Alþýðublaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.09.1940, Blaðsíða 2
Matarsíld. Síldarútvegsnefnd hefir ákveðið að hafa matar- síld á boðstólum fyrir almenning, í smáum ílát- um, kútum, sem innihalda % úr venjulegri síld- artunnu. Síldin fæst hjá nefndinni á Siglufirði, en hér í Reykjavík önnumst vér sölu hennar fyrir nefnd- arinnar hönd. Er nokkuð af síldinni komið hing- að á staðinn og getur afhending því byrjað nú þegar. Verðið er kr. 20,00 fyrir hvern kút, staðgreiðsla. Umbúðirnar verða keyptar aftur séu þær hreinar og óskemmdar fyrir kr. 2,50 hvern kút. Leiðarvísir um geymslu síldarinnar fylgir hverj- um kút. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Sími 1249. Ræða Bretakonungs; England verður allt- af virkl frelsisins. ----->---- Þó að veggir Lundúnaborgar hrynji, mun andi íbúa hennar lifa. -----♦—--- GEORG BRETAKONUNGUR flutti útvarpsræðu síðdegis í gær. Ræðuna flutti hann í Buckinghamhöll ög beindi hann orðum sínum til Lundúnabúa, en einnig til allra þeirra, í borgum ,og þorpum landsins, sem eiga við hörmungar loftárásanna að búa. ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUBAGUR M. SBPT. 194» Otrílegt brask me .. ♦---- Einsfaka menn kanpa upp birgðir t að reyna að selja brezka setuiiðinu. -----♦----- Yfirlýsing frá brezku sendiherraskrifstofunni. D RJALÆÐISKENNT BRASK hefir gengið hér í bæn-^ um undanfarna daga með kartöflur. Eins og kunnugt er, varð uppskeran nú miklum mun minni en hún varð í fyrra, svo að fyrirsjáanlegt er, að við höfum ekki kartöflur aflögu. En einstaka framleiðendur, og auk þess allskonar braskarar hafa á einhvern hátt komizt á snoðir um það, að brezka setu- liðið vanhagaði um kartöflur og að hægt væri að selja því þessa nauðsynlegu fæðutegund með uppsprengdu verði. Þetta hefir orðið til þess, í fyrsta lagi, að framleiðendur hafa reynt að selja setuliðinu kartöflur, og í öðru Iagi, að einstaka braskarar hafa reynt að kaupa upp birgðir af kart- öflum til þess síðan að selja þær setuliðinu. Hefir Alþýðu- blaðið sannar fregnir af því, að innkaupaforingjar setuliðs- ins hafa ekki haft frið undanfarna daga fyrir þessum bröskurum. í ræðu sinni vék konungur að heimsóknum sínum og drottningarinnar til þeirra, sem dveljast í sjúkrahúsum vegna afleiðinga loftárása, og til þeirra, sem misst hafa allt af þeirra völdum. Lofaði hann fólkið fyrir þrek, hugrekki og trúnað við málstaðinn, sem barizt væri fyrir. Þá ræddi konungur um störf hjálparsveitanna, sem þegar hefðu sýnt það, að þær ættu sama lof skilið og þeir, sem verja landið með vopnum, og hefðu eins og þeir unnið glæsi- leg afrek, sem verð væri mik- illar viðurkenningar. Konungur minntist líka á hina miklu samúð, sem brezka þjóðin nyti í baráttu sinni, og ' gat sérstaklega hjálparinnar frá Bandaríkj unum, brezku samveldislöndunum og nýlend- unum, og bandamönnum Breta, en í öllu þessu væri mikil hvatning. Hann talaði um London sem hina miklu höfuðborg alls Bretaveldis og á henni bitnaði nú höfuðárás óvinanna. íbúar Lundúnaborgar yrðu stöðugt fyrir grimmilegum loftárásum og kvaðst konungur, á þessari stunjdu, vilja votta þeim öllum hjartanlega samúð sína og drottningarinnar. Hann minntist einnig verka- mannanna, sem, þrátt fyrir .all- ar hættur, vinna að staðaldri að framleiðslu þess, sem her, flugher og floti þurfa, til þess að unpt sé að verja landið. Er við lítum í kringum oss á þessum reynslutímum, sagði konungur, í höfuðborg vorri, sannfærumst vér um, að það eru ekki borgarveggirnir, sem mest á veltur, heldur andi fólksins, og þótt veggir Lund- únaborgar hrynji, mun sá andi, sem nú ríkir meðal íbúa hennar, lifa áfram, andi harðá- kveðinna, óbugaðra manna. — Fagrar byggingar og hús hinna snauðu hafa verið skotin í rúst- ir, en England líður aldrei und- ir lok. England verður alltaf til — England verður alltaf virki frelsisins. Konungur vottaði samúð sína foreldrum barnanna, sem fórust, er farþegaskipinu var sökkt á leið til Kanada, og kvað hann það vera óræka sönnun þess, hverskonar öfl það væru, sem við væri barizt. Konungur kvað við miklar hörmungar að stríða og þær kynnu að verða ennþá meiri. Kaldur og harður vetur væri framundan, en á eftir vetri kæmi vor, og á eftir hörmungunum sigur. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morg- un kl. 10 s.d. Flutningi veitt móttaka til kl. 6. Reiðhjólaviðgcrðir eru fljót- ast og bezt af headi leystar í Reiðhjóíasmiðjunni Þór, Veltu- DRENGJAFÖTIN frá Spörtu, Laugavegi 10. Þetta hefir líka haft það í för með sér, að kartöflur hafa hækk- að gífurlega í verði. Hafa til dæmis einstaka framleiðendur, meðal annars einn mjög stör framleiðandi, rifið kartöflurnar Upp ur görðunum, sent þær með niold og öliu saman til Sölusam- bands garðyrkjumanna fyrir 37 i' kr. tn., er síðan hefir selt þær setuliðinu fyrir verð, sem Alþýðu- blaðinu er enn ekki kunnugt um. Þá er vitað, að Korpúlfsstaða- búið hefir lagt á það mikla á- herzlu, að geta selt setuliðinu sem mest af uppskeru sinni. Hefir það bú nú selt setuliðinu 200 poka, en mun nú ekki fá að selja því meira. Þetta sama bú seldi einni stofnun hér í bænjum 100 poka af kartöflum fyrír 2500 krönur! Sama magn af kartöflum keypti sama stofnun í fyrra af sa;ma búi fyrir 900 krónurl Menn g'feta gert sér verðið í hugarlund nú. Þarna fékk búið 25 krönur fyrir pokann! Einstaka kaupmenn hafa skýrt viðskiptamönnum sínum svo frá, að þeir hefðu engar kartöflur og gætu ekki fengið þær. Má vera aði svo sé ástatt um marga smá- sala, en það er líka fullvíst, að ýmsixi braskarar hafa reynt und- anfarna daga að safna sér byrgð- timi af þessari nauðsynlegu vöru- tegund með það fyrir augum að okra á henni stórlega síðar rneir, þegar sfcortiurinn færi að sverfa að. Nýlega réðist blað kommúnista fiér i bænum á brezka setuliðið fyrir það, að það ætiaði að éta okkur út á gaddinn. Skýrði blað- ið frá því, að það reyndi að fá keyptar allar þær kartöflur, sem það gæti komizt yfir, og biði langtum hærra verð fyrir þær en hér gengi. Sannleikurimi í málinu er þessi: Snemma í þessum mánuði sneru hernaðaryfirvöldin sér til ríkisstjórnarimiar iog spurðust fyrir úm það, hvort hægt myndi að fá keypt eitthvað af fæðu- tegundum hér, án þess að það yrði Islendingum sjálfum baga- legt. í sambandi við þetta var minnst á kartöflur. Brezki sendi- herrann skrifaði utanTÍkismála- ráðherra um þetta mál, en siðan var þvi vísað til viðskiptamála- ráðherra. 17. þessa mánaðar hafðl inn- kaupaboringi frá hernum samtal við viðskiptamálaráðherra um máljð. Skýrði viðskiptamálaráð- herra honum frá því, að ekki væru neinar líkur til þess, að við myndum hafa kartöfLur af- lögu. Ef svo væri, skyldi inn- kaupafioringinn spyrjast fyrir um það hjá Grænmetisverzlun ríkis- ins. Brezka sendiráðið hér mót- mælir því, að nokkur innkaup á kartöflum hafi verið gerð síðan : þettá var. 1 tilkynnin,gu, sem sendiráðið hefir sent til blaðanna, ségir enn- fremur: / „Brezku hernaðaryfirvöldin hafa alltaf forðast það, að skapa erfiÖLeika meðal IsLendinga með því að kaupa upp fæðutegundir, sem þá gæti sjálfa vanhagað um Allar nauðsynjar, sem lierinn þarf, og hann getur ekki fengið hér að bagalausu, munu fram- vegis, eins og hingað til, verða Þannig Liggur í þessu máli öllu, fluttar að frá Englandi.“ en það hefir verið mjög mikiÖ umræðuefni meðal manna síðustu dagana. Það, sem er vítaverðast í sam- bandi við það, er brask einstakra manna með þessa bráðnauðsyn- legu fæðutegund. Gott slátur fæst aðeins ef notað er íslenskt rúgmjðl frá Stutt samtal við 85 ára afmætisbarn. Arni Jónsson Lindargötn 21. f t Árni Jónsson. * T GÆRKVÖLDI heimsötti ég Áma Jönsson,. að Lindargötu 21. Ég hafði aldrei séð hann áð- ur ©g hitti hann standandi upp vfð .vegg. Þar lá hann fram á hendur sínar og horfði yfir speg- ilslétta höfnina, upp á Kjalanness. Hann var með skyggnishúfu, með „glansandi“ skygni (kasket), eins og ungir sjómenn höfðu margir fyrir mörgum árum. — Þú ert 85 ára á morgun? „Já, það er víst, en ég finn ekki öll þessi ár. Ævin hefir liðið mjög fi/ótt. Hún líður víst fljótt hjá þeim, sem vinna mikíð. Ég vinn enri; gekk að slætti í sumar“. — Þú horfir upp á Kjalarness? „Já, hugurinn er oft þar. Ég fæddist þar og ólst upp, bjó og og baslaði þar í 75 ár, stundaði sjósókn á árabátum — og yf-ir- leitt alla vinnu. — Grún.d, þar scm ég fæddist hefir nú verið í eyði í 60 ár. En cg hjó að Út- Itoti og Vallá i 50 ár samfleytt". Árni lítur út eins og sextugur maður. . i — Hvernig':stendur á því að þú berð elliná svona vel ? „Þaö er vist af þvi að oftast hefi ég haldið jafnvæginu. Ég hefi aldrei látið mikinn. Alltaf verið léttlyndur og svo hefir vinn an verið mér holl næring. Þá lífss.peki ættu sem flestir að til- einka sér. — Nú er ég kominn hingað til sönar míns Jóhanns iog hér líður mér vel. Annars hygg ég að ég væri enn upp, á Kjalarnesi við hokur, ef ég hefði ekki misst konuna mina. Það eru , mikil viðbrigði að missa ástvin sinn eftir langar samvistir". Árni Jónsson er freinur lágur vexti, ákaflega liðlegur á að líta iog. léttur í spori eins og ungur miaður. Ándlitssvipurinn og allar hreyfingarnar bera vott u;m starf og strit —- en sízt af öllu, elli. . Enginn, sem.sér hann, getur trú- að. því að hann sé í dag íiáíf níræöuri. vsv. Útbreiðið Álþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.