Alþýðublaðið - 25.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. Sept. 194« Hver var að hlæja? Kaupið bókina ALÞYÐUBLAÐIÐ Hver var að hlæja? er bók, sem þér og brosið með! ÆmMEmT & MM v Ss'MAÆm&M þurfið að eignast. OAMLA BIO Endnrfindir NYIA BJ© MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Naeturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVA'RPIÐ: 19’30 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar. 20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssagan; Þættir úr ferðasögum (V. Þ. G.). 21,00 Strokkvartett útvrapsins: Sígild smálög. 21.20 Hljómplötur: Harmoniku- lög. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Haustfermingarbörn eru beðin að koma til viðtals í dómkirkjuna í þessari viku sem hér segir: Til séra Friðriks Hall- grímssonar fimmtudag. Til séra Bjarna Jónssonar föstudag. Báða dagana kl. 5 sðídegis. Haustfermingarbörn séra Árna Sigurðssonar eru beðin að koma til viðtals í frí- kirkjuna á föstudaginn kl. 5 síðd. Deila hljóðfæraleikara. Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að hljóðfæraleikarar standa ekki í neinni deilu við Iðnó eða Ingólfskaffi. Þessi tvö samkomu- hús hafa tjáð sig fús til að semja við félag þeirra. Dýraverndarinn, septemberheftið, er kominn út. Efni: „Rekstrar oeg réttastörf" eftir Grím S. Norðdahl. „Fjár- rekstrarnir í haust.“ „Kisi mundi velgerðir og vináttu“, eftir Jón Pálsson. „Aflífun sauðfjár" o. fl. Af tilefni sjötugsafmælis Krístjáns X. konungs, verður haldin hátíða- guðsþjónusta í dómkirkjunni á morgun kl. 1 að tilhlutun ríkis- stjórnarinnar. Sveinn Sigurðsson verkamaður, Langeyrarvegi 12, Hafnarfirði, er sjötugur í dag. Steinunn Jónsdóttir frá Höfða, Austurgötu 26, Hafn- arfirði, er 91 árs í dag. Sölufélag garðyrkjumanna biður þess getið í sambandi við greinina í Alþýðublaðinu í gær um kartöflubraskið, að það hafi ekki selt brezka : ' .uiðinu neinar kartöflur, né yíirieitt átt nokkur viðskipti við það. Afmæli Kristjáns konungs. í tilefni af 70 ára afmæli Kristj- áns konungs tekur danski sendi- herrann, de Fontany, og frú hans móti heimsóknum á morgun. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld í Iðnó. Mörg áríðandi mál eru á dagskrá. Félag- eru beðnir að fjölmenna. Þfzkir herflutiiigar yflr Fiiilaid. Til og frá Norður-Noreoi. TILKYNNT hefir verið í í Helsingfors, að sam- komulag hafi náðst milli Þjóð- verja og Finna, þess efnis, að Þjóðverjum verði leyft að senda herlið um Finnland til Norður-Noregs, svo og birgðir. Þau skilyrði eru sögð hafa verið sett, að aðeins megi flytja her- lið, sem fer heim til Þýzkalands í leyfi, eða kemur þaðan úr heimferðarleyfi, og Finnar hafa rétt til þess að hafa eftirlit með þessum flutningum, sem ekki eiga að fara fram, nema sér- stakar ástæður séu fyrir hndi. Þegar í gærkveldi fóru Þjóð- verjar að setja lið á land í Vasla á Finnlandi. Fregnir u,m samkomulagið kom finnsku þjóðinni mjög á óvænt. — 1 London er leidd athygli að því, að með því að fá mot af þessari leið, leggja Þjóðverjar lið ,sitt í rninni hættu, auk þess sém levðin er styttri en leiðin Um Oslo. Hafa Þjó'ðverjar beðið mikið tjón við herflutninga sína um Oslo, >og er þess skemmst að minnast, að það var staðfest opinberlega, að þýzku herflutningaskipi á leið til Noregs með; 4000 hermenn, hefði verið sökkt við Danmerkurstrend- u.r, og komust aðeins 100 af, að því er ætlað er. ÁSTANDIÐ I ENGLANDI Frh. af 1. síðu. minnast á samkvæmt dálítið broslegum íslenzkum lögum. Það var því eðlilegt að Alþýðu- blaðið hefði tal af skipverjum. Það náði tali af loftskeyta- manninum á skipinu um leið og það lagðist hér að hafnar- bakkanum. „Ég verð að segja það, að skemmdir voru ákaflega litlar í Liverpool í samanburði við öll lætin,“ segir loftskeytamaður- inn. „Loftárásarmerki voru gefin flestar nætur og ólætin voru mikil. Skenamdir á hafn- armannvirkjum voru sáralitlar og eins á borginni. Hins vegar virtist árásunum sérstaklega beint að höfninni, þó að árang- urinn væri ekki mikill. Ég vissi aðeins um eitt einasta skip, sem laskaðist svolítið af sprengju, sem féll skammt frá því. Engin sprengja féll á okkar ■ skip, en eitt sinn féll sprengja um 100 metra frá okkur. Hins vegar féllu brot úr kúlum loft- varnabyssanna allt í kringum okkur og á þilfarið, en þær sökuðu okkur'ekki. Hins vegar geta þessar kúlur verið ha&ttu- legar. Þær munu meira að segja geta farið gegnum þrjú þilför. Við fengum að vera í landi til kl. IOV2 að kvöldi. Ef loft- varnamerki var gefið á þessum tíma, urðum við að d^elja í loftvarnabyrgjum og fengum ekki að fara um borð meðan á árásunum stóð. — Eitt sinn sá- um við eina flugvél skotna nið- ur. — íbúarnir í Liverpool sýna dásamlega ró og kjark.“ — Hvernig gekk ferðin heim? „Hún gekk ágætlega. Við vorum tvisvar sinnum stöðvað- ir. Á leiðinni sáum við tvo björgunarbáta, annar var tóm- ur, í hinum var eitt lík.“ Útbreiðið Alþýðublaðið, ^ (BRIEF ECSTASY.) Ensk afbragðskvikmynd. Aðalhlutverkin leika: Paul Lukas, Hugh Williams, Linden Traven. Allir erlendir listdómarar hrósa þessari framúrskar- andi mynd. Sýnd klukkan 7 og 9. Destry sberst i lelklnn (DESTRY RIDES AGAIN.) Amerísk stórmynd frá Universal Film, er alls staðar hefir hlotið feikna vinsældir og hrifningu. Aðalhlutverkin leika: Max-lene Dietrich, James Stewart og skopleikarinn frægi Miseha Auer. Börn fá ekki aðgang. INÖKÍNA Frh. af 1. síðu. dæma heldur bardögum þar á- fram, >og hafa hersveitir Frakka ékki sinnt tiimælum ríkisstjórans um a'ð skjóta ekki á Japani, nema þeir geri árásir á Frakka þar eystra. *Domeifréttastofan segir, að manntjón Japana við Dong-Dong hafi veri'ð 100 fallnlr og særðir. Baidarikin biða Irebarl npplfsinga að austan. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði blaðamönnum frá því í gær- kveldi, að Bandaríkjastjórn biði frekari upplýsinga frá Franska Indókína, áður en hún hefðist nokkuð frekara að. Hull neitaði að svara því, hvort Bandaríkin myndu veita Frökk um í Indókína lið, ef Japanir réðust á þá. ÁRÁSIN Á DAKAR Frh. af 1. sí'ðu, og treysta aðstöðu sína að öðru leyti. Áformuðu Þjóðverjar að hefja flugfeí'ðir. yfir Suður-Átlants haf, og nota Dakar sem endastöð. í blöðum Bandaríkjanna erekki minna rætt um það, sem nú er að gerast við Dakar, en í Bretlaindi.. „Niew York Times“ segir, að Þjóðverjar etji Frökkum saman til þess að þeir berjist iunbyrðis, pg lætur í ljós von um, að sá harmleikur standi ekki lengi, en New York Herald Tribune" seg- ir, að þegar sé foomið til borgara- styrjakiar. Til marits um það hversu Vichy stjórnin óttast De Gauile-hreif- inguna, er það, að fyrirskipað er að taka höndum alla stuðn- mgsmenn De Gaulle eða þá, sem láta í ijós samúð með bonum, og verða þeir, sem slíkum sök- eru bornir, leiddir fyrir herríétfr ínnan 48 klukkustunda og skotn- ir, ef þeir reynast sekir. Endurfundir, myndin, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir, er ensk og prýðilega gerð. Efni hennar er mjög hugðnæmt og leikararnir á- gætir. flúsnæðl. 2—3 herbergi og eldhús. með þægindum óskast 1. okt- Áreiðanleg greiðsla. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 1854 eftir kl. 4. 2. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT henni. Ellwanger læknir kom daglega af hreinni manngæzku og rannsakaði sjúklinginn. Lútherski presturinn Wundt, kom einnig og veitti fjölskyldunni huggun kirkjunnar. Þessir menn voru mjög hátíð- legir, svartklæddir sendiboðar æðri máttar. Frú Gerhardt fannst hún vera að missa barnið sitt og sat harmþrungin við sjúkrabeðinn. Að þrem dögum liðnum var litla stlúkan úr allri hættu, en þá var enginn matur til á heimilinu. Það var ekkert annað en kolin, sem hægt var að fá fyrir ekkert, en þó kom það fyrir, að börnin voru rekin burtu frá kolavögnunum. Frú Gerhardt fór að hugsa um það, hvar hún gæti fengið atvinnu, og í örvæntingu sinni datt henni í hug að leita til gistihússins. Og kraftaverkið hafði skeð. Hún fékk atvinnu. — Hve mikið hafið þér hugsað yður í laun? spurði ráðskonan. Frú Gerhadt hafði ekki dottið í hug, að hún fengi að ákveða það sjálf, hve mikil laun hún fengi. En fátæktin gerði hana djarfa. — Væri of mikið að fara fram á að fá einn dollar á dag? — Nei, sagði ráðskonan. — Það er alls ekki of mikið. En það er aðeins þriggja daga verk í viku. Og ef þér komið hingað eftir hádegi á hverjum virkum degi, þá nægir það. — Það er ágætt, sagði frú Gerhardt. — Get ég byrjað í dag? — Já, ef þér viljið koma með mér núna, skal ég sýna yður, hvar föturnar eru og þvottaáhöldin. Gistihúsið, sem frú Gerhardt hafði fengið vinnu við, var einkennandi fyrir þessa borg og þennan tíma. Þar sem Columbus vaé höfuðborg í ríkinu Ohio, íbúarnir voru um sextíu þúsundir og gestagangur mikill, var nóg að gera í gistihúsum borgarinnar, enda var það óspart notað. Húsið var fimm hæðir og stóð á bezta stað í bænum, þar sem stærstu verzlun- arhúsin stóðu. Forsalurinn var stór og hafði nýlega verið skreyttur. Gólf og veggir voru gerðir úr hvít- um marmara. Handrið öll voru úr valhnotutré og strigabrúnirnar úr kopar. í einu horni forsalsins var var blaðasala og vindlingasala. í öðru horni var borð yfirþjónsins og þar innar af voru skrifstofur hans. Skrifstofurnar voru þiljaðar rauðviði. Á öðrum enda forsalsins voru stórar dyr. Þar sást inn í rakarastof- una, en þar inni voru stólaraðir, sápudiskar og alls- kyns rakáhöld. Úti fyrir aðaldyrunum stóðu venju- lega tveir eða þrír bílar, sem annað hvort höfðu komið með hótelgesti eða voru að sækja þá. Gistihús þetta naut góðs af árvekni hinna hátt- standandi stjómmálamanna í Ohio. Margir ríkisstjór- ar höfðu valið það sem aðaldvalarstað, svo lengi sem þeir fóru með umboð sitt. Öldungaráðsmennirnir tveir, sem fóru með umboð þessa ríkis, fluttu alltaf inn í þetta gistihús, þegar þeir voru í embættiserind- um í Columbus. Annar þeirra, Brander öldungaráðs- maður, var búsettur að staðaldri á þessu gistihúsL Hann var piparsveinn og átti ekkert heimíli í borg- inni. Margir þingmenn, pólitískir erindrekar, kaup- sýslumenn og verkfræðingar komu í þetta gistihús; og dvöldu þar meðan þeir þurftu að standa við £ borginni. Mæðgurnar, sem skyndilega höfðu lent í þessu æv- intýri, vissu ekki, hvað þær áttu að taka til brágðs.. Þær gengu hikandi um marmaragólfin og þorðu ekkii að snerta á neinu af ótta við að skemma það. Þermt; sýndist forsalurinn einna líkastur ævintýrahöll eða, álfakirkju. Þær voru niðurlútar og þorðu ekki að talæ nema í hálfum „hljóðum. í þessum skrautlega forsal sátu tignir herramenn í mjúkum hægindastólum,. reyktu dýra Havanavindla og lásu blöð. — Er ekki yndislega skrautlegt hérna? hvíslaði: Genevieve og hrökk við, þegar hún heyrði sína eigim rödd. — Jú, svaraði móðir hennar/sem var kropin á kné: og var að vinda þvottadrusluna. — Það hlýtur að vera dýrt að búa hérna, heldurðir það ekki? — Já, sagði móðir hennar, en þú mátt ekki gleyma að þvo vel í hornunum. Sjáðu, hverju þú hefir gleymt þarna? Jennie móðgaðist, þegar hún fékk ofanígjöfina, og nú laut hún fram og þvoði vandlega og þorði ekki að líta upp. Þær þvoðu vandlega niður þrepin, þangað til klukkan var að verða fimm. Það var orðið dimmt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.