Alþýðublaðið - 25.09.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.09.1940, Síða 1
vniini ji líif UJiLaí áiITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 25. Sept. 1940 221. TÖLURLAÐ Nýkomnir tslendingar um ástandið á Englandi: Bretar ganga að störfum með kaldri ró, prátt fyrir allar loftárásir Þjóðverja. ---—«--- Þeir eru vissir um úrslitasigur. BREZKA ÞJÓÐIN sýnir alveg undraverða ró og óbil- andi kjark. Enginn Breti efast um það, að Banda- menn vinni úrslitasigur í styrjöldinni, en flestir álíta að hún verði löng. Flugvélaárásir Þjóðverja eru ægilegar, en varnir Breta og gagnárásir þeirra eru ekki síður ægilegar.“ Þetta er svo að segja orðrétt álit tveggja manna, sem Alþýðublaðið hafði samtal við í morgun, en þeir voru þá nýkomnir hingað, annar frá London, en hinn frá Liverpool. Sendiherra Danahjðr innheiðnrsdohtorvið háshðiann. IGÆR var gestkvæmt á heimili danska sendiherr- \ ans, Fr. Sage de Fontenay, í til- efni af sextugsafmæli hans. Meðal þeirra, sem heimsóttu hann, voru prófessorarnir við heimspekideild Háskólans. Til- kynntu þeir honum, að deildin hefði kjörið hann heiðursdokt- or við Háskólann. Þá var sendiherranum hald- in heiðursveizla í Oddfellow. Stýrði Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra hófinu. Kveiktverðurá vitum landsins RÍKlSSTJÓRNIN hefir rætt um það við yfir- mann brezku flotadeildarinn- ar hér, að kveikt yrði aftur á þeim vitum, sem sjómenn teldu nauðsynlegt að ljós væru á. Varð aðmírállmin vel við þeirri málaleitun, ög verður bráðum kveikt á vitunum. Ástandið i London. Sveinn Ingvarsson forstjóri Bifreiðaeinkasölunnar hefir dvalið í London mestan tímann síðan aðalárásirnar byrjuðu á borgina. Hann sagði enn fremur: „Ég hefi aldrei fyrr séð loft- árásir og loftorustur, en þó að þær væru tilkomumiklar í öll- um sínum ægileik, þá var þó ró Lundúnabúa stórfenglegri. London hefir orðið fyrir ægi- legum árásum og miklum skemmdum, en Lundúnabúar eru nú sterkari og baráttuhugur þeirra öflugri en nokkru sinni áður. Bretar eru raunverulega í sókn. Þeir eflast dag frá degi. Fólkið vinnur og starfar, eins og ekkert hafi ískorizt. Verka- lýðurinn gengur til vinnu sinn- ar óskelfdur og með vaxandi kjarki. Gamansögur ganga í loftvarnaskýlunum og við vinnuna, þegar verið er að hreinsa göturnar af braki og kúlnabrotum. Ein þeirra er á þessa leið: „Nokkrir verka- menn voru að grafa upp tíma- sprengju. Hún gat vitanlega sprungið þá og þegar. Einn verkamannanna var niðri í gryfjunni og var hann búinn að grafa allt í kringum sprengj- una, en hinir stóðu uppi yfir honum. Allt í einu hrópar verkamaðurinn á hjálp. Hann -var dreginn upp í skyndi. Verkamaðurinn hafði orðið var við mús í holunni! Erfiðast er um svefn í Lond- on — og maður sefur lítið á venjulegum svefntíma. Þýzku flugvélarnar koma venjulega kl. 8 á kvöldin og fara kl. 5íó á morgnana. Allan þennan tíma heyrast loftvarnamerkin. Marg- ir reyna að sofa í byrgjunum, en fáir geta það og aðalsvefn- tíminn er því frá kl. 5Vz á morgnana til kl. 9 f. h. Ég vil taka það fram, að mín skoðun er sú, að þær fréttir, sem brezka útvarpið flytur af þessum málum, séu nákvæm- lega réttar. Eins er um flug- vélatjónið. Við getum reitt okkur á brezku fréttirnar.“ 1 spreBBjBrepian á hðfa íbdí 1 liverpool. íslenzkt skip, sem legið hefir upp undir hálfan mánuð í höfn í Liverpool, kom hingað í morg- un. Einum eða tveimur dögum eftir að skipið kom þanga<5, var skýrt frá því í útvarpinu hér samkvæmt fréttum frá Berlín, að þýzkar sprengjuflugvélar hefðu gert ægilega loftárás á Liverpool og valdið ægilegu tjóni. Margir óttuðust því um þetta ágæta skip okkar, sem ekki má Frh. á 4. siðu. Bandalag milli Japana og Pjððverja í aðslgi? Japanir sagðir óttast fiiiufiaia Bandarikjaiiina í Ausfui*~Asíu« -------«------- REGNIR hafa borizt um, að 'samkomulagsumleitanir standi yfir milli Japana og Þjóðverja um varnar- bandalag. Sagt er, að samkomulag hafi náðst í grundvallaratrið- um, og hafi Japanir snúið sér til Þjóðverja og byrjað um- ræður um þessi mál, er það fréttist, að Bandaríkjamenn, Ástralíubúar og Bretar hyggðu til náinnar samvinnu á Kyrrahafi og komið hefði til orða, að Bandaríkjamenn fengju not af flotahöfninni í Singapore. Það liiggur ekki ljóst fyrir enn I kína, en eftir sumum fregnum að hvað er að geraslt í Franska Indó- I Frh. á 4. síöu. Kletturinn við Gibráltar. Bardagarnir um Dak- ar byrjuðu aftur fi gær. .....-■»..... Loffskeytastöð borgarinnar er þogniið. -------------- FREGNIRNAR af árásinni á Dakar eru enn mjög óljósar og flestar frá Vichystjórninni á Frakklandi. En svo virðist þó, sem bardagarnir hafi byrjað aftur í gær, skömmu eftir a§ De Gaulle dró lið sitt til baka .í bili. Loftskeytastöðin í Dakar hefir ekki heyrzt síðan á mánu- dag, og er því talið líklegt, að hún hafi verið eyðilögð í bardög- unum. Stjórnin í Vichy segir í tilkynningu í morgun, að manntjónið í liði hennar í Dakar sé orðið 185 fallnir og 363 særðir. Það er óljóst enn, hvort De Gaulle hefir tekizt að setja lið sitt á land. En því var neitað af Vichystjórninni í gærkveldi. Tilkynning frá aðalbækistöð De * H Gaulle herfioringja, leiðtoga hinna frjálsu Frakka, var gefin út í gærkveldi, <og fjallar hún um at- hurðina í Dakar log tildrög þeirra, og er ítarlegri en tilkynning sú, sem birt var fyrr í gær um sama efni. Er tekið fram í .þessari til- kynningu, að De Gaulle hafi farið til Dakar vegna þess, að íbúarnir hafi óskað þess. Hafi hann farið þangað á frönsku herskipi og sent fulltrúa sína á land, en einn þeirra er barnaharn Fochs mar- skálks, sigturvegarans úr heims- styrjöldinni 1914—1918, til þess að> bera fram kröfur á hendur nýlendustjórninni, en skotið var á fulltrúana, sem höfðu hvítan fána Uppi og voru óvopnaðir. Síðan gerði De Gaulle tilnaun til þess að setja lið á land með friðsamlegu móti, en þar sem skotið var á rnenn hans, fyrir- skipaði hann undianhald, því að hann vildi ekki að Frakkar berð- ust innbyrðis. 1 tilkynningunni segir, að strax í júlí hafi Þjóðverjar og ítalir verið farnir að senda herforingja til Dakar með það fyrir augum, að ná flugstöðmni þar á sitt vald, I (Frh. á 4. síðu.) * Frðnsk loftðrás ð Dibraltar 1 gær. Svar Vichpíjórnarinnar við árásinni á Dakar! Franskar flugvélar gerðu loftárás á Gibraltar í gær, og er litið svo á, að hún hafi átt að vera svar Vichy- stjórnarinnar við árásinni á Da- kar. Opinber hrezk tilkynning um loftárásina segir, að tuttugu eða fleiri flugvélar af franskri gerð hafi tekið þátt í árásinni og varpað um 100 sprengjum á klettinn og nágrenni hans. Flugvélarnar voru í 20 00f feta hæð, en lækkuðu flugið annað veifið. Nokkurt tjón varð á byggingum og járn- brautum, og 4 menn hiðu bana, en 12 særðust. Árásin stóð yfir í 4 klukkustundir. — Reuter- fregn hermir, að sprengjunum hafi verið varpað af handahófi, og hafi margar þeirra farið í sjóinn og á spánska grund í nánd við La Linea.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.