Alþýðublaðið - 25.09.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.09.1940, Blaðsíða 3
MIÐVIKUÐAGUR 25. Sepf. 194« AtÞYPUBLAPIÐ MMwmm Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraút 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjáms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lau ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Svar verkamanna kemur. ÞAÐ væri synd að segja, að Jón Árnason forstjóri gerði sér margar grillur út af velfer'ö þjóðarheildarinnar í grein þeirri, sem hann skrifa’ði um kjötverðiö í Tímann í gær. Þar er ekki lengur verið að fara í neinar fe’ur með sérhagsmunahyggjuna. Þar er ekki lengur verið að krefj- ast þess, að eitt skuli yfir alla ganga. Og þar er heldur ekki verið að taka mikið tiilit til þess, hvað að samkomulagi varð um kauplag og verðlag í landinu, þegar gengislögin voru samþykkt lyrir hálfu öðru ári síðan, og hvað til talaðisst, þegar þau voru endurskioðuð um nýjár í vetur iog dýrticaruppbótin á kaup verka manna löigákveðin. „Mér er ekki kunnugt um neiua samninga um þetta mál“, segir forstjórinn, , annað en ákvæði þau, sem illu heilli voru sett í gengislögin. Og ég get fullvissað menn um það, að* enginn gerir „samninga“ um það, hvernig ég greiði atkvæði, log býst ég við, að svo sé um aðra nefndarmenn í kjötveröLags- nefnd“. Tónninn var töluvert annar, þegar verið var að heimta fórn- ir af verkamönnum í fyrra. En það leynir sér svo sem ekki, í hvaða skjóli þessi herria skákar. Honum er ekki „kunnugt um neina samninga um þetta mál“, af því að það ákvæði gengislag- anna, að verðlag á kjöti og mjólk skyldi ekki hækka meira en kaup verkamanna, var ekki endurnýj- að, þegar lögin voru endurskoðuð á alþingi í vetur. En það er lé- leg afsökun, því að það var af engum alþingismanni talið heim- ild til þess að hækka kjötið og mjólkina meira en kaupið. Þvert á móti. Því var ekki mótmælt af neinum, þegar félagsmálaráð- herra lýsti yfir þeirri skoðun í sambandi við afgreiðslu hinna C'r'ursfcoðuðu gengislaga, að á- s æðu'aust væri, að kjötið og mjólkin hækkaði eins mikið á innlendum markaði og kaupið, hvað þá meira. Hafi Framsóknar- f'okkurjnn eða einhver hópur inn- an hans þá þegar haft einhverjar aðrar fyrirætla'nir í því efni, sem að vísu virðist líklegast nú, þá <, Um. hefir hann vísvitandi blekkt þing- ið. Og með slíkum brögðum er nú búið að hækka 'kjötverðið um allt að 68°/o, meðan kaup verka- manna hefir ekki hækkað nema í mesta lagi unr 27 %. Jón Árnasoin hlýtur að vera sér þess meðvitandi, að eiga meira en lé'egan málstað að verjia, þeg- ar hann hefir ekki annað fram að færa, hækkun kjötverðsins til ■ réttlætingar, en þær fáheyrðu blekkingar, sem grein hans í Tímanum í gær hefir inni að halda. Enginn, sem gert hefir kjöihækkunina að umtalsefni, hef- ir verið með neinar æsingar á móti bændum, né neitað þvi, að sjálfsagt væri, að kjötið hækkaði í verði á innlendum markaði að sama skapi og kaup verkamanna, og verða bændur þó auk þess stör- kostlegrar verðhækkunar aðnjót- andi á flestum þeim afurðum, sem þeir flytja til útlanda. Engu að siður leyfir Jón Árnason sér að halda því fram, að þeir, sem mót- mælt hafa hinni ósvífnu verð- hækkun kjotsins innanlands um Ý>8Vo, viTJt „leggja aðalbyrðar dýrtíðarinnar á bændur", og dag- blöðin hér í Reykjavík, þar á meðal Alþýðublaðið, „virðist yf- iríeitt líta á bændur sem þjóna launastéttanna í iandinu“! Slíkt orðaval heitir víst ekki á máli Jón Árnasonar að æsa upp stéttir landsins hvora á móti ann- arri! Annars hefði átt að mega vænta annars af Jóni Árnasyni en þess, að hann sakaði AlþýðUr flokkinn og blað hans um að vilja „leggja aðalbyrðar dýr- tíðarinnar á bændur“ og „Iíta á þá sem þjóna launastéttan.na í landinu". Alþýðuflokkurinn igerði Framsóknarflokknum það mögulegt á srnum tíma, að 'fá kjötlögin og mjólkurlögin í gegn- um þingiö og þar með hærra verð fyrir báðar þessar afurðir á innlendum markaði, en hægt var að fá fyrir þær erlendis, þó að bæði verkamenn og aðrar stéttar launþega í bæjunum yrðu að kaupa þær dýrara verði fyrir bragðið. Alþýðuflokkurinn gerði það í þeirri fullu vissu, að það væri þjóðarnauðsyn, að hlaupið væri undir bagga með bændun- um á þeim krepputímum, sem þá gengu yfir þá. Honum verður því sízt með sanngirni um það brugðið, að vilja leggja óréttlátar byrðar á bændur, þótt hanin geri kröfu tií þess, að kjöt -o,g mjólk sé nú ekki hækkað rneira á inn- lendum markaði, en kaup verka- manna, seni erfiðast eiga allra stétta þjóðfélagsins eins og stend ur. Og engum flokk ber meiri skylda til þess að styrkja svo sanngjarna kröfu Alþýðuflokks- ins en einmitt Framsúknarflokkn- Jón Árnason segir að vísu, að það verð, sem bændurnjr hefðu fengið fyrir kjötið og mjólkina, samkvæmt hinum upþhaflegu verðlagsákvæðum gengislaganna, hefði verið „ál.gerlega ófullnægj- andi“, og tekur í því sambandi •ekkert tillit til þess stórkoistlega hagnaðar, sem bændur hafa haft af verðhækkuninni á erlendum markaði. En hvað heldur hanm þá um kaup verkamanna, sem ekki hækkar samkvæmt kaup- lagsákvæðum gengislaganina nema um þrjá fjórðu htuta eða í mesta lag'i fjóra fimmtu hluta verð- Vatnsnotkun Végna hinnar sférauknn fihéatiilu Moykjfawikur er alwarlega skeraé á alla aé gæta pess vel aé nota ekkl vafn éhéflega. Eru menn sérsfaklega ámlnaN ir ui35, aé ekki sfrenni úr vafnshðnum og að ekki sé láfié renna vafn fil einskls aé nétfu. ¥eréi félk ekki vel vlð pessum tiflmælum, er é~ h|ákvæmilegt að aflvar~ flegui* vatnsskortur veréi. Hefir tiflmælum pessum einnig verlé heint til setu~ liésins. Bæjarverkfrœðingnr. liraéferéir alla daga. 4» BifreiiastSð Abureyrar. Bifreiðastðð Stelndórs. sem birtast eiga í Alþýðublaðinu samdægurs, sé í síðasta lagi skilað til afgreiðslunnar fyrir kl. 11% árdegis. Samband ísl. samvlnniifélaga síml 1080. Matvælaskðmtnn fyr ir næsta mðnuði kefst á tnorpa. ATVÆLAÚTHLTUNIN fyrir næsta mánuð hefst á morgun á sama stað og áður, Tryggvagötu 28 og stendur í 3 daga, fimmtudag, íostudag og laugardag. Kaffi- og sykurskömmtmium verður úthlutað fyrir tvo mánuði en korínvöruskömmtuim fyrir fimm- mánuði. Skrifstofan er ppin kl. 10—12 fyriR hádegi og 1—6 eftir hádegi. Brezka setiliðið að rýma skðiana. BREZKA setuliðið er nú að rýma skóla bæjarins, en eins og kunnugt er lagði það skólana undir sig í vor. Þeir skólar, sem þegar eru lausir, eru A u s t u rbæ j arha rna- skólin'n, Laugarnesskóiinn, Verzl- unarskólinn, Kvennaskólinn, Landakotsskóliinn og Gagnfræöa- skóli Reykjavíkur (í Franska spí- talanum). Bre'ar flytja ekki úr Mermta- skólanum né Stúdentagarðinum. Verið er að flytja úr öðrum skóium, eða flutt verður úr þeim einhvern næstu daga. Farið sparlega með vatnið. F YRIR nokkru fór að bera á hví, að kvartanir bárust um vatnsleysi úr suraum hverf- um bæjarins. Var þetta rannsakað o,g kom þá í Ijós, að leiðslurnar eru í fullkomnu lagi og nóg vatn er í Gvendarbrunnum. Er því ekki Um annað að ræða en óhófseyðslu ó vatni. Er fólk því alvarlega á- minnt um að eyða ekki vatni að óþörfu, og mun ýiá ver’ða hægt að kippa þessu í lag. I hækkunarinnar á lífsnauðsynjúm? Og hvernig eiga þeir yfirieitt að geta dregið fram lífið með ka'up,* sem ekki hefir hækkað nema u.m 27°'o, eftir að kjöt hefir verið hækkað um 68% ofan á alla verð- hækkunina á erlendum nauðsynja vörum? Þessari spurningu varast Jön Árnason og hinir Framsóknar- höf’ðingjarnir vel að svara, þegar þeir eru a’ð verja verðhækkunina á kjötinu. En þó þeir ekki vilji svara, þá fá j>eir svarið á sínum tímá. Aflei’ðing þeirrar ábyrgðar- lausu stefnu, sem Framsóknar- flokkurinn hefir nú teki'ð, með því að setja skrúfuna milli verð- lags Oig kauplags í gang innan- lands, getur eklci orðið nein önn- ur en sú, að sagt verði upp öllum launasamningum umnæsta Jiýjár. Ef alvarlegar deilur og vandræði hljótast af, þá veit nú allur landslýður fyrirfram, á hvern hátt til þeirra hefir ver- i'ð stofnað. 75 ára 1 daa. Jón Jónsson Dvergasteini. JÓN JÓNSSON múrarameist- ari að Dvergasteini í Hafn- arfirði er 75 ára í dag. Hann er einn af kunnustu Hafnfirðing- um og vinsælustu. Jón hefir alla tíð verið mjög áhugasam- ur Alþýðuflokksmaður og verkalýðssinni. Hann var einn af stofnendum verkamannafé- lagsins Hlífar og því einn af brautryðjendum verkalýðssam- takanna. Var hann gjaldkeri Hlífar lengi og innti það starf af höndum af frábærri kost- gæfni, enda er hann orðlagður maður fyrir áreiðanleik og dugnað. Sem iðnaðarmaður hefir hann verið eftirsóttur. Jón Jónssonar faðir Emils vita- málastjóra. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- Ágætar vistir fyrir stúlkur, bæði í bænum og utan bæjar- ins. Upplýsingar á Vinnumiðl- unarskrifstofunni. Sími 1327. é I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.