinsæld- um. Svo mun einnig verða um kvikmyndina, sem nú er sýnd í Gamla Bíó. Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur heldur fund í Odd- fellow uppi í kvöld kl. 8,30. Per Lagerquist hefir samkvæmt skeyti, sem FÚ fékk frá Stokkhólmi, verið kjör- inn meðlimur sænska akademísins í stað Werner von Heidenstam, sem nú er látinn. Dr. McKenzie Ph. D. var 11. þ. m. viðurkennd- ur blaðafulltrúi (Press Attaché) við brezka sendiráðið í Reykjavík. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú María Björnsdóttir, Baldursgötu 29, og Hörður Guð- mundsson, Hafnarfirði. Þýzk yfirvöld í Noregi hafa bannað alla starfsemi frí- múrarareglunnar þar í landi. Keppni í blönduðum tvímenningsleik lauk á tennismeistaramótinu s.l. föstudag. Meistarar urðu Ásta Benjamínsson og Friðrik Sigur- björnsson bæði í Tennis- og Bad- mintonfélagi Reykjavíkur. Næst þeim urðu úr sama félagi Júlíana Isbarn og Lárus Pétursson, en þriðju Ragnhildur Ólafsdóttir og Franz Pálsson, bæði úr K.R. Destry skerst í leikinn heitir amerísk stórmynd frá Uni- versal Film, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Er það mjög ævintýraleg mynd. Aðalhlutverk- in leika Marlene Dietrich, James Stewart, Brian Donlevy og skop- leikarinn Mischa Auer. Þúsundir vita, að gæía fylgir toélnftmarhringum frát. Siga* þór. Hafnarstrseti 4. Það þarf Iðgglðf nm vigfnn sildar. Tímlnn fer með fieip- ur um þetta má MJÖG hefir verið kvartað undan því í siuxniar að síld hafi verið mæld en ekki vegin. Teíja sjómenn, að þeir hafi skað- ast mjög veriulegia á þessu. RíkisveTksmiðjurnar allar, að und antekinni verksmiðjunni á Rauf- arhöfn hafa þó vegið síldina. En taðrar verksmiðjur, einkaverk- smiðjur, hafa ekki gert það. Svo undarlega brá við, að Tím- inn gerði þetta mál aðumtalsefni nýlega 'Og segir, að Fram'sóknar- menn hafi gengizt mjög fyrir þvi; að úr þessu yrði bætt. Þetta er alveg rangt. Finnur Jónsson bar í vetur fram tillögu um það í stjófn verksmiðjanna, að öll síld, . sem ríkisverksmiðjunum bærist, yrði vegin; en það var felit með sameiginleg'um atkvæðum allra hinna stjórnarmeðiim.anna. í sjim- ar bar Erlendur Þorsteinssan fram sömu tillö'gu í verksmiðju- stjórninni, og skyldi reglan gilda fyrir næsta ár, en það var einnig fellt af stjóminni með atkvæð- um allra meðlima hennar nema hans. I mun og veru þarf hér lög- gjöf vegna þess, að þó að þessi regla yrði látin gilda í öllum ríkisverksmiðjunum, þá era allar einkaverksmiðjumar eftir. Flngvélatjón Þjóð- verja meira en Bret ar segja. Dað er álit ameriksks sér- fræðibgs, sem nú er á Englandi Hermálasérfræðing- INGAR frá Bandaríkj- unum, sem nýlega fóru til Lon- don, hafa lýst yfir þeirri skoð- un sinni, að loftárásir Þjóð- verja hafi ekki haft nein lam- andi áhrif á brezku þjóðina. — Ennfremur segja þeir, að hern- aðarlegt tjón af loftárásunum sé Iítið. Einn sérfræðinganna, Strong herfylkisforingi, sagði, að þegar vindasamt væri og veðurskilyrði slæm yfirleitt, væri ólíklegt að reynt yrði að gera innrás í Bret- land, og sennilega myndi koma í ljós, að það væri ógerlegt við slík skilyrði. Enn fremur sagði hann, að ef ekki yrði meiri ár- angur af loftárásum Þjóðverja framvegis en undangengna 10 daga, myndi líða að minnsta kosti eitt ár, þar til Bretlandi gæti orðið stó-rkostleg hætta búin í leifturstriði Hitlers. Strong herfylkisforingi sagði, að hann hefði sjálfur kynt sér skýrslur Breta um flugvélatjón í loftbardögum yfir Bretlandi, og hefði hann komizt að raun um, að þeir gerðu heldur of lítið en of mikið úr tjóninu. Hanin minht- is’t sérstaklega tilkynnimgar frá því í fok fyrri viku, þar sem því Innbrot í Ábal- stræti 18. Brezkur hermaður tramdl imbrotíð og var tekian. IFYRRINÓTT um kl. 1 var framið innbnol í kjallara hússins Aðalstræti 18. — Uppsali. Er það sælgætis- og veitinga- búð. Farið var inn á þann hátt, að brotin var rúða í glerhurð og smogið inn um opið. Lögreglan kom þar að og tók þjófinn fastan, en það var brezk- ur hermaður. Hafði hann stungið á sig um fimmtán krónum í skiptimymt og þokkrum flöskum af öli. Loftðrðs ð Berlín nn miðnætti t nétt. liltlir loftbardagar yfir Eag- landi í morgun. BREZKAR flugvélar hafa gert nýjar árásir á margar hernaðarstöðvar í Þýzkalandi. íbúarnir í Berlín urðu að hverfa í loftvarnabyrgi sín stuttu fyrir miðnætti í nótt. I þýzkum fregnum er viður- kennt, að árásir hafi verið gerðar, bæði í Vestur- og Norð- ur-Þýzkalandi og á Berlín. Það er að vísu reynt að draga úr >í, að árásirnar hafi borið árangur, en fregnum ber þó ekki saman, og segir í (einni, að heyrst hafi til flugvéla ýfir Berlín og að loftvarnabyssur í miðhluta hennar hafi verið í notku/n. Brezkar flugvélar hafa varpað sprengjunx á hernaðarstaði við Trondheim og jámbraut í Norð- ur-Noregi. Tvær brezkar flugvél- ar hafa nauðlent í Svíþjóð. Mikill fjöldi þýzkra flugvéla gerði tiLraun til þess að komast íil London í morguar. Komu flug- vélarnar inn yfir strendur Essex, Kent og Themsárósa, og hefir lent i miklum bardögum við brezkar orustuflUgvélar. Ribbentrop er nœ i heim leiö RIBBENTROP, utanrikismála- ráðherra Þýzkalands, lagði áf stað heimleiðis frá Rómaborg síðdegis í gær. — Áður en hann fór þaðan átti hann klukkustund- ar víðræðu við Mussolini og fór sú viðræða fram í Feneyjahöll- inni. Ýmsar getgátur hafa kiomið fram um viðræður þessar 'Og m. a. búast menn við, að ein af- leiðing þeirra verði, að ítalir láti meira til sín taka í styrjöldinni hér eftir en hingað til. var haldið fram, að 185 þýzkar flugvélar hefðu verið skotnar niður á einum degi. Rauinverulega vom 193 þýzkar flugvélar sbotn- ar niður þanw dag, segir Strong herforingi. r ?AMLA BfiO STðRI VINUR „BIG FELLA.“ Ensk söngvamynd, með hljómlist eftir Eric An- sell. Aðalhlutverkið leik- ur og syngur hinn heims- frægi söngvari PAUL ROBESON. Sýnd klukkan 7 og 9. mtm bio jDestry sberst í lelkino; (DESTRY RIDES AGAIN.) Amerísk stórmynd frá Universal Film, er alls staðar hefir hlotið feikna vinsældir og hrifningu. Aðalhlutverkin leika: Marlene Dietrich, James Stewart og. skopleikarinn frægi Mischa Auer. Börn fá ekki aðgang. THE WORLD'S GOOD NEWS will come to your home every day through THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An International Daily Newspcper It records íor you the world’s clean, congtructivo doiags. The Monitor does not exploit crime or sensation; neither does it lgnore them, but deáls corrcctively wlth them. Features for busy men and all the family,* including the Weekly Magazlne Sectlon. The Ohristian Science PubUshing Society One, Norway Street, Boston, MassachusetU Ploase enter my subscriptlon to The Christlan Sclence Monitor for a period of 1 year $12.00 6 months $6.00 S months $3.00 1 month $1.00 Baturday lssue, including Ma’gazine Section: 1 year $2.60, 6 issues 25o Name Stjérnin i Kairo blofn nr á afstððnnni tii itala. Fjórir ráðherrar heimtuðu, að Italiu vœri sagt strið á hendur STJÓRNIN í Egyptalandi hefir verið endurskipu- lögð. Höfðu fjórir ráðherranna, samgöngumálaráðherrann, við- skiptamálaráðherrann, fjár- málaráðherrann og einn ráð- herra án sérstakrar stjórnar- deildar, sagt af sér fyrir helg- ina, af því að flokkur þeirra krafðist þess, að stjórnin segði Ítalíu stríð á hendur. Hefir forsætisráðherrann ekki viljað það hingað til, en telur þó að svo muni verða gert, ef ítalir haldi innrás sinni áfram. Hinir fráfarandi ráðherrar hafa sent forsætisráðherranum greinargerð fyrir ákvörðun sinni, að leggja niður völd, og segja þeir, að það sé þegar aug- ljóst hvað Mussolini ætli sér, og heilög skylda Egypta að verja land sitt og heiður. Herlög hafa verið gefin út í Kairo í varúðarskyni. INDÓKÍNA Frh. af 1. síðu. ysi í Suður-Kína, sem eru næst landarnæmm Franska Iudókína, hefir verið lýst yfir herlögum, vegna þessara viðburða. Áður hef ir stjórn Chiang Kai Sheks í Chunking lýst því yfir, að hún myndi senda her inn í Franska Indókína, ef gengið yrði að kröf- inn Japana. SKIPI, MEÐ 90 BÖRN UM BOKÐ SÖKKT. Frh. af 1, síðu. sem kastaði sér fyrir borð af hinu sökkvandi skipi, og hefði henni á undursamlegan hátt skolað í óveðrinu upp á fleka, þar sem bæði börnin hennar héldu sér á floti. Og þar tókst þeim að hanga, þar til brezkt herskip bar að, sem bjargaði þeim. Flest börnin voru af fátæku fólki og á skólaskyldualdri. Foreldrar margra þeirra hafa misst heimili sín og aleigu í loftárásum Þjóðverja á Eng- land undanfarna daga. Brezka stjórnin sendi sér- staka fulltrúa sína til þess - að flytja foreldrum barnanna sorgarfregnina strax og hún barst. En opinber tilkynning um þetta hörmulega níðings- verk var ekki gefin út í London fyrr en í gærkveldi. Hvergi mælist þessi sam- vizkulausa árás eins illa fyrir og í Bandaríkjunum og Kana- da. Blöðin í London segja, að þrátt fyrir hana muni verða haldið áfram' að flytja brezk börn til Ameríku til þess að bjarga þeim 'undan loftárásum Þjóðverja. Því er lýst yfir, að i þegar sé búið að koma 3000 brezkum börnum heilu og höldnu þangað vestur. Keypt, — Kontant. Klæðaskáp ar, kammóður, borð og stólar. Foraiverzl., Grefctísgötiu 45, sítni 5691. i KAUPl GULL og sHfiwr hæsta verði. S&gwþétr, Hafnar- streefci 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.