Alþýðublaðið - 28.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUl 28. SEPT. 194§. Hver var a‘Ö hlæja? Kaupið bókina og brosið með! Hver var aS hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. LAUGARDAGUR LAUGARDAGUR: Næturlæknir er Halldór Stef- 'ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. SUNNUDAGUR: Helgidags- og næturlæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvör'ður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. Til hreingernmoa Kvillayabörkur 2.90 x/2 kg. Krístalsápa 1.10 - - Stángasápa l.OOstöngin Afþurkunarklútar 1.30 stk. Gólfklútar 1.75 - Þottaduit allar teg. Dálítið af burstavörum Fægilögur Húsgagnagljái TJtbreiðið Alþýðublaðið. BÖKAtJTGÁFA LANDNÁMU Frh .af 3 .síðu. séu að bæta fyrir vanrækslusynd, sem þjó'ðinni sé til hneisu. Eitt af því, sem Björn Guð- fkmsson hefir á hornum sér, er utgáfa á þýddum bókum! Hann talar af lítilsvirðingu um erlend- ar bókmenntir í lok greinar sdnn- ar: „Hlutverk þeirra (þ. e. hinna útgáfufélaganna) yrði þá líklega helzt að gefa út erlendar bækur Þá gæti almenningur á Islandi unað sér við bækur eins og (let- urbr. mín) Hrunadans heimsveld- Qnna í staðinn fyrir Númarímur, Móðurina í staðinn fyrir Mann og fconu og Markmið og leiðir í stað Passíusálmanna.“ Fyrr má nú vera! Sigurður heitinn Breið- fjörð undi sér við að yrkja Númarímur upp úr erlendri bók, fyrirmyndin var nú ekki merki- legri. Þær eru því eins konar þýðing eða endursögn. Hallgrím- ur Pétursson orti líka Passíusálm- ana upp úr erlendri bók, sem al- menningur á íslandi hefir unað sér sæmilega við. Og Jón Thor- oddsen er líka talinn verða fyrir áhrifum frá erlendum skáldskap. — Hrunadans heimsveldanna var þeginn mjög þakksamlega af ís- lenzkuím lesendum. Ég skal af allri hreinskilni játa mig svo ó- þjóðlegan, að ég tel það mjög mikilvægan þátt í starfsemi M. F. A. að gefa út góðar þýðingar á erlendum bókum. Ég tel okkur íslendingum fulla nauðsyn á því að kynnast hugmyndum og á- huigamálum anniarra þjó'ða. Að lokum vil ég biðjast þess að verða ekki misskilinn á þann veg, að ég vilji stuðla að því, að rit islenzkra höfunda berist efna- mönnum einum í hendur. Því fer fjarri. Ég vildi stuðla að því, að heildarsafn af ritum Gunnars Gunnarssonar yrði gefið út á ís- lenzku, og ég hefi ekki komið auga á heppilegri leið en valin hefir verið. Á hinn bóginn hefir hvorki mér né öðrum tekizt að finna til þess ráð, að hinn fátæk- asti hluti íslenzkrar alþýðu geti orðið aðnjótandi góðs bókakost- ar. Eitt er það þó, sem þar gæti orð'ið til mikilla bóta, sem sé það, að fcomið cferði upp góðum bóka- söfnum sem víðast. Skal ég bjóða Birni Guðfinnssyni upp á góða samvinnu' til þess að koma því piáli í framkvæmd, ef hann tel- ur stjórnarvöld ríkis og bæjarfé- laga svo auðunnin til aðstoðar eins og hann ætlar, að þingið muni verða um aðstioð sina til þess að hjálpa sem flestum aö eignast rit Gunnars Gunnarsson- ar. Enn. fremur skal ég bjóða honum upp á lítilfjörlegan stuðn- ing minn, ef nokkurt gagn væri í honum, til þess að gera fátækum en efcúlegum unglinguim aðgang- inn greiðari að því menntamust- eri, sem hann starfar við. Eru þetta lnálefni ekki allsóskyld. Ármiann Halldórsson. STARFSEMI HÁSKÓLANS Frh. af 1. síðú. ljúki fullnaðarprófi erlendis síðar. Þá væri <og æskilegt að fá vitneskju um, hversu margir stú- dentar vildu leggja stund á verj^- fræði hér við háskólann í því skyni að taka fyrrihlutapróf í Kaupmannahöfn eftir tvö ár, en við háskölanm í Kaupmannahöfn verður að miða sökum þess, að námsbækur i verkfræði eru hér eínungis til á dönsku. LOFTOKUSTUR í GÆK. (Frh. af 1. síðu.) vélar Þjóðverja voru fljótlega hráktar á flótta þaðan o.g stefndu til suðurstrandarinnar. En þar mættu þær einnig miiklum flota brezkra orustuflugvéla og urðu að snúa vfð aftuir í áttina til Bristiol. Voru þær þannig komn- ar milli tveggja elda og_ urðu fyrir gifurlegu tjóni, áður en þeim tókst að sleppa. Auglýsið í Alþýðublaðinu. ^CTAMLA BIO NINOTCHKA Amerisk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnillingsins. ERNST LUBITSCH Aðalhlutverkin leika: Greta Garbo MELVYN DOUGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. ■ NVJA BiO ■ Destry skerst i leikinn (DESTRY RIDES AGAIN.) Amerísk stórmynd frá Universal Film, er alls staðar hefir hlotið feikna vinsældir og hrifningu. Aðalhlutverkin leika: Marlene Dietrich, James Stewart og skopleikarinn frægi Mischa Auer. Börn fá ekki aðgang. SÍÐASTA SINN! Síðasti sunnudags Dansleikur haustsins í IÐNÓ hefst kl. 10 annað kvöld. Hin ágæta IÐNÓ-hljómsveit leik- ur, undir stjórn PRITZ WEISSHAPPEL Gömlu og nýju dansarnir. Aðgöngumiðar seldir í IÐNÓ frá klukkan 6 annað kvöld. — Sími: 3191. — , Waltersképpnin II R S L I T á morgun sunnud kl. 2» K.R. og VALUR Siðasti leikur ársins. Hver vill ekki sjá K.R. - VAL keppatilúrslita. Ensklúðra sveit leikur frá kl. 1,30 og á milli hálfleika. 4. THEODORE DREISER: JENNIE GERHARDT fjölskyldu fyrir að sjá. — Ég veit það, sagði frú Gerhardt með hægð. Hún faldi rauðar vinnubólgnar hendurnar í gamla prjónasalinu sínu. Jennie stóð við hlið hennar kvíð- andi og óróleg. — En ég ætla nú að lána ykkur í þetta sinn, sagði hann. — En þér borgið mér á laugardag. Hann bjó um brauðið og fleskið og rétti Jennie böggulinn. Um leið sagði hann ofurlítið glettnislega: ^ — Þegar þér farið nú að vinna yður inn peninga áftur, þá býzt ég við, að þér farið og verzlið við ein- hvern keppinautanna. — Nei, svaraði -frú Gerhardt. — Þér vitið vel, að við gerum það ekki. Þær gengu út á rökkvaða götuna, fram hjá lág- reistu húsunum og heim til sín. — Mér þætti gaman að vita, hvort börnin hafa náð í kol, sagði móðirin, þegar þær nálguðust húsið. — Hugsaðu ekki um það, sagði Jennie. — Ef þau hafa ekki náð í kol, þá skal ég sækja þau. — Það kom maður og rak okkur burtu, hrópaði George litli um leið og móðir hans spurði hann um kolin. — En ég náði þeim af flutningavagni. Frú Gerhardt brosti, en Jennie hló. •— Hvernig líður Veroniku? — Hún er víst sofnuð, sagði faðirinn. Ég gaf henni inn meðalið klukkan fimm. Meðan verið var að matbúa hina fátæklegu mál- tíð, gekk móðirin að rúmi sjúklingins og bjó sig undir að vaka eina nótt enn, eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Meðan á borðhaldinu stóð datt Sebastian snjall- ræði í hug. Og þar eð hann var gæddur töluverðri lífsreynslu, var uppástunga hans þess virði, að henni væri gaumur gefinn. Enda þótt hann væri aðeins nemandi hjá vagna- smið og hefði ekki lært annað en trúarjátningu Lút- hers, var hann gæddur. í ríkum mæli dugnaði og ráðsnilli Ameríkumannsins. Hann var hár vexti, þrekvaxinn og þroskaður eftir aldri. Hann vissi, að það þurfti dugnað til þess að öðlast gæði lífsins. Og ennfremur vissi hann, að til þess að koma sér á framfæri, var nauðsynlegt að kynnast svokölluð- um „heldri mönnum.“ Hann hafði því gaman af að flækjast umhverfis Columbus House. Honum skildist, að þar byggju allir „heldri mennirnir.11 Þegar hann var búinn að útvega sér peninga fyrir góðum fötum, labbacii hann á kvöld- in með kunningjum sínum að dyrunum á þessu stóra gistihúsi, kveikti í vindlingi og horfði á hina tignu, skrautbúnu gesti ganga þar út og inn. Þá hafði hann ekki síður gaman af að horfa á ungu stúlkurnar, skrautklæddu, sem voru á skemmtigöngu fyrir fram- an gistihúsið. Og hann langaði sjálfan til að vera einn af þessum skrautbúnu herramönnum. — Getið þið ekki fengið að þvo fatnað gestanna? / sagði hann við Jennie, er hún hafði skýrt frá því, sem skeð hafði um daginn. — Það væri betra en að krjúpa og þvo gólf. — Hvernig eigum við að geta útvegað okkur þá vinnu? spurði Jennie. — Þið getið spurt ráðskonuna að því, hvort hún geti ekki greitt fram úr þessu fyrir ykkur. Þetta fannst Jennie snjallræði. — En þú skalt vara þig á því að ávarpa mig, ef þú skyldir koma auga á mig nálægt gistihúsinu. Þú verður að láta sem þú þekkir mig ekki. — Hvers vegna? spurði hún sakleysislega. — Þú veizt, hvernig á því stendur, sagði hann. — Þið eruð svo fátæklegar til fara. Þið látið bara sem þið sjáið mig ekki. Skilurðu það? — Já, sagði hún auðmjúk. Enda þótt hún væri yngri en bróðirinn, varð hún að lúta vilja hans í öllu. Daginn eftir, þegar mæðgurnar voru á leið til gisti- hússins, minntist hún á þetta við móður sína. — Bas sagði, að við gætum ef til vill fengið að þvo nærföt hótelgestanna. Frú Gerhardt, sem hafði hugsað um það alla nóttina, á hvern hátt hún gæti útvegað sér ofurlitla aukavinnu, féllst þegar á þessa uppástungu. En þegar þær komu til gistihússins, náðu þær ekki strax tali af ráðskonunni. Þær unnu fram eftir kvöldinu. Þá vildi svo til, að ráðskona sagði þeim að þvo gólfið bak við borð yfirþjónsins. Yfirþjónninn var mjög vingjarnlegur við þær. Hann hlustaði vin- gjarnlega á frú Gerhardt, þegar hún áræddi loksins að stynja upp erindinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.