Alþýðublaðið - 28.09.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.09.1940, Blaðsíða 1
rflTSTJOBI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKUEINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 28. SEPT. 1940. 224. TÖLUBLAÐ i> Þýdt oiMsluftagvél af gerðiimi Messerschmidt 110, sem skotki viar niðnir í IoftoiiustM yfir suðar- strönd Englands. Nýr svartur dagiir fyrir lottflota Hitlers í gær® .-------------„---------,— - 133 þýzkar flugvélar skotnar niður yfir Englandi, en ekki nema 33 brezkar. EFTIR margra daga hlé á hópárásum þýzkra flugvéla á England komu þær aftur hundruðum saman í gær. En það fór eins og áður. Flugvélatjón Þjóðverja varð óg- urlegt. 133 þýzkar flugvélar voru skotnar niður fyrir klukk- an 10 í gærkveldi. Bretar misstu ekki nema 33 flugvélar. Dagurinn varð einn af svörtustu dögunum í sögu þýzka loftflotans. Fhigvélar Þjóðverja feramiu í fjórum stórum bylgjum og var þremur þeirra stefnt gegn Lon- dpn, en þeirri fjórðu gegn Bris- tol. Voru 180 flugvélar í þeirri og eitthvað svipað í hinum. Orustuflugvélar Breta voru alls staðar fyrr en varði komnar á vettvang og lenti í ógurleguan loftorustum. Msundir manna horfðu á viðureignina yfir Suður- Englandi, og laust miannfjöldinm tupp miklum fagnaðarópum, peg- 'ar hver þýzk flugvélin eftir aðra féll til jarðar í ljósum logum. Aðeins fáar árásarfhigvélanna komust í gegn til ákvör&unaír>- staða sinna, en nokkruim peirra tókst þó að varpa niður sprengj- þum bæði í Landon qg Bristol. En pær voru í hvert sinn innan skamms' reknar á flótta. I Lon- dion vorui konungshjónin, sem voru á ferðalagi um borgina til þess að" heimsækja fólk, sem misst hafði heimili sín í fyrri loft- árásum, sjónarvottar að einni viðureigninni. Hvað eftir annað. voru gefin Ioftárásarmerki í London og nokkurt tjón varð af Eftir innrás Þjóðverja; Tfir 500 mlUjóDir teknar At úr dðnskum bönkum! Sparifé Dana að fyrir hraðvaxandi verða eyðslueyrir dýrtíð og erfiðleika. Bankastjóramóter samkvæmt útvarpafregn frá Kaup- mannahöfn í morgun, haldið í Kaupmannahöfn í dag, og eru saman komnir fulltrúar frá 114 bönkum. Viðstaddur er. einnig verzlunarmálaráðherrann Christ mas Möller. Samþykkt var í morgun að senda konungi hyll- ingarávarp í tilefni af nýaf- stöðnu sjötugsfmæli hans. (Frh. á 3. síðu.) árásunum. Á einium stað biðu fjórir menn bana. Á öðrum stað hæfði sprengja skólahús og særð- úst mokkrir indverskir námsmenn. og á enn einum staft urðu skemmdir á verksmiðjum. 1 Bristol varð lítið tjón. Flug- Frh. á 4 .síðu. MðndnlyeldmogJapanætla sér að hræða Bandaríkin! Sáttmáli þeirra breytir i raun engu. ----------------?—----------- "VTÁNARI FREGNIR, sem nú hafa borizt af hiniim -^ nýja sáttmála Þýzkalands, ítalíu og Japans, herma, að hann hafi pað ákvæði inni að halda, að hvert þessara priggja ríkja sé skuldbundið til að veita hinum lið, ef á þá verði ráðist af einhverju riki, sem ekki sé þátttakandi i styrjöldunum, sem nú geisa i Evrópu og i Klna. Þá hefir nú einnig verið upplýst, að í sáttmál- anum er þvi lýst yfir, að hann breyti i engu nu- verandi afstöðu hinna þriggja samningsaðila til Rússlands. Af þvi vertur ekki dregin önnur álykt- un, en að honum sé stefnt gegn Bandarikjunum. prátt fyrir pessar fréttir, virðist sáttmálinni ekki tooma mönnum neitt á óyart .í Bandaríkjunuim. Honum er tekið þar meS ró. Þvi var haldið frám í blöðum Banda- ríkrjanna í gær, að hann breytti raunverulega engu í því ástandi, sem þegar áður hefði verið ríkj- andi. Og svipaðri skoðun var háldið fram í brezkum blöðum. ^Bæði í Ameriku og á Englandi er litið svo á, að sáttmálinn sé gerð- uít tii þess að reyna að hræða Bandaríkin frá pví,' að halda á- fram stuðningi sinum við Éng- land, og til pess að hressa upp á sigurvionimar í möndulríkjunum. Pví í rauninni hefðu Pýzkáland og Italía enga aðstöðu til pess að hjálpa Japan, ef pað lenti í stríði við Bandaríkini, né Japan til að aðstoða möndulveldin í Evrópa, ef Bandaríkin gengju í lið með Englandi. I { Roosevelt vill ekkert Roosevelt forseti talaði við 'blaðamenin í gær, en kvaðst ekki hafa fengið í síinar hendur opin- bemr fregnir um hinn nýja sátt- máia, og vildi því ekki segja neitt um hann að svo stöd^u. SkömmU síðar var tilkynnt, áð viðræðu- fundir yrðu haldnií í hvíta hús- Frhí á 3. síðu. Samtðk sjömanna mótmæla töku loftskeytatækjanna. ----------------r » .:-------------- Vænlegri horfur eru nú sagðar um að viðunandi lausn málsins fáist. STJÖRMR STÉTTARFÉLAGA sjómanna hér í bænum komu saman á fund í gær kl. 6 og á- kváði' að mótmæla því, að loftskeytatækin hafa ver- ið tekin erlendis úr allmörgum íslpn^kum fiskiskipum. imenw til viðtals við hana. Áttu þeir fund með ríkisstjórninni í morgun^ Þá munu togaraútgerðarmenn hafa haldið fund í gær, til að ræða petta mál og má telja víst, að flotínn verði ekki hreyfður út höfc til veiða eða siglinga nema að hann fái aftur pessi tæki sín. . ! Ln, sem áttiu fulltrúa á þessum fundi, voru: Sjðmarmafé- (lögln í Reykjavík og Hafnarfiriði, skipstjóra- og stýrimannafélögin Æglri og Reykjavíkur, félag loft- skeytamannia, félag vélstjom og Síýrimannafélag íslaiids. Rætt var á fundinum um sam- eiginlega afstöðui stéttarfélaganna íil þessa máls, og var enginn á- greiningur um það, að mótmæla bæri eindregið þessum verknaði log vinna að því eftir því sem hægt væri, að málið fengi heppi- lega lausn fyrir sjómannastétt- ína í samráði við ríkisstjórnina. I þeim tilgangi voru valdir 6 Alþýðublaðið fékk þær upplýs- ingar í dag frá ríkisstjórninni, að henni heföu borizt fréttir um það laust fyrir hádegi, að væn- legar horfði nú uni lausn þessa máls. ' Kristjðn konungnr hylltnr í Khofn á afmælisdaginn. NORSKA ÚTVARPIÐ FRA' LONDON skýrði frá því í gærkveldi, að á afmælisdegi Kristjánis konungs X. í fyrradag: hafi þeim foonungshjónunum ver- ið tekið fiorkunnarvel af íbúum Kaupmannahafnar, er þau óku Um bæinn í opnum vagni, eftir götumi borgarinnar. Hátíðahöldin (náðu hámarki sínu, er sendinefnd, er í voru menn af öllum stéttum þjóðarinn- ar, svio qg Stauning forsætisráð" herra og fulltrúi Islands, gekk á fund bonungs og vottaði hon- um ho'llustu og virðingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.