Alþýðublaðið - 27.09.1940, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 27.09.1940, Qupperneq 1
% ííITSTJORI: STEFAN PETURSSON ALÞYÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 27. SEPT. 1940 223. TÖLUBLAÐ 1 111 I Pýsfeal&MiI ©§g tfalfa ©Iggs. að hafa forystaaa í fðfiálefaMEM Ivrépu, en Japaa i análefnuim Asín. ÞAÐ var tilkynnt í Berlínarutvarpinu í morgun, að * Þýzkaland, Ítalía og Japan hefðu gert með sér nýjan sáttmála, sem á að gilda í tíu ár. Efni sáttmálans er sagt vera það, að Japan viðurkenni að Þýzkaland og Ítalía hafi forystuna í málefnum Evrópu, en Þýzkaland og Ítalía, að Japan hafi forystuna í málefn- um Asíu. Sagt er, að sáttmálinn skuldbindi hvorki Japan til þess að taka þátt í stríðinu í Evrópu, né Þýzkaland og Italíu til að skipta sér af stríðinu í Kína. Engu að síður telur Berlínarútvarpið sáttmálann vera ekki aðeins stjórnmálaiegs, fjárhagslegs og viðskiptalegs, heldur einn- ig hernaðai’legs eðlis, og er enn með öllu óljóst, hve víðtækur hann kann að vera. 6iano gretfi i Berlin. v Ú tá’n íikismá I arábherra Italíu, Ciamo greifi, kom } flugvél til peflín i morgun og lenti á flug- vellinum á Tempelhofer Feld, en hann er nú sagður bera mörg amerki hinna brezku loftárása. Þýzk blöð segja í sambandi við komu ítalska u.anríkisráðherr-> ans, að til standi að skrifa í Ber- lín undir samning, sem sögulega þýðingu muni fá. Þykir líklegt, að' pað sé sáttmáli sá„ sem Ber- línarútvarpið sagði frá í |miorgun, milli Þýzkalands, ítaliu og Japan. De Oanlle staðráð- ráðinn í að halda baráttnnni áfram. DE GAULLE, leiðtogi hinna frjálsu Frakka, er stað- ráðinn í að lialda áfram barátt- unni fyrir því, að Frakkland verði frjálst aftur. Þetta var til- kynnt í London í gær. Það er nú kunnugt. að þeir, sem skutu á hina frjálsu Fraklca í Dakar, voru til þess knúðir af Þjóðverjum. hafa Þj6ð verja f Da kar OPINBERLEGA befir ekki neitt verið látið í ljós um afstöðu Bandarikjanna til Frakk- ljands vegna viöburðanna í Dak- ar, en sumir ráðherranna hafa gagnrýnt Vichystjórnina hernaö- arlega fyrir aðstoð við möndul- veld'in gegn fyrrverandi sam- herja. Það kemur mjög greinilega fram í amerískum blöðum, að þau teija það miklu máli skipta fyrir Bandaríkin, að Dakar sé ekki í höndum annarra þjóða en þeirra, sem vinsamlegar eru Bandarikjunum, því að þaðan er stytzt að fara yfir Suður-Atlánts- haf til Ameríku. Sú þjóð, sem liefir Dakar, segir „New York Heralcl Tribune" í ritstjórnar- grein um Dakar, hefir ekki aðeins' Frönsku Vestur-Afríku á valdi sínu, heldur og öfluga aðstöðu á Suöur-Al!antshafi, með því að hafa flugvélastöð í Dakar, og (Frh. á 4. síðu.) NORSKA RÍKISSTJÓRNIN kom saman á fund í Lond- on í gær og var Hákon Noregskonungur á fundinum. Samþykkt var ávarp, sem Nygaardsvold forsætisráðherra las upp í norska útvarpinu frá London síðdegis í gær, en að því loknu talaði Hákon konungur og sagði, að hann væri samþykkur ávarpinu, og myndi hann starfa áfram fyrir heill og hag Noregs í anda þeirra einkurmarorða, „Allt fyrir Noreg“, sem hann valdi, er hann tók við konungdómi í Noregi árið 1905. Bliqmiítiir af brezka barna- sklpiin, sem sikkí var, fandinn. Á Mínum vorn 46 farþegar, iSia leiknir en allir á lífi, þar á meðal 6 börn. í ávarpinu segir, að hin nýja^ -síjórn, sem Þjóðverjar hafa sett á stofn í Noregi, hafi að- eins stuðning hers, sem hafi ráðizt með ofbeldi inn í landið. Tekið er fram í ávarpinu, að Þjóðverjar hafi tekið í sínar hendur stjórn mikilvægra ut- an- o g innanríkismála, þýzk lögregla stjórni í landinu og þýzkir dómstólar dæmi í mál- mn norskra manna. Leidd er sérstök athygli að því, að „Nasjonal samling“, þ. e. flokkur Quislings eða naz- ista, sem einn hefir fengið við- urkenningu Þjóðverja og leyfi til þess að starfa sem stjórn- Frh. á 2. síðu. IGÆRKVELDI var birt fregn um það í hrezka út- varpinu, að 46 manns til hafi verið bjargað af þeim, sem voru á skipinu „City of Benares“, þegar það var skotið í kaf með 90 brezk börn innanborðs á Ieið til Kanada á þriðjudagskvöldið í fyrri viku. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt, að 294 af 400, sem á skipinu voru, hefðu farizt, og af 90 börnum aðeins 7 komizt lífs af. Frh. á 2. síðu. íopmioMe tækin er enn ekki -------4------- Ein togararnir koma nú heim án lofts&eytatæk]anifia. -------4------- NOKKRIR TOGARAR komu heim í morgun úr söluferð til útlanda. Þeir koma allir loftskeytastöðvalausir. Alþýðublaðið hafði í mörgun tal af Kolbeini Sigurðs- syni skipstjóra á Þórólfi. Hann sagði: „Þegar við komum út, komu menn um borð og gerðu kröfu til að taka loftskeytastöðina úr skipinu. Ég mótmælti því, en það bar engan árangur. Ég ætlaði að bíða og skýrði frá því í von um að samningar þeir, sem standa yfir um þetta mál, myndu leysa það á heppilegan hátt. En það þýddi heldur ekki.“ — En hvers vegna biðuð þið ekki eftir að húið var að taka tækin þangáð til samningunum er lokið? ,;Við vildum heldur liggja hér heima en úti. Það mun vera búið að taka tækin úr 8 skipum.“ Alþýðublaðið hefir fengið þær upplýsingar hjá ríkis- stjórninni, að stöðugar samningatilraunir haldi áfram um þetta mál. Sendifulltrúi ríkisins í London, Pétur Benedikts- son, ráðlagði togurunum að halda kyx’ru fyrir úti og sigla ekki fyrr en samningum væri lokið.“ Þess er fastlega að vænta, að bi’ezku hérnaðaryfirvöldin taki til greina röksemdir íslenzku ríkisstjórnarinnar um hina brýnxi nauðsyn fyrir því, að hin íslenzku skip fái að halda áfram þessum nauðsynlegu tækjum, svo að þau geti haldið siglingum áfram. „Mrólfnr“ bjargar brjátío sbip- brotsieiisin af oorsko skipi. Það var sfeoflð í feaf 175 míh HP OGARINN ÞÓRÓLFUR, skipstjóri Kolbeinn Sigurðs- & son, bjargaði fyrra sunnudag 30 skipbrotsmönnum 175 mílur frá ströndum Englands. Skip þeirra var norskt, „Hird“, 9200 smálestir, frá Os- , / lo. A því voru 26 Norðmenn, 2 Finnar, 1 Dani og 1 Englend- ingur. ,,Hird“ hafði orðið fyrir tundurskeyti frá þýzkum kaf- báti 2 klukkustundum áður en Þórólfur kom á vettvang, en enginn maður fórst, og tókst Þórólfi að bjarga öllum skip- verjum. Þórólfur var á útleið, er hann bjargaði þessum mönn- um, en þeir voru í tveimur björgunarbátum. „Hird“ var enn ekki sokkið, er Þórólfur kom á vettvang. Þórólfur fór með skipbrots- mennina til lands og voru þeir um borð í togaranum á 3. sól- arhring. ,,Hird“ var að koma frá Suð- ur-Ameríku, er það varð fyrir tundurskeytinu, og var það hlaðið af ýmsum nauðsynjavör- um. Jafoaiarnefln ol- sóttir á Frakbiandi Drír forvígismenn peirra flutí ir í fangabáðir. EREGN frá Vichy, aðseturs- stað Pétainstjórnarinnar, hermir, að þrír af þekktustu forvígismönnum fx’anskra jafn- aðarmanna hafi nýlega verið teknir fastir og fluttir í fanga- búðir. i Það eru þeir Marx Dormoy, sem var utanríkismálaráð- herra í stjórn Leons Blum á ár- xxnum 1936—1937, Vincent Au- riol, sem var f jármálaráðherra í sömu stjórn. og Jules Moch. Leon Blum sjálfur var tek- inn fastur fyrir nokkxu síðan (Frh. á 4. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.