Alþýðublaðið - 30.09.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 30.09.1940, Side 1
SkOBitoi áfengis ná ákveðin! Lottskeytin: Svar Breta er bomið. IDAG mun svar Breta við mótmælum ríkis- stjórnarinnar út af töku loftskeytatækjanna hafa verið lagt fyrir ríkisstjórn ina. Einhver smáatriði munu vera í svarinu, sem gera það ekki alveg fullljóst, en kröfum ríkisstjórnar- innar mun að miklu leyti hafa verið mætt. Nánar er ekki hægt að skýra frá málinu að þessu sinni. Áfengisverzluninni verðnr lokað, þar til skömmtunin kemur til framkvæmda. ------»----- SKÖMMTUN ÁFENGIS hefir nú verið ákveðin af ríkisstjórn- inni. Mun skömmtunin hafa átt að koma til framkvæmda á morgun, 1. október, en af því getur ekki orðið, vegna þess að skömmtunarbækurnar eru ekki tilbúnar. Hinsvegar hefir það ráð verið tekið að loka Áfengisverzlun- inni. Er hún því lokuð í dag og verður þar til skömmtunin verður tekin upp. Þessi ákvörðun mun hafa verið tekin vegna þess, að síð- ustu dagana mun hafa borið á því, að menn hafi keypt meira af áfengi en venjulegt er og mun hafa verið talin hætta á því, að menn reynöu að safna að sér birgðum. Vitanlega er sjálfsagt að reyna að koma í veg fyrir það. AlþíöDbraiðserðin lækkar verð á branðnm um 6" ------o----- Og kaupfélagið lækkar verð á rúgmjöji um 12 aura kiióið. ------♦.... ALÞÝÐUBRAUÐGERÐIN tilkynnir hér í blaðinu í dag lækkun brauðaverðsins. Lækka rúgbrauð og normalbrauð um 5 aura og nemur lækkunin allt að 6%. Óseydd rúgbrauð kostuðu 90 aura, seydd 95 aura og normalbrauð 90. Kosta brauðin því nú 85 og 90 aura. Alþýðublaðið snéri sér í 'morg- un til Gnðm. R. Oddss'onar, for- ístjóra Alþýðubrauðgerðarinnar, iog spurði hann. hvað gerði þessa verðlækkun mögulega. „Verð á rúgmjöli hefir lækk- að, hins vegar hefði lækkunin getað orðið nokkru meiri, ef kauphækkuin hefði ekki orðiö um næstu mánaðamót.“ — Er hessi verðlækkun sam- ikvæmt fyrirmælum verðiags- nefndar? „Nei, alls ekki. Alþýðubrauð- gerðin tilkynnti verðlagsnefnd að- eins á lau;gardag, að brauðgerðin hefði ákveðið að lækka verðið, — Ojg skil ég ekki, að verðlags- nefnd hafi nokkuð að athuga við þessa ákvörðun. Brauðverðið hækkaði síðast í ágústmánuði, en síðan hefir oröið lækkun á rúg- mjölinu." Þetta sagði Guðm. R. Oddsson. Loks skal þess getið, að kaup- fé.'agið hefir ákveðið lækkum á rúgmjöli, nemur lækkunin 12 aurum á kg. Það fer ekki hjá því að menn spyrji: „Hvernig stendur á því, að verðlækkunin kemur frá Al- þýðubrauðgerðinni, en ekki verð- lagsnefnd? Hefir verðlagsnefnd elkki eftirlit með vöruverðinu? Hefir hún ekki vakandi auga með þvi, að vöruverðið lækki eins fljótt og mögulegt er? I hinni gífurlegu dýrtíð, sem nú er á öllum hlutum, ríður mikið á því, að verðlagsnefnd hafi ná- kvæmt eftirlit með því, að vöru- verð sé lækkað undir eins og nokkrir möguleikar eru til þess. Jafnframt ber að þakka þeim fyrirtækjum, sem ótilkvödd hafa riðið á vaðið með verðlækkun nú. Alþýðublaðið hefir í morg- un fengið þær fréttir, að framkvæmd skömmtunar- innar sé hagað þannig, að hver einstaklingur, yfir 21 árs aldur, jafnt konur sem karlar, skuli mega taka út á sitt nafn, með eigin undir- skrift við búðardisk Vín- verzlunarinnar 2 heilflösk- ur af sterkum vínum eða 4 heilflöskur af veikum vín- um, eða 8 heilflöskur af borð vínum. Mörgum mun finnast að þessi skömmtun sé heldur ríf- leg — og að minna hefði mátt nægja. En til þess að fá skömmt unarbækurnar verða menn að senda umsókn til lögreglu- stjóra. Nefnd sú, sem kvödd var til að vera í ráðum með ríkis- stjórninni um þetta mál, mun hafa rætt um dálítið annað fyr- irkomulag en nú hefir verið á- kveðið. Leikfélag Reykja- víbflp tii Akraness I! GÆRMORGUN fór Leikfélag Reykjavíkur til Akraness og sýndi þar Ieikinn „StUndum og stundum ekki“ þrisvar sinnum. Akveðið hafði verið, að hafa aðeins tvæ.r sýningar, en er út- selt var a þær báðar á fyrsta hálftímanum, var ákveðið lað halda þriðju sýninguna um kvöldið. Voru allir aðgöngumiðar að þeirri sýningu seldir upp á 20 mínútium. Má það heita mikill áhugi fyrir leiklist á Akranesi, að af 1800 í- F*h. á 2. H.R. vann Walterskeppaina LelMnas vID ¥al á vftaspyrnu. URSLITALEIKNUM í Wal- ters-keppninni fór fram í gær milli K.R. og Vais. Úrslit urðu þau, að K.R. vann leikinn með 1 marki gegn engu. Kom það flestum á óvart. I fyrri hálfleik léku Valsmenn Frh. á 2. siðu. Leiðir hrezku sprengjuflugvélanna eru kortlagðar af ljósmynd- urum, til þess að flugmennirnir geti fundið staðina, sem þeir eiga að ráðast á. — Hér sést einn Ijósmyndarinn að verki í flug- vél sinni. Berlinarbnar ísioftvatnabyigjun i nétt at étta við loftárésir. En ekki vitað að nein loftárás væri gerð - ♦----- BREZKAR sprengjuflugvélar gerðu nýjar árásir á inn- rásarbækistöðvar Þjqðverja við Ermarsund í gærkvöldi og síð- astliðna nótt. Árásirnar hófust eftir að dimt var orðið og lauk ekki fyrr en undir miorgun. Eins og að undanfömu var múgur og margmenni á ýmsum stöðum á ströndinni við Dover og víðar, til þess að horfa á eldana hand- an sundsins. Líklegt er, að Bou- logne hafi orðið harðast úti í þessum árásum. Árásir voru einnig gerðar síð- astliðna nótt á hemaðarstaði i Þýzkalandi, og í Bedínarborg höfðust menn við 2 klukkustund- jr i loftvarnabyrgjum, enda þótt ekki sæist til brezkra sprengju- fiugvéla, að þvi er Þjóðverjar tilkynna. Segir í fregnum þeirra, að skiothríðin úr loftvamabyssum utan Berlínar hafi verið svo á- köf, að brezku flugvélamar hafi snúið við. Brezka flugmálaráðuneytið bíð- ur eftir upplýsingum frá flug- mönnum, sem þátt tóku í árás- unum, og liggur ekkert fyrir um það enn þá, að til hafi staðið, að gera loftárás á Berlín síð- astliðna nótt, en aðriir staðir hafa orðið fyrir valinu. Mlkill bronf i City i oær. Þýzkar flugvélar flugu inn yfir Dungeness í Kent í morgun. Frh. á 2. síðu. Er priveldasáttmálannn stefnt Rfgn lússlandi? ----4--■- Sú skoðun ryður sér nú til rúms. Þríveldasattmalinn milli Þýzkalands, Ítalíu og Japan er ennþá eitt af aðal- umræðuefnum blaðanna um all an heim. Sú skoðun gerir meira og meira vart við sig, einkum í hrezkum blöðum, að það sé eng- an veginn víst, að sáttmálan- um sé eingöngu eða einu sinni aðallega stefnt gegn Banda- ríkjunum, þrátt fyrir þau á- kvæði hans, sem upp hafa verið gefin. Það er bent á, að hann geti alveg eins vel orðið vopn á móti Rússlandi. Bandalag milli Þýzkalands og Japan sé yfirleitt skiljanlegra með sam- eiginlegan fjandskap við Rúss- land fyrir augum. I sambandi við þessa túlkun sáttmálans vekur það mikla at- hygli, að ítalska útvarpið sagði á laugardaginn, að sáttmálinn værl aðvörun jafnt til óvina sem fals- Frh. á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.