Alþýðublaðið - 30.09.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUK 3«. SEPT. 1946. Hver var að hlæja? Kaupið bókiua og brosið með! AIÞTÐUBLAÐIÐ Hver var aS hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. cumuk bso NINOTCHKA Amerísk úrvals skemmti- mynd, tekin af Metro Gold- wyn Mayer undir stjórn kvikmyndasnillingsins. ERNST LUBITSCH Aðalhlutverkin ieika: Greta Garbo MELVYN JUOUGLAS. Sýnd klukkan 7 og 9. NYJA mo Eldur í RauðnsKéoum Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd, gerð eftir hinni víðfrægu skáld- ssögu eftir JACK LOND- ON (Romance of the Red- woods).- Aðalhlutverkin leika: JEAN PARKER og CHARLES BICKFORD. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. — Börn fá ekki aðgang. — Frá 1. október verða inn- lánsvextir í sparisjóði 31 og á innlánsskírteinum 4 Landsbank! tslands. fitvegsbanki Islands Hf. Bðnaðarbanlii íslands. Sparisjóðnr Keykja- vikir os nðgrennis. 0 10 0 • Nýkomíð: Bómullargarn í mörgum litum* Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Damask. Flúnell. Tvisttau. Léreft hvítt og mislitt. Gar- dínutau. Leggingar á kjóla. Stoppgarn o. fl. Verslnnin Dynoia, Langaveg 25. ..................— .. \ —ÚTBREIBIÐ ALÞÝBLABIBBU— MÁNUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Þ. Þor- steinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Tilbrigði eftir Beethoven við stef úr ,,Töfraflautunni“ eftir Moz- art. 20.30 Sumarþættir (Einar Magnús son kennari). 20.50 Einsöngur (Gunnar Páls- son): 1) Joh. S. Svendsen: Serenade. 2) Merkikanto: Til eru fræ. 3) Sig. Þórðar- son: Hlíðin. 4) Sigfús Ein- arsson: Augun bláu. 5) Ad- ams: Thora. 6) Brahe: I pas- sed by your window. 21.15' Útvarpshljómsveitin: Lög , eftir Joh. S. Svendsen (100 ára minning). Áttræður er í dag Baldvin Jónatansson, þjóðsagnahöfundur frá Víðiseli í Suður-Þingeyjarsýslu. Er hann kunnur hagyrðingur. Baldvin á nú heima á Halldórsstöðum í Lax- árdal. 78 ára er í dag ekkjan Sigríður Jóns- dóttir, Hverfisgötu 83. Greta Garbo í Gamla Bíó. GRETA GARBO leikur að- alhlutverkið í ágætri kvikmynd, sem nú er sýnd í Gamla Bíó. Er þetta hlutverk ólíkt hlutverkum þeim, sem Greta Garbo hefir áður leikið í — auk þess, sem efni myndar- innar er óvenjulegt. Greta heitir nú Ninotchfca og er rússneskur kommúnisti, en raunverulega á þetta hlutverk við einræðisskipulagið í hvaða landi sem er, þar sem einstaklingurinn er þurrkaður út og látinn með ofbeldi ganga upp í mergðina og færður í skiorinn stakk einræðis- ins. 1 þessari bráðskemmtilegu mynd sér maÖur annan gamlan og góðan 'kunningja en Gretu Garbo, en það er Felix Bressart, þýzki leikarinn úr „Einkaritara bankastjórans". 66 ára er í dag Magnús Einarsson, Kárastíg 6. Ljót árás á Akureyri. Tvær konur slegnar nið- ur með byssuskeptnm. Frá fréttiaritara Alþý&ublaðsms. AKUREYRI í morgun. JÓTUR atburður og ó- venjulegur varð hér á Akureyri í fyrra kvöld. Tvær konur voru á gangi ofar- Ie;ga á Oddeyrargöt'u, eftir að fór að skyggja, og v-oru þær á leið heim til sín. Urðu þær þá Ullt í e;nu varar við það, að tveir hennenn veittu þeim eftirför. Sneru þeir sér skyndilega að þeim og ávörpuðu þær dónalega. Önnur konan skilu.r og talar ensku, og ávítaði hún hermenn- ina fyrir framferði þeirra. Skifti þá enguim toguim, að þeir réðust á toonurnar og slógu þær með byssuskeptunum, svo að þær féllu báðar í götuina, og varð önnur strax meðvitundarlaus. Hin foonan kallaði á hjálp, og tooimu menn þá á vettvang, en hermennirnir tóku þá til fótanna fog flýðu , út í myrkríð. — Munu þeir báðir hafa verið drutoknir. Konurnar voru þegar fluttar í sjúkrahús, oig þar voru þær enn í gærkveldi. Var önnur þeirra enn meðvitundarlaus. a Herlögreglan hefir síðan þessi atburður gerðist unnið sleitulaust að því að hafa uppi á sökudólg- unum. Að öðra leyti er framtooma setuliðsins mjög góð hér á Ak- ureyri. ■ Nýjar kvöldvökur, 7.—9. hefti 33. árgangs er ný- komið út. Af efni ritsins má nefna: Kennimaður, framhalds- saga, eftir Sigurð Róbertsson, Ekki verður ófeigum í hel komið, ferðasaga, eftir Jóhann J. E. Kúld, bókarfregn, eftir Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum og þjóðsagna- þættir. Þá flytur ritið framhalds- sögu, eftir erlendan höfund, Synir Arabahöfðingjans. Ritstjóri og út- gefandi er Þorsteinn M. Jónsson á Akureyri. ENGLISH LECTURES! 24 lectures, beginning on Thursday, October 3rd, will be given on Monday and Thursday evening, from , 8 to 9 o’- clock, at Vonarstræti 12. History, Literature, Colonies, Customs etc., will be spoken of. Pupils will be invited to suggest subjects. The first will be „ENGLAND and INDIA.“ Fee for the 24 lectures Kr. 35.00, may, (by kind permission of Mr. Snæbjörn Jónsson), be paid at The English Book- shop on or before October 3rd. HOWARD LITTLE. Rejfkjavík Hraðferðir Bifreiðastðð ftkureyrar. - ikarejrri § alla daga. Bifreiðastoð Steintiórs. 5. THEODORE DREISER; JENNIE GERHARDT — Gæti ég ekki fengiö aö þvo nærfatnað einhvers gestanna? stamaði hún. Ég væri yður mjög þakklátur, ef þér gætuð komið því þannig fyrir. Yfirþjónninn leit á hana. Og honum varð það ljóst, að mæðgurnar voru sárfátækar. — Við skulum athuga það, sagði yfirþjónninn. Hann hafði í huga Brander öldungaráðsmann og Marshall Hopkins, en báðir voru þekktir mannúðar- menn. — Þér skuluð fara og tala við Brander öld- ungaráðsmann, hélt hann áfram. — Hann býr í her- bergi númer tuttugu og tvö. Hann skrifaði nafn hans á blað og fékk þeim. — Þið getið sagt honum, að ég hafi sent ykkur. Frú Gerhardt tók þakklát við bréfspjaldinu. Hún gat ekki valið þakklætistilfinningu sinni orð, en hún lýsti úr augum hennar. — Jæja, jæja, sagði yfirþjónninn, sem varð var við geðbrigði hennar. — Þér megið fara beina leið upp. Hann er í.herberginu sínu um þessar mundir. Frú Gefhardt var mjög feimin, þegar hún barði að dyrum á herbergi númer tuttugu og tvö. Jennie stóð þögul við hlið hennar. Stuttu seinna var hurðin opnuð, og öldungaráðs- maðurinn stóð í dyrunum. Hann var í fallegum föt- um og leit unglega út eftir aldri. — Jæja, frú, sagði hann. Hann þekkti þær báðar aftur. — Hvað get ég gert íyrir ykkur? Móðirin hikaði ofurlítið. — Við ætluðum að spyrja, hvort þér þyrftuð ekki að láta þvo fyrir yður. — Þvo? endurtók hann og röddin var hljómmikil. — Við skulum sjá, gerið svo vel og komið inn. Hann gekk til hliðar, svo að þær gætu komizt fram hjá honum. — Við skulum nú athuga það mál endurtók hann og opnáði eina skúffuna af annarri í rauðviðarkommóðunni. Jennie litaðist um í herberg- inu. Önnur eins húsgögn hafði hún aldrei séð. — Gerið svo vel og fáið ykkur sæti, sagði hann vingjarnlega og fór því næst að rannsaka í fata- skápinn sinn. Mæðgurnar ætluðu naumast að þora að þiggja boðið, en hann endurtók það vingjarnlega. — Er þetta dóttir yðar? hélt hann áfram og brosti til Jennie. — Já, sagði móðirin, það er elzta dóttir mín. — Er maður yðar á lífi? — Hvað heitir hann? — Hvar á hann heima? Öllum þessum spurningum svaraði frú Gerhardt með mestu auðmýkt. — Hversu mörg börn eigið þér? hélt hann áfram. — Sex, svaraði frú Gerhardt. — Þér eigið mörg börn. Þér hafið þó að minnsta kosti int af hendi skyldu yðar gagnvart þjóðfélaginu. — Og þér segið, að þetta sé elzta dóttir yðar? — Já. — Hvaða atvinnu stundar maður yður? , Hann er glergerðarmaður. Meðan á samtalinu stóð, horfði Jennie undrandi á allt, sem fyrir augun bar. í hvert skipti, sem hún leit á hann, voru augu hennar svo sakleysisleg og hreinskilnisleg, en lýstu jafnframt svo mikilli hrifn- ingu, að hann gat varla litið af henni. — Ég hefi hér eitthvað af fatnaði, sem nauðsyn- legt er að þvo. Það er ekki mjög mikið, en mér væri kært, ef þér vilduð þvo það. í næstu viku verður ef til vill meira, sem þarf að þvo. Hann lét fötin í bláan baðmullarpoka, sem var skrautlega útsaumaður. — Hvenær viljið þér fá fötin aftur? spurði hún. — Einhverntíma í næstu viku. Hún þakkaði honum fyrir og var að leggja af stað. |— Við skulum sjá, sagði hann, um leið og hann opn- aði hurðina fyrir þær. — Þér megið koma með þvott- inn á mánudag, ef yður þóknast. — Það skal verða gert, sagði frú Gerhardt. — Og kærar þakkir. Þær fóru út og öldungaráðsmaðurinn hélt áfram að lesa. En hann gat ekki lengur fest hugann við- lesturinn. — Þær virðast mjög fátækar, sagði hann við sjálfan sig og lokaði bókinni. Frú Gerhardt og Jennie dóttir hennar, lögðu af stað heim til sín og gengu um rökkvaðar götur. Þær voru ofurlítið hressari í bragði vegna þess, að erindi þeirra hafði gengið svona vel. — Fannst þér ekki herbergið hans vera skraut- legt? hvíslaði Jennie.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.